Morgunblaðið - 28.10.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 28.10.1983, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983 Bíóstjórarnir ungu, Kjartan Árni og Baidur. Morjfunbladið/RAX. Yngstu bíóstjór- ar borgarinnar „VIÐ ERUM að fara að stofna bíó í Grjótaþorpinu,“ sögðu tveir ákveðnir snáðar er þeir birtust í dyrum frétta- stjóra Mbl. í gær. I>ið ætlið kannski að hefja á ný rekstur Fjalakattarins, spurði blm. strákana, en þeir heita Kjartan Árni l'órarinsson, (6 ára), og Baldur Helgason (7 ára). Baldur: „Nei, nei, við ætlum að hafa bíósýningar um helgar í Mjóstræti 6, heima hjá Kjartani. Hann á svo stórt herbergi að það geta komist að minnsta kosti 15 á hverja sýningu. Við eigum bara eftir að taka þar aðeins til.“ Kjartan: „Þetta eru úrvalsmynd- ir hjá okkur og ekkert kusk á þeim því við pössum svo vel uppá þær.“ Og hvað heitir bíóið? Baldur: „Það heitir RÓ, og á að vera bæði fyrir börn og fullorðna. Ég keypti mér sýningarvél fyrir stuttu og þrjár dálítið stuttar bíómyndir. Ein er um geimfara, ein um bangsa og ein um tvö lömb.“ Kjartan: „Sýningarnar eru klukkan sjö á kvöldin á laugardög- um og sunnudögum, þær verða að vera á kvöldin þegar það er orðið dimmt því þannig sjást þær best. En svo erum við að æfa indíána- leikrit til að sýna á sunnudögum, og ætlum að vera búnir að koma indíánatjaldinu mínu í lag fyrir þann tíma.“ Baldur: „Við erum að láta prenta bíómiða og allt. Við seljum þá á tíkall. Hvað við ætlum að gera við peningana? Ætli við skiptum þeim bara ekki á milli og borgum með okkur heim, fyrir mat og svona.“ Steftit að samruna í bankakerfinu — sagði Þorsteinn Pálsson á Alþingi Engin skilyrði til að for dæma einn þátt þessar- ar flóknu atburðarásar — sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra við utandagskrárumræður um Grenadamálið ÞORSTEINN Pálsson, alþingis- maður, sagði í jómfrúrræðu sinni á Alþingi í fyrradag, að nefnd sú, sem vinnur að endurskoðun á lög- um og skipulagi bankanna í land- inu mundi ekki skiljast við það verk, fyrr en búið væri að finna farveg fyrir samruna í bankakerf- inu. Þingmaðurinn er formaður hinnar stjórnskipuðu nefndar, sem vinnur að endurskoðun á bankakerfinu. GEIR Hallgrímsson, utanríkisráð- hcrra, sagði við umræður utan dagskrár á Alþingi í gær að atburð irnir í Grendada vektu vissulega áhyggjur. Yrði fylgst vel með fram- vindu mála þar á næstunni og hversu fljótt Bandaríkjamcnn dragi lið sitt til baka þannig að Grenadamenn geti ráðið sínum málum sjálfir. Sagði Geir að kröfu um það yrði að fylgja fast eftir. Hjörleifur Guttormsson hóf um- ræðuna um Grenadamálið utan dagskrár. Ræddi hann um innrás- ina og aðdraganda hennar og beindi spurningum til utanríkis- ráðherra um afstöðu íslensku ríkis- stjórnarinnar til málsins. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að enginn vafi mætti leika á um afstöðu ríkis- stjórnarinnar. Hún ætti að for- dæma þessa innrás og krefjast þess að herlið Bandaríkjamanna hverfi þaðan á brott. Geir Hallgrímsson sagði í ræðu sinni að það væri út af fyrir sig skiljanlegt að Bandarikjamenn vildu vernda bandaríska borgara sem voru í Grenada. Og þeir hefðu einnig gefið þá skýringu að innrás- in væri gerð til að koma þar á lög- um og reglu í stað ógnarstjórnar, þannig að þar kæmist aftur á lýð- ræði. Sagði hann að athygli vekti að 600 Kúbumenn og 60 Sovétmenn hefðu verið í Grenada, Kúbumenn- irnir