Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. OKTÓBER 1983 Róbert Harðarson, t.v., og Sævar Bjarnason. Margeir Pétursson, tv., teflir við Karl Þorsteins. Margeir Pétursson skákmeistari TR Skák Margeir Pétursson KEPPNI í A-flokki á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur lauk á sunnudaginn. Úrslitum réð skák þeirra Róberts Harðarsonar og Margeirs Péturssonar, en henni lauk fljótlega með jafntefli. Mar- geir hélt þannig efsta sætinu, en Róbert tryggði sér annað sætið. Ágætur árangur hans var það sem langmest kom á óvart á mótinu. Sævar Bjarnason sem fór mjög vel af stað missti gjörsamlega þráðinn í seinni hluta mótsins og þar sem staða hans í biðskák við Arnór Björnsson virðist vonlaus eru allar líkur á að Sævar hrapi niður í fimmta til sjötta sæti, svo hörð var baráttan á toppnum. Þegar aðeins var ólokið bið- skák þeirra Sævars og Arnórs og frestaðri skák Benedikts Jónas- sonar og Elvars Guðmundssonar var staðan á mótinu þannig: 1. Margeir Pétursson 8% v. af 11 mögulegum. 2.-3. Róbert Harðarson og Jóhann Hjartarson 8 v. 4. Dan Jansson 7 v. 5. Sævar Bjarnason 6'A v. og biðskák. 6. Karl Þorsteins 6V4 v. 7. Elvar Guðmundsson 5 v. og frestuð skák. 8. Benedikt Jónasson 3% v. og frestuð skák. 9. Arnór Björnsson 3 v. og biðskák. 10. Halldór G. Einarsson 3 v. 11.—12. Hrafn Loftsson og Hilmar Karlsson 2xk v. Það var án efa biðskák þeirra Margeirs og Sævars úr sjöundu umferð sem skipti sköpum á mótinu, en hún birtist hér í blað- inu síðasta laugardag. Þar stóð Sævar betur þegar skákin fór í bið en í biðstöðurannsóknunum varð honum á herfileg yfirsjón og taflið snerist við í einu vet- fangi. Róbert var á góðri leið með að stinga aðra keppendur af á tíma- bili, en tvö töp í röð fyrir þeim Elvari og Sævari settu stórt strik í reikninginn. Árangur hans er samt sem áður frábær og ef haustmótið hefði verið al- þjóðlegt mót hefðu hann og Jó- hann Hjartarson báðir náð áfanga að alþjóðlegum meistara- titli. Jóhann bjargaði sér með þvi að vinna fjórar síðustu skákirn- ar, en hann tefldi ekki af nægi- legu öryggi til að eiga möguleika á að ná efsta sæti. Dan Hansson var mistækur í upphafi keppn- innar, en vann þrjár síðustu skákirnar og sannaði að yfir- burðasigur hans á síðasta ís- landsmóti var engin tilviljun. Meira var að vænta frá þeim Karli, sem átti titil sinn að verja, og Elvari, sem var fjarri sínu fyrra öryggi. Arnór Björnsson olli vonbrigðum með því að tapa sjö skákum í röð eftir að hafa unnið Margeir í annarri umferð. f öðrum flokkum er enn einni umferð ólokið. Þar er staðan þessi: B-flokkun 1. Björgvin Jónsson 7V4 v. og biðskák af 9 mögulegum. 2. Páll Þórhallsson 6 v. og 2 biðskákir af 10 mögulegum. 3. Árni Á. Árnason 6 v. af 9 mögulegum. C-flokkur: 1. Sigurður H. Jónsson 7 v. og 2 biðskákir af 10 möguleg- um. 2. Eiríkur Björnsson 6% v. 3. Björn F. Björnsson 5% v. D-flokkur: 1. Þröstur Þórhallsson 8V4 v. af 10. 