Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 Enn hryðju- verk í Punjab Njju Delfaí, 17. október. AP. HRYÐJUVERKAMENN skutu lög- regluþjón til bana í strætisvagni í Punjab-béraði í Indlandi í gær, en þar var róstusamt um helgina svo sem verið hefur að undanförnu. Annan lögreglumann særðu byssu- mennirnir alvarlega áður en þeir komust undan. Hryðjuverkamenn að því að tal- ið er úr röðum shika særðu þrjá menn alvarlega i Punjab um helg- ina, tvo með handsprengju og einn með skothríð. Neyðarástand hefur verið i Punjab um hrið og er her- og lögreglumönnum gert að skjóta lögbrjóta tafarlaust og formála- laust. Víðar var ófriður í Indlandi en í Punjab. í bænum Karmala, 375 km suðaustur af Bombay, féllu fjórir er lögreglan hóf skothríð á mannfjöldann. Þar áttust við hindúar og múhameðstrúarmenn og voru vopnin hnefar og grjót. Lögreglan kom á vettvang og reyndi í fyrstu að dreifa mann- fjöldanum með táragasi og skothríð yfir höfuð fólksins. Er það tókst ekki skaut lögreglan á mannfjöldann með þeim afleiðing- um að fjórir létu lífið. Broddarnir óboðlegu Pönkarinn Peter Mortiboy, sem missti starf sitt hjá Rolls Royceverk- smiðjunum vegna hárgreiðslunnar, eins og sagt var frá í frétt í Mbl. f síðustu viku. Forstöðumenn verksmiðjanna töldu samstarfsmönnum Mortiboy stafa hættu af hárgreiðslunni. Broddana herti pilturinn með sérstaklega sterku lími. Fjögur börn yfirgefin í Grikklandi Dönsk móðir þeirra gaf sig fram eftir 7 vikur Kftupmannaböfn, 17. október. AP. TALSMAÐUR danska utanríkisráðuneytisins sagði f gær, að fundist hefði móðir fjögurra danskra barna sem yfirgefin voru í Grikklandi fyrir 7 vikum. „Móðirin hefur fengið flugmiða hjá okkur og fer til Grikklands á miðviku- daginn, en í millitíðinni mun hún koma málum sínum í Danmörku í lag,“ sagði talsmaðurinn. Börnin fjögur, 5—12 ára, voru gerð að umtalsefni í grískum og dönskum blöðum og móðirin, Elsie Marie Hansen, hafði samband við ráðuneytið eftir að hafa lesið fréttirnar. Gaf hún þá skýringu að hún hefði orðið að fara til Dan- merkur til þess að fá peninga úr dönskum banka, úr bók á nafni sambýlismanns sfns og fósturföð- ur barnanna. Varð hann eftir á búgarði þeirra í Grikklandi. Þegar til kom, reyndist frú Hansen ekki nægilegt að hafa beiðni sambýl- ismanns síns f fórum sínum og þurfti hann því að fara sjálfur til Danmerkur. „Það má þakka danska skrif- ræðinu fyrir hversu langan tíma umstangið tók,“ sagði hin 34 ára gamla frú Hansen. Sambýlismað- ur hennar skildi börnin eftir í um- sjá nágranna síns og hélt til Dan- merkur. Skildi hann eftir 500 doll- ara hjá nágrannanum fyrir mat handa börnunum og leyfði auk þess að matföng yrðu skrifuð á reikning búgarðsins ef aurarnir hrykkju ekki til. Sagði frú Hansen ekki hafa á því eina einustu skýr- ingu hvernig á því stóð að börnin hefðu verið afhent kirkjuskóla þorpsins, hún hefði hringt til þeirra nokkrum sinnum og ekki heyrt betur en að þau hefðu það gott. Það kom heldur ekki fram í blaðafregnum eða hjá ráðuneytinu hvernig á flækingnum stóð. START-viðræöurnar í Genf: Kohl hvetur Rússa til að slaka á svo miðla megi málum Bonn, 17. oklóber. AP. HELMUT Kohl kanzlari V-Þýzka- lands hvatti Sovétmenn í dag til að gefa eitthvað eftir af kröfum sínum í viöræðum um fækkun kjarnorku- vopna í Genf til að málamiðlun milli stórveldanna geti orðið að raunveruleika. Kohl sagði að eftir fund utan- ríkisráðherranna Andrei Grom- yko og Hans Dietrich Genscher McFarlane öryggisráð- gjafi Reagans Waxhington, 17. október. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti hefur látið undan miklum þrýstingi íhaldssamari stuðningsmanna og ákveðið að gera Robert McFarlane sérlegan sendimann sinn í Miðaust- urlöndum að öryggisráðgjafa sínum, samkvæmt upplýsingum embætt- ismanna í Hvíta húsinu. McFarlane tekur við starfi ör- yggisráðgjafa forsetans af Willi- am P. Clark, sem Reagan gerði að innanríkisráðherra sínum í fram- haldi af afsögn James G. Watt. um helgina ætti Rússum að vera ljós staðfesta og samheldni Vest- urveldanna i eldflaugamálinu, sem snýst um rússneskar kjarn- orkuflaugar sem beint er á skotmörk vestan járntjalds og fyrirhugaða uppsetningu NATO- -ríkja á nýjum meðaldrægum flaugum í Evrópu. Sagði Kohl að nú stæði það Rússum næst að gefa eitthvað eftir til að Bandaríkjamenn og Rússar gætu náð saman í Genf. Kvaðst