Morgunblaðið - 28.10.1983, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983
Bretland:
Nýtt frumvarp um
verkalýðsfélög
Verkamannaflokkurinn tekinn að hjarna við
samkvæmt skoðanakönnunum
London, 27. október. AP.
BRESKA stjómin lagði í gær fram á
þingi frumvarp um verkalýðsfélög og
er það innihald þess og einkunnar-
orð, að „verkalýðsfélögin verði af-
hent verkamönnum“. Verkalýðsleið-
togar hafa tekið frumvarpinu illa og
segja það freraur munu færa stjórn-
inni félögin en verkamönnum.
Ef frumvarpið verður að lögum
verður framvegis að kjósa for-
menn verkalýðsfélaga og starfs-
menn þess í leynilegum kosning-
írland:
Lík á landa-
mærum
Monaghan, írlandi, 27. október. AP.
LÖGREGLAN í írska lýðveldinu fann í
gær nakið karlmannslík sem troðið
hafði verið í svartan plastpoka og lagt
100 metra frá landamærum Norður-
írlands og írska lýðveldisins.
Ónafngreindir talsmenn lög-
reglunnar báru kennsl á manninn oer
sögðu hann heita Gerard Bartle^
sem búið hafði í Dundalk í nokkra
mánuði, en áður verið búsettur á
Norður-Irlandi. Bartley hafði verið
skotinn í höfuðið af stuttu færi,
dæmigerð IRA-aftaka, eftir því sem
lögregluyfirvöld sögðu í gær. Hvorki
IRA né klofningsfylkingar úr IRA
höfðu lýst víginu á hendur sér síðast
er fréttist.
um, ekki sjaldnar en á tíu ára
fresti, en alvanalegt hefur verið,
að formenn félaganna séu ævi-
ráðnir. Ekki má boða til verkfalls
nema áður hafi farið fram um það
leynileg kosning, en ef gegn því er
brotið er verkalýðsfélaginu skylt
að bæta það tjón, sem af verkfall-
inu kann að hljótast. Ef lögin
verða samþykkt mega verkalýðs-
félögin hér eftir ekki styðja fjár-
hagslega nokkurn einn stjórn-
málaflokk, heldur verður það að
vera ákvörðun hvers og eins félaga
þeirra hvaða flokk hann vill
styðja. Mun þetta bitna hart á
Verkamannaflokknum, sem fær
80% rekstrarfjár síns frá verka-
lýðsfélögunum, og óttast margir
flokksmenn hans, að hann kunni
að verða gjaldþrota af þessum
sökum. Búist er við, að frumvarpið
verði samþykkt óbreytt og verði
að lögum í vetur.
í skoðanakönnun, sem Daily
Telegraph birti í dag, kemur fram,
að Verkamannaflokknum hefur
vaxið mjög ásmegin að undan-
förnu. Styðja hann nú 35,5% og
íhaldsflokkinn 42,5% kjósenda.
Um miðjan september sl. var fylgi
Verkamannaflokksins ekki nema
24,5% en íhaidsmanna 45,5%.
Kosningabandalag jafnaðar-
manna og frjálslyndra virðist nú í
mikilli lægð og hefur aðeins tiltrú
20% kjósenda.
Óbreytt fram-
leiðsla OPEC
Vínarborg, 27. október. AP.
FJÖGURRA manna markaðsnefnd olíuframleiðsluríkjanna í OPEC-samtökun-
um ákvaö á fundi sínum í gær að mæla með því að ekki verði geröar breytingar
á áætlaðri daglegri framleiðslu ríkjanna. Magnið sem um ræðir er 17,5 milljónir
tunna á dag.
Mana Saed Oteiba, olíuráðherra
Sameinuðu arabísku furstadæm-
anna, sagði fréttamönnum eftir
hinn tveggja stunda langa fund, að
markmiðið væri að standa vörð um
olíuverðið. „Það hafa litlar breyt-
ingar orðið á markaðshorfum okkar
síðan við hittumst síðast, við berj-
umst enn í bökkum, það er þvt ekk-
ert annað að gera en að skrimta enn
um sinn,“ sagði Oteiba. Hann gat
þess jafnframt, að nokkur ríki inn-
an OPEC hafi framleitt olíu um-
fram umsaminn skammt sinn og
gagnrýndi hann þau fyrir það. Sagði
Oteiba að í raun framleiddu OPEC-
löndin allt að 18,5 milljónir tunna af
olíu á dag. Beindi hann gagnrýni
sinni einkum að frönum.