2. Jóhann H. Ragnarsson 7'A v. 3. Jón Þ. Bergþórsson 7 v. E-flokkur: 1. Þorvaldur Logason 9 v. af 10. HAUSTMÓT T.R. Í9?3 i 1 3 7 5 <o 7 8 9 10 H ii 4 TÓHfíNN HJARTARS.,T.R w, 1 0 / 0 1 O / / 1 1 i z ELVAR &UE>Mams.,T.R 0 y/A Y//6 0 1 'Á 0 / o / 1 Á 3 SfíVfíR BJfíRNfíiON, TR. 1 1 y/A 0 0 1 / o 1 1 'Á HfíUOÖR &. EINfíRSSONjJHFt 0 0 I y/A m O Á Q Q o 'Á 1 o 5 MfíRGE/R PÉTURSSON, TR. 1 •Á l 1 i L % / 0 / / 'Á C, HRfíTN LOFTSSON, T.R. 0 1 0 7z 0 ' o V/Y, o o o o /í ’/i 7 ROBER T HfíRÐfíRSON, Tl 1 0 0 1 % 1 H / / 1 1 •Á 2 WN HflNSSON, TR. o 1 1 / o 1 a V///. W/a / 'Á 1 'Á 9 fíRNÓR BJÖFNSSON, TR. 0 0 / l 1 0 0 0 o o Í0 BENET/FT JÓNfíSSON. U o o 'Á 0 1 o 'Í2 / W/ YU/t 'Á 0 11 H/LMfíR S. RfíRLSSON. TS. o p 0 O 0 Á 0 0 / 'Á V//// y/Á Zz 41 KfíRL ÉORSTE/NS, T.R. 0 7z 'Á 1 i 'L Zz 'k / L 'á m 2. Hannes Hl. Stefánsson 8 v. 3. Áslaug Kristinsdóttir 7 v. Keppni í Unglingaflokki er lokið. Þar urðu úrslit þessi: 1. Þröstur Þórhallsson 7‘A v. af 9 mögulegum. 2. Snorri G. Bergsson 7 v. 3. Hjalti Bjarnason 6V4 v. Skákstjóri var ólafur Ásgrímsson og farnaðist honum starfið vel þó ýmsir keppendur hafi gert honum mjög erfitt fyrir með sífelldum frestunum. Þau mál verður stjórn TR að fara að taka föstum tökum því sumir keppendur á mótinu kom- ust upp með að tefla meira en helming skáka sinna utan aug- lýstrar dagskrár. Hvítt: Róbert Harðarson Svart: Jóhann Hjartarson Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6 Najdorf-afbrigðið. Svar Rób- erts hefur þann kost að vera lítið í tízku um þessar mundir. 6. f4 — e5, 7. Rf3 - Rbd7, 8. Bd3 — Be7, 9. a4 — (M», 10. 04) — Dc7, 11. Khl — He8, 12. Del — exf4, 13. Bxf4 — Re5, 14. Bg5 — Befi, 15. Rd4 — Hac8, 16. Rf5! Upphafið á einföldunum sem tryggja hvíti betri möguleika. — Bxf5,17. Hxf5 — Dd8, 18. Bxf6 — Bxf6,19. Rd5 — Rxd3, 20. cxd3 — Bxb2, 21. Hbl — Be5? Nauðsynlegt var 21. — Hc2 og svartur ætti að geta náð full- nægjandi mótspili eftir c-lín- unni. 22. Df2! Þetta yfirsást Jóhanni. Hvítur hótar bæði 23. Hxf7 og 23. d4. — g6, 23. Hxf7 — Dg5, 24. Hfl — Bg7, 25. Rc7 — He7, 26. Rd5 — Hee8, 27. h3 - Hcl? Afleikur í mjög erfiðri stöðu. 28. Hxg7+ — Kxg7, 29. Db2+ og svartur gafst upp. Til sölu Þessi bílkrani sem er af geröinni JONES 561 35 tonna lyftigetu, bómulengd 98 fet + 20 feta Jib er til sölu. Bein sala eöa skipti á ódýrari krana, einnig geta önnur skipti komið til greina. Upplýsingar í símum 98-2224 og 98-1347. Endurskinsmerki í tilefni umferðarviku í TILEFNI af umferðarviku í Reykjavík hefur Öryggismálanefnd JC-Breiðholts í samvinnu við Um- ferðarráð geflð út endurskinsmerki. Um er að ræða tvö hringlaga merki með mynd norræna umferð- aröryggisársins og fjórar ræmur í einum poka. Umrædd merki skal líma á fatnað. JC-Breiðholt vill þakka eftirtöldum aðilum fyrir veittan stuðning vegna útgáfunn- ar: Ábyrgð hf., Arnarflugi hf., Umferðarnefnd Reykjavíkur, Brunabótafélagi íslands, Sam- vinnutryggingum g.t., Tryggingu hf., Tryggingarmiðstöðinni hf., Sjóvá hf., Hagtryggingu hf., JL Byggingarvörum og Almennum Tryggingum hf. Úr rrétutilkynningii.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.