Morgunblaðið - 28.10.1983, Síða 16

Morgunblaðið - 28.10.1983, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983 fltofgttitlffttfeife Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakiö. Umbrot í blaðaheiminum Fyrsti dagur Iðnþings: Almennt skeyting- arleysi er gagnvart iðnaðinum í landinu Nýlega skipti Helgarpóst- urinn um eigendur. Ætlunin er að Framsóknar- flokkurinn hætti að reka Tímann og blaðið verði eign hlutafélags. Rekstur og fram- tíð Alþýðublaðsins er í hönd- um flokkslegrar rannsóknar- nefndar. Þjóðviljinn berst í bökkum og óvissa er um rit- stjórn hans til frambúðar. Þessi umbrot í íslenska blaðaheiminum eru hin mestu síðan Dagblaðið og Vísir runnu saman í eitt síð- degisblað og urðu í raun að Dagblaði með tveimur nöfn- um. Tíminn á ekki að hætta að vera flokksblað, þar sem sjá á til þess með samþykktum. hins nýja hlutafélags að Framsóknarflokkurinn eigi meirihluta í því. Ekki er vafi á að með einum eða öðrum hætti mun Samband ís- lenskra samvinnufélaga (SÍS) verða hluthafi í hinu nýja fé- lagi. Það fer ekki á milli mála að ritstjórn Tímans er jafn annt um að halda uppi vörn- um fyrir SÍS og Framsóknar- flokkinn og SÍS stendur nú þegar að verulegu leyti undir rekstri Tímans. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvaða breytingar verða á Tímanum samhliða því sem Framsóknarflokkurinn hætt- ir að axla einn tapið af rekstri blaðsins. Ætlar blaðið að halda áfram að reyna að ná fótfestu meðal lesenda í þéttbýli eða gera tilraun til að tryggja sig enn frekar í sessi sem sveitablað? Þessari spurningu hljóta væntanlegir hluthafar í Tímanum að velta fyrir sér. Henni ætti auðvitað að svara samtímis því sem hlutabréf eru boðin til sölu. Síðasta breyting á útliti og efnisskipan blaðsins miðaði að því að auka vinsældir þess í þéttbýlinu. Hún hefur hvorki gefist vel fjárhagslega fyrir blaðið né pólitískt fyrir Framsóknarflokkinn sem stórtapaði fylgi á höfuðborg- arsvæðinu í síðustu kosning- um. Reynsla Alþýðuflokksins af því að stofna og leggja niður hlutafélög til að halda Al- þýðublaðinu á floti ætti raun- ar að nægja til þess að sanna framsóknarmönnum að eign- arform á blöðum breytir engu um það hvort þau eru rekin með tapi eða ekki. Auðlegð eigandans og vilji hans til að borga tapið ræður að vísu úr- slitum um það hve lengi er unnt að haida taprekstrinum áfram og þess vegna vilja framsóknarmenn fá SÍS sem eignaraðila að Tímanum. Al- þýðuflokkurinn getur ekki einu sinni staðið undir kostn- aðinum við að gefa Alþýðu- blaðið út sem fjórblöðung og þess vegna á nú enn einu sinni að leita nýrra ráða til að fleyta málgagninu áfram. Eins og mál hafa skipast á Alþýðublaðinu síðustu mán- uði vekur það ekki neina undrun þótt þær raddir séu háværari í Alþýðuflokknum en oft áður að skynsamlegast sé að hætta útgáfu Alþýðu- blaðsins. Hvort sem Þjóðviljinn er góður eða lélegur og hvað svo sem margir kaupa hann allt- af heldur hann áfram að sjá dagsins ljós, engu er líkara en útgáfufélag hans sem er fá- menn en voldug klíka í Al- þýðubandalaginu geti gengið í ótæmandi nægtabrunn þeg- ar á þarf að halda. Um nokk- urra vikna skeið hefur hlaup- ið dálítill fjörkippur í blaðið, eins og oki hafi verið létt af starfsmönnum þess við það að Kjartan Ólafsson, rit- stjóri, tók sér frí. Hann er þó