Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 Kjaramálaályktun Verkamannasambandsþings Krafa um 15 þúsund króna lágmarkslaun — og skammtímasamningur gegn endur- heimtu samningsréttar Verkamannasambandsþingið, sem haldið var í Vestmannaeyjum um helgina, samþykkti samhljóða yfirlýsingu þess efnis, að sé ríkisstjórnin „reiðubúin til að afnema bann við samningsrétti, þá leggur þingið til, að hið allra fyrsta verði gerður bráðabirgðasamningur til skamms tíma. Sá samningur feli í sér ha kkun á Isgstu tekjum, meðan unnið er að ítarlegri samningsgerð", eins og yfirlýsingin er orðuð. Hún var samin og lögð fram af formanni og varaformanni sambandsins, þeim Guðmundi J. Guð- mundssyni og Karli Steinari Guðnasyni. Jafnframt var samþykkt til- ákveðnum atriðum. Tillaga laga frá Pétri Tyrfingssyni, ein- um úr svokölluðum „harðlínu- hópi“ Dagsbrúnar, um að dag- vinnutekjur í landinu verði aldr- ei iægri en 15.000 krónur á mán- uði miðað við núverandi verðlag. Ályktunin felur í sér að auki, að áhersla verði lögð á að samning- ar dragist ekki á langinn og að hinir lægstlaunuðu fái umtals- verðar kjarabætur. Harðlínumenn á þinginu voru í miklum minnihluta eins og sést best á því, að kjaramálaályktun- artillaga þeirra fékk 27 atkvæði, en tillaga meirihluta kjaramála- nefndar 74 atkvæði. í tillögu minnihlutans undir forystu Pét- urs Tyrfingssonar var m.a. gert ráð fyrir 15% hækkun allra kauptaxta VMSÍ auk 15.000 kr. lágmarkslaunakröfunnar og gert ráð fyrir að ekki verði samið til lengri tíma nema gert sé ráð fyrir „viðunandi dýrtíðarbót- um“. Tillaga Péturs gerði á frek- ari hátt ráð fyrir tilteknum og meirihlutans, sem samþykkt var með miklum meirihluta, var al- mennar orðuð og þar ekki eins fast kveðið að orði. { upphafi þingsins lögðu þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Karl Steinar Guðnason fram „drög að ályktun um kjaramál", þar sem höfuðáhersla var lögð á að felld yrðu úr gildi öll ákvæði bráðabirgðalaganna, sem af- næmu eða skertu samningsrétt samtaka launafólks. Þar var og nefnt að Verkamannasamband íslands „er nú sem fyrr reiðubú- ið að leggja sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna, enda hefur það áður bent á, að verðbólguhjöðnun getur verið kjarabót...“, eins og fram kom í fréttum Mbl. af þinginu um helgina. Þessi „drög“ og tillaga frá Pétri Tyrfingssyni, þar sem kveðið var fastar að orði og nendar beinharðar tölur, voru sendar 20 manna kjaramála- nefnd og var helst reiknað með að hún bræddi þær saman, svo úr yrði býsna harðorð ályktun. Greinilegt var þó á máli manna í kjaramálaumræðunni að ekki var stemmning fyrir hótunum um aðgerðir; hver ræðumaður- inn af öðrum lýsti vonleysi síns fólks og ótta verkafólks við at- vinnuleysi og frekari kjara- skerðingar. Guðmundur J. Guð- mundsson talaði t.d. mjög harkalega gegn öllum hugmynd- um um „flata prósentutölu" og sagði að það myndi ekkert annað hafa í för með sér en að allar aðrar stéttir kæmu á eftir og hann vildi ekki að laun í landinu hækkuðu almennt um 15% — það væru hinir lakast settu, sem þyrftu kjarabót. í tillögunni sem samþykkt var segir m.a. að afleiðingar þeirrar efnahagsstefnu „sem lögbindur