Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 3 Lögreglumenn og fleiri hjálpast að við að koma bifreiðinni á réttan kjöl eftir að henni hafði hvolft, en hún skemmdist tiitölulega lítið. Morjpjnbiaðis/ jón S. Drukkinn velti stolnum bíl ÖLVAÐUR ökumaður á stolnum bfl lauk ökuferð sinni um Reykjavík að- faranótt síðastliðins laugardags með því að aka á Ijósastaur og hvolfa bifreiðinni. Hinn drukkni ökuþór slapp lítt eða ekki sár, og brá þegar undir sig betri fætinum er bifreiðin hafði staðnæmst, og hugðist hann forða sér á hlaupum. Það tókst þó ekki, því lögreglu- menn voru fljótir á vettvang og hlupu ökumanninn uppi skammt frá þeim stað er bifreiðin valt við Miklubraut. Okumaður slapp sem fyrr segir lítt meiddur og bifreiðin skemmdist tiltölulega lítið. Aflýsti matvælasýn- ingu vegna leyfisleysis FYRIRHUGAÐRI matvælasýningu hjá fyrirtækinu JL-húsið var aflýst á laugardag, en sýningin átti að vera þá síðdegis. Orsökin var sú að ekki voru tilskilin leyfi fyrir hendi, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Lofti Jónssyni, framkvæmda- stjóra. Sagði hann að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu rætt við full- trúa lögreglustjóra og hefði komið i ljós að þeir hefðu ekki haft til- skilin leyfi. Sagði Loftur að lög- reglan hefði varað þá við sýn- ingarhaldinu, þar sem leyfi borg- aryfirvalda skorti, en slíkt leyfi kvað Loftur taka vikur að fá. Ekki sagði hann að fyrirtækið hefði í hyggju að sækja um slíkt leyfi, enda hefðu menn verið að vinna að því að fá afgreiðslutíma verslana breytt í átt til rýmkunar. Póstránið á Hvolsvelli: Póstpokarnir geymdir án ábyrgðar um nætur — nýtt fyrirkomulag á geymslu pósts í kjölfar ránsins STARFSMENN í sláturhúsinu á Hvolsvelli sáu til tveggja manna og bfls við verslunina Björk laust fyrir klukkan sex á róstudagsmorguninn. Þá um nóttina — eða morguninn — var brotist inn í verslunina og stolið þaðan tveimur póstsekkjum, sem geyradir voru yfir nóttina áður en átti að flytja þá til Reykjavikur. Sláturhússtarfsmönnunum tveimur þótti þessar mannaferðir grunsamlegar og ræddu s(n á milli hvort ekki væri rétt að kanna ferðir þeirra en „það var nú svo slysalegt, að úr því varð ekkert,“ eins og Valgeir Guðmundsson, lögreglumaður á Hvolsvelli, orðaði það ( samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Ekki var farið að birta þegar þetta gerðist og geta því starfs- mennirnir enga lýsingu gefið á mönnunum, né heldur sáu þeir hvaða litur var á bifreiðinni. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag fannst stolin bifreið stórskemmd í útjaðri Reykjavíkur á föstudagskvöldið og í henni bréf frá pósthúsinu á Hvolsvelli. Bréf fundust á víðavangi frá Þjórsá allt vestur undir Selfoss. Fram hefur komið, að póstur frá pósthúsinu á Hvolsvelli var geymdur í sömu verslun næstu nótt. Hermann Magnússon, póst- meistari á Hvolsvelli, sagði að þessi geymslumáti væri viðhafður víða um land. „Það er flutningsað- ilinn hér, Austurleið, sem geymir póstinn yfir nóttina, en sjoppan þarna er ( eigu sama aðila," sagði Hermann. „Þetta hefur aldrei þótt athugavert og talið allt eins ör- uggt og að geyma póstinn hér í húsinu. Það er alls staðar hægt að brjótast inn.