Morgunblaðið - 28.10.1983, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983
Minning:
Björn Halldórsson
fv. framkvæmdastjóri
Fæddur 28. júní 1918.
Dáinn 19. október 1983.
Kveðja frá stjórn Sölumið-
stöðvar hraöfrystihúsanna
í dag verður gerð frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík útför Björns
Halldórssonar framkvæmdastjóra
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna. Að loknu hagfræðiprófi frá
Harvard-háskólanum í Bandaríkj-
unum, hóf hann árið 1947 störf hjá
SH. Björn var fljótlega ráðinn
framkvæmdastjóri og helgaði
hann samtökunum og íslenzkum
hraðfrystiiðnaði krafta sína með-
an heilsa hans leyfði. Hann lét al
störfum vegna heilsubrests árið
1977.
Þegar Björn Halldórsson réðst
til SH höfðu samtökin ekki slitið
barnsskóm sínum. SH var stofnuð
í febrúar 1942. Á þeim tíma stóðu
átök seinni heimsstyrjaldarinnar
sem hæst. Svigrúm manna til
frjálsra athafna í framleiðsu- og
sölumálum frystra sjávarafurða
var þar af leiðandi afar lítið. Það
er ekki fyrr en friður kemst á í
heiminum árið 1945, sem unnt er
að huga að þessum málum af full-
um krafti. Það er því við upphaf
hins nýja tíma sem Björn ásamt
öðrum hefur brautryðjendastarf í
þágu íslenzks hraðfrystiiðnaðar.
Hann var einn þeirra, sem átti
ríkan þátt í að móta þá fram-
leiðslu- og sölustefnu í frystingu
sjávarafurða á íslandi, sem átti
eftir að gjörbreyta atvinnuháttum
landsmanna og lífskjörum til hins
betra. Þáttur brautryðjendanna
verður seint fullmetinn.
í 30 ár starfaði Björn Halldórs-
son sem framkvæmdastjóri hjá
SH einkum á sviði framleiðslu- og
sölumála. Að hætti margra mætra
manna kaus hann að vinna störf
sín í kyrrþey út á við, en í þágu
samtakanna lagði Björn sig allan
fram við að efla og bæta hag
frystihúsanna. Mikið skipulags-
starf var unnið frá grunni til að
laga framleiðslu frystra sjávaraf-
urða að kröfum og þörfum neyt-
enda á erlendum mörkuðum.
Þarna var um að ræða framleiðslu
tuga þúsunda smálesta frystra af-
urða, sem varð að selja á mestu
samkeppnismörkuðum heimsins. í
þessu starfi þurfti að tengja sam-
an, samræma og tryggja fram-
leiðslu gæðavöru í tugum frysti-
húsa víðs vegar um landið. í þeim
efnum komu hæfileikar Björns
Halldórssonar vel í ljós. Hann var
glöggur á aðalatriðin og úrræða-
góður. Samstarf hans við frysti-
húsamenn var alla tíð mjög gott.
Oft átti hraðfrystiiðnaðurinn við
ramman reip að draga heima fyrir
og erlendis. Reyndi þá á þol þeirra
sem stóðu í fremstu víglínu.
Á starfsferli Björns Halldórs-
sonar varð íslenzkur hraðfrysti-
iðnaður stóriðnaður á heimsmæli-
kvarða. Hann átti ríkan þátt í
þessari þróun, ásamt nánum sam-
starfsmönnum og frystihúsa-
mönnum innan SH.
Við hlið hans stóð frú Marta
Pétursdóttir sem lagði lífsstarfi
Björns hjá SH það lið, sem krefj-
andi framkvæmdastjórastarf hjá
slíku fyrirtæki útheimtir. Stjórn
SH færir Birni Halldórssyni þakk-
ir fyrir ómetanleg störf í þágu
samtakanna og sendir frú Mörtu
Pétursdóttur, börnum og öðrum
aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur.
Andlátsfregn Björns Halldórs-
sonar hefði ekki átt að koma á
óvart svo lengi átti hann við van-
heilsu að stríða. Allt frá ungum
aldri var þeim ljóst sem umgeng-
ust hann og þekktu að þrátt fyrir
góðar gáfur og fríðleika, sem af
bar, þá hafði honum ekki hlotnast
líkamshreysti í vöggugjöf.
