Morgunblaðið - 28.10.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983
7
Hjartanlega þakka ég góðar gjafir, blóm, skeyti og þátt-
töku í samsœti, er hreppsnefnd Eyrarbakka efndi til, í
tilefni af 80 ára afmæli mínu 13.10 sl.
Sérstakar þakkir vil ég færa hreppsnefndinni fyrir aö
hafa valiö mig sem heiöursborgara Eyrarbakkahrepps.
Megi blessun og farsæld veitast búendum og byggö á
Eyrarbakka um allaframtíö.
Eyrarbakka, 20. október 1983.
VIGFÚS JÓNSSON.
Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim, sem heiöruöu
mig meö heimsóknum, heillaóskum og gjöfum á fimm-
tíu ára afmœli mínu þann 2U- október sl.
LifiÖ heil. „ . .. ,
Sveinn Aðalstemsson,
Torfufelli 29, Rvík.
Snyrtivörur
fyrir þá sem eiga aðeins það besta skilið.
Lista-Kiljan sf., sími 16310.
Lærið vélritun
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Ný námskeið
hefjast þriðjudaginn 1. nóvember. Engin heimavinna.
Innritun og upplýsingar í síma 36112 og 76728.
Vélritunarskólinn
Suðurlandsbraut 20, sími 85580.
* ........>
Nýtt stúdíó fyrir sérpantaðar andlitsmyndatökur
„Þunga-
viktarmenn“
Flokksstjórnarfundur
Vlþýðuflokksins ákvað í
vikunni að fela þriggja
manna nefnd að taka við
rekstrí Alþýðublaðsins frá
og með deginum ( dag.
Nefndin á að gera tillogur
um framtíð blaðsins og
verða þær síðan teknar tð
afgreiðslu 28. nóvember
næstkomandi. í nefndina
völdust tveir lyTrverandi
þingmenn Alþýðuflokksins
sem féllu í síðustu kosning-
um, þeir Árni Gunnarsson
og Sighvatur Björgvinsson
auk Asgeirs Jóhannesson-
ar. Frá þessu segir Ólafur
R. Grímsson þannig í
„frétt“ í l’jóðviljanum í
gær
„V'art var blekið þornað
af fréttaskýringu ÞjóðvUj-
ans um helgina þar sem frá
því var skýrt að þeir Sig-
hvatur og Arni væru í sókn
tU forystu i Alþýðuflokkn-
um, þegar ákvörðunin um
yfirstjórn Alþýðublaðsins
var tekin. Asgeir Jóhann-
esson var prófkjörkandídat
krata í Kópavogi fyrir síð-
ustu kosningar en tapaði
þá naumlega. Sighvatur,
Árni og Asgeir munu fyTst
um sinn fara í saumana á
fjárhagsstöðu blaðsins og
gera tillögur um næstu
skref i útgáfumálunum.
Þykir nú heldur blása byr-
legar fyrir Alþýðublaðið
þegar „þungaviktarmenn"
og væntanlegir forystu-
raenn Alþýðuflokksins
hafa nú hafið verk þetta.“
Velþóknun Ólafs R.
Grímssonar á þeim J>re-
menningum, Sighvati, Árna
og Ásgeiri, leynir sér ekki.
En þaö hefur vakið athygli
undanfarna daga hve Þjóð-
viljinn hefur gert sér dælt
við Sighvat Björgvinsson
og á sunnudaginn var Árni
Gunnarsson tekinn í for-
ingjatölu í fréttaskýringu
Þjóðviljans, en þar sagði
meðal annars um leiðir út
úr forystukreppu krata:
„Enn ein lausnin er tví-
eykið Sighyatur Björg-
vinsson og Árni Gunnars-
son í formanns- og varafor-
mannsembættið. „Þó Sig-
hvatur Björgvinsson sé
gamall haukur, þá hefúr
Ólafur R. Grimsson
ásjóna hans mildast síð-
ustu árin,“ sagði ungur
vinstri krati — og var þó
búinn að lesa forsíðu Þjóð-
viljans með Sighvati. Og
Árni hefur alltaf þótt hafa
það manneskjulega yfir-
bragð að höfðaði til allra,
þó hann skorti frekju Sig-
hvats."
Þessi blíðuhót Þjóðvilj-
ans í garð Sighvats og Árna
má rekja beint til Ólafs R.
