Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Nimeiry setur sitt á Allah og SETNING strangtrúarlaga í Súdan virðist ekki hafa haft þau áhrif, sem Gaafar Nimeiry forseti etlaðist til. Akvörðun hans hefur vakið reiði í suðurhluta landsins, þar sem hálfgert uppreisnar- ástand ríkir. Jafnvel harðir mú- hameðstrúarmenn í norðurhluta landsins segja að með þessum lögum vilji Nimeiry aðeins dreifa athygli landsmanna frá efnahagsmálunum, sem eru í kaldakoli. Erlendar skuldir nema átta milljörðum dala, út- gjöld ríkisins eru þrisvar sinnum meiri en tekjur þess og verðfall hefur orðið á aðalútflutnings- afurðinni, baðmull. Síðan Nimeiry lýsti yfir stuðn- ingi við samningana við ísra- elsmenn í Camp David á sínum tíma hefur hann verið ein- angraður i Arabaheiminum. Setning laganna ætti hins vegar að auðvelda honum að tryggja landinu fjárhagslega aðstoð og næga olíu frá Saudi-Arabíu og löndunum við Persaflóa. Heima fyrir vildi Nimeiry kaupa frið við Bræðralag mú- hameðstrúarmanna með nýju lögunum. Bræðralagið er undir forystu Hassan el-Turabi, sem er lögfræðilegur ráðunautur Nimeiry og dómsmálaráðherra í stjórninni. Einn hættulegasti andstæð- ingur el-Turabi, Sadiq El-Mahli, sem er mágur hans, hefur verið handtekinn síðan lögin voru sett, ásamt fleiri fyrrverandi ráð- herrum og dómurum. El-Mahli var forsætisráðherra 1966 fyrir valdadaga Nimeiry og var dæmdur til dauða eftir mis- heppnaða byltingartilraun gegn honum, en seinna sættust þeir og hann sneri heim úr útlegð- inni. Langafi El-Mahli var trúar- leiðtoginn frægi, sem ásamt fylgismönnum sínum lagði undir sig Súdan og myrti Gordon hers- höfðingja í Khartum 1885. Hann er leiðtogi Ansar-sértrúarflokks strangtrúarmanna og handtaka hans hefur mælzt illa fyrir í trúflokknum. El-Turabi hefur sagt að lögin nái einnig til Suður-Súdans, þótt íbúarnir þar séu blökkumenn og ýmist kristnir eða heiðnir, en ekki múhameðstrúar. í Suður- Súdan er þetta talið sýna að Nimeiry hafi hætt öllum tilraun- um til að reyna frekari samn- ingaumleitanir í deilum norðan- og sunnanmanna. Þetta er einn- ig talið sýna að hann vilji beita sunnanmenn meiri hörku á sama tíma og honum stafi meiri hætta en áður frá pólitískum andstæð- ingum úr röðum múhameðstrú- armanna í norðurhlutanum. Á næsta ári verða fimmtán ár liðin síðan Nimeiry brauzt til valda í byltingu og á valdaárum hans hafa nokkrar tilraunir ver- ið gerðar til að steypa honum af stóli. Árið 1972 kom hann því til leiðar að undirritaður var samn- ingur, sem batt enda á borgara- Saidq El-Mahli styrjöld er geisað hafði í suður- hlutanum í 17 ár og tryggja átti sunnanmönnum sjálfstjórn. Nimeiry vonaði að endi hefði verið bundinn á deilur Araba og blökkumanna fyrir fullt og allt með samningnum, sem kenndur var við Addis Ababa þar sem hann var undirritaður. En sárin eru ekki enn gróin og róstusamt hefur verið í suðurhlutanum. Á síðustu mánuðum hefur keyrt um þverbak og skæruliðar hreyf- ingarinnar „Anya Nya“ (snáka- eitur) hafa látið mikið að sér kveða, nánast hvarvetna í lands- hlutanum. Margt hefur orðið til þess að valda óánægju í Suður-Súdan. Til dæmis hafa yfirvöld í Khart- um reynt að flytja sunnanmenn í hernum til stöðva í norðurhlut- anum og þetta hefur leitt til her- mannauppreisna. Það hefur einnig vakið óánægju í