Jonis Trelast er útflutnings- og innflutningsfyrirtnki í einka-
eign. Skrifstofur fyrirtaskisins eru f Alta í Noregi. Jonis
Trelast er að koma á fót sölukerfi vegna hinna vinsaslu
og timburs almennt. Jonis Trelast selur framleiöslu sína á
íslandi og í Noröur-Noregi.
Til þess aö efla þjónustuna á íslandi
leitum viö aö:
SÖLUAÐILA
Viö viljum gjarnan aö ábyggilegt fyrirtæki eöa einstaklingur
sé í forsvari fyrir Jonis Trelast á íslandi.
Fyrirtækió eða einstaklingurinn, sem vió komumst aó sam-
komulagi viö, getur gert ráö fyrir góöum kjörum, sem rædd
veröa er þar aö kemur.
Gera má ráó fyrir mikilli vinnu, sem fram fer eftir nánara
samkomulagi.
Styrkir til markaósöflunar veróa veittir eftir samkomulagi til
þess aó efla söluna.
Þeir, sem áhuga hafa snúi sór tii: Jonis Trelast
v/Jon Thordarson í síma 084/35344 fyrir 15. nóv.
Heimilisfang: Bossekopveien, N-9500, ALTA.
Símamynd AP.
Til atlögu
Menn úr 82. sveit flughersins bandaríska halda hér til atlögu strax eftir lendingu á Grenada.
„Það er stórkostlegt
að vera kominn heim“
sögðu bandarísku námsmennirnir við komuna frá Grenada
Ckvleston, SaAur-Karólíau. 27. október. AP.
HALDIÐ var í dag áfram að flytja
bandaríska þegna frá Grenada og
kváðust þeir allir fegnastir því að
vera komnir heim.
Tvær herflugvélar komu í dag
með 74 Bandaríkjamenn frá
Grenada til herflugvallar í Charl-
eston í Suður-Karólínu en í gær
var komið þangað með 141. Flestir
eru þeir námsmenn, sem stunduðu
nám í læknaskólanum í St. Georg-
e’s. „Við misstum allt,“ sagði Sus-
an Winkler, einn námsmannanna,
„nema líftóruna og það skiptir líka
mestu máli.“ Tracy McGahan
sagði, að hún og félagar hennar
hefðu verið í mikilli lífshættu þeg-
ar þau hlupu eftir sandströndinni
í átt að bandarísku þyrlunum og
orðið að kasta sér niður margsinn-
is vegna skothríðarinnar. Kona
nokkur hafði það eftir dóttur
sinni, sem var á Grenada, að
heimavistin við háskólann hefði
verið jöfnuð við jörðu skömmu eft-
ir að nemendurnir yfirgáfu hana
en þeir höfðu ekki tíma til að taka
neitt með sér nema nauðsynlegan
klæðnað.
Flestir námsmannanna flúðu í
fyrirlestrasal háskólans en þang-
að komu fyrstu bandarísku her-
mennirnir um tveimur stundum
eftir að innrásin hófst. Náms-
mennirnir, sem flestir voru
læknanemar, breyttu salnum í
sjúkrastofu og gerðu þar að sárum
þeirra landa sinna, sem orðið
höfðu fyrir skotum.
Við komuna til Bandaríkjanna í
dag kysstu margir farþeganna
jörðina og ættingjar þeirra og aðr-
ir, sem tóku á móti þeim, veifuðu
bandaríska fánanum. „Það er
stórkostlegt að vera kominn heim
og það var stórkostlegt þegar her-
mennirnir björguðu okkur á Gren-
ada,“ sagði Jean Joel, einn náms-
mannanna, við komuna.
Danmörk:
Óvissa um afgreiðslu
fjárlagafrumvarpsins
Kaupmannahofn, 27. oklóber.
