Morgunblaðið - 28.10.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.10.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983 23 Hafnarsamband sveitarfélaga: Of litlu fjármagni varið til viðhalds hafnarmannvirkja FJÓRTÁNDI ársfundur Hafnasam- bands sveitarfélaga var haldinn f Stykkishólmi dagana 13.—15. október sl. f setningarávarpi bauð formað- ur Hafnasambands sveitarfélaga, Gunnar B. Guðmundsson, fulltrúa og gesti velkomna, sérstaklega þá Matthías Bjarnason, samgöngu- ráðherra, og Alexander Stefáns- son, félagsmálaráðherra. Samgönguráðherra flutti ávarp og fjallaði m.a. um fjárframlög ríkissjóðs til hafnamála, helztu hafnaframkvæmdir á yfirstand- andi ári, frumvarp að nýjum hafnalögum og langtímaáætlanir í hafnaframkvæmdum og fjár- mögnun þeirra. Erindi voru flutt um fjárhags- stöðu og gjaldskrá hafna, frum- varp að nýjum hafnalögum, sam- þykktir Alþjóðasiglingamála- stofnunar og viðhald hafnar- mannvirkja. Það kom meðal annars fram í erindi um viðhald hafnarmann- virkja, að fjármagn, sem árlega er varið til viðhalds, er um 20 millj. króna en þyrfti að minnsta kosti að vera 120 milljónir miðað við, að 2 til 3% af endurmatsverðmæti hafnarmannvirkja yrði varið til viðhaldsframkvæmda. í könnun um fjárhagsstöðu og gjaldskrá hafna, þar sem reikn- ingar 15 hafna fyrir árið 1982 voru athugaðir, kom í ljós, að 20% af heildartekjum voru til ráðstöfun- ar í framkvæmdir, en ef allar hafnir landsins væru athugaðar, reyndist niðurstaðan sú, að ekkert var til ráðstöfunar í framkvæmd- ir. Sýnir þetta ljóslega slæma fjárhagsstöðu fjölda hafna, þar sem greiðsluhalli er greiddur af sveitarfélögum eða brúaður með lántökum. Ennfremur voru mörg önnur mál rædd á fundinum og sam- þykktar eftirfarandi tillögur um: 1. Gjaldskrármál, en hækkun gjaldskrár fylgi breytingum á byggingarvísitölu. 2. Að frumvarp til nýrra hafna- laga fái afgreiðslu á yfirstand- andi Alþingi. 3. Viðhald hafnarmannvirkja og að auknu fé verði varið til þeirra mála. 4. Samþykktir Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar verði kynntar hafnaryfirvöldum, en þær snerta m.a. flutning, sigl- ingar, mengun o.fl. 5. Samræmingu á bókhaldi hafn- arsjóða. 6. Mat á hafnarmannvirkjum vegna viðlagatryggingar. 7. Breytingu á reglugerð Viðlaga- tryggingar íslands um trygg- ingarhæfni hafnarmannvirkja. í lok fundarins skoðuðu fund- armenn hafnarmannvirki í Stykk- ishólmi, Grundarfirði, ólafsvík og á Rifi og nutu góðrar gestrisni heimamanna. Fundinn sóttu 72 fulltrúar og gestir. f stjórn voru kosnir eftir- taldir menn: Gunnar B. Guð- mundsson, hafnarstjóri í Reykja- vík, Hörður Þórhallsson, sveitar- stjóri, Reyðarfirði, Finnur Jóns- son, formaður hafnarnefndar, Stykkishólmi, Bjarni Aðalgeirs- son, bæjarstjóri, Húsavík, og Jón- as Ólafsson, sveitarstjóri, Þing- eyri. TUTTIIGU OGTVÆR 22 gjafavöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu. EUROCARD TIL DAGLEGRA NOTA Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið við hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö að notfæra sér viðtals- tíma þessa. Laugardaginn 29. október veröa til viðtals Magnús L. Sveinsson og Anna K. Jónsdóttir. Blaðbuiðarfólk óskast! Vesturbær Skerjafjörður sunnan flugvallar II. Granaskjól Austurbær Skipholt 1—50. Laugardaginn 29. októbern.k. höídum við vörukynningu í versluninni frá kl. 9.00-16.00. Viðbjóðumþéruppákaffiogkexumleið og við kynnum fyrirþérþað nýjasta í vetrartískunni. Ogekkinógmeðþað. Viðætlumaðgera enn betur og veita 10% kynningarafslátt. Tískusýningarfólksýnirfyrirutan verslunina kl. 14.00. Austurstræti 10 simi 27211

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.