Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 Sinfónían úti á landi Tónlist Jón Ásgeirsson Margan utanbæjarmanninn hefur undirritaður heyrt tala um hve ljóst það sé, að Sinfóníu- hljómsveit íslands ætli fólk úti á landi annars konar hlustendur en í Reykjavík. Það megi merkja á efnisvali sveitarinnar, manna- skipan og ýmsu, er fólkið finnur frekar en sér. Þegar maldað er í móinn af Reykvíkingum er spurt hvort líklegt sé, að á áskrift- artónleikum hljómsveitarinnar í Reykjavík yrði leikinn Trisch Tasch polki eftir Jóhann Strauss, Vínarljóð eftir Siecz- ynsky, sem er ein undarleg rang- staða hér uppi á „klakanum", eins konar suðurevrópskt ætt- jarðarljóð, og annar samtíning- ur. Því miður er þessi athuga- semd ekki út í bláinn og í raun- inni aðeins þrjú verk á „sveita- prógrammi" hljómsveitarinnar í ár, sem trúlega þættu sjálfsögð á áskriftartónleikunum, nefnilega Hátíðarmarsinn eftir Pál Is- ólfsson, fjórða sinfónían eftir Mendelssohn og tilbrigði fyrir klarinettu eftir Rossini og þá sérstaklega fyrir frábæran leik Einars Jóhannessonar. Arían úr Öskubusku eftir Rossini ætti heima í annarri umgerð, t.d. konsertuppfærslu á þessu fal- lega en að nokkru leyti mis- heppnaða verki Rossinis. Ingi T. Lárusson var boðflenna í höll listgyðjanna (músanna). Þar stóðu honum þó opnar þær dyr er öðrum meiri mönnum voru lokaðar, því söngur hans minnti á goðsögnina um Orfeo, var snortinn af þeirri fegurð er fær alla til að syngja með án spurnar um „hver er hann þessi?" Undir- ritaður er ekki viss um hvort lög hans eiga heima í svo lærðu og listöguðu samfélagi, sem ein sin- fóníuhljómsveit er, því til þess að flytja þessa söngva, þarf sá Einar Jóhannesson sem það gerir að hafa varðveitt frumhvöt þá er knúði hann til að syngja, frumhvöt sem vill týnast við ögun og leit að sannleik er jafnvel stendur þvert á það sem er alþýðlegt og fákunnandi. Þar má oft kenna sæði þeirrar fyrir- litningar og þess hroka, sem hinn kunnáttusami sýnir, er hann lýtur svo lágt að nemi til jafns við þann er ekki kann. Það er á þann hátt sem fólk úti á landi finnur kunnáttufólkið hok- ið, í eins konar uppgerðar al- þýðustellingu og sér glott vork- unnseminnar, er það kann ekki þær leikreglur, sem lærðir og leikir hafa tamið sér. 1 heild voru þessir tónleikar úr ferða- mal hljómsveitarinnar frá ferð hennar um Austfirði, sem upp- færðir voru í íþróttahúsi Garðbæinga 14. þessa mánaðar, vel fram færðir undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Sigríð- ur Ella Magnúsdóttir söng vel en trúlega er það efnisvaiið sem veldur þvi að söngur hennar náði aldrei þeirri skerpu að hrífa eða gleðja. Einar Jóhannesson er frábær klarinettuleikari og get- ur Sinfóníuhljómsveit íslands verið stolt af þessum félaga sín- um. Óður steinsins Upplestur með undirleik tón- listar er gömul listgrein og rekur t.d. ballettinn uppruna sinn til ljóðalestrar. Dansinn og tónlist- in voru eins konar söngur orð- anna. Ljóðalesturinn hljóðnaði en dansinn og tónlistin blómstr- uðu í nýju listformi, ballettinum. Það form sem lifað hefur og tengir saman texta, tónlist og mynd, er sönglagið, þar sem falla saman í faðma söngur og texti, í nærri óaðgreinanlega mynd. Gerðar hafa verið nokkr- ar tilraunir með að fella saman tal og tónlist og var þessi lista- uppákoma mjög mikið tíðkuð á fyrstu árum leikmenntar