Heilsubrestur er þungur kross
að bera. Sú hugsun er áleitin nú
þegar Björn Halldórsson er allur,
að við samferðamennirnir sem
höfum notið heilbrigðinnar höfum
ef til vill — í önn daganna — ekki
lagt okkur nægilega fram við að
létta honum gönguna.
Hann fæddist 28. júní fullveldis-
árið 1918 á Hvanneyri í Borgar-
firði. Foreldrar hans voru skóla-
stjórahjónin Svava Þórhallsdóttir
og Halldór Vilhjálmsson. Björn er
tímamótabarn. Um gjörvallt land-
ið léku þá þjóðlegir menningar-
straumar þrátt fyrir klakabönd
hins harða vetrar. Hann ólst upp í
skjóli foreldra sinna með fjórum
mannvænlegum systkinum, Val-
gerði, Sigríði, Svövu og Þórhalli á
hinu fjölmenna menntasetri þar
sem eldhuginn Halldór Vil-
hjálmsson ruddi braut mörgum
þörfum nýjungum í skóla sínum í
þágu íslensks landbúnaðar. Svava
var hin milda, listelska og um-
hyggjusama móðir þessa stóra
heimilis.
Ógleymanlegar eru heimsóknir
okkar systkinanna í Laufási til
frændfólksins í Borgarfirðinum,
en húsmóðirin á Hvanneyri var
föðursystir okkar.
Síðar lágu leiðir okkar Björns
saman í Réykjavík á skólaárum
beggja. Það orkar ekki tvímælis að
skerpa hans til náms var mikil
þrátt fyrir veila heilsu.
Eftir nám í menntaskóla og
viðskiptadeild Háskólans lá leið
hans til Bandaríkjanna þar sem
hann lauk BA-prófi í hagfræði við
háskólann í Minneapolis, Minnes-
ota 1945. Við Harvard-háskóla í
Massachusetts lauk hann síðan
meistaraprófi í hagfræði 1946.
Af þessu má sjá að Björn setti
merkið hátt og tókst honum með
viljastyrk að ná því á ótrúlega
skömmum tíma.
Árið eftir hóf hann störf hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
stærsta fyrirtæki sinnar tegundar
á íslandi, fyrst sem skrifstofu-
stjóri en síðan 1948 sem fram-
kvæmdastjóri allt til ársins 1977,
er hann lét af störfum sökum
hrakandi heilsu.
Fullyrða má að hæfni Björns og
fágæt prúðmennska hafi notið sín
í vandasömum störfum fyrir það
fyrirtæki sem hann helgaði krafta
sína.
Hinn 28. september 1948 giftist
hann góðri og glæsilegri konu,
Mörtu Pétursdóttur Guðmunds-
sonar, hins mikla athafnamanns
sem kenndur var við fyrirtækið
Málarann í Reykjavík, og konu
hans, Halldóru Samúelsdóttur.
Marta og Björn eignuðust tvö
mannvænleg börn, Pétur, farar-
stjóri, sem giftur er Guðrúnu
Vilhjálmsdóttur, dóttir þeirra er
Marta Sigríður, og Svövu, mynd-
listarmaður, sem gift er Kolbeini
Árnasyni, dóttir þeirra heitir Sig-
ný.
Lengst af bjuggu þau Marta og
Björn á Fjólugötu 19A, þar sem
hún bjó manni sínum sérstaklega
vistlegt og fallegt heimili, þar sem
hann dvaldist löngum stundum
síðustu árin.
Á erfiðum sjúkdómsferli Björns
hefur reynt mjög á fjölskyldu
hans og sérstaklega eiginkonuna.
Henni ber að þakka og votta
dýpstu samúð á sogarstundu svo
og allri fjölskyldu hans.
Agnar Tryggvason
Vinur minn og samstarfsmaður
Björn Halldórsson, framkvæmda-
stjóri, andaðist miðvikudaginn 19.
þ.m. á 66. aldursári.
