Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 45 Hundaeigendur: Tökum okkur á svo að eng- inn verði fyrir óþægindum K.H.V. skrifar: „Velvakandi. Mig langar til að láta í ljósi álit mitt á hundahaldi í bæjum og borgum. Sjálf á ég hund og veit því af eigin reynslu, að hundar eru bestu grey, sé rétt að þeim farið í umhirðu og uppeldi. Vissulega er það leiðinlegt að sjá hundaskít á götum og gang- stéttum, en það á ekki að vera til- tökumál fyrir hundaeigendur að taka með sér poka, þegar farið er út í gönguferðir með hundana, og hreinsa upp eftir þá, þegar á þarf að halda. Fyrir nokkru var skrifað um það í blöðin, að blaðburðarmaður nokkur hefði verið orðinn svo hræddur við hund i ákveðnu húsi, að hann hefði ekki treyst sér til að bera þangað blöð. Auðvitað kann þetta að vera rétt, en þessu getur einnig verið öfugt farið. Ég þekki dæmi þess. Blaðburðarstrákurinn sem ber út til okkar var alltaf að stríða hundinum okkar og atast i honum, af því að hann hélt, að enginn væri heima. En við höfðum fylgst með honum. Þannig eru það ekki að- eins hundarnir sem hrella og hræða mannfólkið, heldur getur þvi einnig verið þveröfugt farið, eins og ég sagði. En ég vil eindregið ráðleggja fólki að rasa ekki um ráð fram, þegar það ákveður að taka sér hund. Því fylgir ábyrgð og fyrir- höfn. Hundurinn þarfnast umönn- unnar, hreyfingar og útiveru alveg eins og við mennirnir. Það þarf að þrifa hann og fæða, og það þarf að gæta hans. Að öllu samanlögðu finnst mér að leyfa ætti hundahald með ströngum aðhaldsreglum og eftir- liti. Hundaeigendur. Tökum okkur á og höldum á okkar málum þannig að enginn verði fyrir óþægindum." í§r j ir* Þessir hringdu . . Ég er hrædd H. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Nú stendur yfir norrænt umferðaröryggisár. Á hverjum morgni fer ég úr Asparfellinu niður á Landspítala, þar sem ég vinn. Það er nokkuð síðan ég seldi bílinn minn og eftir það hef ég ferðast með Strætisvögnum Reykjavikur. Á tímanum frá klukkan hálf fimm siðdegis til klukkan sjö hef ég tekið leið 13, hraðferð, sem fer frá Lækjartorgi upp í Efra-Breiðholt. Og þá er ég komin að því, sem veldur mér miklum áhyggjum: Vagninn er orðinn svo troðfullur, þegar hann kemur að Landspítalanum, að það er aðeins fyrir velvild vagnstjór- ans, að hann stansar til að hleypa okkur inn. En það fylgir með i kaupunum, að maður verður að standa fyrir framan hinn heljar- stóra framglugga vagnsins og það er einmitt það, sem ég er hrædd við. Þess vegna geri ég það stund- um að taka með mér pappaspjald til þess að geta sest í tröppuna við innganginn ef plássið leyfir. Það er ekki bara stundum sem vagninn er svona yfirfuliur á þessum tíma, heldur er hann það alltaf. Eitt af þeim atriðum sem mikið hefur verið talað um á norræna umferð- aröryggisárinu er að fólk eigi að vera spennt í öryggisbelti, sitji það framarlega í farartækjum. Á slíku er enginn kostur í strætis- vagni. Strangar reglur gilda um farþegafjölda í einkabílum, og ég býst við að þær nái einnig yfir al- menningsfarartæki, því að slíkt snertir öryggi farþeganna. Það er því varla forsvaranlegt að troða endalaust inn i vagnana, jafnvel svo að fólk eigi í erfiðleikum með að ná andanum og sé í yfirvofandi lífshættu. Ég hef ekkert nema gott að segja um þjónustu strætisvagn- anna yfirleitt og finnst samgöng- ur innan borgarinnar í mjög þokkalegu lagi, en þetta finnst mér alvarleg brotalöm á kerfinu: að hafa ekki aukavagn, þegar svona augljós og stöðug þörf er fyrir hann á ákveðnu tímabili á degi hverjum. Staðreyndin er sem sé sú, að ég er hrædd, finnst ég óörugg. Og breytist þetta ekki, er ekki um annað að ræða fyrir mig, því miður, en kaupa mér bíl á nýj- an leik, þótt ég helst af öllu vildi vera laus við það. Fyrirspurn til ferðaskrifstofa 4192-7828 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Mig langar til að koma á framfæri þeirri fyrirspurn til ferðaskrifstofanna, hvort ekki sé í bígerð jólaferð til útlanda um hátíðirnar, og þá á ég við hópferð fyrir sérstakan aldursflokk, nefni- lega 60 ára og eldri. Ég veit að aldursflokkur þessi er töluvert einmana um hátíðirnar, af ýmsum orsökum, og er ég að láta mér detta í hug, að svona hópferð gæti gert fólki kleift að upplifa ýmis- legt skemmtilegt og sjá margt sem það hefur ekki áður séð. Þetta fólk gæti sem sagt haft það huggulegt og yrði ekki skilið útundan, eins og svo oft vill verða um fólk í þessum aldurshópi, sérstaklega um jól og áramót. Með vinsemd vona ég, að einhver ferðaskrifstofanna svari fyrirspurn minni, þar sem tími er til kominn að fara að huga að slíkri ferð, ef hún ætti að komast í framkvæmd. Einnig væri óskandi, að einhver úr þessum aldurshópi léti heyra til sín, hvað honum fyndist um svona hópferð. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann Iáskraði duglega á karlinum. Rétt væri: Hann túskradi karlinum duglega. Eða: Hann lumbraði duglega á karlinum. ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. 'Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO CORDin Framhjóladrif - supershift (sparnaöargír) - útispeglar beggja megln - Ouarts klukka - Lltaö gler í rúöum - Rúllubeltl - upphltuö afturrúða - Þurrka og vatnssprauta á afturrúöu - o.m.fl. Verö frá kr. 269.000 (Gwigi 5.8 •83) HlHEKIA hf ■ 9 ■ Laugavegi 170-172 S(mi 21240 Eigum til allar tegundir af hinum þekktu Fiskarsskærum Stór sníðaskæri, heimilisskæri, hægri og vinstri handa, eldhússkæri, takkaskæri og saumaskæri. Eldhúshnífar í miklu úrvali. Einnig v-þýzk barnaskæri fyrir föndur og í skólann. Naglasækri og hárskæri. Verslunin Laugavegi 29. Símar: 24320, 24321 og 24322. MctsÖlublcu) ú hvcrjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.