Morgunblaðið - 28.10.1983, Síða 12

Morgunblaðið - 28.10.1983, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Machel og Mario Soares, forsætisrádherra Portúgals Huldustríð í Mósambík SAMORA MARCEL, forseti Mósambíks, hefur unnið að því að auka samskipti landsins við Vestur-Evrópu og Bandaríkin og losa um tengslin við sovézku valdablokkina. Til þess að leggja áherzlu á þetta hefur hann verið á ferðalagi um Vestur-Evrópu og m.a. heimsótt Portúgal í fyrsta skipti til aö sýna að sárin eftir fímm alda nýlendustjórn Portúgala og tíu ára stríð við þá eru gróin. Marcel vildi einnig sýna að Mósambík væri ógnað af Suður-Afríku. Vegna þeirrar ógnunar og þess ásetnings að standa utan við valdablokkir telji Mósambíkmenn sig geta vænzt þess að eiga pólitíska og hernað- arlega samvinnu við ríki jafnt í austri og vestri. Meðan Marcel var í ferðinni gerðu Suður-Afríkumenn loftárás á byggingu í Maputo, höfuðborg Mósambík, þar sem Afríska þjóð- arráðið (ANC), samtök blökku- manna í S-Afríku, höfðu skrifstof- ur. Suður-Afríkumenn hafa gert nokkrar slíkar „fyrirbyggjandi" árásir áður og landvarnaráðherra þeirra, Magnus Malan hershöfð- ingi, sagði að þeim yrði haldið áfram svo lengi sem Mósambík- menn skytu skjólshúsi yfir sam- tökin og veittu þeim aðstöðu. Mósambíkmenn sögðu að árásin hefði verið gerð til að grafa undan ferð Marcels og minntu vestrænar þjóðir á að þeir stæðu í fremstu víglínu harðnandi átaka við Suð- ur-Afríkumenn og Vesturveldin yrðu að taka afstöðu. Átökin í sunnanverðri Afríku mögnuðust stig af stigi og mundu að lokum gera vestræna viðskiptahagsmuni að engu, ef ekkert taumhald væri haft á S-Afríkumönnum. Mósambíkmenn hafa gífurlega þörf fyrir erlenda aðstoð og vilja sigrast á andstöðu vestrænna rík- isstjórna gegn beiðnum þeirra um hernaðaraðstoð. Þeir hafa fengið mestöll sín hergögn frá Sovétríkj- unum og Kína, en íhuga kaup á jeppum, talstöðvum og tjöldum frá Vesturlöndum og hafa áhuga á að- stoð hernaðarráðunauta til að þjálfa 12.600 manna her sinn. Mik- il þörf er á aðstoð til að kenna verkamönnum, sem skortir tækni- menntun. Efnahagsmálin eru í kaldakoli eftir átta ára marxistastjórn Marcels. Útflutningur hefur stórminnkað og er nánast að engu orðinn, nema á tei og öðrum afurð- um, sem Rússar fá sem greiðslu fyrir hernaðaraðstoð. Innflutningi hefur verið hætt að mestu og skuldir við erlend ríki nema nokk- ur hundruð milljónum dala. Illa gengur að brauðfæða 10 milljónir íbúa landsins, þótt það sé frjósamt og auðugt frá náttúrunn- ar hendi. Þar við bætist alvarlegur Skástrikuðu svæðin sýna athafana- svæði MNR. skortur á landbúnaðarafurðum vegna mestu þurrka í hálfa öld, einkum í Suður-Mósambík, þar sem fjórar milljónir manna ramba á barmi hungursneyðar. Matvæla- skömmtun var samþykkt á fjórða þingi Frelimo-hreyfingarinnar í vor og ákveðið var að hætta við samyrkjubúskap, sem hefur gefizt illa. ' Frelimo er allsráðandi og agi er strangur. Refsingar á borð við opinberar hýðingar hafa verið teknar upp og 70 aftökur hafa farið fram síðan 1979. Á síðustu mánuð- um hafa tæplega 50.000 manns verið fluttir nauðungarflutningum frá Maputo og öðrum borgum til sveitahéraða í norðri til að stunda landbúnaðarstörf. Þetta er liður í baráttu gegn offjölgunarvanda- máli í borgunum og miðar að því að losa þær við atvinnuleysingja, svartamarkaðsbraskara og aðra „óarðbæra einstaklinga" eða hugs- anlega undirróðursmenn. Matvælaskorturinn og óstjórn á flestum sviðum hefur verið vatn á myllu 7—10.000 þjálfaðra upp- reisnarmanna svokallaðrar Þjóð- arandspyrnuhreyfingar, MNR, sem hafa stundað „efnahagsleg skemmdarverk" og m.a. eyðilagt 800 verzlanir á landsbyggðinni, járnbrautarlínur, benzíngeyma o.fl. Friður hefur varla ríkt f Mósambík síðan stríðinu við Portúgala lauk. Talið er að 500 hafi fallið í viðureignum stjórnarher- manna og uppreisnarmanna