Morgunblaðið - 28.10.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983 19
Þingræða Jóhönnu
og Þjóðviljinn
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi frá Jóhönnu Sigurðardóttur,
alþm.
Hr. ritstjóri,
Morgunblaðinu.
í morgun ritaði ég Einari Karli
Haraldssyni, ritstjóra Þjóðviljans
bréf, vegna mjög rangrar frásagn-
ar í blaðinu af umræðum á Al-
þingi um jafnréttislög, sem ég
óskaði nánar eftir að blaðið myndi
leiðrétta.
Mér hefur nú borist meðfylgj-
andi bréf undirritað af fréttarit-
ara Þjóðviljans, óskari Guð-
mundssyni, þar sem mér er synjað
um þá leiðréttingu á fréttinni sem
ég óskaði eftir.
Það getur varla verið í anda
heiðarlegrar fréttamennsku að
dagblað gefi fyrst lesendum sínum
mjög villandi mynd af því sem
fram fer í umræðum á Alþingi um
ákveðið málefni, en neiti síðan að
birta leiðréttingu, þar sem orðrétt
er skýrt frá því sem raunverulega
var sagt í umræðunum, til að leiða
hið rétta skýrt í ljós fyrir sínum
lesendum.
Því fer ég þess á leit að Morgun-
blaðið geri skil umræddri leiðrétt-
ingu, því það virðist ekki þjóna
hagsmunum Þjóðviljans eða Al-
þýðubandalagsins, að greina les-
endum sínum frá því sem rétt er í
þessu máli.
Með kveðju og þakklæti fyrir
birtingu.
Jóhanna Siguröardóttir.
Bréf Jóhönnu
til Þjóðviljans
Þjóðviljinn
Einar Karl Haraldsson,
Síðumúla 6,
Reykjavík.
Eftirfarandi leiðrétting á þingfrétt
í Þjóðviljanum í dag óskast birt í
blaðinu á morgun:
f Þjóðviljanum í dag er greint
frá umræðum á Alþingi sl. þriðju-
dag um fyrirspurn Svavars
Gestssonar um frumvarp til
breytinga á jafnréttislögunum.
Þar sem þingfréttaritari Þjóð-
viljans kýs að greina rangt frá því
sem ég sagði við það tækifæri og
snúa útúr orðum mínum, óska ég
leiðréttingar í Þjóðviljanum á um-
ræddri þingfrétt.
Þingfréttaritari Þjóðviljans
greinir svo frá að ég hafi haft eft-
irfarandi að segja um málið: „Jó-
hanna Sigurðardóttir lýsti yfir
einörðum stuðningi við málið og
þakkaði Svavari Gestssyni kurt-
eislega og af háttvísi fyrir mála-
fylgjuna."
Öska ég hér með eftir að stutt
ræða mín verði birt í heild í blað-
inu, til að hið rétta komi fram og
lesendur Þjóðviljans hafi það sem
sannara reynist, því þeir hljóta að
eiga kröfu á að fá rétta og sanna
mynd af umræðum mála á Al-
þingi.
Með kveðju.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Ræða Jóhönnu
Jóhanna Sigurðardóttir: Herra
forseti. Ég vil minna á að breyt-
ingar á jafnréttislögunum voru til
umræðu hér á Alþingi fyrir þrem-
ur árum. Þáverandi félagsmála-
ráðherra taldi þá nauðsynlegt að
setja nefnd í málið, jafnvel þó
breytingar á jafnréttislögunum
væru til meðferðar á Alþingi. Ég
vil lýsa vonbrigðum mínum með
hvað langan tíma þessi endurskoð-
un hefur tekið og tel reyndar að
fyrrverandi félagsmálaráðherra
og núverandi þingmaður, Svavar
Gestsson, hefði haft öll tök á í
sinni ráðherratíð að greiða fyrir
því að frv. um breytingar á jafn-
réttislögunum hefði fyrr verið lagt
fram á Alþingi.
