Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 Lars Bastrup: Atvinnuknatt- spyrnumenn lifa í tómarúmi Lars Bastrup fer ekki troðnar slóðir; þrátt fyrir himin- há launatilboð hinna ýmsu knattspyrnufélaga ákvað hann að hætta atvinnumennskunni, þegar best lét, og snúa heim til dansks áhugamannaliðs í 2. deild, aðeins 28 ára gamall. í lok síðasta árs greindi hann forsvarsmönnum í Hamburger Sportsverein frá því að hann óskaði ekki eftir að framlengja samningi sínum við félagið. Nokkr- um mánuðum síðar, í úrslitaleik Evrópukeppni meist- araliða, var hann sleginn niður af einum andstæðinga sinna og stóð upp með brotinn kjálka. í sumar lék hann sinn fyrsta leik með nýja félaginu, Skovbakken, og þar skoraði hann 2 mörk af þremur mörkum liðsins. Vanmátturinn — Og svo endar maður sem heimskingi eins og þú sagðir ein- hvern tímann ... ? „Maður getur verið heimskur á svo marga vegu. í þessu lofttæmda rúmi stjórnar þú þér ekki sjálfur og félagið þitt stjórnar þér ekki heldur, hins vegar er þér stjórnað af öðrum samfélagshópi, nefnilega þeim sem þú lifir á; áhorfendun- um. Þessi samfélagshópur setur þér þröngar skorður, þú ert full- trúi þeirra hugmynda sem áhorf- endur gera sér um þig. Fólk mynd- ar sér fyrirfram skoðanir um þig, setur þig í ákveðinn bás, skv. eigin óskum og draumum, án þess að þú fáir að hlutast þar til um sjálfur. • Fyrrum atvinnumaöur í knattspyrnu, Lars Bastrup, er mjög opinskár þegar hann tjáir sig um líf atvinnuknattspyrnu- mannsins hér í viötalinu. Þaö kemur fram aö líf atvinnuknatt- spyrnumanna er enginn dans á rósum. „Ég tók þessa ákvörðun í lok ársins 1982, en ákvað að þegja yfir henni til að æsa ekki upp ritglaða blaðasnápa. Ákvörðunina tók ég, ekki vegna þess að ég væri óánægður þar sem ég var, síður en svo, heldur vegna þess að mér fannst að ef ég ætlaði að halda áfram knattspyrnuiðkun yrði það að vera í öðru landi. Eftir að hafa leikið tvö keppnistímabil með þýsku deildinni fannst mér hún ekki geta gefið mér persónulega neitt meira. Um tvennt var að ræða; annaðhvort að flytja heim eða reyna eitthvert annað land. Tíminn leið, mörg félög sendu mér tilboð og við urðum að taka ákvörðun. Við kusum að snúa heim og þar kom margt annað til: Það getur verið hættulegt að vera of lengi erlendis í þessu starfi — og hitt er það, að fætur mínir eru ekki eins góðir og þeir voru, ég hef átt við meiðsli að stríða að undan- förnu, sérstaklega í öðru hnénu. — En hvað olli því að Bastrup valdi 2. deild? „1. deildin hefði allt eins getað orðið fyrir valinu. í og með voru það kringumstæðurnar sem urðu til þess að Skovbakken varð ofan á, en þeir hafa verið mér hjálpleg- ir í ýmsum málum og við vildum gjarnan flytja aftur til Árhus. Það er rétt, það hefði verið eðli- legra skref að fara frá Hamburger yfir í 1. deild enda í sjálfu sér ekki svo mikill stigsmunur þar á. Nú er ég ekki lengur í fremstu víglínu — enda er mér það ekki hjartans mál. Nú eiga sér stað þáttaskil í lífi mínu; ég hyggst hasla mér völl utan vallarins en ekki innan. Knattspyrnan hlaut þó alltaf að verða ofan á. Þegar maður hefur verið í 2 ár þátttakandi í þeirri spennu sem fylgir Ieiknum í at- vinnumannaliði í knattspyrnu — þá verður spennan einhvers konar ávanalyf. Ég er keppnismaður, sem er nauðsynlegt í slíku starfi, og því fannst mér rétt að taka eitt skerf í einu í stað þess að hætta alveg.“ Tómarúm — Hvernig er líf atvinnumanns í knattspyrnu? „Það er fyrst og fremst afar ein- hliða líf og tekur margt frá manni sem einstaklingi. Það eina sem þú þarft að hugsa um er að leika knattspyrnu og þú færð mörg holl ráð um það hvenær þú átt að sofa, borða og slaka á. Oft fannst mér sem ég lifði í félagslegu tómarúmi. Þetta kemur til af því félagslega hlutverki sem atvinnumaðurinn gegnir. Þú einangrast. Þessari ein- angrun veldur ekki enJilega knattspyrnufélagið eða þú sjálfur heldur miklu fremur kringum- stæðurnar. Mig renndi grun í að ég væri utanveltu frá lífæð þjóð- félagsins, en fann það þó ekki. Þetta leiðir af sér einhvers konar aðgerðarleysi eða hlutleysi sem mér fannst þjakandi. Ég vil vera virkur á fleiri vígstöðvum. Það er dulin hætta sem