hér á landi upp úr aldamótunum. Gagnstætt sönglaginu varð ljóðalestur með undirleik tón- listar ávallt tvískipt listform. Ljóðið lifði sínu lífi og tónlistin var því óviðkomandi, nema sem stundleg undirstrikun á stemmningu ljóðsins. í formála að verkinu telur tónskáldið upp verk sem hann telur vera skyld tónmyndum hans við Óð steins- ins. Ekki er þessi samanburður að öllu leyti réttur því „Moment muscaux eftir Schubert, smá- iagabálkar Schumanns, prelúdí- ur Chopins og smálög Weberns" eiga lítið skylt við ljóðalestur, nema sem falleg tónlist og hvert þessara verka er sjálfstætt að gerð og formi. Tónlistin við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk og ljósmyndir Ágústs Jónssonar er á köflum hljómfalleg, ekki stórbrotin og var mjög vel flutt af Jónasi Ingimundarsyni. Lík- lega færi betur að fækka ljóðum og myndum og fella enn frekar saman ljóðalestur og tónlist og jafnvel lengja suma milliþætti tónlistarinnar. Með því yrði tón- verkið heilsteyptara. Sú aðferð að sýna lesna textann á sýn- ingartjaldinu spillti heild verks- ins og er i rauninni vantrú á hinn lesna texta, sem Sigrún Björnsdóttir flutti mjög greini- lega. Þessi tilraun, að fella sam- an texta, mynd og tóna, tókst vel, þó ekki hafi þessi listform gengið hvert inn í annað, eins og gerist með sönglag í leikverki. Þetta efni er trúlega mjög vel fallið til kvikmyndagerðar ef myndaugað væri látið reika um steinmyndirnar og textinn og tónlistin flutt samvirk mynd- hreyfingunni. Myndirnar standa sem sjálfstæð listaverk og ljóðin sömuleiðis. Trúlega þyrfti að gera nokkrar breytingar á tón- verki Atla Heimis Sveinssonar, til að það nyti sín til fulls sem sjálfstætt tónverk. Margt er það fallega gert og tæpt á ýmsu, meðal annars „Tristran“-hljóm- inum, er Wagner tók að láni frá Liszt. Leikhópur Leiklistarklúbbs Flensborgar. Flensborg Fo í Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leiklistarklúbbur Flensborgar: Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði. Eftir Dario Fo. Þýðandi: Úlfur Hjörvar. Lýsing: Jónas Bragi Jónasson. Tónlist: Jóhann Moráwek. Leikstjóri, leikmynd og búningar: Þröstur Guðbjartsson. Eins og margoft hefur verið vik- ið að hér í blaðinu er Dario Fo meðal snjöllustu leikhúsmanna samtímans, hittinn jafnt á leik- rænar fléttur og ýmsar meins- emdir þess samfélags sem hann er sprottinn úr. Verk hans eru ítölsk í gegn, en höfða engu að síður til annarra þjóða. Verk Dario Fo eru ekki einungis „fyndni og háð á kostnað hinna ríku og voldugu", eins og stendur í leikskrá Leiklist- arklúbbs Flensborgarskóla. Hann gerir ekki síður grín að alþýðunni eins og þjófurinn og kona hans eru til marks um í Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði. Það er engin furða þótt þjófur vilji ekki láta trufla sig í starfi, en sá þjófur sem hér um ræður verð- ur að sætta sig við að fá hringingu frá konu sinni þar sem hann er við iðju sína í húsi betri borgara. Konan er málgefin og tamt að jag- ast í manni sínum. Hringingar konunnar verða til þess að ásta- málum er stefnt í voða, framhjáh- ald tveggja hjóna verður lýðum ljóst. Og eins og tíðkast hjá Fo gerist margt áður en allir þræðir ná saman. Þröstur Guðbjartsson sem hef- ur veg og vanda af þessari sýningu Leiklistarklúbbs Flensborgar hef- ur tekið þá stefnu að gera sviðs- mynd einfalda og láta hina