Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 29 fltagmtlrlfifrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Hvað hefur breytzt, áunnizt eða tapazt? Nýtt þing hefur hafið störf. Það er væntanlega þverskurður og spegilmynd af þjóðinni, sem kaus það. Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð, sem nýtur stuðnings rúms þingmeirihluta. Þessi ríkisstjórn á fimm mán- aða starfsferil að baki. Hún hef- ur lagt fram sitt fyrsta fjár- lagafrumvarp, en slíkt frum- varp er, eða á að vera, bæði stefnumarkandi í ríkisfjármál- um og hagstjórnartæki. Þar er því eðlilegt að þjóðin spyrji: Hvað hefur breytzt? Hvað horfir til betri áttar? Hvað hefur farið úrskeiðis? Gagnrýni á ríkisstjórnina styðst fyrst og fremst við tvennt: Hið fyrra er að kveðja ekki þing saman fyrr en rúmum fimm mánuðum eftir að það var kjörið. Það síðara er að skerða verðbótaþátt launa og höggva skammtímabundið á samn- ingsrétt verkalýðsfélaga. Alþingi var kvatt saman á svipuðum tíma og oftast áður, það er hinn 10. október, og í hví- vetna farið að gildandi laga- ákvæðum þar um. Allir stjórnmálaflokkar, sem aðild hafa átt að ríkisstjórnum hér á landi, bera ábyrgð á hliðstæðum þinghléum. Engu að síður styðst þessi gagnrýni við gild rök. Neyðar- ástand í þjóðarbúskapnum, sem við blasti þá þing var kjörið, var eitt út af fyrir sig næg ástæða til að kveðja þing saman. Ný- kjörið þing hafði bæði þingræð- isrétt og þingræðisskyldu til að móta viðbrögð og varnir í þjóð- arbúskapnum. Þjóðarframleiðsla stefndi í 10% samdrátt á tveimur árum, 1982 og 1983. Þjóðartekjur rýrn- uðu að sama skapi. Aflabrestur þorsks, gjöfuiasta nytjafisksins, blasti við. fslenzk sjávarvara hafði veikari vígstöðu en oftast áður á erlendum sölumörkuð- um. Verðbólga var komin í 130—150%, sem í senn skekkti samkeppnisstöðu íslenzkrar framleiðslu, heima og heiman, og setti, ásamt vaxtakostnaði, fjölmörgum fyrirtækjum stól- inn fyrir dyrnar um framtíðar- rekstur. Langvarandi taprekst- ur undirstöðuatvinnuvega hefði þróazt yfir í víðtækt atvinnu- leysi, án skjótra viðbragða. Viðskiptahalli gagnvart útlönd- um var og kominn til sögunnar og erlendar skuldir hrönnuðust upp; greiðslubyrði þeirra tók þegar til sín fjórðung útflutn- ingstekna. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar vóru hinsvegar í aðalatriðum rétt. Árangur þeirra hefur sagt tíl sín í umtalsverðum árangri, ekki sízt í hjöðnun verðbólgu, sem var höfuðmeinsemd flestra þátta efnahagslífs okkar, sam- hliða fjárfestingarmistökum og rangri efnahagsstefnu næstlið- in ár. Það skiptir nú höfuðáli fyrir landsmenn að varðveita þennan árangur og þoka málum áfram til réttrar áttar. Afnám samningsréttar, þó takmarkað sé við fáeina mán- uði, er vissulega umdeilanlegt. Skertur kaupmáttur launa, í kjölfar bráðabirgðalaga, er hinsvegar réttlætanleg fórn, miðað við það neyðarástand, er við blasti, og þann árangur, sem þegar er í hendi. Ef við hefðum áfram siglt inn í vaxandi óða- verðbólgu og fyrirsjáanlega stöðvun fjölda fyrirtækja, hefði staða launþeganna í landinu orðið margfalt verri. Nú er í fyrsta sinn um langt árabil lagt fram frumvarp til fjárlaga er gerir ráð fyrir lækk- uðum skatttekjum ríkissjóðs sem hlutfalls af þjóðartekjum. Frumvarpið speglar breytta stefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum sem er réttvís- andi. Það sýnir að ríkisbú- skapnum er ætlað að axla sinn hlut í nauðsynlegri viðreisn. Hann á að draga saman segl með svipuðum hætti og þegnum þjóðfélagsins hefur verið gert að gera. Hlutur Alþingis, sem nú