skjólstæðingur eigenda blaðsins sem hvorki hrófla við Kjartani né Þjóðviljan- um, svo að enginn skyldi vænta þess að blaðið breytist eða afkoma þess. Ráðist á Ragnar Seta Ragnars Arnalds í embætti fjármálaráð- herra hefur verið eina skrautfjöður Alþýðubanda- lagsins frá stjórnartímanum 1980 til 1983. Á alþingi í fyrradag gerðist hins vegar sá sögulegi atburður að Guð- rún *Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins, tók þessa fjöður og kastaði henni út í veður og vind. Hún sakaði Ragnar Arnalds um að hafa svikið gefin loforð um að koma á staðgreiðslu skatta og hann hefði verið liðleskja gagnvart skattsvikurum. Guðrún nefndi Ragnar að vísu ekki á nafn en dró hann í sama dilk og aðra forvera Al- berts Guðmundssonar. Alþýðubandalagið er stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn á þingi en vegna sundurlyndis er bandalagið ekki marktækara en önnur brotabrot meðal vinstri- manna. Upplausnin innan flokksins hefur áhrif út fyrir raðir hans og kann að leiða til þess að vinstrimenn skipi sér í nýjar fylkingar. FYRSTI DAGUR iðnþings var í gær. Hófst þingið með ræðu forseta Lands- sambands iðnaðarmanna, Sigurðar Kristinssonar, síðan flutti Páll Flygen- ring ráðuneytisstjóri ávarp fyrir hönd iðnaðarráðherra og Þórður Friðjóns- son, efnahagsráðgjafi forsætisráð- herra, fjallaði um efnahagsstefnu rík- isstjórnarinnar og áhrif hennar á ið- nað og atvinnu. Eftir hádegið hófust hefðbundin þingstörf og flutt var skýrsla framkvæmdastjórnar. Hér á eftir verða rakin nokkur atriði úr ræð- um þeirra Sigurðar Kristinssonar iðn- aðarráðherra og Þórðar Friðjónsson- ar. Iðngreinar standa misvel að vígi í upphafi ræðu sinnar vék Sigurður Kristinsson að stöðu efnahagsmála al- mennt, nú og undanfarin misseri. Minnti hann á þann samdrátt sem orð- ið hefur í þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekjum og rakti helstu orsakir þess, minnkandi sjávarafla og söluerfiðleika á mikilvægum útflutningsafurðum. Hann minnti á slæma skulda- og greiðslustöðu út á við, þá staðreynd að íslendingar verja nú yfir 20% útflutn- ingstekna sinna til greiðslu afborgana og vaxta af erlendum lánum. Hann rifj- aði upp verðbólguþróun síðustu ára, hvernig svo var komið fyrir þjóðinni í vor að veröbólgan var orðin ríflega 130%. „Er hér var komið sögu,“ sagði Sigurður, „var einsýnt að engin vettl- ingatök dygðu ef forða ætti atvinnuveg- unum og heimilunum frá gjaldþroti." Því næst rakti Sigurður aðgerðir nú- verandi ríkisstjórnar í því skyni að draga úr verðbólgu og jafna viðskipta- halla: 15% gengisfelíingu gagnvart dollara og bann við vísitölubindingu launa í tvö ár. Undanfarna tvo mánuði hefði árangur þessara aðgerða verið að koma f ljós, þannig að vonir standa til að verðbólgan verði komin niður í 30% f lok þessa árs. Sfðan sagði Sigurður orðrétt: „Þær hagstjórnaraðgerðir, sem nú hefur verið gripið til og ég hef lýst nokkrum orðum, skipta allan atvinnu- rekstur á Islandi miklu. Nái yfirlýst markmið rfkisstjórnarinnar um lækk- un verðbólgu fram að ganga, ekki að- eins um skamma hrfð heldur til lengri tfma, mun allur rekstur verða auðveld- ari og áætlanagerð batna, jafnt hjá einkaaðilum sem opinberum. Sé vikið að iðnaðinum sérstaklega, er mér bæði ljúft og skylt að lýsa þvf yfir hér, að öll iðnfyrirtæki njóta