sagðir verkamenn við bygg- ingu flugvallar á eyjunni. Síðan kæmi það í ljós að þessir menn, sem sagðir hefðu verið verkamenn, hefðu verið vopnaðir. Sagði utan- ríkisráðherra að spurningar vökn- uðu um það hvort innrás hefði þeg- ar verið gerð í Grenada og hvort Kúbumenn hefðu staðið fyrir þeim ógnaratburðum, sem þar hefðu gerst að undanförnu, svo sem fang- elsunum og morðum margra íbúa eyjanna, meðal þeirra væru for- sætisráðherra, þrír ráðherrar og tveir verkalýðsleiðtogar. Um þá kröfu stjórnarandstöð- unnar að innrásin verði fordæmd af ríkisstjórninni sagði Geir að hann teldi engin skilyrði til að taka einn þátt þeirra flóknu atburða- rásar sem þarna hefði átt sér stað út úr og fordæma sérstaklega. Sagðist hann harma landgöngu þeirra ríkja sem þarna ættu hlut að máli en hann harmaði einnig þau morð sem þarna hefðu verið framin og þau örlög sem þessari þjóð hefði verið búin með ógnar- stjórn. Kjartan Jóhannsson sagði að Al- þýðuflokkurinn fordæmdi þessa innrás og óskaði að ríkisstjórnin gerði hið sama og mótmælti henni MAGNÚS Þorgeirsson, fyrrver- andi forstjóri Pfaff í Reykjavík, er látinn 81 árs að aldri. Hann fædd- ist í Keflavík 23. janúar 1902, son- ur Þorgeirs Pálssonar útgerðar- manns og konu hans Kristínar Eiríksdóttur. Á yngri árum var Magnús í frumherjahópi íslenskra íþrótta- manna, og var í meistaraflokki íþróttafélags Reykjavíkur, sem á árunum 1923—1927 sýndi fimleika bæði hér á landi og erlendis. Árið 1927 varð hann fyrsti íslands- meistarinn í fimleikum. Hann var sæmdur gullmerki Fimleikasam-' bands íslands árið 1977, og kjör- inn heiðursfélagi ÍR sama ár. Magnús stofnaði fyrirtæki sitt, Verzlunina Pfaff, árið 1929, sem frá upphafi sérhæfði sig í inn- harðlega án tafar. Allir þeir þing- menn stjórnarandstöðunnar, sem tóku til máls, tóku í sama streng en þeir voru auk Hjörleifs og Kjart- ans: Guðmundur Einarsson, Sigríð- ur Dúna Kristmundsdóttir, Stein- grímur Sigfússon, Eiður Guðnason, Svavar Gestsson og Guðrún Agn- arsdóttir. Guðmundur Bjarnason og Ólafur Þ. Þórðarson, Framsókn- arflokki, tóku undi ummæli Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra, í Þjóðviljanum í gær og hörmuðu persónulega þessa árás. Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjálfstæðisflokki, tók einnig til máls. Sagði hann að ömurlegt væri til þess að vita að Bandaríkjamenn hefðu verið kallaðir til að skakka leikinn. Væri þessi atburður hörmulegur en fyrri atburðir þarna enn hörmulegri. flutningi hvers kyns sauma- og prjónavéla til heimilis- og iðnað- arnota. Síðar var starfssvið fyrir- tækisins verulega aukið, og brydd- aði Magnús upp á ýmsum nýjung- um í verzlunarrekstri. Hann var um langt árabil mikill áhugamaður um stangaveiði og Magnús Þorgeirsson sat á fjórða áratug í stjórn Veiði- félags Norðurár. Árið 1930 kvæntist hann eftir- lifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Kaldal. Synir þeirra eru Leifur Magnússon framkv.stjóri flug- rekstrarsviðs Flugleiða og Krist- mann Magnússon, forstjóri Pfaff. Ýmir seldi í Cuxhaven FISKISKIPIÐ Ýmir seldi afla sinn í Cuxhaven í gær. Var hann með 107,6 tonn og fékk hann 2.829.000 krónur fyrir aflann. Meðalverð er því 26,29 krónur fyrir kílóið. Leiðrétting í frétt um lát Málfríðar Ein- arsdóttur, rithöfundar, í Mbl. í gær misritaðist föðurnafn föður Málfríðar. Hann hét Einar Hjálmsson en ekki Einar Bjarna- son. Mbl. biðst