fylgir því að vera of lengi í þessu tóma- rúmi. Þeim mun lengur sem mað- ur er þátttakandi í því, þeim mun -erfiðara er að losa sig út úr því og endar með því að sætta sig við það — vegna þess að maður fær þá tilfinningu að maður sé svo sér- stakur ... Þegar þú hefur lifað um nokkurt skeið í þessu tómarúmi rennur það skyndilega upp fyrir þér að þér eru andlega og félags- lega takmörk sett. Það er svo margt sem þú getur ekki verið þátttakandi í, heimur þinn verður svo lítill." í rauninni er tilfinninganet fólksins tvíþætt: Það bæði hatar þig og elskar. Þú gerir það sem það gat ekki gert sjálft og um leið verður aðdáunin svo mikil að fólk eignar sér mann. Þessi aðstaða færir manni van- máttarkennd — þannig: Hvernig á ég, Lars Bastrup, að haga mér gagnvart þessum tvíþættu tilfinn- ingum fóíksins í minn garð og starfs míns? Ég hef séð nokkra losna undan þessu oki með því að beita ýmsum ógeðfelldum löstum svo sem drambsemi og hroka." „Mannakjötsát“ „Eftir að hafa búið við slíkar aðstæður — þ.e. að aðrir stjórni þér — þá áttu fullt f fangi með að halda kjötinu á beinum þínum og viðhalda eigin sjálfsmynd. Ég vil líkja þessu við „mannakjötsát"." — Hvað finnst þér um íþrótta- fréttir? Lars Bastrup, knattspyrnusnillingurinn, sem yfirgaf evr- ópskt meistaralið til að leika með dönsku 2. deildarliði. • Það vakti mikla athygli þegar Lars Bastrup hætti sem at- vinnumaöur meö Evrópumeisturunum í knattspyrnu Hamborg SV og hélt til Danmerkur. Bastrup haföi leikiö meö félagi sínu og hafði veriö boöinn góöur samningur ef hann vildi halda áfram. Hann hætti og sagöi aö lífið væri meira en atvinnuknatt- spyrna. Hér er Bastrup í leik meö félagi sínu, HSV. „Það eru margar staðreyndir sem fjalla ber um á íþróttasíðun- um, en það er eins og íþróttafrétt- ir einkennist mest af upptalningu staðreyndanna í stað þess að fjall- að sé um efnið á meira sannfær- andi og raunsærri hátt i öðru sam- hengi. Þegar ég les íþróttafréttir finnst mér oft búið að blása þær svo upp — eins og ætla megi að ekkert annað og merkilegra eigi sér stað undir sólinni. Þær eiga að ná til alls og gleypa allt.“ Frelsið — Hver er uppskeran af að leika knattspyrnu með þýsku úr- valsliði tvisvar sinnum tvö keppn- istímabil? „Þegar ég byrjaði var ég 19 ára gamall og það var eins og að stökkva út í djúpa laug. 1 seinna skiptið vissi ég hvað ég fór út í, þekkti mótbyrinn. Ég var tilbúinn til að taka áhættunni." — Og var það þess virði? „Það er fullsnemmt að dæma um það nú — í dag svara ég ját- andi — en spurðu mig eftir 2—3 ár. Ljóst er að peningarnir geta veitt mér félagslegt frelsi og um leið tækifæri til þess að hafna því sem mig langar ekki til að gera.“ — Eins og að ljúka prófi í auka- grein ... ? „Þegar ég sneri heim frá V-Þýskalandi eftir fyrri dvöl mína þar sagði ég við sjálfan mig: Nú verður þú að mennta þig. Þegar ég hafði svo lokið við að- algreinina fannst mér, að ef ég i tæki aukagreinina biði mín ekkert annað en kennsla, en mig hafði aldrei langað til að kenna; við þurfum ekki öll að fara troðnar slóðir. En þetta voru góð 4 ár í háskólanum, sem gáfu mér tæki- færi til að hugsa minn gang.“ Staðfesti — Oft er unga fólkinu álasað fyrir það að taka dvöl erlendis fram yfir menntunina ... „Ég er ekki einn af þeim. Þú heyrir mig ekki hallmæla þeim fyrir það. 1 mörgum tilfellum er þó skynsamlegra að afla sér menntunar fyrst. Ekki vildi ég leika knattspyrnu erlendis f 10 ár og snúa síðan heim aftur — ég væri ekki maður til að mæta af- leiðingunum. Slíkt hefði svo margt neikvætt í för með sér og ég gæti aldrei unnið mig út úr því.“ — Hvað vilt þú ráðleggja fólki í þeim efnum? „Ég vil helst ekki ráðleggja neinum neitt. Maður getur ekki sett upp dæmið fyrir aðra. Hver og einn verður að spyrja sjálfan sig hvort hann sé nægilega stað- fastur til að mæta afleiðingunum. Þetta er persónubundið og fer eft- ir mati hvers og eins.“ — Hvað með reynsluna? „Reynsla er jafnan til góðs, en þarf þó ekki í öllum tilvikum að vera það. Hvað mig varðar er erf- itt að dæma um það í dag, en þó held ég að mín lífsreynsla komi mér til góða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.