Kynni okkar Björns hófust á
öndverðum stríðsárunum sfðari,
er við stunduðum nám í viðskipta-
deild Háskóla íslands.
Þegar í byrjun varð okkur
skólabræðrum hans ljóst, að þar
sem Björn fór, var sérstakt snyrti-
menni á ferð, sem tók lítt þátt í
galsa og gaspri sumra okkar
hinna. 011 framkoma hans bar
vott um hógværð, hæversku og
ljúfmennsku. Þessir eiginleikar
fylgdu honum jafnan síðar á
hverju sem gekk í erilsömu og erf-
iðu ábyrgðarstarfi.
Eftir tveggja vetra nám hætti
Björn í viðskiptadeildinni og hvarf
til Bandaríkjanna. Þar hóf hann
hagfræðinám við háskólann í
Minneapolis, sem margir íslend-
ingar hafa stundað nám við, og
Iauk þaðan BA-prófi 1945. Hann
lét þó ekki þar við sitja, en sneri
sér, að BA-prófinu loknu, til hins
þekkta Harvard-háskóla í Cam-
bridge, Massaschusetts og lauk
þar meistaragráðu í hagfræði
1946. Er auðsætt, að hann hefir
sótt námið fast og af þrautseigju
þann tiltölulega skamma tíma,
sem hann eyddi í það, en þraut-
seigja var einn af eðliskostum
hans alla tíð.
Að loknu námi hvarf Björn til
íslands og réðist til Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna 1947. Hófst
þá aðal lífsstarf hans, sem átti
eftir að vara í 30 ár. Fyrst í stað
var hann skrifstofustjóri fyrir-
tækisins, en innan árs var hann
skipaður eini framkvæmdastjóri
þess hér á landi, og starfi fram-
kvæmdastjóra gegndi hann jafnan
síðan eða til ársins 1977, að hann
varð að hætta störfum vegna
heilsubrests.
Er Björn kom til Sölumiðstöðv-
arinnar hafði hún aðeins starfað í
tæp þrjú ár, og ekki slitið barns-
skónum. Hún var enn í örri mót-
un. Frystur fiskur var tiltölulega
óþekkt afurð og útflutningurinn
svo til einungis bundinn við Bret-
land. Stríðinu var lokið og Bretar
teknir að senda togaraflota sinn á
úthafsmið á ný og þurftu ekki sem
fyrr á frystum fiskafurðum frá ís-
landi að halda. Nú varð að hafa
snör handtök. Þáttur hins opin-
bera í þeirri markaðsleit verður
seint vanmetinn, en fyrst og
fremst hvíldi þunginn af henni á
sölusamtökunum sjálfum. Jón
Gunnarsson fór til Bandaríkjanna
og Magnús Z. Sigurðsson til meg-
inlands Evrópu og unnu hvor á
sínu sviði merkilegt brautryðj-
endastarf, sem við enn njótum
góðs af. Hér heima héit Björn
Halldórsson um taumana og var
tengiliður á milli framleiðenda og
framkvæmdastjóranna erlendis.
Gæðamál, birgðamál og almenn
stjórnun fyrirtækisins var í mörg
ár í höndum hans, þó hann nyti
mikilsverðrar aðstoðar stjórnar
Sölumiðstöðvarinnar, sem var
fámenn, og í raun hálfgerð fram-
kvæmdastjórn, líkt og fram-
kvæmdaráð Sölumiðstöðvarinnar
varð síðar.
Birni var einstaklega lagið að
umgangast alla þessa aðila, sem
margir hverjir voru aðgangsharð-
ir og skapmiklir framkvæmda-
menn. Ég held að á engan sé rýrð
kastað, þótt ég segi, að ekki hafi í
annan tíma verið nánara samband
milli framleiðenda og þeirra, er í
markaðslöndunum störfuðu, en í
þá tíð, er Björn annaðist milli-
göngu milli þeirra. Mannkostir
Björns, er ég hefi áður nefnt, auð-
velduðu honum þetta milligöngu-
starf og leiddi það oftast til far-
sælla lykta.
