Morgunblaðið - 28.10.1983, Síða 11

Morgunblaðið - 28.10.1983, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983 þeirri lagasetningu þannig að laun- abilið ykist þrátt fyrir lagasetning- una. Það væri allavega ekki mikið samræmi í málflutningnum, ef þetta væri merking orðanna og ef sú væri hugsunin á bak við þessar fullyrðingar, þá má örugglega flokka þær í þann hóp sem meist- arinn kallaði ruglandi. Eyðsluskuldir og viöskiptahalli í annan stað hefur verið á það bent, að kaupmáttur hafi minnkað í kjölfar þessara ráðstafana meira en sem nemur lækkun þjóðartekna á þessu ári. Það er ekki óeðlilegt að menn velti þessari viðmiðun fyrir sér, því að þjóðartekjur eru sú við- miðun, sem menn alla jafnan taka, hvort heldur menn eru að ræða um launahækkanir vegna þess að þjóð- artekjur aukast eða kaupmáttar- minnkun vegna þess að þjóðartekj- ur í heild dragast saman. En ástæðan fyrir því að kaupmáttar- skerðingin í heild er meiri en sem nemur þjóðartekjuminnkuninni, stafar af því, að við höfum á tveim- ur undangengnum árum stofnað til mikilla eyðsluskulda með viðskip- tahalla gagnvart útlöndum og þannig búið til fölsk lífskjör. Það varð ekki við þessar aðgerðir horfið framhjá þessum augljósu stað- reyndum, og ef það hefði verið gert, þá hefðu aðgerðirnar að litlu haldi komið. Innlendur iðnaöur styrkist I þriðja lagi er því haldið fram, að kaupmáttarminnkunin leiði til minni eftirspurnar í þjóðfélaginu og þannig sé í raun og veru stefnt að atvinnuleysi í stað þess yfirlýsta markmiðs að tryggja fulla atvinnu. Hvernig horfir þetta mál við? Við höfum upplýsingar um það, að þær heildarráðstafanir, sem ríkis- stjórnin hefur beitt sér fyrir og taka til miklu fleiri þátta en launa- mála, fólust m.a. í því að veita nýju blóði inn í atvinnustarfsemina í landinu. Á fyrstu dögum þessa stjórnarsamstarfs hafa þær leitt til þess að innlendur iðnaður hefur verið að styrkja stöðu sína. Hann hefur verið að auka framleiðsluna, hann hefur verið að auka sína markaðshlutdeild og það eru líkur til þess að á þeim vettvangi muni störfum fjölga, þ.e. það hefur tekist það markmið, sem að var stefnt, að styrkja innlenda framleiðslustarf- semi. Sú kaupmáttarminnkun, sem leiðir til minni eftirspurnar, kemur niður á innflutningi, hún kemur niður á erlendum iðnaðarframleið- endum og hún kemur niður á inn- flutningsaðilum en ekki innlendri framleiðslustarfsemi. Það er að vísu aðalsmerki fráfarandi ríkis- stjórnar, að stunda útsölu á gjald- eyri og þjóna þannig erlendum framleiðsluaðilum og innflutnings- aðilum, en þessu hefur nú verið snúið við. Þessi gagnrýni styðst því ekki við nein rök. Aðhaldiö í ríkisbúskapnum f fjórða lagi er því haldið fram að það skorti aðgerðir á öðrum sviðum, svo sem eins og aðhald að- gerða í opinberum rekstri. Lítum á þetta nánar. Á undanförnum mán- uðum hefur verið gripið til marg- háttaðra ráðstafana til þess að endurskipuleggja opinberan rekst- ur og auka aðhald. Það hafa verið gerðar ráðstafan- ir til þess að endurskipuleggja rekstur stærstu orkufyrirtækja landsins. Það hafa verið gerðar ráðstafan- ir til þess að auka sparnað og að- hald í heilbrigðiskerfinu og trygg- ingakerfinu. Það er verið að endurskoða kerfi fjárfestingarlánasjóða. Það er verið að endurskoða lög um stjórnarráðið og það er unnið að endurskoðun á lögum og skipu- lagi bankanna í landinu. Eg geri ráð fyrir, að því starfi geti lokið innan eins mánaðar — og það er alveg ljóst, að það verður ekki skil- ist við það verk fyrr en fundinn hefur verið farvegur fyrir samruna í bankakerfinu. Ég held þess vegna, að það sé hægt að fullyrða að á þessum skamma tíma hafi verið gripið til mjög umfangsmikilla að- gerða í því skyni að stuðla að veru- legum breytingum í opinbera kerf- inu og fjármagnskerfinu í landinu. Þessar fullyrðingar fá því ekki heldur staðist fremur en hinar fyrri. Á aö dæma fólk til atvinnuleysis? Þá er í fimmta lagi sú gagnrýni borin fram, að verðbólgan stafi ekki af háum launum heldur af rangri fjárfestingu, þ.e. röng fjár- festing, sem sé ávísun á verðbólgu. Þessi fullyrðing hefur að sjálfsögðu margt til síns máls. Það er eðlileg krafa í okkar þjóðfélagi að fjárfest- ingin skili hámarksarði. Að vísu hefur það verið ríkjandi stefna og sérstaklega hafa það verið tals- menn