Frá fréttariUra Mbl.
NOKKUR vafí leikur nú á um hvort
danskir jafnaðarmenn muni gjalda
fjárlagafrumvarpi dönsku ríkis-
stjórnarinnar atkvæði sitt þegar það
kemur til afgreiðslu en það hefur þó
verið háttur jafnaðarmanna allt frá
árinu 1929 að samþykkja fjárlaga-
frumvarpið án tillits til hvaða flokk-
ar fara með stjórn hverju sinni.
Á fundi Henning Christopher-
sen, fjármála- og aðstoðarforsæt-
isráðherra, sem hann efndi til með
erlendum sendimönnum f Kaup-
mannahöfn eftir samkomulag
stjórnarinnar við Róttæka vinstri-
flokkinn og Framfaraflokkinn,
vék Einar Agústsson, sendiherra
íslands í Kaupmannahöfn, að
þessu máli, sem veldur ríkisstjórn
Schlíiters nokkrum áhyggjum og
ekki síst vegna þess, að Framfara-
flokkurinn hefur þrátt fyrir
stuðninginn við stjórnina ekki
stutt afgreiðslu fjárlaganna. Var
tilefnið það, að Anker Jörgensen,
leiðtogi jafnaðarmanna, hafði
sagt í sjónvarpsviðtali, að hann
væri ekki viss um, að jafnaðar-
menn myndu samþykkja fjárlaga-
frumvarpið að þessu sinni.
Christophersen svaraði spurn-
ingu Einars þannig, að þótt Anker
væri ekki viss um stuðning jafnað-
armanna við fjárlagafrumvarpið
þá væri hann sjálfur ekki í nein-
um vafa um hann.
Hvað sem þessu svari Christo-
phersens líður þykir nokkur óvissa
ríkja í dönskum stjórnmálum um
þessar mundir enda hafa jafnað-
armenn fullan hug á því að velgja
stjórn Schlúters undir uggum. I
skoðanakönnunum kemur hins
vegar fram, að 82% Dana telja
stjórnina hafa staðið sig vel.
Efnahagur þjóðarinnar er að
batna og í dag lækka forvextir um
lÆ%,úr 7,517%.
„Kjötflís, ananas-
sneið og 11 baunir"
London, 27. október. AP.
TUTTUGU og fjórir enskir læknar
unnu í dag mál, sem þeir höfðu
höfðað á hendur ferðaskrifstof-
unni „Blue Skys Holidays“ en á
hennar vegum höfðu þeir farið í
skíðaferðalag til ítölsku Alpanna.
Fannst þeim heldur lítið til ferðar-
innar koma og sökuðu ferða-
skrifstofuna um hraksmánarlegan
aðbúnað.
Læknarnir 24 urðu að koma
sér fyrir í sjö herbergjum í La
Chapelle-hótelinu í Jouveneaux,
skammt frá landamærunum við
Frakkland, og maturinn þar,
sem ferðaskrifstofan hafði aug-
lýst sem „molto bene“ eða „mjög
góðan“, fannst ferðalöngunum
vægast sagt „heldur ólystugur".
„Hann var svo sannarlega ekki
„molto bene“,“ sagði einn lækn-
anna, Anthony Clough að nafni,
og bætti því við, að eitt kvöldið
hefði aðalrétturinn verið „smá
kjötflís, ananassneið og ellefu
baunir". „Ég taldi baunirnar af
því að ég varð svo hissa,“ sagði
Clough.
Lögfræðingur læknanna sagði
fyrir rétti, að ekkert heitt vatn
hefði verið á hótelinu, ónýtar
læsingar hefðu verið fyrir
svefnherbergisdyrunum og eng-
inn bar. Morgunverðurinn var
einn kaffibolli og ein kringla og
þeir, sem báðu um meira, „fengu
það óþvegið“ frá þjónustufólk-
inu. Þegar hér var komið sögu sá
lögfræðingur ferðaskrifstofunn-
ar sitt óvænna og bauðst til að
semja við læknana um skaða-
bætur. „Við ætlum til Frakk-
lands næsta ár,“ sagði Clough,
„og vonum að þá gangi betur.“