fær fjárlagafrumvarpið til meðferðar, er að vísu eftir. Von- andi bregzt það ekki á örlaga- stundu. Það hefur vissulega sitt hvað breytzt. Verðbólgan hefur snarminnkað, hvort sem sá árangur er viðvarandi eða ekki. Vextir hafa lækkað og eiga eftir að lækka, ef fer sem horfir. Gengi hefur verið stöðugt. Enn vantar töluvert á rekstrarör- yggi atvinnuvega, en sá stöðug- leiki í efnahagslífi og verð- þróun, sem að er stefnt og vif höfum þokazt nær, hefur aukif á bjartsýni. Höfuðatriðið er af skapa skilyrði fyrir aukin um- svif í þjóðarbúskapnum, sem eru forsenda vaxandi þjóðar- tekna, sem setja okkur mörk um lífskjör, bæði sem heild og ein- staklingum. Ríkisstjórnin á að sæta gagn- rýni. Það er nauðsynlegur þátt- ur þingræðis og lýðræðis. Sú gagnrýni verður þó fyrst og síð- ast að vera málefnaleg. Ríkis- stjórn, hvern veg sem saman- sett er, verður ekki síður að njóta sannmælis þegar hún skilar árangri í hendur þjóðar- innar. Og hún þarf að hafa starfsfrið, ekki sízt þegar svo mikið er í húfi eins og nú er í íslenzkum þjóðarbúskap. Á þessari mynd sem Haukur Gfslason tók í gær af verksmiðjunni í Gunnarsholti sést braggabyggingin þar sem eldurinn kom upp og fallin er að hluta en fjær er vélaturn verksmiðjunnar sem einnig eyðilagðist af völdum eldsins. 6—9 milljóna króna tjón í gras- kögglaverksmiðjunni í Gunnarsholti — Allt lausafé óvátryggt ÁÆTLAÐ ER AÐ 6 til 9 milljóna króna tjón hafi orðið, er hluti graskögglaverk- smiðjunnar Fóður og fræ f Gunnarsholti á Rangárvöllum brann á sunnudag. Klsti hluti verksmiðjunnar gjöreyðilagðist og allt sem í þeim hluta var. Eldurinn komst einnig inn í verksmiðjubygginguna sjálfa og eyðilögðust þar meðal annars stjórntæki verksmiðjunnar. Rafmagnseftirlit ríkisins vinnur að rannsókn elds- upptaka, en þau eru enn ókunn. Byggingarnar eru skyldutryggðar, en innbú og vélar óvátryggt samkvæmt fyrirmælum yfirvalda en rfkissjóður á Fóður og fræ-verksmiðjuna. Um klukkan 15 á sunnudag sást reykur stíga upp úr verksmiðjunni og skömmu síðar fór að loga upp úr elsta hluta hennar. Slökkviliðin á Hellu og Hvolsvelli komu innan tíð- ar og tókst þeim að slökkva eldinn á skömmum tíma. Eldurinn kom upp í braggabyggingu þar sem verksmiðj- an sjálf var áður til húsa, en notuð hefur verið sem kaffistofa og vara- hlutalager undanfarin ár, en þar er einnig rafmagnsinntak verksmiðj- unnar. Eldurinn náði síðan að læsa sig um verksmiðjuna sjálfa sem er áföst og olli þar miklum skemmdum í vélaturni. Bragginn gereyðilagðist í brunan- um og vélaturninn skemmdist mik- ið. Einnig eyðilagðist allt sem inni i þessum húsum var, meðal annars stjórntæki verksmiðjunnar, sekkj- unarbúnaður og ýmis önnur tæki, svo og varahlutalager og fleira. Að- altækjum verksmiðjunnar, það er þurrkara og kögglavél, tókst að bjarga og einnig tókst að verja graskögglalagerinn þar sem svo til öll ársframleiðsla verksmiðjunnar er geymd, eða um 2500 tonn. Stefán H. Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Fóður- og fræ- framleiðslunnar sagði í samtali við Mbl. í gær, að verksmiðjan hefði í raun sloppið ótrúlega vel, ekki hefði mátt miklu muna að verr hefði far- ið. Sagði Stefán, að tjónið væri lík- lega á bilinu 6 til 9 milljónir króna, en það væri ekki búið að meta end- anlega. Sagði hann, að hús hefðu verið skyldutryggð hjá Brunabóta- félagi Islands, en allt lausafé, það er innbú, vélar og varahlutir, hefði verið ótryggt samkvæmt fyrirmæl- um frá fjármálaráðuneytinu, en rík- issjóður er eigandi verksmiðjunnar. Fundarmenn að störfum á kirkjuþinginu í gær. Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar: Fjallað um skýrslu kirkju- ráðs og borin fram tillaga um kirkjumálaráðuneyti KIRKJUÞING hinnar íslensku þjóðkirkju hélt áfram fundum sínum í gær, en það hófst sl. sunnudag. Þingið sitja 22 fulltrúar, leikir sem lærðir frá öllum kjördæmum landsins. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, er forseti þingsins, en varaforsetar voru kjörnir þeir séra Sigurður Guðmunds- son, vígslubiskup á Grenjaðarstað og séra Jón Einarsson, prófastur í Saurbæ. Biskup flutti skýrslu kirkjuráðs, en það starfar á milli kirkjuþinga og er framkvæmdaaðili þingsins. Kirkjuráðið er einnig aðili kirkj- unnar að samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar, en af hálfu Al- þingis sitja þingið einn fulltrúi frá hverjum þingflokki og forseti sameinaðs Alþingis situr í forsæti til skiptis við biskup. I skýrslu kirkjuráðs sem lesin var á þinginu í gær kom m.a. fram að ekkert þeirra mála sem síðasta kirkjuþing samþykkti sem frum- vörp til laga, fengu umfjöllun á Alþingi. Þá kom fram að kirkju- eignanefnd var skipuð að tilhlutan fyrrverandi kirkjumálaráðherra. Dr. Páll Sigurðsson er formaður hennar, en nefndinni ber að gera könnun á því hverjar kirkjueignir hafa verið frá fyrstu tíð til þessa dags. Þá felst i starfi nefndarinn- ar heimildasöfnun og rannsókn- arstörf. Einnig kom fram að þjón- usta íslensks prests í London er brýn, fyrir þá íslendinga sem eru búsettir þar eða dvelja á sjúkra- húsum. I London hefur séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson verið sett- ur prestur í sex mánuði og er það gert í tilraunaskyni. Nú hefur yf- irvöldum borist bréf frá sendi- herra íslands í London, Einari Benediktssyni, þess efnis að fram- hald verði á störfum islensks prests þar. í umræðum um skýrslu kirkju- ráðs kom fram að grafið sé undan hjónabandinu sem stofnun þjóð- félagsins, þegar fjárhagslegur ávinningur geti verið af óvígðri sambúð. Var mál manna að núver- andi skattaálagning gengi á hlut heimila þar sem annar makinn vinnur heima fyrir og vinna hans ekki metin til skatts, að sögn rik- isskattstjóra. Kirkjuráð bar fram tillögu, sem biskup mælti fyrir, um stofnun sérstaks kirkjumálaráðuneytis, sem myndi fjalla um málefni þjóð- kirkjunnar og annarra trúfélaga. Áratugur er nú liðinn frá því kirkjuþing samþykkti ályktun þessu aðlútandi, án þess að nokk- uð yrði úr framkvæmdum. inn er sá, að islensku sölufélögin hafa lengi staðið í samkeppni við Kanadamenn með 30—40% hærra verði en þeir og samt selt alla fram- leiðsluna. Sum kanadisk fiskvinnslufyrir- tæki hafa bætt framleiðslu sína og aukið sölur til Bandarikjanna, en það hefur ekki breytt sölustefnu okkar um að halda uppi verði. Ef við ættum að mæta samkeppni frá Kanada einungis með verðstríði, þá Alvarlegur hlutur að veikja manna á þýðingu þessara fyrirtækja lEinokunarfyrirtæki - löngu frosin fóst í starfseminni — segir Sverrir Hermannsson um Sölusamtök SÍS og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna I „MÉR er n*r »4 h»W» »4 sölumál | okkj^urfunjoyjjnjerrwendii^ »ko*un»r Ti*. Mér er njer »4 h»W» »ö þeuuí okk»r freRu, næstum þri »4 segj» einokunarfyrirtmki, Sölu- m<4oto4 hr*4frystihús»nn» og Sölu- samtök SÍS, séu löngu froain föst f starfsemi sinnL Ég rer* »4 j»t» »* ég hef undrast þ»4 um langa hrf* af kunnngleika mfnum f sjárarút- regsmálum, »* þeusi fjrirtmki hafa eftir minum kunnugleika ekkert aöhafst til þess a* »fla nýrr» mark- s*», rarla lyft hendi til þess a* finna mark»*i fjrir nýj» röru, til dæmis knftsk," sag«i