þeirra al- mennu hagsbóta, sem f atlögunni gegn verðbólgunni felast. Efnahagsþróunin og efnahagsaðgerðirnar hitta þó iðn- greinarnar misvel fyrir. Að þvf er út- flutningsiðnað varðar, má segja, að hagur hans hafi vænkast mjög við ít- rekaðar gengislækkanir og aðhald [ launamálum nú síðustu mánuði, en þetta hefur leitt til þess, að raungengi íslensku krónunnar hefur verið með lægsta móti miðað við undanfarin ár. Stjórn Útgerðarfélags Dalvíkur sem er að mestu jöfn eign kaupfélagsins og Dalvíkurbæjar tilkynnti sl. mánudag að togarinn Björgúlfur, sem fór á veið- ar á þriðjudagskvöldið, myndi sigla með aflann. „Þá var ekkert hráefni í sjónmáli og til að tryggja stöðu fyrir- tækisins, var ákveðið að grípa til upp- sagnanna," sagði Kristján. „Þetta — sagði Sigurð- ur Kristinsson, forseti Lands- sambands iðnað- armanna í ræðu sinni í gær Lækkandi raungengi hefur einnig styrkt samkeppnisstöðu þess iðnaðar, sem keppir á innanlandsmarkaði. Leggja verður þó ríka áherslu á, að al- mennur tekjusamdráttur hefur dregið úr eftirspurn hjá þeim, sem framleiða iðnaðarvörur og veita iðnaðarþjónustu fyrir innlendan neytendamarkað. Hef- ur þessa til dæmis sums staðar nokkuð gætt f sambandi við eftirspurn á al- mennum fbúðarhúsbyggingum, á hús- gögnum og innréttingum, og sfðast en ekki sfst í sambandi við beina, persónu- lega þjónustu af ýmsu tagi, sem aðild- arfélagar Landssambands iðnaðar- manna láta í té. Þá ber þess og sér- staklega að geta, að erfið afkoma og greiðslustaða sjávarútvegsins, og raun- ar fleiri innlendra atvinnugreina, er nú farin að bitna nokkuð á þeim iðngrein- um, sem öðrum fremur framleiða fjár- festingarvörur fyrir atvinnulífið og annast viðhald á þeim, einkum í málm- og skipasmíðaiðnaði, byggingar- og verktakaiðnaði og rafiðnaði, en þetta eru einmitt umfangsmestu iðngrein- arnar innan Landssambands iðnaðar- rnanna." Sagði Sigurður sfðan, að það væri vandi þessara greina sem stjórnvöld þyrftu sérstaklega að taka til athugun- ar um þessar mundir. Benti Sigurður á, að fyrirtæki f þessum greinum hefðu löngum búið við ófullnægjandi rekstr- arlánafyrirgreiðslu og væri því lausa- fjárstaða þeirra slæm. Og minnkandi eftirspurn ætti eftir að þyngja róðurinn til muna. Bæri því brýna þörf til að hjálpa þessum fyrirtækjum með þvf að veita þeim raunverulega skuldbreyt- ingu vanskilaskulda og lengingar á lán- um, ásamt því sem útvega þyrfti nýtt lánsfjármagn til að gera upp saman- safnaðar lausaskuldir. Sagði Sigurður það hafið yfir allan vafa, að ef ekkert yrði gert til að auðvelda þessum fyrir- tækjum nauðsynlega aðlögun, muni at- vinnuleysi bætast við þá óáran sem hrjáð hefur íslendinga að undanförnu. I þessu sambandi vék Sigurður að fjárveitingum samkvæmt fjárlögum til framleiðsluatvinnuveganna þriggja, iðnaðar, landbúnaðar og sjávarútvegs. Benti hann á það misræmi sem rfkti f þeim efnum: í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1984 er gert ráð fyrir að framlög til landbúnaðar verði 1,46% af fjárlaga- dæminu, framlög til sjávarútvegs 1,07%, en framlög til iðnaðar 0,34%. Um þessar tölur sagði Sigurður: „Þessar fjárveitingar skipta sjálfsagt verður ekkert vandamál til lengri tíma, því togarinn á aðeins að fara í þessa einu siglingu. Það er hreint eng- in vá hér fyrir dyrum. Otgerðarfélag Dalvíkur var stofnað til að sjá frysti- húsinu hér fyrir hráefni, en í þessu tilviki taldi stjórnin hagstæðara að láta togarann sigla.