ungu áhugaleikara njóta sín án þess að gera til þeirra strangar kröfur. Hér var líka ósvikin skólasýning á ferð með ýmsum þeim göllum sem slíkar sýningar vitna um, en líka góðum hliðum. Nokkur gervi voru til að mynda ágæt og nokkrir leik- aranna sýndu tilþrif á köflum. Ég nefni sérstaklega Höllu Katrínu Arnardóttur sem var ósvikin glæsidama í hlutverki Konu og Hönnu Björk Guðjónsdóttur sem var hin óstýriláta Kona þjófs. Þjófur Birgis Grétarssonar var viðvaningslegur, en engu að síður túlkaður á geðfelldan hátt. Það má líka teljast kostur að vel heyrðist í leikurunum, framsögn að vísu ekki slípuð. Áuk þeirra sem nefndir hafa verið léku Gísli Gunnarsson, Hrönn Hákansson og Gunnar ólafsson. Hvíslarinn, Ruth Guðmundsdóttir, tók einnig þátt í sýningunni. Dálítil uppá- koma í byrjun gerði sitt til að reka alvöruna á flótta og losa leikara við sviðsskrekkinn. Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði er í áheyrilegri þýðingu Ulfs Hjörvars, tónlist var leikin af Jóhanni Moráwek og lýsingar sá Jónas Bragi Jónasson um. Þessi skólasýning er einkum við hæfi ungs fólks í framhaldsskólum, en ég hef trú á því að margir meðal hinna fullorðnu geti haft gaman af henni. Undirtektir voru góðar í Flensborg. Tröll í hverjum kima Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Tröllaleikir: Leikbrúðuland. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Lýsing: Daníel Williamsson. Höf. brúða: Bryndís Gunnarsdóttir Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Leikbrúðuland hefur fyrir æði löngu unnið sér sess í bæjarlíf- inu og fer vel á því að brúðu- leikhúsið rýmki aðeins í kring- um sig og fái inni í Iðnó, þar sem aðstæður allar eru langtum betri en á fyrri verustað við Fríkirkju- veg. Leikbrúðuland sýnir nú fjóra þætti, Ástarsaga úr fjöll- unum, sem er byggð á sögu Guð- rúnar Helgadóttur, Búkolla, Eggið og Risinn draumlyndi. Mikil vinna hefur af hálfu að- standenda verið lögð í þessi verk og árangurinn er til mikils sóma og hreint með ólikindum, hversu mikil leikni þeirra Leikbrúðu- landskvenna er orðin, bæði hvað varðar allan búnað brúðanna, stjórnun þeirra og tæknilega hlið sýningarinnar. í leikskrá rifjar Erna Guð- marsdóttir upp starf brúðuleik- hússins frá upphafi í skilmerki- legri grein og nefndir eru til ýmsir gagnmerkir aðilar, sem Úr þættinum Ástarsaga úr fjöllunum. hafa komið við sögu og verið til aðstoðar á sýningum. Hitt dylst ekki, að meginvinnan hefur sem fyrr hvílt á þeim Bryndísi, Hall- veigu og Helgu. Þessi sýning Leikbrúðulands er sú albezta sem ég hef séð. Þar helzt í hend- ur bæði dugnaður og útsjónar- semi, þótt finnanlegt væri að áhorfendur af yngri kynslóðinni væru kannski einna hrifnastir af leikgerð Hallveigar Thorlacius af Ástarsögu úr fjöllunum. En Búkolla Bryndísar Gunnarsdótt- ur, Eggið og Risinn Helgu Steff- ensen, voru allt bráðgóðir þætt- ir, vel unnir og skemmtilegum brellum og tæknibrögðum beitt. Hlutur Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra er án efa drjúgur og umfram allt var áberandi hversu vel og áreynslulaust sýningin gekk fyrir sig, þótt fáir þyrftu að huga að mörgu. Börn og fullorðnir ættu að eiga skemmtilegar helgar í vændum í vetur og full ástæða til að hvetja börn á öllum aldri að eiga sunnudagsstund í Leikbrúðulandi á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.