Nú er hins vegar fyrsta verk
þingmannsins, Svavars Gestsson-
ar, þegar hann sest í stól hins
óbreytta þingmanns að reka á eft-
ir breytingum á lögunum, sem
hann sjálfur sem jafnréttisráð-
herra í fjögur ár hefði getað beitt
sér fyrir að þegar hefði verið kom-
ið til framkvæmda. Jafnréttis-
ráðherra núverandi hefur aðeins
setið í stól ráðherra í sex mánuði
svo þingmaðurinn Svavar Gests-
son ætlar núverandi ráðherra
greinilega að vera afkastameiri í
stól jafnréttisráðherra en hann
sjálfur var.
Erindi mitt hingað var fyrst og
fremst að fagna því að núverandi
jafnréttisráðherra ætlar að hafa
snarari handtök í þessum málum
en fyrirrennari hans. Ég vil jafn-
framt beina einni spurningu til
ráðherrans. Nefndinni, sem vann
þetta verk, var jafnhliða því að
semja umrætt frumvarp falið að
gera breytingartillögu á jafnrétt-
islöggjöfinni; þá var annað megin-
verkefni nefndarinnar að gera
könnun á jafnréttismálum í fram-
kvæmd, einkum að því er varðar
stöðu láglaunakvenna, laun þeirra
og lífskjör. Ég vil beina þeirri
fyrirspurn til ráðherra hvort um-
rædd könnun hafi verið gerð, því
brýnasta verkefnið á sviði jafn-
réttismála er að úrbætur verði
gerðar á stöðu og lífskjörum
láglaunakvenna, því þar er örugg-
lega að leita og finna stærsta lág-
launahópinn í þjóðfélaginu.
Bréf Þjóðviljans
til Jóhönnu
Virðulegi þingmaður.
Þau hörmulegu mistök urðu við
setningu í prentsmiðju Þjóðvilj-
ans að niður féllu gæsalappur
utanum orðið „þakkaði" þar sem
segir frá .umræðu á Alþingi um
frumvarp til jafnfréttislaga (Þjóð-
viljinn 27.10. bls. 7). Gæsalappirn-
ar gegna því þýðingarmikla hlut-
verki í þessu samþandi, að þær
hefðu gefið rétta blæinn af um-
ræðunum á þingi.
Að sjálfsögðu er Þjóðviljinn af
hjarta reiðubúinn til að birta leið-
réttingu um gæsalappirnar — og
óski þingmaðurinn slíkrar leið-
réttingar, biðjum við vinsamleg-
ast um bréf þar að lútandi. En því
miður getur blaðið ekki birt heilu
ræðurnar, þó merkar séu flestar,
einungis vegna þess að gæsalappir
hafa fallið niður af orði eða ein-
stöku þingmenn ósáttir við ein-
stök orð. Af ræðunni, sem þing-
maðurinn var svo elskulegur að
senda oss, verður heldur ekki að
öðru leyti séð að rangt sé frá sagt
í hinni stuttu fregn þar sem vikið
er að ræðu þingmannsins.
Með von um áframhaldandi
gleðilegar umræður á þingi,
skemmtilegar bréfasendingar og
gott samstarf í framtíðinni.
F.h. Þjóðviljans.
Óskar Guðraundsson.
tijjS
**
4 X sfj
E j f§!
Höggmynd sett upp við Grund
Morgunblaðið/KEE.
Nýlega hefur höggmynd eftir Einar Jónsson verið sett upp við Elliheimilið Grund í Keykjavík. Myndin heitir Kona og
er af konu listamannsins, Önnu Jónsson. Þetta er þriðja höggmyndin eftir Einar Jónsson sem Gísli Sigurbjörnsson
setur upp á lóð Grundar.
Rífandi sfldarstemming í Eyjuni:
1800 til 1900 tunn-
um var landað í gær
Veatmannaeyjar, 27. október.
HÉR HEFIIR verið rífandi sfldar-
stemmning frá því fyrir helgi, stans-
lausar landanir úr hringnóta- og
reknetabátum, sem hafa aflað vel
hér rétt við Eyjar.
Síldin hefur hleypt miklu lífi I
allan bæjarbraginn, allt mannlíf
og atvinnulíf hefur skipt um gír.