laun, afnemur samningsrétt en bannar dýrtíðarbætur, blasi nú við. Fjórðungur kaupmáttar er horfinn. Kaupmáttur mun enn rýrna svo lengi sem laun hækka ekki en dýrtíð vex“. í öðrum kafla ályktunarinnar segir að það sé „yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar, að verkafólk skuli á næsta ári halda áfram að niðurgreiða verðbólguna. Kaup- máttur launa skal enn skertur og laun óvarin í verðbólgunni. Verkamannasamband íslands mótmælir þessari stefnu harð- lega og lýsir því yfir, að við hana Verkamannasambandsþing í Alþýöuhúsinu í Vestmannaeyjum. getur verkafólk ekki unað...“ Verkamannasambandsþingið samþykkti að hefja nú þegar við- ræður við ríkisstjórn og samtök atvinnurekenda um nýjan grundvöll kjaramála, þar sem áhersla verði lögð á eftirfarandi: 1. Felld verði úr gildi þau ákvæði laga, sem afnema eða skerða samningsrétt verka- lýðshreyfingarinnar. 2. Áfnumið verði bann við dýr- tíðarbótum og teknar upp við- ræður við atvinnurekendur um fyrirkomulag kaupmátt- artryggingar. 3. Lágmarkstekjur fyrir dag- vinnu verði hækkaðar og hið opinbera tryggi lífsafkomu þeirra sem við lökust kjör búa með félagslegum ráðstöfun- um. 4. Kaupmáttur almennra dag- vinnulauna verði aukinn í bráð og tryggður í lengd með það að markmiði, að verka- fólk geti lifað af dagvinnu- tekjum. 5. í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á gerð at- vinnugreinasamninga, þar sem tillit verði tekið til ým- issa séraðstæðna á vinnustöð- um. 6. Endurskoðuð verði ýmis rétt- indamál verkafólks. Viður- kenndur verði réttur foreldra til fjarveru frá vinnu vegna veikinda barna. { niðurlagskafla kjaramála- ályktunar 11. þings VMSÍ segir: „Sókn til betri lífskjara og bættrar stöðu þjóðarbúsins get- ur aldrei hafist með ruddalegu valdboði. Vandi þjóðarinnar á líðandi stund verður ekki leystur nema með samningum. 11. þing VMSÍ lýsir því yfir, að það er reiðubúið til slíkra samn- inga. Verði slegið á þá sátta- hönd, mun verkafólk leita réttar síns með þeim ráðum sem duga og nauðsynleg kunna að verða.“ Texti: ÓMAR VALDIMARSSON. Myndir: SIGURGEIR. Glæsileg gjöf Handunnin olíukola í steinleir meó íslenskri ilmolíu. Nú fáanleg sérmerkt Verö frá kr. 189.00 HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85411 REYKJAVIK „Verkafólk aftekur að fara út í vinnustöðvanir“ Guðmundur J. um kjaramálin: — nauðsynlegt að herða áróður og kynn- ingarstarf verkalýðshreyfingarinnar „ÞAÐ KOM greinilega fram í kjara- málanefndinni að verkafólk muni aftaka að fara út í vinnustöðvanir af einhverju tagi eða verkfoll. Það sýn- ir skýrt, að forysta verkalýðshreyf- ingarinnar, ASI, Verkamannasam- bandsins og félaganna í heild, þarf að herða mjög sinn áróður og sína kynningu,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, m.a. í umræðum um kjaramála- stefnu sambandsins. Guðmundur sagði að þeir Karl Steinar Guðnason hefðu dregið til baka drög sín að kjaramálaálykt- un þegar kjaramálanefndin hefði farið að fjalla um tillöguna. Harð- ar deilur hefðu verið í nefndinni um tillöguna og þá ekki síður um tillögu frá Pétri Tyrfingssyni — helst hefðu nefndarmenn sett sig upp á móti tveimur atriðum í til- lögu Péturs: 