Srerrir Her- mannsson i*n»*»rr**herr» m.». á| — segir Guðmundur H. Garðarsson, blaöafulltrúi SH „í MORGUNBLAÐINU sl. sunnudag er vitnað í ræðu, sem Sverrir Hermanns- son iðnaðarráðherra flutti á fundi í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði. Vegna einkennilegra ummæla ráðherrans um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og þeirr- ar skoðunar hans, að sölu frystra sjávarafurða frá íslandi til Bandaríkjanna sé stefnt í hættu vegna of hás verðs á íslenska fiskinum borið saman við verð á kanadískum fiski, tel ég, sem einn af talsmönnum Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, nauðsynlegt að eftirfarandi atriði komi fram: Vegna samkeppni á erlendum mörkuðum hefur ætíð verið talið mjög óheppilegt að fjalla mikið um birgðastöðu á hverjum tíma. Er það m.a. með tilliti til stöðu okkar sem seljenda í viðræðum um verð. Þarf ekki að tíunda það, að það hefúr ætíð verið kappsmál íslendinga að fá sem hæst verð fyrir afurðir sínar og sölufyrirtækin litið á það sem skyldu sína að selja fyrir hæsta fá- anlegt verð á hverjum tíma,“ segir í yfirlýsingu sem Mbl. hefur borist frá Guðmundi H. Garðarssyni, blaðafulltrúa Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Síðar segir Guðmundur: „Ráð- herra upplýsir, að nú séu birgðir frystra sjávarafurða miklar í land- inu. Þetta á ekki við um allar teg- undir. Hvað snertir birgðastöðu Coldwater Seafood Corp. er hún 1 samræmi við sölustefnu fyrirtækis- ins og útfærslu hennar á grundvelli fyrri tíma reynslu, sem m.a. hefur haft það í för með sér að fyrirtæki SH í Bandaríkjunum er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar þar i landi með árlega veltu upp á 200 milljónir Bandaríkjadala. Það hefur aldrei fyrr verið talið ámælisvert, að SH og fyrirtæki hennar erlendis hafi sóst eftir hæsta mögulega verði fyrir afurð- irnar. Þess vegna hafa alltaf verið nokkrar sveiflur í birgðastöðunni. Þýðing sölusamtaka felst m.a. í því að hafa styrkleika til að standa af sér tímabundnar neikvæðar sveiflur á mörkuðum og bregðast ekki við eins og tækifærissinnaðir spákaup- menn. Hið háa verð SH í gegnum árin hefur alltaf gert meira en að standa undir birgðasveiflunum. Öfgafullar opinberar staðhæf- ingar um birgðastöðu styrkja ekki sölustöðina, þegar vitað er að helstu erlendu kaupendur fá allar slíkar upplýsingar, og eru auðvitað ábyrgðarlausar þegar ráðherra á í hlut. Ummæli Sverris Hermannssonar um að sölusamtökin horfi aðgerð- arlaus á, að Kanadamenn leggi und- ir sig bandariska freðfiskmarkað- inn á meðan verð íslendinga sé allt að 20% of hátt, eru byggð á ótrú- legri vanþekkingu á málunum. Það er furðulegt, að íslenskur ráðherra skuli setja fram hvatningu um verð- lækkun, sem felur í sér gífurlega lífskjaraskerðingu fyrir íslensku þjóðina. Ómakleg gífuryrði um sölusam- tök, sem hafa reynst Islendingum vel, eru vart svaraverð. Sannleikur- inn er sá, að sölusamtökin hafa staðið sig mjög vel, um það vitnar velmegunin í landinu á liðnum ára- tugum sem þau hafa átt stóran þátt í að skapa. Þá má geta þess, að Fær- eyingar hafa á annan áratug falið Coldwater Seafood Corp. (fyrirtæki SH í Bandaríkjunum) sölumeðferð á öllum frystum sjávarafurðum, sem þeir framleiða fyrir þennan mark- að. Færeyingar myndu vart fela okkur þetta, ef þeir sæju ekki hag sínum með því best borgið. Það er ekkert nýtt fyrirbrigði að íslendingar þurfi að keppa við Kanadamenn á fiskmörkuðum bæði í Evrópu og Ameríku. Sannleikur- dygðu ekki nein 20% að mati for- ustumanna okkar í sölumálum í Bandaríkjunum. Þeir