Alþýðubandalagsins á und- anförnum árum, sem hafa haldið því fram, að það ætti ekki að gera arðsemiskröfur, þegar verið væri að ráðstafa fjármagni í atvinnu- uppbyggingu. Þar ætti miklu frem- ur að leggja áherslu á „félagsleg sjónarmið" og við erum kannski einmitt núna að uppskera ávexti þessarar stefnu, sniðganga arðsem- iskröfur sem meginsjónarmið. En það er eðlilegt, að launþegar í landinu horfi til þess hver sé arður- inn af fjárfestingunni. Og við get- um ábyggilega verið sammála um það, að hún hafi ekki skilað nægj- anlegum arði. En hvað eiga allar þessar löngu ræður að þýða sem nú eru settar á, þar sem talinn er upp allur sá fjöldi bænda, sem ekki skilar nægj- anlegum arði, allur sá fjöldi fiski- 11 skipa, sem ekki skilar nægjanleg- um arði. Er það raunverulega ætl- un talsmanna stjórnarandstöðunn- ar, að það eigi að flytja bændurna á mölina? Er það ætlun stjórnar- andstöðunnar, að það eigi að leggja stórum hluta fiskiskipastólsins? Er það ætlun stjórnarandstöðunnar, að það eigi að loka jafn mörgum frystihúsum? Hvað eiga allar ræð- urnar um stóru milliliðahallirnar og bankahallirnar að þýða? Ekki trúi ég því að stjórnarandstaðan ætli að brjóta þær niður? Er það ætlun hennar að það eigi að flytja fólkið, sem þar starfar, á atvinnu- leysisskrifstofur? Ég trúi því tæp- ast, áð það sé raunveruleg meining á bak við allar þessar löngu ræður um fjárfestingarmistökin, á þann veg, að það eigi að vinda ofan af fjárfestingunni með því að stofna til svo verulegs atvinnuleysis í landinu, sem slík stefna hefði í för með sér. Ég trúi því ekki, að það sé raun- verulegur ásetningur stjórnarand- stöðunnar að tryggja sumum laun- þegum í landinu fullan kaupmátt með því að dæma aðra til atvinnu- leysis. Ég held, að það væri röng leið, ranglát leið, og hún mundi ekki skila okkur inn á þá braut, að við gætum unnið okkur út úr þess- um erfiðleikum. Mér sýnist þess vegna, að i öllum meginatriðum þeirrar gagnrýni, sem sett hefur verið fram af hálfu talsmanna stjórnarandstöðunnar þá séu harla lítil rök á bak við efnisatriðin." FÁLKINN Austurveri Sími33360 FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8 — póstkröfusími 85149 Flestir versla í góðum verslunum Fálkans. Hvað um þig? Ekki dragast aftur úr KID CREOLA Þessi plata er dúndurgóö í partíiö um helgina, enda eru Creola í meiriháttar formi. Lög eins og If You Wanna Be Happy, sýna þér það og þú verður happy alla tiö um ár og síö. BLACK SABATH Raddböndin eru þanin í botn hjá lan Gillan á nýrri plötu Black Sabath. Þungarokk er aöall þeirra Black Sabath-manna og ekki dregur Gillan úr þeim strákum. FLASHDANCE Nú á allra næstu dögum veröur mynd- in sýnd í Háskólabíói og aö sjálfsögöu á Fálklnn eintak handa þér. Kynntu þér músikina áöur en þú sérö mynd- ina. STAYING ALIVE Frankie Stallon hefur þegar gert garö- inn frægan meö laginu Far From Over, og eru hln fast á eftlr út um allan heim. Myndin veröur líklegast sýnd um jólin og ekki má gleyma aö Bee Gees hafa gert helming laganna í myndlnnl. FÁLKINN Laugavegi24 Sími þar er 18670 SHEENA EASTON Nú er daman búsett í Bandaríkjunum og hér er fyrsta platan hennar þaöan, lagið Telefone (Long Distance Love Affair) er strax komiö á topp-10 í Ameríkunni, og er fariö aö færa sig uppá viö annars staöar. Hugljúf og seyöandi plata. RAINBOW Nýjasta plata frá Rainbow er komin, og geymir hún 10 þung þungarokks- lög hljómsveitarinnar, sem hvert er ööru betra. Meira þarf ekki aö segja um Rainbow. J.J. CALE J.J. Cale er einn virtastur allra blúsara í veröldinni. Hann samdi meöal ann- ars Cocaine, Crazy Mama, After Mid- night og flelri pottþétta blúsara. SL. ALÞÝÐULÖG Att þú góöa vini heima eöa erlendis, sem þig langar til aö gleöja, Þá höfum viö gjöfina sem gleöur eyraö. islensk Alþýöulög er íslenzk metsöluplata. Vissir þú það? RÖGNVALDUR A hljómplötu þessari er aö finna sýn- ishorn af píanóleik Rögnvaldar frá ýmsum tímum á listabraut hans. w-=2=S3 vörugiaid®- ROGER WHITTAKER Þetta er plata sem milljónir um allan heim hafa valiö melodiur á, kannski ert þú einn af þeim, góö plata meö elskunni þinni i stofunni á dimmu haustkvöldi. Genesis h|m hana Lagiö Mama hefur þegar SSwa sssssz hljómplast. OKSINS ERU HLJOMPLÖTURNAR A VIÐRAÐANLEGU VERÐlJ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.