Kohl hlynntur áfram- haldandi samningaviðræðum stórveldanna eftir uppsetningu flauganna. Rússar hafa enn ekki gert upp hug sinn í þeim efnum, að sögn Genschers, hvort þeir hætti þátttöku í viðræðunum ef af uppsetningu verður, sem er á dagskrá í desember. Genscher og Gromyko voru um það sammála að viðræður þeirra í Vínarborg um helgina hafi ekki breytt stöðu eldflaugamálsins. Genscher sagði að ef Rússar hefðu raunverulegan áhuga á að semja um fækkun kjarnorku- vopna ættu þeir að halda viðræð- unum áfram þótt af uppsetningu NATO-flauganna yrði. „Staðan í viðræðunum er hin nákvæmlega sama og fyrir fjórum árum, ekk- ert hefur breyzt," sagði Gensch- Marcos: „Ætla ekki að deyja á næstunni“ Manila, 17. október. AP. FERDINAND Marcos, forseti Fil- ippseyja sagði í sjónvarpsræðu í gær, að hann væri tilbúinn að deyja fyrir málstað stjórnarinnar. En bætti við: „Hitt er svo annað mál að ég er ekkert á þeim buxunum að deyja.“ Ræðuna flutti Marcos á fundi með flokki sínum og vöktu ummælin hlátrasköll og önnur fagnaðarlæti. Fundurinn var settur til að fjalla um stofnun hinnar nýju rannsóknarnefndar vegna morðs- ins á Benigno Aquino á dögunum og einnig til að fjalla um breyt- ingar á kosningalöggjöf landsins. Bendir margt til þess að þeim reglugerðum verði talsvert breytt fyrir kosningar þær sem eru á döf- inni á næsta ári og þá breytt í þá átt að gera kosningarnar frjálsar. Var meðal annars um það rætt á fundinum í gær, að efna til venju- legra sveitarstjórnakosninga í stað þess að kjósa fulltrúa fyrir ákveðin héruð. Stjórnarandstöðu- flokkarnir hafa haldið fram að það form bjóði stjórninni upp á mun meiri og ósanngjarna mögu- leika. Ræða Marcosar vakti athygli. Hann sakaði ofstækismenn um hvernig komið væri fyrir efnahag landsins og pólitísku jafnvægi. Sagði Marcos að þó stjórnvöld lyftu ekki litla fingri, myndi „lýðnum" verða refsað og ef Guð sjálfur gerði það ekki, myndi þjóð- in sjálf sjá um það. Tebbit tek- ur við af Parkinson London, 17. október. AP. Margrét Thatcher forsætisráð- herra setti Norman Tebbit fyrrum atvinnumálaráðherra í starf iðnaðarráðherra, sem Cecil Parkin- son gegndi þar til hann varð að segja af sér í síðustu viku vegna uppljóstr- ana um ástarsamband hans við fyrr- um einkaritara sinn. Við starfi Tebbits í atvinnu- málaráðuneytinu tók Tom King samgönguráðherra, og við starfi hans tók Nicholas Ridley, sem áð- ur var aðstoðarráðherra í fjár- málaráðuneytinu. Sérfræðingar segja að eftir breytingar þessar á bresku stjórn- inni séu menn til hægri í íhalds- flokknum. Auk þessa lýsti Parkinson því yfir á sunnudag að hann ætlaði ekki að segja af sér þingmennsku, þótt hann segði af sér ráðherra- dómi. Ætluðu Argentínumenn að myrða Andrew prins? LuDdúnum, 17. október. AP. BRESKA BLAÐIÐ Sunday Times greindi frá því um helgina, að Arg- entínumenn hefðu ætlað að ráða Andrew Bretaprins af dögum, er hann var í nokkurra daga sumarleyfi f sumarleyfisparadísinni Mustique, eftir stríð Argentínu og Bretlands um Falklandseyjar, sem lauk með ósigri þeirra fyrrnefndu. Andrew tók virkan þátt í ófriðnum, var þyrlu- flugmaður. Breska blaðið hefur fregnina eftir ónafngreindum heimildar- mönnum í Lundúnum og Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Talsmenn bresku krúnunnar og stjórnvalda vildu ekki staðfesta fréttina er hún var undir þá bor- in. Blaðið sagði ennfremur, að hætt hefði verið við ódæðið á síð- ustu stundu, líklega vegna þess að valdahlutföll breyttust í her- foringjastjórn Argentínu eftir stríðið. I frétt blaðsins kom einnig fram, að morðtilraunin á And- rew hefði aðeins verið ein af mörgum skæruaðgerðum sem á döfinni voru; önnur var för arg- entínskrar víkingasveitar til Gíbraltar þar sem til stóð að sprengja í loft upp eldsneytis- birgðir Breta og sökkva herskip- um þeirra. Frá því greindi Sunday Times fyrir rúmri viku og staðfestu bresk stjórnvöld að satt hafi verið. Þá staðfestu einnig spænsk stjórnvöld að þau hafi haft hendur í hári argentínsku her- mannanna og vísað þeim úr landi áður en þeir gátu látið illt af sér kveða. Ætluðu argentínsk- ar víkingasveitir, að sögn ST, einnig að fremja spellvirki á herstöðvum Breta í Portsmouth og á Ascensioneyju, sem er 6000 kílómetra frá Falklandseyjum og var hernaðarlega mikilvæg fyrir Breta í átökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.