Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 _______________________________________«i8M Uflixmii pftn Mm. „Sljornuspcún hljóSar S\Jona~ : í dap \jerSuréu undir íterkujyx pLkrfium £ró. Slep'^dnu'Si- Við viljum vekja athygli starfsfólksins á því að það er ósk og von ráðamanna fyrirtækisins að það sýni í einu og öllu samstarfs- vilja... HÖGNI HREKKVlSI l' KAUPtJWUM Setur fallegan heildarsvip á söng- pallinn og messugjörðina yfirleitt við messur og aðrar virðulegar at- hafnir? Margir aðrir kirkjukórar eiga það og setur það fallegan heil- darsvip á söngpallinn og messu- gjörðina yfirleitt." Ógeðfellt og ómannúðlegt dráp A. Guðmundsdóttir skrifar 13. október: .Velvakandi góður. I gærkvöldi var ég viðstödd í Dómkirkjunni minningarkvöld um dr. Pál ísólfsson, tónskáld og dómorganista í fjölda ára. Þetta var mikil hátíðarstund, virðuleg og vönduð að listrænum flutningi og til sóma að minnast þessa mikla listamanns í tilefni þess, að 90 ár eru liðin frá fæðingu hans. En eitt var ég ekki ánægð með og það var að sjá hvernig dómkór- inn var klæddur. Ég álít það, væg- ast sagt, smekkleysi að vera ekki hátíðarklæddur við þessa athöfn. Þetta var þó minningar- og virðingarathöfn um dómorganist- ann sál., sem veitt hefur okkur svo margar yndisstundir í kirkjunni. Allir einsöngvararr.ir, svo og barnakórinn, voru mjög smekk- lega klædd og vel til höfð, eins og við átti. Á dómkórinn í Reykjavík virki- lega ekki sérklæðnað til að vera í Ferðamaður skrifar: „Velvakandi. Nú fer rjúpnavertíðin í hönd og munu margir fara til fjalla þeirra erinda að ná sér í nokkrar rjúpur í jólamatinn. Ekki finnst mér neitt athugavert við það, ef menn kunna sér hóf og skjóta ekki á hópa eða á löngu færi, aðeins til þess að særa fuglana. Oft vill veiðigræðgin blinda menn í þessu sem öðru og sjást þeir þá ekki fyrir í hamaganginum. Hér í þessum dálkum var stung- ið upp á því, að veitt yrðu leyfi til rjúpnaveiða, af hreppum eða ríkisvaldi, og væru 20 rjúpur há- mark fyrir hvern aðila, sem hefði byssuleyfi. Þetta tel ég góða hugmynd og ættu viðkomandi yf- irvöld að kanna hana nánar. Nú er svo komið að fégráðugir menn stunda þessa veiði allan timann og fara vítt yfir. Þeir hafa sumir gumað af þúsundum rjúpna, sem legið hafa í valnum fyrir byssu þeirra og hafa af drjúgar skattfríar tekjur. En þetta er ógeðfellt, og ómannúðlegt dráp, aðeins til þess að seðja fégræðgi. Hópar manna fara um heiðar norðanlands og smala rjúpunni saman á snjósleðum og strádrepa hana síðan. Þetta er óhæfa og við- komandi til margfaldrar skamm- ar. Þessa þokkalegu iðju, eða hitt þó heldur, ætti að banna með öllu og hafa eftirlit með. Það væri ekki úr vegi að þyrla hefði eftirlit úr lofti á vissum svæðum, þegar þannig viðrar, og myndaði þessa útrýmingarherferð gegn rjúpunni. Væri þá vel viðeigandi að góðar myndir næðust af veiðimönnun- um, svo þeir gætu þekkt sig f blöð- unum. Það væri vel, ef eftirlit yrði með því, að menn færu ekki fyrr til rjúpna en leyft er, en það mun gert víða, ekki sfst hér í nágrenni höfuðstaðarins. Lögreglustjóri hefir áður sýnt virðingarverða árvekni í því, eins og mörgu öðru, og ætti nú að ljá máli þessu lið.“ „Morgunkoma" og „Ásta Sóllilja“ 5115-4606 skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég er hér með tvö kvæði og mig langar til að fá þína aðstoð og annarra til að fá nánari vitneskju — um framhald og höfund annars kvæðisins „Morgunkoma", og ennfremur um hið rétta nafn höfundar hins síðara, „Asta Sóllilja", en fyrsta erindi hins fyrra er þannig: Sólin roðar tinda, sundin blika fögur, særinn kveður draumablandin vögguljóð. blærinn ylhýr þylur við bylgjurnar sögur sem borist hafa niður í tímans sjóð. Framhaldið kann ég því miður ekki og veit heldur ekki hver er höfundur. Hitt kvæðið, „Ásta Sóllilja", var birt f Lesbók Morgunblaðsins sunnudaginn 9. maí 1976 undir höfundarnafninu Hilmar Hansson. Nú er spurning mín þessi: Er þetta hið rétta nafn skáldsins eða er þetta dulnefni? Ef um dulnefni er að ræða, hvert er þá hið rétta nafn þess? Kvæðið er svona: Sjáðu Mánans mildu geislum stafa, í mjallarlíni sofa jarðarblóm, í töfrabirtu titra hljóðir strengir, tíminn geymir minninganna óm. Fjallatindar vörð um véin standa þótt verði mörgum smærri hulin sýn, er vetrarstormar gróðurnálum granda þá gleður hugann enn, að minnast þín. Þú varst ein af dalsins fögru dætrum, í dagbók lífsins geymast ykkar spor. Ennþá gyllir sólin vesturvegi, að vetri liðnum kemur aftur vor.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.