Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 47 Tvítalið í kosningum til sambandsstjórnar: 22 atkvæði gleymdust í pappakassa undir borði — forystan endurkjörin með lófataki KOSNINGAR til sambandsstjórnar voru sögulegar á Verkamannasambands- þinginu. Tvítelja þurfti atkvaeði þar sem 22 atkvæði „týndust" í kassa þegar talið var fyrra sinni og þegar talið var aftur féll Bjarnfríður Leósdóttir, sambands- stjórnarmaður af Akranesi og varaformaður kvennadeildar verkalýösfélagsins þar, út úr stjórninni fyrir Guðmundi Hallvarðssyni úr Dagsbrún. Tuttugu og fimm manns sitja í hann sér hljóðs á ný og sagði alvar- sambandsstjórn, sem kosin er til tveggja ára. Kosið var sérstaklega í toppstöður og voru þau fjögur (Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður, Karl Steinar Guðnason, varafor- maður, Jón Kjartansson, gjaldkeri og Ragna Bergmann, ritari) kosin með öllum samhljóða atkvæðum. Þegar kom að kosningu annarra stjórnarmanna kom fram tillaga frá Pétri Tyrfingssyni um hann sjálfan og Guðmund Hallvarðsson f stjórn- ina. Varð því að láta fara fram leynilega kosningu, enda stungið upp á fleirum en þurfti. Þegar talið hafði verið kom í ljós að tillaga kjörnefndar hafði verið samþykkt með naumum meirihluta — eða þannig að tvö atkvæði skildu á milli Bjarnfríðar Leósdóttur og Guð- mundar Hallvarðssonar. Lýsti fund- arstjóri, Jón Karlsson af Sauðár- króki, stjórnina rétt kjörna — en nokkrum mfnútum sfðar kvaddi leg mistök hafa átt sér stað: 22 at- kvæði hefðu gleymst í flýtinum. Verið væri að telja þau atkvæði og yrði allt talið á ný. Úrslit yrðu kunn að morgni enda var þarna komið fram á kvöldið. Endurtalningin breytti úrslitum kosninganna þannig að Bjarnfríður féll út úr stjórninni — fékk 77 at- kvæði en Guðmundur Hallvarðsson 84. í sjálfu sér hefur það ekki neinar breytingar f för með sér í stjórninni því Guðmundur og Bjarnfríður hafa verið talsmenn svipaðra hugmynda. En sitthvað fleira kom fram í stjórnarkjörinu. Pétur Tyrfingsson, sem nú sat sitt fyrsta Verkamanna- sambandsþing, fékk 59 atkvæði, Halldór Björnsson, skrifstofustjóri Dagsbrúnar, fékk 86 atkvæði og Hilmar Jónasson á Hellu (eini yfir- lýsti sjálfstæðismaðurinn f stjórn- inni) fékk 88 atkvæði. Aðrir stjórn- armenn fengu 110—118 atkvæði. „Þá er búið að fella þig... “ — sagði varaformaður VMSÍ við Bjarnfríði Leósdóttur eftir kosningu í sambandsstjórnina AFAR ÞUNGT hljóð var í Bjarnfríði Leósdóttur, varaformanni kvenna- deildar Verkalýðsfélags Akraness, þegar í Ijós kom að hún hafði fallið út úr stjórn Verkamannasambandsins. Bjarnfríður var á þinginu sem sambands- stjórnarfélagi, en hún náði ekki kosningu sem þingfulltrúi í sínu félagi. „Þegar búið var að fella mig út úr stjórninni og ég var á leið út úr salnum," sagði Bjarnfríður í sam- tali við blm. Morgunblaðsins á þinginu, „þá mætti ég Karli Stein- ari Guðnasyni, alþingismanni: Hann sagði við mig: „Jæja, þá er búið að fella þig, helv... þitt.“ Þetta var varaformaður Verkamanna- sambands íslands. Þetta virðist vera það afl sem verkalýðshreyf- ingin þarf mest á að halda núna.“ — Hvers vegna heldurðu að þú hafir verið felld út úr sambands- stjórninni? „Það hefur lengi verið unnið að því að koma mér út úr verka- lýðshreyfingunni og af pólitískum vettvangi. Þar eiga mínir sam- herjar í pólitík ekki sfður hlut að máli en andstæðingar mínir." — Það hefur komið greinilega í Ijós á þessu þingi, að þínar hug- myndir njóta ekki meirihlutafylgis hér. „Það er alveg rétt. Þær eiga ekki upp á pallborðið. Verkalýðshreyf- inguna skortir vilja til að beita því valdi sem til þarf til að knýja fram réttlát kjör. Ég hef ævinlega sagt og segi enn, að borgarastéttin ætl- ar sér að knésetja verkalýðinn í landinu, því fólki er ætlað að lepja dauðann úr skel á meðan aðrir hirða arðinn af vinnu þess.