í fyrra, en mannfallið hefur aukizt mikið síðan. MNR fær vopn sín frá Suður- Afríku og nýliðar hreyfingarinnar munu vera þjálfaðir í herstöð í koparnámubænum Palaborwa, um 90 km vestur af Kruger-þjóðgarð- inum, og sendir þaðan til f Mósam- bík. Varningur frá S-Afríku hefur fundizt í stöðvum, sem hermenn Mósambíkstjórnar hafa náð af uppreisnarmönnum, og íbúar landamærabæja segja að hvftir Suður-Afríkumenn hafi tekið þátt í árásum. Hreyfingin talar óljóst um kapitalisma og afturhvarf til fyrri lífshátta, m.a. fjölkvænis og höfðingjaveldis, en virðist hafa það eina markmið að berjast gegn Frelimo. MNR-fangar hafa verið líflátnir opinberlega við mikinn fögnuð áhorfenda. Mósambíkmenn segja að MNR hafi verið stofnað í Rhódesíu 1974 og suður-afríska leyniþjónustan hafi átt þátt í því. Eitt helzta markmið Suður-Afríkumanna með stuðningnum við MNR er að neyða Mósambíkstjórn til að hafa taumhald á Afríska þjóðarráðinu. Krafa um það kom fram á fundi Pik Botha utanríkisráðherra og ör- yggismálaráðherra Mósambíks, Jacinto Veloso, í Komatipoort í desember sl. — fyrsta fundi mósambískra og s-afrískra ráða- manna. Leiðtogi MNR er Afonso Dhlak- ama, blökkumaður sem var rekinn úr Frelimo þegar herferð var hafin gegn spillingu 1974. Næstráðandi hans, Portúgalinn Orlando Crist- ina, var myrtur í bóndabæ norður af Pretoriu í apríl, annaðhvort af útsendurum Frelimo eða keppi- nautum sínum. MNR-leiðtoginn Casimino Mont- ero, sem Frelimo segir að hafi lengi búið í Jóhannesarborg, var dæmdur í 18 ára fangelsi að honum fjarstöddum í Lissabon 1981 fyrir morðið á portúgalska stjórnar- andstöðuleiðtoganum Humberto Delgado hershöfðingja 1965. í fyrstu mun MNR hafa grundvall- azt á „einkaherjum", sem Portú- galinn Jorge Jardim kom á fót þeg- ar hann fékkst við kaupsýslu í Mósambík áður en landið hlaut sjálfstæði. Upplýsingafulltrúi MNR, Evo Fernandez, fv. starfs- maður portúgölsku leynilögregl- unnar PIDE, hefur aðsetur í Lissa- bon, þar sem tilkynningar MNR um mannrán eða orrustur eru birt- ar. Hermenn Frelimo eru illa búnir vopnum, þeir búa jafnvel við mat- vælaskort og baráttuhugur þeirra er deigur. Stór hluti Mósambíks er á valdi MNR. Uppreisnarmenn hafa smátt og smátt sótt suður á bóginn og ráða jafnvel yfir hluta Maputo-héraðs. Norðan Zambezi- fljóts getur stjórnarherinn einung- is gegnt hlutverki setuliðs líkt og Rússar í Afghanistan. Sunnan Zambezi einbeitir Frelimo sér að því að verja olíuleiðsluna og járnbrautarlínuna frá Beira til Mutare í Zimbabwe. Um 5.000 her- menn frá Zimbabwe taka þátt í að- gerðunum, en þó hefur ekki tekizt að afstýra tíðum skemmdarverk- um. Nokkur hundruð Tanzaníuher- menn þjálfa mósambíska nýliða, en Machel forseti hefur áhuga á því að nefnd brezkra hernaðar- ráðunauta í Zimbabwe þjálfi Mósambíkher. Um 800 til 1000 sov- ézkir, austur-þýzkir og kúbanskir hernaðar- og öryggismálaráðu- nautar eru í landinu. En Mósam- bíkmenn eru óánægðir með aðstoð sovétblokkarinnar og skilyrðin, sem henni hafa fylgt, þótt hún hafi haldið þeim á floti. Austurveldin hafa valdið Mósambíkmönnum vonbrigðum og því vilja þeir frið- mælast við vestræn ríki. Þróunin í S-Afríku er helzti Þrándur í Götu. Deilan um setningu í kennarastöðu við Þelamerkurskóla: Ráðherra áritar ekki umsóknir — nema umsagnarað- ilar séu ósammála EINS og komið hefur fram i Morgunblaðinu virðast fullyrðingar fyrrverandi og núverandi menntamálaráðherra, stangast á hvað snertir ráðningu Ormars Snæbjörnssonar í stoðu kennara við Þelamerkurskóla nú í vetur. Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamálaráðherra segist hafa gengið frá ráðningu Ormars Snæbjörnssonar í stöðuna um það bil viku áöur en hann yfírgaf ráðuneytið. Ragnhildur Helgadóttur segist aftur á móti hafa fengið málið óafgreitt inn á sitt borð, eftir að hún tók við menntamálaráðuneytinu. Morgunblaðið leitaði til Knúts Hallssonar ráðuneytisstjóra og Sigurðar Helgasonar, deildar- stjóra í menntamálaráðuneytinu eftir skýringu á hvernig á þessu gæti staðið. Að sögn þeirra, áritar ráðherra umsóknir umsækjenda, um endursetningu í kennarastöð- ur sem þeir hafa gegnt áður, í þeim tilvikum þegar umsagnarað- ilar eru ekki sammála um af- greiðslu málsins, og lætur þannig í ljósi hvort hann er samþykkur eða ósamþykkur því, að viðkomandi umsækjandi verði settur aftur í stöðuna. Umsagnaraðilar eru skólastjóri og skólanefnd viðkom- andi skóla og fræðslustjóri við- komandi fræðsluumdæmis. Eftir að ráðherra hefur áritað umsókn- ina, fara þær til grunnskóladeild- ar, þar sem setningarbréfin eru vélrituð. Þaðan fara þau til ráð- herra eða ráðuneytisstjóra til undirritunar, eftir þvi sem við á. Það sem gerðist í þessu máli virðist samkvæmt þessu vera að á milli þess að umsókn var árituð og setningarbréf undirritað, urðu ráðherraskipti i menntamálaráðu- neytinu og ráðherrar ekki á einu máli um hver yrði ráðinn í þá kennarastöðu, sem um ræðir í þessu tilfelli. Kaupfélag V-Húnvetninga: Meðalfallþungi dilka 14,67 kg Staöarbakka, 27. október. Sauðfjárslátrun lauk á Hvamms- tanga þriðjudaginn 18. þessa mánað- ar. Hjá Kaupfélagi V-Húnvetninga var alls slátrað 40.368 kindum, þar af voru 4.494 kindur fullorðnar. Er þetta svo til sama heildartala og í fyrra. Meðalfallþungi dilka var 14,67 kfló og er það 0,2 kflóum hærra en síðastliðið haust. Hjá verslun Sigurðar Pálma- sonar á Hvammstanga var slátrað tæplega 9 þúsund kindum, þar af 1.100 fullorðnum. Er það nokkru færra en í fyrra. Meðalvigt dilka þar var 14,47 kíló og er það 0,87 kílóum hærra en á síðastliðnu ári. Verzlunarsvæðið er V-Húna- vatnssýsla, þó ekki allur Staðar- hreppur, en aftur á móti eitthvað úr A-Húnavatnssýslu. Slátrun á stórgripum er þegar hafin og er útlit fyrir að hún verði talsvert mikil. En óvissa er með sölu á kjöti af fullorðnum hross- um, en á þeim mun vera mikið framboð. — Benedikt Vöruskiptajöfnuður landsmanna: Staðan hefur batnað veru- lega milli ára VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR landsmanna var hagstæður um liðlega 188,9 milljónir króna í septembermánuði, en hann var óhagstæður um 302,4 milljónir króna í sama mánuði í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð, sem vöruskiptajöfnuður er hagstæður. Verðmæti útflutnings var 2.048,7 milljónir króna, en verðmæti innflutnings hins vegar 1.859,8 milljónir króna. Vöruskiptajöfnuðurinn það sem af er árinu er hins vegar óhag- stæður um liðlega 725,3 milljónir króna, en hann var óhagstæður um 2.379,7 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Staðan hefur því verulega færst til betri vegar miili ára. Verðmæti útflutnings fyrstu níu mánuði ársins var um 13.329,5 milljónir króna, en verðmæti inn- flutnings hins vegar um 14.054,9 milljónir króna. Til samanburðar var verðmæti útflutnings á sama tíma í fyrra um 5.661,8 milljónir króna, en verðmæti innflutnings hins vegar liðlega 8.041,5 milljónir króna. f útflutningi vegur þyngst út- flutningur á áli og álmelmi, en verðmæti þess útflutnings fyrstu níu mánuði ársins var um 2.327,7 milljónir króna, en til samanburð- ar var hann upp á 541,7 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Verð- mæti kísiljárnsútflutnings á tíma- bili var liðlega 424 milljónir króna, en til samanburðar um 140,3 milljónir króna á sama tíma í fyrra. í innflutningi vegur þyngst inn- flutningur fyrir íslenzka álfélagið, en verðmæti hans var liðlega 1.007,2 milljónir króna, en verð- mæti hans á sama tíma í fyrra var 449,8 milljónir króna. Við samanburð við utanríkis- verzlunartölur 1982 verður að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar-september 1983 er talið vera 99,9% hærra en það var í sömu mánuðum í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.