hernum aö aðeins 10% yfirmanna hans eru frá Suður-Súdan. Hins vegar eru 90% óbreyttra hermanna þaðan. f vor voru 70 uppreisnarmenn felldir í bardögum í bænum Bor við Hvítu-Níl. Þá höfðu sunnan- menn í hernum ekki fengið laun sín greidd í nokkra mánuði. Nokkrum mánuðum áður höfðu skæruliðar Anya Nya myrt 13 arabíska kaupmenn í bænum Aeyat í Suður-Súdan. Átökin virðast hafa harðnað á undan- förnum mánuðum og æ fleiri hafa flúið land. Talið er að 25.000 Súdanir hafi flúið til Vestur-Eþíópíu síðan í ágúst. Uppreisnarmenn virðast hafa gnægð vopna. Talið er að um 75 af hundraði þeirra vopna, sem voru í Uganda í valdatíð Amins einræðisherra, hafi verið komið til Súdans eða nyrztu héraðanna í Uganda. Eitt helzta óánægjuefnið er að sunnanmönnum hefur fundizt að Arabar í höfuðborginni, Khart- um, miðstöð valda og auðs, hafi vanrækt hin fjarlægu og af- skekktu héruð við Efri-Níl. Sunnanmenn segja að þótt þeim hafi verið veitt sjálfstjórn í orði kveðnu séu áhrif þeirra á stjórn héraðsins nánast. að engu orðin. Sífellt fleiri mál, sem traust olíuna Gaafar Nimeiry varði Suður-Súdan, séu ákveðin í Khartum, t.d. hvar koma eigi fyrir herliði, hvernig nýta eigi hugsanlegar olíulindir og hvar mennta eigi börnin. Nýlega þótti sunnanmönnum kasta tólfunum þegar stjórnin í Khartum ákvað að reisa ekki olíuhreinsunarstöð nálægt olíulindum i Bentiu í Suður-Súdan og leggja í staðinn olíuleiðslu þaðan til Port Sudan við Rauðahaf. Það hefur lengi verið stefna Nimeiry að koma á „valddreif- ingu“ í Suður-Súdan og andstæð- ingar hans segja að þannig vilji hann sundra sunnanmönnum og tryggja yfirráð sín. Fyrir nokkr- um mánuðum ákvað Nimeiry að skipta suðurhlutanum í þrjú að- skilin héruð „í þágu þjóðarein- ingar og öryggis". Hann sagði að þessi ákvörðun gengi ekki í ber- högg við samninginn 1972, þótt margir sunnanmenn væru hon- um ósammála. Hvað eftir annað á síðustu mánuðum hefur Nimeiry neyðzt til að senda liðsauka til Suður- Súdans og uggur manna um nýja borgarastyrjöld hefur aukizt. Orðrómur hefur verið uppi um að Nimeiry hyggist biðja Egypta um hernaðaraðstoð ef uppreisn- arhættan eykst. Súdanir og Eg- yptar hafa gert með sér varnar- samning og Nimeiry hefur reynt að efla samband sitt við Hosni Mubarak forseta. Nimeiry fékk hjálp frá Egypt- um snemma á þessu ári þegar hann sakaði Khadafy Líbýuleið- toga um að safna liði á landa- mærunum. Slíkar ásakanir hafði hann sett fram nokkrum sinnum áður, allt frá því Líbýumenn studdu misheppnaða byltingar- tilraun, sem leiddi til tveggja daga blóðbaðs 1 Khartum 1976. Þó voru orð hans tekin hátfðlega. Bandaríkjamenn flýttu sér að senda fjórar eftirlitsflugvélar og flugvélamóðurskipið Nimitz. Líklegt má telja að Nimeiry fái aðstoð frá Egyptum ef upplausn- arástand skapast í Súdan og Bandaríkjamenn grípi í taum- ana ef Khadafy reynir að færa sér ástandið í nyt. Hugsanlegt er að Khadafy reyni slíkt í sam- vinnu við með Mengistu Eþíópíu- leiðtoga, sem hallast að marx- isma. Dagatal fylgiblaöanna ALLTAF A ÞREUUDÖGUM œrotia ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á föstudöguin ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF A SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróóleikur og skemmtun Mogganum þínum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.