“ Hermann sagði það mishermi, sem fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag, að á pósthúsinu væru rammgerðar geymslur. „Ég hef engar geymslur hér nema pen- ingaskáp og pósturinn kemst ekki allur í hann. Þetta fyrirkomulag, að starfsfólk pósthússins flytur póstpokana yfir ( sjoppuna þegar við lokum kl. 17 á daginn, hefur verið viðhaft hér síðan í febrúar. Þá breyttist afgreiðslutiminn á pósthúsinu og símstöðinni hér með tilkomu sjálfvirka kerfisins. Nú er opið frá nfu á morgnana til fimm á daginn, en áður var opið frá átta á morgnana til níu á kvöldin. Rúturnar fara héðan klukkan níu á morgnana og ef við hefðum viljað koma póstinum á rútuna hefði þurft að vera maður hér ekki seinna en hálf níu. Það verður enda gert framvegis, ég hef fengið tilmæli um það frá Pósti og síma, en ég vil taka fram, að þessi háttur hefur var tekinn upp í fullu samráði við umdæmisstjórann, Kristján Helgason." Póstmeistarinn á Hvolsvelli sagði að pósturinn hefði verið ábyrgðarlaus i versluninni Björk yfir nóttina enda hefði flutnings- aðili ekki viljað taka ábyrgð m.a. vegna innbrotshættu. Ekki hefur verið kvittað fyrir móttöku pósts- ins fyrr en sekkirnir hafa verið settir um borð í rútu á morgnana. Framvegis verður pósturinn geymdur í pósthúsinu yfir nótt og á ábyrgð póstmeistara. Um ástæðu þess að sekkirnir hefðu verið geymdir án ábyrgðar í versluninni nóttina eftir innbrotið sagði Hermann Magnússon: „Það var á mína ábyrgð og samkvæmt minni ákvörðun. Þetta var síður en svo á glámbekk og ég taldi það síst hættulegt daginn eftir að geyma póstinn þarna." Hann sagði að megnið af týndu bréfunum hefði komist til skila. I sekkjunum hefðu verið fjórar ábyrgðarsendingar og væru tvær þeirra fundnar. Um verðmæti í þessum sendingum hefði ekki ver- ið að ræða nema í einu tilviki, það hefðu verið rúmar eitt þúsund krónur í peningum. Flest bréfin hefðu verið frá sýslumannsemb- ættinu, kaupfélaginu og bankan- um og hefðu fulltrúar þessara stofnana fengið tækifæri til að kynna sér hvað hefði fundist og hvað ekki. Valgeir Guðmundsson, lögreglu- maður, sagði í gær að þjófarnir væru enn ófundnir, trúlegast væru þeir á höfuðborgarsvæðinu. UPPMEÐ SÓUGLERAUGUN Það getur vel verið að verslanirnar við Laugaveginn séu búnar að taka niður fulla sólgleraugnastandana eftir rigningar- sumarið og setja þá bakvið. En þú skalt setja upp sólgleraugun og ganga í Kanarí- klúbb Flugleiða, Útsýnar, Úrvals og Samvinnuferða/Landsýnar! Við fljúgum til Las Palmas á Gran Canaría f beinu leiguflugi á þriggja vikna fresti frá og með 14. desember og vikulega frá 2. nóvember í áætlunarflugi um London þar sem hægt er að hafa viðdvöl í bakaleiðinni. Við bjóðum úrval frábærra gististaða: hótelíbúðir með 1 eða 2 svefnherbergjum, hótelherbergi og smáhýsi með 1 eða 2 svefnherbergjum. Við bjóðum dvöl f: 1,2,3,4, 6,9 eða jafnvel 24 vikur! Við bjóðum hagstætt verð: Frá 19.460.- kr. í eina viku og frá 22.155.- kr. í þrjár vikur, miðað við 2 í hótelíbúð. 21 vika á Broncémar miðað við 2 í (búð kostar aðeins 78.000.- kr. Þú kemur heim 9. maí! Þú sérð Kanarfeyjar í réttu Ijósi f gegnum gleraugun! URVAL ÚTSÝN Samvinnuferdir Landsýn FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.