Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 27 Fullkomnun — Einnig hin líkamlegu áföll? „Það er erfitt að einblína á þá spurningu. Mér gremst alltaf þeg- ar fólk talar um ófarirnar. En þú mátt ekki misskilja mig, það ligg- ur í augum uppi að ég er ekki sá sami og áður, eftir að hafa gengið í gegnum sex uppskurði; í hnjám, kjálka og nefi — þess munu alltaf sjást merki. En ég fékk greidd há laun fyrir það. Meiðsli mín eru lít- ilfjörleg, en mikið um þau rætt. Þau voru einn þáttur í lífsreynslu- áhættunni, ég vissi það fyrirfram og ég fékk vel borgað fyrir þá áhættu." — Hvenær nær atvinnuknatt- spyrnumaðurinn fullkomnun í starfi? „Þegar liðið sigrar — þegar árangur erfiðisins kemur í ljós. I Hamburg settum við okkur það takmark að vinna þrjá meistara- sigra á árinu — það mistókst í bikarkeppninni, en við urðum þýskir og evrópskir meistarar. Sameiginlega leystum við það verk af hendi sem okkur var falið. Þar í felst fullkomnunin — líkt og hjá blaðamanni þegar hann skilar frá sér góðri grein." Hrifningin — I því eru töfrar knattspyrn- unnar e.t.v. fólgnir? „Það sem mér finnst mest hríf- andi við knattspyrnuna er samspil einstaklingsins við heildina; en á þessu samspili byggist knatt- spyrnan. Það sama gildir um t.d. körfubolta og blak, en i knatt- spyrnunni liggur þungamiðjan á einstaklingnum. Frammistaða hans er ævinlega undir heildinni komin í hverju einstaka tilviki. Ég er þeirrar skoðunar að sé heildin (liðið) eins og það á að vera þá opnar hún einstaklingnum tæki- færi — og gagnkvæmt; framlag hvers og eins er undirstaða sam- vinnunnar. Þetta gagnkvæma samspil er e.t.v. ríkari þáttur í knattspyrn- unni en öðrum íþróttagreinum — mér er ekki kunnugt um neinn annan knattleik þar sem tilviljan- ir eru jafn ríkur þáttur í leiknum og í knattspyrnu. Besta liðið er sú heild sem kann að færa sér þessar tilviljanir hvað best í nyt. Ég á ekki við fullkomna nýtingu þó þetta geti hljómað þannig." — Knattspyrnan er jú leikur? „Það er rétt, en þó er ekki hægt að sía keppnisþáttinn frá heild- inni til að eftir standi leikur." Uppeldið — Þú hefur gagnrýnt knatt- spyrnufræðsluna. „Já, mér finnst það ekki rétt uppeldisaðferð, sem felst í því að ef drengirnir læra tiltekin atriði þá geti þeir að ári leikið með 1. deildinni. Réttara væri að tala um ein- hvers konar kennslu varðandi aga og aðlögunarhæfni og láta þá sýna viðbrögð við óvæntum og óeðli- legum atvikum. Svipað og her- mönnum sem er kennt hvernig þeir eiga að bregðast við í einstöku tilviki. Þessi samliking gengur e.t.v. fulllangt, en mín skoðun er sú, að börn þurfi aga, en ekki virð- ast allir á eitt sáttir um það, þótt undarlegt megi virðast. Sjálfur þoli ég mótbyr — og ég get sagt nei, enda hef ég hlotið öðru vísi knattspyrnuleiðsögn úti á landi. Hjá mörgum félögum í dag eru drengirnir vandir við slikan aga og tamin svo mikil undirgefni að þeir munu aldrei voga sér að segja nei. Þeim er innrætt frá blautu barnsbeini hvernig þeir eiga að haga sér. Eg las nýlega, að ungt fólk væri farið að sækja meira i iþrótta- greinar þar sem ekki rikja jafn strangar agareglur. Og er það vel.“ Keppnin — Þú kallaðir þig áðan keppn- ismann... „Ég er í öllu falli ekki sú mann- gerð sem sér hið illa í sérhverju keppnisformi. Keppni er jú skemmtun svo framarlega sem sá sem ber lægri hlut haldi ekki að nú hafi hann tapað á öllum svið- um lífs síns. Við skulum ekki af- nema keppnina; reynum heldur að breyta viðhorfi fólks gagnvart henni. Keppni er ekki spurning um líf eða dauða, eða eins og Heg- el sagði: „Sá sem þorir að nálgast dauðann mest og hopar ekki, hann sigrar." í keppni er list að kunna að tapa og ósigurinn má ekki verða til þess að draga úr sjálfstrausti einstakl- inganna. Þó þú hafir tapað á grasvellinum hefur þú ekki tapað í öðrum þáttum lífsins. Ég skil ekki af hverju er verið að kvarta yfir því að