Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 — Þingfréttir í stuttu máli — Fyrstu konurnar f fjárveitinganefnd; Lárus Jónsson for- maður nefndarinnar Morgunblaðið/ Bæring Cecilsson. Hluti fundarmanna á fundinum með Albert Guðmundssyni fjármálaráðherra á Grundarfirði. Fundur fjármálaráðherra í Grundarfirði: Fjölmennasti fundur stjórnmálaflokks sem haldinn hefur verið — Fjármálaráðherra mælir fyrir afnámi sérstaks skatts á ferðagjaldeyri GnmdarTirói, 17. október. FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Albert Guð- mundsson, hélt hér stjórnmálafund i gaer, en auk ráðherrans komu á fund- inn alþingismennirnir Friðjón Þórð- arson og Valdimar Indriðason, þing- menn Sjálfstæðisflokksins á Vestur- landi. Fundarstjóri var frú Sigríður Þórðardóttir, hreppsnefndarfulltrúi. Er skemmst frá því að segja, að fundur þessi var hinn fjölmennasti, sem hér hefur verið haldinn á veg- um stjórnmálaflokks og stemmn- ingin afburðagóð. Nokkuð kvað við nýjan tón í málflutningi ráðherra og talaði hann tæpitungulaust. Hann lýsti á mjög greinargóðan hátt þeim vanda sem við væri að etja, og hverra úrræða helst væri að leita. Var næsta auðfundið að ræða ráð- herrans hlaut mjög góðan hljóm- grunn hjá fundarmönnum. Gekk jafnvel svo langt að gamalreyndir fylgismenn Alþýðubandalagsins boðuðu brottför sína úr þeim flokki og gátu hugsað sér til að ganga til liðs við málstað ráðherrans. Ekið á Flug- leiðaþotu í Luxemborg ÞAÐ óhapp átti sér stað á Findel- flugvelli í Luxemborg á föstudags- morgun, að tröppubíll ók á hurð Flugleiðaþotu og skemmdi lítil- lega. Vegna óhappsins tafðist vél- in um 2—3 klukkustundir. Fjölmargir tóku til máls á fundin- um og svaraði ráðherra greiðlega þeim fyrirspurnum, sem til hans var beint. Báðir þingmennirnir, þeir Friðjón og Valdimar, tóku til máls og fiuttu frábærar ræður. Nær allir þeir sem til máls tóku á fundinum lýstu stuðningi við stefnu Sjálfstæð- isfiokksins og segja má að Albert Guðmundsson hafi verið sá sem kom, sá og sigraði. — Emil VERULEGA hefur dregið úr inn- fiutningi á þessu ári og er talið að heildarinnflutningur hafi dregizt saman um í námunda við 25%. Sam- drátturinn er hins vegar mun meiri á mörgum vörutegundum, eins og bfl- um, ýmsum rafmagnstækjum og fleiru. • Fyrstu lög þingsins, breyting á þingsköpum Alþingis, þ.e. fjölgun úr 9 í 10 manns í fjárveitinganefnd Alþingis, vóru samþykkt í gær. Fór málið hraðfari gegn um þrjár um- ræður í hvorri þingdeiid, án um- ræðna að ráði. Hér var samkomu- lagsmál á ferð og hafði þann til- gang að tryggja öllum þingflokk- um fulltrúa í fjárveitinganefnd þingsins. • Hina nýju fjárveitinganefnd skipa: Lárus Jónsson (S), Friðjón Þórðarson (S), Pálmi Jónsson (S), Árni Johnsen (S), Guðmund- ur Bjarnason (F), Þórarinn Sig- urjónsson (F), Geir Gunnarsson (Abl.), Karvel Pálmason (A), Kristín S. Kvaran (BJ) og Krist- ín Halldórsdóttir (Kvl.). Þetta er í fyrsta sinn í sögu þingsins sem konur taka sæti í fjárveitinga- nefnd. Talið er fullvíst að Lárus Jónsson (S) verði kjörinn for- Fyrstu átta mánuði ársins voru fiuttir samtals 4.261 bílar til landsins, en til samanburðar voru fluttir inn 8.829 bílar á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn milli ára er því liðlega 51,7%. Fólksbílar eru stærsti liðurinn i bílainnflutn- ingi, en þar er samdrátturinn um maður fjárveitinganefndar. • Fundur í neðri deild þingsins stóð aðeins í 50 mínútur (með 15 mínútna hléi), en þar þurfti að þrítaka atkvæðagreiðslu um nefnd, sem frumvarp um breyt- ingu á þingsköpum gengi til, og síðan að hverfa að nafnakalli, til að útkljá málið. Forsætisráð- herra hafði lagt til að frumvarp- ið gengi til 2. umræðu án um- fjöllunar í nefnd, enda sam- komulagsmál á ferð, en Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, taldi þinglegra að málið fengi umfjöllun í nefnd. Varð hans sjónarmið ofan á í neðri deild en háttur sá, er forsætisráðherra lagði til, var viðhafður í efri deild. • Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, mælti fyrir frum- varpi í efri deild til staðfestingar á bráðabirgðalögum um niður- 54,3% milli ára, eða 2.906 bílar í ár, á móti 6.365 bilum á sama tíma í fyrra. Af einstökum bílgerðum er samdrátturinn mestur í innflutn- ingi „station“-bíla, eða 72,4% milli ára, eða 86 bílar á móti 301 á síð- asta ári. Ef litið er á innflutning raf- magnstækja kemur t.d. i ljós, að fyrstu átta mánuði ársins voru flutt inn 2.152 litsjónvarpstæki, en til samanburðar voru flutt inn fellingu sérstaks skatts á ferða- gjaldeyri. Sagði hann ísland hafa verið eina landið með aðild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem haft hafi tvöfalt gengi, og þurft til þess undanþágu frá reglum sjóðsins. Þessi háttur hafi og komið illa við erlenda ferðamenn, sem selt hafi hér gjaldeyri, að vita hann tekinn á lægra gengi en hann hafi síðan verið seldur íslenzkum ferða- löngum. Gjaldeyrir á að vera á einu og sama verðinu til hverra nota sem hann fer. Nokkrar um- ræður urðu um málið. • Guðrún Helgadóttir (Abl.) mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um al- mannatryggingar, þess efnis að fæðingarorlof framlengist um einn mánuð sé um að ræða tví- burafæðingu en einn mánuð fyrir hvert barn að auki ef fæð- ast fleiri í einu. • Fundir í þingflokkum hófust klukkan rúmlega fjögur síðdegis í gær. 4.360 tæki á sama tima i fyrra. Samdrátturinn milli ára er þvi lið- lega 50,6%. Þá voru flutt inn samtals 9.394 hljóðvarpstæki fyrstu átta mánuði ársins, en til samanburðar 22.570 tæki á sama tíma i fyrra. Sam- drátturinn milli ára er þvi liðlega 58,3%. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru fluttar inn samtals 2.727 þvottavélar, en til samanburðar 4.062 vélar á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn milli ára er þvi 33%. Þá voru flutt inn 2.620 frysti- og kælitæki á umræddu tímabili, en til samanburðar 5.308 tæki á sama tima i fyrra. Sam- drátturinn milli ára er þvi liðlega 50,6%. Áfengisútsala á Selfossi: Verið að skoða húsnæði „ÞAÐ ER BÚIÐ að auglýsa eftir hús- næði á Selfossi, og nú er það til ákvörðunar i ráðuneytinu hvað tekið verður, en nokkur hús koma til greina, bæði til kaups og leigu,“ sagði Ragnar Jónsson, skrifstofustjóri Afengis- og tóbaksverslunar ríkisins í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Ragnar sagði ekki enn ákveðið hve- nær yrði af opnun áfengisútsölu á Sel- fossi, en það væri (athugun (samræmi við framansagt. í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1984 er gert ráð fyrir að ÁTVR selji húseign sína við Laugarásveg 1, þar sem nú er rekin áfengisútsala. Jafn- framt er tekið fram, að söluandvirði verði varið til að koma upp nýrri útsölu. Ragnar Jónsson sagði ekkert enn vera ákveðið um nýja útsölu, þrátt fyrir ákvæðið í fjárlagafrum- varpinu, en hugmyndin væri eins og oft hefði komið fra, að opna útsölu í Breiðholtshverfi, er versluninni í Laugarási yrði lokað. „Viljum finna pólitíska lausn á vandamálunum“ — segir Gabriel Lara, fulltrúi skæruliða- hreyfingarinnar í EI Salvador „ÞAU SAMTÖK, sem berjast gegn stjórninni í E1 Salvador, eru reiðubúin til samninga um pólitíska lausn á vandamálunum í landinu og þau eru einnig fús til að taka upp beina samninga við Bandaríkjamenn um framtíð landsins undir lýðræðislega kjörinni stjórn,“ sagði Gabriel Lara, fulltrúi á Norðurlöndum fyrir þær hreyfingar, sem eiga í stríði við yfirvöld í El Salvador. Kom þetta fram á blaðamannafundi, sem Lara hélt, en hann hefur átt fundi um málefni El Salvador með ýmsum félagasamtök- um hér á landi. Gabriel Lara sagði, að þótt hljóðara hefði verið um ástandið í E1 Salvador en oft áður væri barist þar af engu minni hörku en fyrr og taldi hann að vegur skæruliðahreyfinganna færi vaxandi. Undirrótin að átökun- um væri hið þjóðfélagslega óréttlæti, sem lengi hefði við- gengist í landinu, og færst í aukana með valdatöku D’Aubu- issons, hins öfgafulla hægri- manns og formanns Arena- fiokksins. Lara lagði áherslu á, að innan þeirra samtaka, sem berjast gegn stjórninni í E1 Salvador, FMLN/FDR, væri að finna full- trúa allra þjóðfélagshópa og stjórnmálaflokka nema öfga- fullra hægrimanna. Þar væru bændur, námsmenn og milli- stéttarfólk, jafnaðarmenn, kommúnistar og kristilegir demókratar. Sagði Lara, að dauðasveitirnar gerðu heldur engan greinarmun á þessu fólki og nefndi sem dæmi að á síðasta ári hefðu fjöldamargir bæjar- og sveitarstjórar úr röðum kristi- Gabriel Lara legra demókrata og jafnaðar- manna verið drepnir fyrir and- stöðu við stjórnvöldin. Lara var spurður að því hvort ekki væri hætta á að eins færi I E1 Salvador og Nicaragua, þar sem kommúnistar hefðu náð undirtökunum og komið á ein- ræðisstjórn í landinu, en hann taldi litlar líkur á því. Bæði væri, að kommúnistar væru miklu áhrifaminni en verið hefði innan sandinistahreyfingarinn- ar og auk þess væri skipulag og stjórnarfarsleg uppbygging FMLN/FDR með allt öðrum hætti. Lara sagði, að skæruliðar vildu finna pólitíska lausn á vandamálunum í E1 Salvador og væru tilbúnir til viðræðna við stjórnvöld um alla þætti þeirra. Þeir væru einnig fúsir til að eiga beinar viðræður við Bandaríkja- menn um framtíð Iandsins undir lýðræðislega kjörinni stjórn og veita þeim vissar tryggingar I því efni, t.d. hvað varðaði stöðu og stærð hersins og að fylgt yrði yfirlýstri stefnu skæruliðahreyf- ingarinnar í utanríkismálum, sem væri hlutleysi. Heildarinnflutningur hefur dregizt saman um 25% á þessu ári: Bflainnflutningur hefur dregizt saman um 51,7% — Verulegur samdráttur í innflutn- ingi heimilis- og raftækja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.