álíta, að Kanadamenn myndu einfaldlega lækka sitt verð eftir þörfum. Hvaða íslendingur vill kalla slíka lífskjaraskerðingu yfir þjóðina ótilneyddur? í þessu sambandi er rétt að minna á, að mörg helstu fiskvinnslufyrirtækin á austur- strönd Kanada hafa rambað á barmi gjaldþrots á undanförnum árum. Þau hafa nú nýverið verið þjóðnýtt. Það kemur aldrei til greina, að íslendingar fari að færa sig niður á það stig, sem Kanadamenn hafa verið á. Því hefur fylgt öngþveiti, gjaldþrot og þjóðnýting. Það má ekki láta deigan síga, þótt eitthvað blási á móti í bili. Affarasælast fyrir íslendinga er að halda áfram sölu til Bandaríkjanna með þeim söluaðferðum og tækni sem hafa skilað þeim góðum árangri. Um það geta þúsundir manna í fiskvinnslu og fiskiðnaði vitnað. Að reyna að veikja tiltrú manna á hlutverki og þýðingu þessara fyrir- tækja í persónulegum eða pólitísk- um tilgangi, er mjög alvarlegur hlutur, sem verður að mæta af festu og einurð af hálfu fiskframleiðenda, sjómanna og fólks i fiskvinnslu, sem á mestra hagsmuna að gæta. Allt tal ráðherra um staðnaða einokun hvað SH varðar er út í hött. SH eru frjáls sölusamtök um 70 frystihúsa hvaðanæva á landinu. Það er enginn þvingaður til að vera í samtökunum. SH nýtur ekki laga- verndar eins og Sölusamtök ís- lenskra fiskframleiðenda (SÍF) og Síldarútvegsnefnd. En sagan hefur sannað, að vegna þessa fyrirtækis, SH, hefur frysti- húsunum á íslandi vegnað vel í sölu afurðanna á erlenda markaði. SH selur afurðir til um 20 landa, allt frá Bandaríkjunum til Japans, til Sovétríkjanna og flestra ríkja Vestur-Evrópu. Árlegur heildar- útflutningur er á bilinu 80—110.000 smálestir og hefur SH ætíð getað selt afurðir frystihúsanna á góðu verði. Aðdróttanir iðnaðarráðherra um aðgerðarleysi sölusamtaka í sam- keppni við Kanadamenn, eru ósæmilegar, ef þær eru rétt eftir honum hafðar, sem ég leyfi mér að efast um. SH ver árlega stórum fjárupphæðum í markaðsleit og vöruþróun. Er það m.a. gert í verk- smiðjum fyrirtækisins í Bandaríkj- unum og Evrópu. Á sölulistum SH og fyrirtækja hennar eru hundruð vörutegunda, með tilliti til gerðar, þyngdar, umbúða, verðs o.s.frv. SH var frumkvöðull í framleiðslu og sölu frystra sjávarafurða í Bandaríkjunum. Á sl. 2 árum hafa verið gerðar stórmerkar tilraunir með flutning verulegs magns ferskra fiskflaka í heilum flugvéla- förmum með leiguþotum til Banda- ríkjanna. Enn er ekki séð fyrir niðurstöður þessara tilrauna, en þær var aðeins unnt að framkvæma í stórum stíl á vegum öflugs sölufé- lags. Um þessar mundir er rekstur fiskiðnaðarverksmiðju í eigu SH að hefjast í Grimsby, Englandi. Þar með hefur SH tryggt sér fullkomna framleiðslu og söluaðstöðu innan vébanda Efnahagsbandalags Evr- ópu, en þar búa á fjórða hundrað milljónir manna. Þegar SH hóf brautryðjenda- starfið í Bandaríkjunum og var á undan sínum tíma, mætti það ekki skilningi á íslandi. Og það átak gerðist ekki án fórna. Nú er verið að ryðja brautina innan Efnahags- bandalagsins m'eð uppbyggingu í Grimsby. Vonandi láta núverandi valdhafar á Islandi ekki á sig sann- ast að þeir reyni að bregða fæti fyrir þessa uppbyggingu. En það gera þeir, ef þeir ætla að ráðast að sölusamtökunum. Þá má minna á það, að SH selur gífurlega mikið magn frysts fisks til Sovétríkjanna og hefur stóraukið sölu frystra sjávarafurða til Japans, sem áður keypti aðeins frysta loðnu og loðnuhrogn. Það er mikill misskilningur eða fákunnátta að halda því fram, að SH sé „staðnað einokunarfyrir- tæki“. SH hefur verið fyrirtæki í örum vexti. SH hefur verið