Grímssonar sem er þeirrar
skoðunar að byggja eigi
brú á milli Alþýðubanda-
lags og Alþýðuflokks, hann
sé brúarsmiðurinn í Al-
þýðubandalaginu en Sig-
hvatur hjá krötum og ekki
sé verra að hafa Árna með
í leiknum.
Hvaö um
Alþýðu-
bandalagið?
Einhvers konar samstarf
eða samruni kommúnista
og krata er ofarlega í huga
ýmissa á vinstra kantinum
i en Ólafur R. Grímsson I
Sighvatur Björgvinsson
vakti einmjtt máls á því
eftir afhroð vinstri manna í
sveitarstjórnarkosningun-
um í maí 1982. Hann hefur
ekki varpað þeirri hug-
mynd fyrir róða þótt hún
hafl strax verið túlkuö sem
aðfor að Svayari Gestssyni.
Nú hefur Ólafur fengið
bandamenn innan Alþýðu-
flokksins og er þeim hamp-
að með barnalegum gleði-
látum á síðum Þjóðviljans.
En þessi nýju stjórn-
málatengsl þarf einnig að
skoða með hliðsjón af inn-
anflokksdeihim í Alþýðu-
bandalaginu. Það er ekki
tilviljun að Ólafur R.
Grímsson hampar þeim
Sighvati Björgvinssyni og
Árna Gunnarssyni sem
„þungaviktarmönnum"
eftir að þeir eru báðir falln-
ir út af þingi og telji AF
þýðublaðinu best borgið
undir þeirra forsjá. Með
þessu lofi er Ólafur R.
Grímsson að minna á eigið
hhitskipti og hve mikilsvert
það sé fyrir Þjóðviljann að
fá jafn mikinn „þungavikt-
armann" og sjálfan Ólaf R.
I Grímsson til að skrifa í
Árni Gunnarsson
blaðið.
Óneitanlega er það til
marks um einkennilega
undirstrauma innan stjórn-
málaflokks og stangast
rækilega á við róginn um
Geir Hallgrímsson fyrr og
síðar í Þjóðviljanum að nú
skuli blaðinu snúið við og
sagt sem svo að þeir séu
best fallnir til að stjórna
stjórnmálaflokkum sem
ekki ná kjöri á alþingi. Frá
sjónarhóli Ólafs R. Grims-
sonar er þó bráðnauðsyn-
legt að halda þessum skoð-
unum að lesendum Þjóð-
viljans að minnsta kosti
frara yfír landsfund AF
þýðubandalagsins um
miöjan nóvember, í þeirri
von að dálítill fjöldi manna
taki undir þá ósk Ólafs R.
Grímssonar að hann verði
kjörinn varaformaður Al-
þýðubandalagsins á lands-
fundinum. K.kki kæmi á
óvart að þeir Sighvatur
Björgvinsson og Árni
Gunnarsson legðu til við
alþýðubandalagsmenn að
þeir kysu „þungaviktar-
manninn" Ólaf R. Gríms-
I son.
Sælt er sameiginlegt...
Hvaö er þeim Ólafi R. Grímssyni, Sighvati Björgvinssyni og
Árna Gunnarssyni sameiginlegt? Jú, enginn þeirra náöi
endurkjöri til setu á alþingi í kosningunum á síðasta vori.
En nú hefur fleira komiö til. Allir þerjast þeir til aukinna
áhrifa og valda í flokkum sínum eins og fram hefur komið,
ekki síst í Þjóðviljanum, þar sem Ólafur R. Grímsson hefur
lagt sig fram um aö gera hlut þeirra Árna og Sighvats sem
mestan í því skyni aö minna á eigin stööu í Alþýðubanda-
laginu. í Staksteinum í dag er athyglin dregin að dálæti
Þjóöviljans á þessum fallkandídötum í Alþýöuflokknum og
sú spurning vaknar hvort á vinstra kantinum sé aö veröa til
kjöroröið: Fallkandídatar allra vinstri flokka sameinist!
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
r ^
Vökvamótorar
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA
en færð 12 í nýju Ijósabekkina okkar sem gera þig
brúnni á skemmri tíma. Það tekur aðeins 18 mínútur
Snyrti- og Ijósabaðstofa
Dúfnahólum 4 - Sími 72226
ÁTTA
8 af helstu málningarvöru og
innréttingaverslunum á höfuðborgarsvæðinu
Ath. Málningin er á sama verði sem ut úr verksmiðjum.
/ hvert skipti.
Sœum
TIL DAGLEGRA NOTA