Nú sem fyrr er sífelldur straum-
ur erlendra viðskiptavina Sölu-
miðstöðvarinnar til landsins. Það
hefir því ekki breytzt, en öll að-
staða til að sýna mönnum þessum
gestrisni hefir breytzt mikið. Á
fyrstu áratugum Sölumiðstöðvar-
innar var í raun aðeins eitt hótel
og veitingahús hér í Reykjavík,
sem talist gat boðlegt, og önnur
fyrirgreiðsla við ferðamenn eftir
því. Þau hjón Björn og kona hans,
Marta Pétursdóttir, opnuðu heim-
ili sitt og síðar sumarbústað fyrir
fjölda þessara gesta og veittu
þeim af íslenzkri rausn og gest-
risni í þessa orðs beztu merkingu.
Er ekki að efa að Sölumiðstöðin
hefir notið góðs af því vináttuþeli,
sem þannig skapaðist. Enn í dag
rekst ég tíðum á gamla viðskipta-
vini Sölumiðstöðvarinnar erlendis
og jafnvel afkomendur þeirra, sem
aðeins hafa þekkt þau hjón af af-
spurn, sem minnast þeirra með
hlýhug og þakklæti.
Þetta kom mér aldrei á óvart
því að ég hefi það fyrir satt, og
hefi raunar merkt það sjálfur, að
höfðingsskapur og gestrisni sé
ættarfylgja hjá ættmennum
þeirra hjóna.
Ég veit að ég mæli ekki aðeins
fyrir mína hönd og konu minnar,
heldur líka fyrir hönd hinna fjöl-
mörgu samstarfsmanna okkar
Björns, er ég votta eftirlifandi
konu hans, börnum þeirra hjóna
og öðrum ættmennum mína
dýpstu samúð.
Góður drengur er genginn, en
minningin um hann lifir.
Árni Finnbjörnsson
Harmur. Þetta eina þunga orð
þrengir að huga mínum.
Björn Halldórsson frá Hvann-
eyri er horfinn og eftir er minn-
ingin um góðan frænda. Mann,
sem unni öllu góðu, unni starfi
sínu, heimili og frændfólki. Hann
höfðaði ætíð í huga mínum til þess
manns sem bar það að heita
drengur góður.
í lífsstarfi sínu sem annar
framkvæmdastjóri Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna átti hann þá
samvizkusemi að vinna það sem
rétt var og heiðarlegt, átti þann
metnað, sem allur höfðaði til far-
sældar fyrirtækisins og átti þá
löngun eina að geta ætíð gert sitt
bezta.
Gagnvart heimili sínu og fjöl-
skyldu var umhyggja hans um-
vefjandi og gleði mest. f sumar-
bústaðnum á Þingvöllum fann
hann tilfinningu hvíldar frá eril-
sömu ábyrgðarstarfi. Sú hvíld
höfðaði til víðáttu fjallahringsins
og vatnsins, sem talaði með bárum
sínum og átti á fögrum síðkvöld-
um þegar sólarlagið speglaðist á
vatnsfletinum þá kyrrð, fegurð og
frið, sem hann leitaði. Þessi hvíld
varð að hamingju, sem geislaði frá
brosi hans og fasi.
Þannig kemur minningin um
Bubba, eins og hann var ætíð kall-
aður í okkar hópi, fram í huga
minn.
f samskiptum við Jöfra, gæðing-
inn, leystist úr læðingi bóndinn,
sem bjó með honum, bóndinn sem
varð eitt með sínum hesti „fyrir
utan hinn skammsýna markaða
baug“. Áreiðanlega fann hann
hvernig „æðum alls fjörs er veitt,
úr farvegi einum frá sömu taug“.
Með konu sinni, börnum, vinum
og ættingjum var Björn sá heil-
steypti maður, sem gleymist ekki.
Þar höfðaði allt í fari hans og
hugsun til ábyrgðar, verndar og
elsku.
Bjöm gekk ekki heill til skógar
síðustu árin. Orð og setningar úr
31. Davíðssálmi hljóma í hugskoti
mínu:
„Hjá þér Drottinn leita ég hæl-
is. í þína hönd fél ég anda minn,
þú munt frelsa mig Drottinn, þú
trúfasti Guð. Ég vil gleðjast og
fagna yfir miskunn þinni. Líkna
mér Drottinn."
