Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983
15
Samtök um-
boðsmanna
skipafélaga
stofnuð
SAMTÖK umboðsmanna skipafé-
laga voru stofnuð formlega á Ak-
ureyri þann 8. okt. sl. Tilgangur
samtakanna er að efla samheldni
með umboðsaðilum skipaaf-
greiðslna og gæta hagsmuna
þeirra, að samræma starfsemi og
markmið skipaafgreiðslna og auka
og bæta samstarf við skipafélögin.
í stjórn félagsins voru kosnir
Friðrik óskarsson Vestmanna-
eyjum formaður, Gunnar Jóns-
son ísafirði gjaldkeri, Sigurður
Þorgeirsson Fáskrúðsfirði ritari
og meðstjórnendur Jón Sam-
úelsson Akureyri og Reynir
Jónsson Flateyri.
í samtali við Mbl. sagði Frið-
rik óskarsson að í samtökunum
væru 32 stofnfélagar um allt
land, en þetta eru allt einstakl-
ingar og félög sem hafa sjálf-
stæðan rekstur en sinna skipa-
afgreiðslu. Allir sem sinna
skipaafgreiðslu geta gerst félag-
ar í samtökunum og teljast þeir
stofnfélagar sem láta skrá sig
fyrir 1. jan. 1984.
Friðrik sagði að frá því að
fyrst kom til tals í vor að stofna
slík samtök, hefði komið í ljós
mikill áhugi manna víða um
land, en meðal verkefna samtak-
anna er m.a. að samræma taxta
meðal félagsmanna á uppskipun
og útskipun. Friðrik sagði að
hér væri ekki um neinn þrýsti-
hóp að ræða, heldur að menn
bæru saman bækur sínar innan
þessara samtaka til þess að
bæta starfsemi og markmið.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
\feist þú
hvað \hlvo kostar?
VOLVO
Nú heíur Veltir á boðstólum fleiri gerðir
aí Volvo tólksbiíreiðum og á betra verði
en nokkru sinni fyrr. Eins og verðlistinn
ber með sér er breiddin mjög mikil, en
hvergi er þó slakað á kröfum um öryggi.
Volvo öryggið er alltal hið sama. Verð-
munurinn er hins vegar fólginn í mis-
munandi stœrð, vélaraíli, útliti og íburði,
og t.d. eru allir 240 bílamir með vökva-
stýri. Verðlistinn er miðaður við gengi
íslensku krónunnar 5/10 '83, ryðvöm er
innilalin í verðinu.
Haíið samband við sölumenn okkar.
VELTIR HF
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200
A/KLŒÐNING
klæðskerasaumnð á hvert hús
Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður um hinar gífurlegu steypuskemmdir
sem orðið hafa á íslenskum húsum og öðrum mannvirkjum af völdum
veðrunar og annarra þátta.
Nýleg könnun Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins á steypuskemmdum og
sprungumyndunum í íslenskum húsum leiddi í Ijós að ein haldbesta vörnin gegn leka og
áframhaldandi skemmdum, er að klæða þau alveg til dæmis með áli.
A/klæðning gefur góða möguleika á einangrun. Besti árangurinn fæst
með því að einangra hús að utan með t.d. steinull eða plasti þannig að veggir nái ekki að kólna.
Með aukinni einangrun sparast hitakostnaður sem getur numið verulegum
fjárhæðum þegar til lengdar lætur. Aukin einangrun er sérlega þýðingarmikil á eldri
hús þar sem einangrun var verulega ábótavant hér áður fyrr.
í A-klæðningu hefur verið hugsað fyrir hverjum hlut til þess að gera uppsetningu
sem einfaldasta og spara bæði tíma og peninga.
Framleiddir hafa verið ýmsir aukahlutir svo sem gluggakarmar, mænar, vindskeiðar
og margt fleira sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar tegundir klæðninga.
A/klæðning er nýtískuleg lausn - í eitt skipti fyrir öll á veggi, loft og þök.
A/klæðning klæðskerasaumuð á hvert hús.
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVlK - S(MI 22000
j
> •;
iN