keppnisform- ið leiði af sér einstaklinga sem tapa — við erum jú öll einstakl- ingar og að sjálfsögðu hrífumst við á einn eða annan hátt af keppnisforminu. Það er viður- kennd dyggð að standa sig vel og þar er komin ein tegund af keppni. Við getum ekki útilokað keppn- isformið, en við getum breytt viðhorfum fólks til þess, við getum spornað gegn því að keppnin gangi of langt." Þýtt. • Leikmenn Hamborg SV fagna stærsta sigrinum, meistaratitli í Evrópukeppni meistaraliða. Hamborg sigraöi ítalska liöið Juventus í úrslitaleik 1—0. Bastrup varð aö fara útaf í leiknum eftir aö ítalski varnarmaöurinn Centile haföi kjálkabrotiö hann í leiknum. Á myndinni eru þaö Rolf og Kaltz sem fara á undan félögum sínum meö bikarinn eftirsótta í leikslok. • Littbarski skoraöi síðar mark FC Köln er liöiö sigraöi Bayern MUnchen 2—0. Mark Littbarski, sem sést til vinstri á myndinni, var stórglæsilegt og kosið mark vikunnar í V-Þýskalandi. Kölnar-lið'ö sýndi mjög góöan leik á heimavelli sínum fyrir framan 55 þúsund áhorfendur. Hamborg er nú í efsta sæti - FC Köln sigraði Bayern 2—0 Frá Jóhanni Inga Gunnareeyni, fréttamanni Morgunblaöeine í Þýekalandi. 1. FC KÖLN sigraöi Bayern MUnchen 2:0 í frábærum leik á laugardaginn I Bundesligunni. 55.000 áhorfendur sáu bæöi liö leika sóknarknattspyrnu eins og hún gerist best allan tímann. Steiner skoraöi fyrra markiö á 49. mín. eftir mjög góðan undirbún- ing Klaus Allofs, og síðara markiö geröi Pierre Littbarski. Þaö var stórglæsilegt og talaö um þaö sem mark mánaöarins. Eftir að hafa fengið boltann úr innkasti lék Littbarski á varnarmenn og komst inn á vítateigshorniö. Þaö- an þrumaöi hann boltanum efst i nærhorniö meö vinstra fæti. Júrgen Milewski skoraöi sigur- mark Hamburger SV á nýliöum Mannheim, og viö sigurinn er HSV eitt á toppnum. Sigurinn var langt frá því aö vera sanngjarn, því Mannheim sótti linnulítiö allan tím- ann, en færin nýttust ekki. Uli Stein kom í veg fyrir þaö meö frá- bærri markvörslu. Stuttgart geröi markalaust jafn- tefli gegn Bielefeld á heimavelli. Áhorfendur, sem voru 17.000, uröu vitni aö mjög slökum leik. Ás- geir Sigurvinsson fékk 4 í einkunn fyrir leikinn. Dómarinn var talinn besti maöur vallarins í leiknum í Bielefeld. Atli Eövaldsson fékk einnig 4 í einkunn eftir leik Dúss- eldorf og Leverkusen. Gestirnir komust 2:0 yfir með mörkum Rud- olf Wojtowicz á 10. mín. og Ulrich Bittorf á 41. mín. en Gunter Thiele bjargaöi stigi fyrir Dússeldorf meö því aö skora tvívegis. Áhorfendur voru 15.500. Uwe Bracht og Uwe Reinders skoruöu fyrir Bremen á föstudag- inn er liöiö vann Dortmund. Mein- olf Koch geröi mark Dortmund. STAÐAIN Staóan í daitdinni: Hamborg SV 10 7 2 1 22.-9 16 Bayarn MUnchan 10 6 2 2 22:11 14 VFB Stuttgart 10 4 5 1 1S:10 13 Bor. Mönchangladb. 10 5 2 3 21:15 12 Wordor Bremon 10 4 4 2 14:11 12 Fortuna DUeeeldorl 10 4 3 3 22:17 11 Bayor Uerdingon 10 5 1 4 24:21 11 Bayor Levorkueon 10 3 4 3 1S:14 10 Arminia Bielofeld 10 4 2 4 12:14 10 1. FC Köln 10 4 1 5 1S:1S 9 VFL Bochum 10 4 1 5 19:25 9 SV Waldorf Mannhoim 10 3 3 4 13:19 9 1. FC NUrnberg 10 4 0 6 19:17 S Eintr. Braunechweig 10 4 0 e 19:23 e Borueeia Dortmund 10 3 2 5 15:24 e Kickore Offenbach 10 4 0 e 15:27 6 1. FC Kaieerelautern 10 2 3 5 22:25 7 Eintracht Frankfurt 10 1 3 e 16:24 5 Urslit leikja í V-Þýskalandi ÚRSLIT leikja í V-Þýskalandi um síöustu helgi uröu þessi: Innan sviga eru hálfleikstölur. Eintracht Braunschweig 4 — FC Kaiserslautern 1 (0—0) Fortuna DUsseldorf 2 — Bayern Leverkusen 2 (0—2) Armenia Bielefeld 0 — VFB Stuttgart 0 (0—0) 1. FC Köln 2 — Bayern MUnchen 0 (0—0) Borussia Mönchengladbach 2 — NUrnberg 0 (2—0) VFL Bochum 4 — Eintracht Frankfurt 1 (1—0) Waldorf Mannheim 0 — Hamburger SV 1 (0—0) Kickers Offenbach 3 — Bayern Uerdingen 2 (1—2) Werder Bremen 2 — Borussia Dortmund 1 (1—0)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.