“ — Telur þú, í ljósi þessara úrslita og eins stöðu þinnar sem atkvæðis- lauss fulltrúa hér á þinginu, að þú sért „búin að vera“ í verkalýðshreyf- ingunni? „Á meðan ég hef tillögurétt og málfrelsi er ég ekki búin að vera Það skiptir svo sem engu megin- máli hvort Bjarnfríður Leósdóttir hefur verið felld út úr stjórninni. Það sem skiptir máli er hvaða hugmyndir fá að heyrast f stjórn- inni, hugmyndir um leiðir f bar- áttunni. Hvaða stöðu hafa þessar hugmyndir nú? Þær hafa verið kaffærðar hér á þinginu af þessu hægfara fólki, sem alltaf vill bíða og gefa endalausa fresti. Nú er ástandið miklu hrikalegra en það hefur verið áður. Verði ekkert að gert blasir við eignaupptaka hjá öllum almenningi í landinu. Þá kemur að því, að fólk hefur ekkert að verja lengur nema líf sitt og tilveru. Baráttan núna snýst um það hvort fólk í landinu á að geta búið við mannsæmandi kjör eða hvort hér á að vera öreigalýður eins og fyrir mörgum áratugum. Auðvitað vill enginn fara í verk- fall. Það þarf ekki að koma nein- um á óvart þótt menn hafi verið að segja frá því hér á þinginu. Eng- inn vill verkföll. En hefur verka- lýðshreyfingin nokkurn tíma náð árangri nema með því að beita afli sínu? Ég svara því hiklaust neit- andi.“ — Skipta þessi úrslit nú þig miklu máli persónulega? „Já, þau gera það. Innra með mér býr hugsjón, sem ég vil hafa aðstöðu og tækifæri til að koma á framfæri. Það hefur jafnt og þétt verið þrengt að möguleikum mín- um til þess. Auðvitað eru þeir Guðmundur J. og kompaní orðnir þreyttir á mér, þú getur nú rétt ímyndað þér það. Það er ekkert undarlegt — þeir vinna svo illa, þessir menn, að þeir eru að missa þetta út úr höndunum á sér. Og það er ekki sfst mín vegna, ég held áfram að hamast í þeim og sætti mig ekki við þessi vinnubrögð. Nú eru þeir hræddir — Guðmundur ber kápuna á báðum öxlum, eins og ég sagði í ræðu fyrr á fundin- um. Hann vill gjarnan sýnast rót- tækur og getur talað þannig, en hann vill líka geta hlaupið í skjól með sína fylgismenn og gert ekki neitt,“ sagði Bjarnfríður Leósdótt- Atkvæðin 22 gleymdust í kassa þegar verið var að telja. Þrír starfsmenn Verkamannasambands- ins söfnuðu atkvæðum saman í jafn marga pappakassa og fluttu þá upp á loft í Alþýðuhúsinu, þar sem taln- ing fór fram fyrir lokuðum dyrum. Þegar atkvæðum hafði verið hellt þar á borð var kössunum ýtt til hlið- ar — nema einum, sem lenti undir borðinu sem talið var við. í sömu andrá og verið var að lesa upp at- kvæðatölur í salnum á neðri hæð- inni ráku starfsmenn VMSÍ augun f kassann og þá kom sannleikurinn f ljós. Mannleg mistök var niðurstað- an og vitnað til þess að margvfsleg Bjarnfríður Leósdóttir (( hvítri peysu), Pétur Tyrfingsson, Kristján Ásgeirs- son og fleiri þingfulltrúar bera saman bækur sínar eftir fyrri talningu atkvæða í stjórnarkjörinu. mistök, þessum lík og af öðrum toga, hafa orðið við byggða- og þing- kosningar. Þórunn Valdimarsdóttir, sem set- ið hefur í sambandsstjórn VMSÍ síð- an 1975, baðst undan endurkjöri. Ragna Bergmann tók hennar sæti. Auk Guðmundar Hallvarðssonar er Elfna Hallgrímsdóttir, varaformað- ur Framsóknar í Reykjavík, ný í stjórninni. Þingið sátu 133 fulltrúar frá 46 verkalýðsfélögum af 53, sem aðild eiga að sambandinu. FULLKOMIÐ ORYGGI í VETRARAKSTRI Á G00DYEAR VETRARDEKKJUM Öruggari akstur á ísiiögöum vegum Cott grip í brekkum Cóöir aksturseiginleikar meö lausum snjó á ójöfnum vegum Stöðugieiki Cóðir hemlunareiginleikar i hálku viö erfiðar aöstæöur COODYEAR vetrartíekk eru gerö úr sér- stakri gúmmíblöndu og meö mynstri sem gefur dekkinu mjög gott veggrip. GODDYEAR vetrardekk eru hljóölát og endlngargóö. Fullkomin hjólbaröaþjónusta Tólvustýrð jaf nvægisstilling ca HEKIA HF |Laugawegt 170-172 Stmi 21240 ; afe ,4£.v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.