Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983
19
Sara Keays fyrrum einkaritari Cecil Parkinson ráðherra f stjórn Thatch-
er. Kngfrúin skundar hér um hlaðið á sveitasetri sínu um sama leyti og
Parkinson tilkynni afsögn sfna á flokksþingi íhaldsflokksins á föstu-
dag.
Sundurlyndi á
fundi fímm for-
sætisráðherra
Aþenu, 17. október. AP.
FYRSTA FUNDI fimm forsætisráð-
herra fimm Suður-Evrópuríkja, sem
allir eru jafnaðarmenn, lauk f Aþenu
í dag og náðu ráðherrarnir aðeins
samkomulagi um að samræma efna-
hagsstefnur sínar gegnum óformlega
sérfræðinganefnd.
Mistókst forsætisráðherrunum
að samræma afstöðu sína til ým-
issa mála og gefa út sameiginlega
yfirlýsingu um t.d. meðaldrægar
kjarnorkuflaugar í Evrópu og til
alþjóðlegra og landlægra efna-
hagsvandamála.
Forsætisráðherrarnir fimm
voru Andreas Papandreou Grikk-
landi, Pierre Mauroy Frakklandi,
Bettino Craxi Ítalíu, Felipe Gonz-
ales Spáni og Mario Soares Portú-
gal.
Talsverður tími fór í umræður
um aðild Spánverja og Portúgala
að Efnahagsbandalagi Evrópu,
þar sem forsætisráðherrar beggja
ríkja notuðu tækifærið til að
ítreka nauðsyn þess að bæði lönd-
in fengju hið fyrsta aðild að
bandalaginu.
Frökkum hefur verið legið á
hálsi fyrir að hafa tafið fyrir inn-
göngu Spánverja og Frakka f
EBE, en Mauroy fullvissaði Soares
og Gonzales um að aðild ríkjanna
yrði eitt helzta viðfangsefnið á
leiðtogafundi EBE-rfkja f Aþenu í
desember.
Forsætisráðherrarnir gátu ekki
komið sér saman um sameiginlega
yfirlýsingu í afstöðunni til áætl-
ana NATO-ríkja um uppsetningu
nýrra eldflauga í Evrópu. Mauroy,
Soares og Craxi lýstu allir stuðn-
ingi við uppsetningu flauganna f
desember, en Papandreou hélt við
tillögur Grikkja um sex mánaða
frestun uppsetningar.
Einnig voru ráðherrarnir ekki
sammála yfirlýsingum Papandr-
eou sem sagði alþjóðastofnanir á
borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
og Alþjóðabankann hafa torveldað
stjórnum jafnaðarmanna með
ýmsum hætti að koma félagsleg-
um umbótum í kring.
Risamast-
ur fauk
um koll
Vestur-Evrópu, 15.—17. okt AP.
HIÐ FÚLASTA veður geysaði um
alla Vestur Evrópu um helgina,
hávaðarok og skýfall voru aðal-
smerki mikillar og djúprar lægðar
sem gekk yfir svæðið og olli bæði
mann- og eignatjóni.
Tveir létu lífið í norðurhluta
Frakklands, þar sem vindurinn
þreif fjölda trjáa upp með rótum.
Ung kona lést er hún ók bifreið á
tré sem fallið hafði á veginn og
slökkviliðsmaður lést er tré rifn-
aði upp með rótum og féll á höfuð-
ið á honum.
í Belgíu varð mesta tjónið er 315
metra hár sjónvarps- og hljóð-
varpsturn hrundi eins og spila-
borg skammt frá Brússel. Nam
tjónið 1,9 milljónum dollara. Ann-
ars staðar flæddu ár yfir bakka
sína og ullu tjóni á gróðurlendi og
eignum manna, auk þess sem
vindar sviptu víða þökum af hús-
um. Manntjón varð þó hvergi
nema í Frakklandi.
Enn herðir ís að skipum í Síberíu:
Brezhnev sendur á
vettvang til bjargar
Moskvu, 17. október. AP.
KJARNORKUKNÚÐI ísbrjóturinn
Leonid Brezhnev var í gær að brjóta
sér leið að skipalest sem vetur kon-
ungur hótar að knésetja um þessar
mundir, en óvenjulega kalt veðurfar
við Chukchi- og Austur-Síberíuhafið
hefur orðið til þess að sjóinn leggur
mun hraðar og fyrr en dæmi eru til
síðustu 100 árin.
Eitt sovéskt skip hefur sokkið
til þessa eftir að ísinn kramdi það
svo ekki varð úr bætt. ísbrjótur-
inn Síbería kom 7 skipum til
hjálpar á sunnudaginn og kom
þeim í „örugga höfn“ eins og TASS
fréttastofan sagði í gær. Búist var
við því að Brezhnev myndi ná til
hinna nauðstöddu skipa og áhafna
seinni partinn í gær, en aðeins 15
kílómetra í burtu var önnur skipa-
lest sem ísbrjóturinn Yermak
hafði losað úr kuldalegri ísjaka-
prísund.
Sovéska fréttastofan TASS
gerði óvenjulega góða grein fyrir
atburðunum miðað við það sem
gengur annars yfirleitt og gerist
þegar um þarlenda atburði af
þessu tagi er að ræða. Er það talið
vera vegna þess að manntjón hef-
ur ekkert orðið og líkindi til þess
að flestum eða öllujn skipunum
verði bjargað talin góð. Áhöfnin á
Breshnev var óspart lofuð í gær
fyrir frammistöðuna, en skipalest
sú sem ísbrjóturinn var í þann
mund að koma til hjálpar var illa
á vegi stödd og brýn hætta steðj-
aði að. Alls hafði 15 skipum verið
bjargað í gær og átti sú tala eftir
að hækka að sögn TASS.
Gestir íslensku Óperunnar
í tilefni frumsýningar íslensku Óperunnar hefur
Arnarhóll ákveðið að bjóða upp á stórkostlegan
matseðil fyrir eða eftir sýningu
Ferskar ostrur eða Reyktan ál
Léttsteikta heiðagæs eða Hreindýrabuff með eplasalati
Vanillu tertu
Rampavín í hléi á Arnarhóli
Kaffi og konfektköku að sýningu lokinni
Borðapantanir í síma 18833