velvirðingar á þess- um mistökum. Sjá þingræðu Þorsteins á bls. 10 Guðmundur J. sakar Ragnar Arnalds um ódrengskap og óheiðarleg vinnubrögð: Skilst að Ragnar hafi ekki komið til New York áður — þó hann hafi verið þar á ári hverju undanfarin ár „MÍN sárindi eru ekki út af þessari ferð til New York. Það er þykkju- laust af minni hálfu. Hins vegar er þykkja í mér vegna þessara vinnu- bragða, en ég tel ákaflega ódrengi- lega að þessu staðið. Ég hef ekki sóst eftir neinum frama í þessum flokki, það eina sem ég fer fram á eru þokkalega heiðarleg vinnu- brögð,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson þingmaður er blm. Mbl. ræddi við hann í anddyri Alþingis- hússins í gær. Það var augljós þykkja í fasi Guðmundar er hann yfirgaf þing- sal Sameinaðs Alþingis í gær um leið og Ragnar Arnalds þing- flokksformaður Alþýðubandalags- ins gekk til ræðustóls. Hafði Guð- mundur þá setið og hlustað á ræðu fjármálaráðherra, en um leið og forseti kynnti næsta ræðumann, Ragnar Arnalds, stóð Guðmundur snarlega upp úr stól sínum og var brúnaþungur er hann gekk til kaffistofu þingsins. Blaðamaður ræddi við hann skömmu síðar og spurði ástæðu þessa, en eins og Mbl. hefur skýrt frá var Guðmund- ur felldur í kjöri á fulltrúa þing- flokksins til allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna í New York. Guð- mundur hlaut aðeins þrjú atkvæði gegn sjö atkvæðum sem Ragnar Arnalds fékk, og fer Ragnar því utan upp úr miðjum nóvember- mánuði. Guðmundur sagði: „Það var rætt um þessa ferð strax í vor. Löngu seinna kom inn í myndina hver færi með mér, en þá kom upp að Ragnar Arnalds hefði hug á ferð- inni. Síðan kom upp að fulltrúum yrði fækkað og það færi aðeins einn frá hverjum flokki. Ég var þá búinn að lýsa yfir, að ég drægi mjög í efa að ég kæmist vegna samningaviðræðna og alls konar óróleika á vinnumarkaðinum og að ég yrði þá að vera varamaður. I þessu var það að formaður þingflokksins, Ragnar Arnalds, ætlaði að ræða við mig um málið. Ég var reiðubúinn til þess. Hann ræddi hins vegar aldrei við mig. Þrátt fyrir ósk formanns flokksins um að við ræddum saman var því hafnað og síðan er skyndilega keyrð í gegn atkvæðagreiðsla. Eg hélt nú svona að kunningjar og flokksbræður ættu að gera út um sín mál sín á milli bróðurlega. Og ef þetta var svona mikið hjartans mál fyrir Ragnar Arnalds, sem sjálfsagt hefur bara lesið um utan- ferðir á kostnað ríkissjóðs, en hef- ur enga reynslu af þeim sjálfur, þá má hann fara til New York fyrir mér.“ „Málið er,“ sagði Guðmundur ennfremur, „að ég vil aðeins að menn komi heiðarlega og drengi- lega fram, að þeir boði ekki við- ræður, láti síðan ekki verða af þeim, og heimti svo atkvæða- greiðslur. Ég óska svo Ragnari góðrar ferðar til New York og vona að hann kynnist því hvernig það er að fara til New York og vera þar. Mér skilst að hann hafi ekki komið þangað áður, þó hann hafi verið þar undanfarin ár á ári hverju." Guðmundur tók fram 1 lokin, að þrátt fyrir þetta og einnig þá stað- reynd að hann hefði náð lands- fundarkjöri á hlutkesti, sem hann sagði reyndar splunkunýja reynslu fyrir sig í flokknum, þá hefði hann engar fyrirætlanir um að ganga úr flokknum. „Ég tel ákaflega ódrengilega að þessu fulltrúavali staðið. Ragnar hefði vel geiað sam- ið við mig um að hann færi,“ sagði hann að lokurn. Magnús Þorgeirs- son forstjóri látinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.