Hér hefur verið saltað af krafti
í 3 stöðvum framá hvert kvöld og
unnið var alla síðustu helgi. Einn-
ig er síldin flökuð og fryst, en unn-
ið hefur verið við síld í 5 fisk-
vinnslustöðvum. í dag var búið að
salta hér í tæplega 7000 tunnur.
Síldin er rúnsöltuð og fer á Rúss-
landsmarkað.
Reknetabátar hafa verið að afla
vel austur á Vík og Portlandi. Hér
voru að landa í dag Hringur, 200
tunnum, Garðar, 300 tunnum,
KARLMANNSVESKI hefur tapast á
leiðinni frá Glæsibæ og vestur í bæ.
I því voru persónuskilríki, öku-
skíi teini og fleira, auk 3.500 króna
Ófeigur, 3.500 tunnum, og Danski
Pétur var á leið til lands með
800—900 tunnur. Þeir á Danska
Pétri hafa gert það gott á reknet-
unum, eru komnir með á land um
300 tonn.
í peningum og 10 dollarar. Skilvís
finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 77941. Heitið er
fundarlaunum.
- HKJ.
Karlmannsveski tapaðist
Leiðréttingar við viðtal
NOKKIJR mikilvæg atriði misfórust í
viðtali Morgunblaðsins við Braga Jó-
hannsson, sem birtist laugardaginn
22. október. Fjallaði viðtalið um mál-
efni lífeyrissjóða. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á þessum mistökum og
leiðréttir þau hér með.
f viðtalinu er haft eftir Braga, í
inngangi, að ekki sé nauðsynlegt að
hætta að skylda sjóðina til að kaupa
skuldabréf af opinberum sjóðum.
Það er ekki rétt. Rétt er eftirfar-
andi: „Telji ríkisvaldið nauðsyn bera
til að skylda lífeyrissjóðina til
kaupa á skuldabréfum fjárfestinga-
lánasjóða, eiga stjórnir sjóðanna að
ráða hvar þær kaupa þau.“ Fellur þá
út setningin, sem hefst á orðunum
„mín skoðun er...“
Siðar í viðtalinu er fjallað um
skyldukaup lífeyrissjóða af ákveðn-
um opinberum sjóðum. Þar hefur
fallið út „á samningssviði ASf“.
Rétt er sú setning þannig: „Skyldu-
kaupin nema í dag 40% af ráðstöf-
unarfé sjóðanna og er sjóðum á
samningssviði ASf, samkvæmt láns-
fjáráætlun, ætlað að verja minnsta
kosti helmingi kaupanna hjá Bygg-
ingasjóði ríkisins, Framkvæmda-
sjóði fslands og ríkissjóði."
Að lokum hefur skotist inn milli-
liður þar sem rætt er um kaup líf-
eyrissjóða af öðrum fjárfestinga-
lánasjóðum. Þar segir að þeir láni
til fyrirtækja, sem aftur láni til
uppbyggingar atvinnufyrirtækja.
Það er ekki rétt. Þeir fjárfestinga-
lánasjóðir lána milliliðalaust til
uppbyggingar, ekki í gegn um önnur
fyrirtæki.
fjölskylda
á Reykjavlkursvæðinu kaupir gólfteppi I Teppa-
landi. Þess vegna getum við boöið bestu greiöslu-
skilmála á markaðnum.
Allt niður í 1/3 hluta í útborgun og eftir-
stöðvar í allt að 6 mánuði — eða góðan
staðgreiðsluafslátt.
í Tollvörugeymslunni og versluninni við Grensás-
veg eru venjulega fyrirliggjandi ca.
35.000 fermetrar
gólfteppa I öllum hugsanlegum geröum og verð-
flokkum. Allir, sem þess óska geta því fengið
teppin afgreidd með mjög skömmum fyrirvara.
Það er því eðlilegt að leiðin liggi I Teppaland,
þegar leitað er að gólfteppi.
Reyndir fagmenn tryggja yður góða vinnu
og þjónustu..
.... og besta verðið.
TÉPPfíLfíND
Grensásvegi 14, símar 83577 og 83430.