forystu- fyrirtæki íslendinga á erlendum mörkuðum um áratuga skeið. Og SH mun halda áfram að gegna for- ustuhlutverki sínu, svo framarlega sem misvitrir stjórnmálamenn bregða ekki fæti fyrir starfsemi fyrirtækisins með óæskilegum af- skiptum." Þá fékk Mbl. ennfremur þær upp- lýsingar hjá Guðmundi að sem dæmi um söluaukningu hjá SH mætti nefna að í fyrra hefðu um 250 tonn af frystum karfaflökum verið flutt út til Efnahagsbandalagsland- anna, en í ár yrði útflutningurinn um 2.500 tonn. Þá yrðu í ár flutt út flugleiðis um 2.000 tonn, en þar er einkum um að ræða karfa. Þá sagði Guðmundur að SH í Grimsby hefði tekið til starfa í ár og ætti að þjóna Bretlandi og öðrum Efnahags- bandalagslöndum og væri þetta stórátak í að styrkja markaðs- aðstöðuna þar. Ef miðað væri við síðustu áramót, væri fjárfestingin í fyrirtækinu um 2,5 milljónir punda. Þá væri einnig mikil starfsemi í söluskrifstofu SH í Hamborg og yrði um aukningu að ræða þar á þessu ári. Þá gat Guðmundur þess að nú væri forstjóri SH, Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, í Japan, en þar hefði SH haft góðan markað fyrir ýmsar af- urðir og nú væri unnið að því að styrkja hann. I fyrra voru flutt út til Japans um 3.000 tonn af sjávar- afurðum og má þar m.a. nefna hrogn, loðnu, karfa og síld. Afar mikil samkeppni á milli þessara fyrirtækja — segir Sigurður Markússon, framkvæmda- stjóri sjávarafurðadeildar SÍS „ÉG SKRIFAÐI Sverri Hermannssyni ítarlegt bréf í morgun þar sem ég gerði honum grein fyrir starfsemi okkar og sölufyrirtækja okkar erlendis á sviði vöruþróunar og markaðsöflunar, en ég tel að þessi starfsemi okkar hafí aldrei verð umfangsmeiri en einmitt nú,“ sagði Sigurður Markússon, framkvæmda- stjóri sjávarafurðadeildar SÍS í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var spurður álits á þeirri yfirlýsingu Sverris Hermannssonar iðnaðarráðherra um að sölusamtök SÍS og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna væru stöðnuð einokunarfyr- irtæki. „Hún hefur skilað framleiðendum okkar verulegum árangri, sem kem- ur nú fram i mikilli söluaukningu á öllum freðfiskmörkuðum okkar,“ sagði Sigurður. Varðandi yfirlýsingu ráðherrans um einokunarfyrirtæki, sagði Sig- urður að auðvitað hefði Sverrir leyfi til þess að orða þetta eins og honum sýndist. „Ég er ekki sammála þessu og vil til dæmis benda á það, að það er afar mikil samkeppni á milli þessara fyrirtækja og ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum sem les blöðin á Islandi að sú sam- keppni er afar hörð, þannig að það er alveg út í hött að tala um að þessi fyrirtæki séu einokunarfyrirtæki. Það er ekki aðeins að þau séu í inn- byrðis samkeppni, heldur eru þau í mjög harðri samkeppni við aðra að- ila á markaðinum. Einokunarfyrir- tæki eru í mínum skilningi fyrir- tæki sem eru ein um hituna við að selja einhverjar ákveðnar vöruteg- undir á ákveðnum mörkuðum," sagði Sigurður. Um sölustarfsemi Kanadamanna á Bandarikjamarkaði, sagði Sigurð- ur, að þeir horfðu ekki aðgerðarlitl- ir á það, eins og Sverrir segði. „Við höfum barist þarna mjög hat- rammri baráttu og hefur okkar fyrirtæki vestra, Iceland Seafood corp. verið með mikla söluaukningu ár eftir ár og einnig á fyrstu 9 mán- uðum þessa árs. Hitt er svo annað mál að við höfum ekki verið sáttir við hvernig hlutur íslands þróaðist á þessum þýðingarmesta freðfisk- markaði okkar, og þess vegna er okkur nauðugur einn kostur að fara okkar eigin leiðir í verðlagningu á 5 punda pakkningu þorskflaka," sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.