“ Togarinn Björgvin fór til veiða á ekki sköpum um viðgang atvinnuveg- anna. Þær sýna hins vegar i hnotskurn þann hug, er menn bera í brjósti til iðnaðarins, sem einn veitir að minnsta kosti 5 þúsund fleiri starfsmönnum at- vinnu en landbúnaður og sjávarútvegur samanlagt, og sem óumdeilanlega verð- ur öðrum atvinnuvegum fremur að taka við því fólki, sem út á vinnumarkaðinn leitar á komandi árum.“ Almennt skeytingar- leysi gagnvart iðn- aðinum í landinu Seinna f ræðu sinni gerði Sigurður að umtalsefni ríkjandi skeytingarleysi gagnvart iðnaðinum f landinu. Sagðist hann geta nefnt mörg dæmi þar um, en tók eitt fyrir sérstaklega: Þá baráttu hluta eggjaframleiðenda fyrir þvf að framleiðsluráð landbúnaðarins, með aðstoð sexmannanefndar, taki upp verðskráningu á eggjum. Sigurður sagði: „Ekki þarf að eyða að þvf mörg- um orðum, að komist verðlagshug- myndir varðandi sölu eggja f fram- kvæmd, er stigið stórt skref aftur á bak. Verð á eggjum til neytenda mun stórhækka og einnig verð á ýmsum framleiðsluvörum, til dæmis brauð- og kökugerða, þar sem egg eru notuð sem hráefni. Verð á eggjum vegur þungt f framleiðslukostnaði á kökum, og mun hækkað eggjaverð þar af leiðandi hafa í för með sér lakari samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda gagnvart er- lendum keppinautum. ... I opinberri umræðu varðandi þessa fyrirhuguðu verðskráningu á eggjum hafa afleið- ingar fyrir brauð- og kökugerð nánast ekkert verið ræddar. Þannig gleymast hagsmunir fyrirtækja í heilli iðngrein, sem þó veita um 6 hundruð manns at- vinnu nú.“ Bætti Sigurður því við að stjórn Landssambands iðnaöarmanna hefði nýlega ákveðið að verði verðskráning eggja felld undir framleiðsluráðið og sexmannanefnd, muni Landssambandið þegar f stað draga fulltrúa sinn úr nefndinni. EFLING idnaðar SOKN í ATVINNUH 40. HDNÞING ÍSLElf^v Sigurður Kristinsson, forseti Landssamt miðvikudag. Bræla hefur verið á mið- unum og afli því rýr. Kristján sagðist reikna með því að skipið kæmi inn á fimmtudag, ef afli hefði glæðst, en varla tæki því að kalla á Björgvin inn ef afli væri undir 70—80 tonnum. „Það eru líkur á að við fáum fisk úr öðrum togara Söltunarfélags Dalvíkur," sagði hann. „Báðir togarar þeirra, Baldur og Dalborg, fóru á veiðar um síðustu helgi og ætluðu að sigla með aflann. Nú er verið að kanna hvort hægt verð- ur að láta Baldur koma inn strax eftir helgina." Jóhann Antonsson, framkvæmda- stjóri Söltunarfélagsins sagði blaða- manni Morgunblaðsins, að enn sem Frystihúsið á Dalvík voi ir hráeftii á mánudag og fín Dalvík, 27.október. Frá Ömari Valdimarssyni, blaðamanni Mbl. ^ ^™ UM HELGINA verður Ijóst hvort uppsagnir 70—80 starfsmanna hjá frystihúsi KEA á Dalvík koma til framkvæmda á mánudaginn. Kristján Ólafsson útibús- stjóri KEA á Dalvík og forseti bæjarstjórnar þar sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í kvöld, að stjórn frystihússins gerði sér vonir um að fá hráefni til vinnslu strax á mánudag og svo stæðu vonir til að annar togari Útgerðarfélags Dalvíkur, Björgvin, kæmi af veiðum nk. fimmtudag. Ef þetta tvennt tækist yrðu uppsagnirnar afturkallaðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.