15% kauphækkunar- kröfunni og 15.000 króna tekju- tryggingarkröfu. Menn hefðu einnig haft efasemdir um ágæti skammtímasamnings, eins og sú tillaga gerði ráð fyrir. „Það er mikill meirihluti í nefndinni fyrir þessari tillögu eins og hún liggur fyrir," sagði Guð- mundur um endanlega ályktun. „En við verðum að auka kynn- ingarstarfið í félögunum eins og ég gat um áðan. Okkur í Dagsbrún hefur til dæmis tekist að hafa veruleg áhrif á okkar félagsmenn. í Dagsbrún eru hópar, sem eru reiðubúnir í hvaða aðgerðir sem er og ég leyfi mér að spyrja: hvar er komið kjörum íslensks launafólks, þegar þau eru komin niður á sama kaupmáttarstig og 1952! Þegar upp verður staðið hefur skerðingin í ár orðið um 30% og á næsta ári Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambands ís- lands, lýsti því yfir í þinglok, að hann hygðist ekki gefa kost á sér til formennsku í sambandinu að þessu kjörtímabili loknu. Næsta þing verð- ur haldið í Reykjavík eftir tvö ár. verður hún að minnsta kosti 15—20% til viðbótar. Ef við ekki veitum harðvítuga mótspyrnu munu stjórnvöld og vinnuveitend- ur hafa öll tök í sínum höndum. Og þeir semja ekki um neitt nema þeir séu knúnir til þess af ótta — ótta við samstöðu launafólks í landinu og ótta við vinnustöðvan- ir.“ Guðmundur sagði fjarri því að hann teldi kröfur Péturs Tyrfings- sonar og harðlínuhópsins ósann- gjarnar. „En ég er ekki viss um að þær séu réttar í stöðunni. Ég vara mjög vð að setja fram flata pró- sentutölu á þessu stigi. Ég óttast að þessi 15% muni flæða yfir allt. Og ég samþykki alls ekki að allir fái jafn miklar launahækkanir og það verður að keyra upp lægstu launin. Afstaða mín til harðari til- lögu er ekki spurning um vilja heldur taktík og vinnubrögð. Og á meðan ástandið í félögunum er eins og hér hefur verið lýst, þá er alveg sama hvað ég ríf mikinn kjaft eða vð öll, það er fólkið al- mennt í landinu sem ræður þessu! Þeir tímar, sem nú fara í hönd, verða þeir erfiðustu og hörðustu, sem við höfum staðið frammi fyrir í langan tíma.“ Pétur Tyrfingsson, Bjarnfríður Leósdóttir af Akranesi og Guð- mundur Hallvarðsson úr Dags- brún höfðu einkum orð fyrir harð- línuhópnum. „Hvaða þvættingur er þetta um að við eigum að leggja okkar af mörkum f baráttunni gegn verðbólgunni?" spurði Pétur m.a. í einni af nokkrum eldheitum ræðum sinum. „Hvaða aðstöðu höfum við? Hvaða peninga eigum við til að leggja í þessa baráttu? Hvaða sambönd höfum við verka- menn í alþjóðlega gjaldeyrissjóði? Hvaða tal er þetta eiginlega? Er ekki einfaldlega með þessu verið að segja: Já, við skulum halda áfram að gefa kaupið okkar, við skulum vera þæg og góð og láta taka af okkur öll lýðréttindi? Það hefur ekkert verið gert annað en að laun hafa verið lækkuð og því er verðbólgan eitthvað minni. Dýrtíðin er sú sama eftir sem áð- ur. Það hefur verið gerð allsherj- arárás á alþýðuna í landinu, lýð- réttindi hafa verið skert og at- hafnafrelsi verkalýðshreyfingar- innar keyrt niður svo hún sé ekki til stórræðanna. Þá verður hægt að pumpa erlendu fjármagni inn í landið til hagsbóta fyrir gróðaöfl- in. Við hin sitjum eftir og eigum að borga brúsann."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.