Líka mér Drottinn. Þannig
hljóðar bænin í þessu orði Heil-
agrar ritningar. I þessu eina fal-
lega orði, að líkna, hygg ég að fel-
ist skilningur, sem ævina þarf alla
til að skilja. Forsendan er að
mæta þjáningunni, sem við öll í
einhverri mynd mætum og skilj-
um þá að það er leiðin, sem hann,
Drottinn Jesús Kristur, gekk og að
í sorginni og þjáningunni getum
við alltaf leitað til hans, leitað
hælis hjá honum. Síðan verðum
við að móta bænarhugsunina sem
höfðar til endurnýjunar: í þína
hönd fel ég anda minn, þú munt
frelsa mig, þú trúfasti Guð. Og að
síðustu að finna og eignast gleði
og fögnuð þeirrar miskunnar
Guðs, sem trúin og bænin gefur
fyrirheit um.
Þegar þessari miskunn og náð
Drottins Guðs er mætt, þá trúi ég
að líkn sé lifuð.
Líkn sigrar.
Ég trúi að sú líkn umvefji nú
Björn Halldórsson. Ég bið að líkn
komi til allra sem syrgja, líkn
komi til Maddýjar, Péturs og
Svövu, líkn.
Líkn sigrar harm.
Halldór Gunnarsson
Að Ieiðarlokum sendi ég góðum
vini, Birni Halldórssyni, fyrrver-
andi framkvæmdastjóra Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna,
hinstu kveðju.
Fyrir 45 árum tengdust fimm
ungir menn vináttuböndum. Björn
Halldórsson er sá fyrsti, sem
hverfur úr hópnum yfir móðuna
miklu. Tveir dveljast nú erlendis
og geta ekki fylgt góðum og trygg-
um vini síðasta spölinn.
Björn Halldórsson var við nám í
Menntaskóla Reykjavíkur þegar
ég kynntist honum fyrst. Hann
bjó þá hjá móður sinni í húsi
frænda síns, Tryggva Þórhallsson-
ar, Laufási. Faðir Björns andaðist
árið 1936. Það, sem vakti strax at-
hygli mína sem annarra, var hvað
inni ungi, fríði piltur frá Hvann-
eyri í Borgarfirði var snyrtilegur
og prúður í framkomu. Við vinirn-
ir sögðum oft í gamni og alvöru, að
hann setti svip á bæinn. Það voru
orð að sönnu. Síðar átti hann eftir
að marka djúp spor í efnahags-
sögu þjóðar sinnar. Björn ólst upp
á Hvanneyri. Hið þekkta menn-
ingarheimili foreldra hans, þeirra
Svövu Þórhallsdóttur og Halldórs
Vilhjálmssonar, skólastjóra á
Hvanneyri í 29 ár, hefur átt ríkan
þátt í að móta þennan unga efni-
lega mann.
Björn var dulur og hlédrægur að
eðlisfari. Honum var lítt gefið að
flíka tilfinningum sínum. Hann
forðaðist að taka þátt I þrasi eða
umræðum um mál er ollu deilum.
Hann beindi kröftum sínum að því
að afla sér sem bestrar menntunar
hérlendis og erlendis til undirbún-
ings fyrir farsælt lífsstarf.
Eftir stúdentspróf 1939 las
Björn við Háskóla íslands. Árið
1943 sigldi hann til Bandaríkjanna
til framhaldsnáms i hagfræði og
tók BA-próf í þeirri grein frá há-
skóla í Minneapolis 1945 og MA-
próf frá Harvard-háskóla 1946, en
eins og kunnugt er, er Harvard-
háskóli einhver virtasta mennta-
stofnun í Bandaríkjunum, og þó
víðar væri leitað.
Að námi loknu fluttist Björn
heim til íslands og stóðu honum
mörg störf til boða. í stórum
dráttum var valið á milli starfa á
vegum hins opinbera eða starfa í
þágu atvinnuvega. Björn valdi hið
síðarnefnda. Árið 1947 hóf hann
störf hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna og varð framkvæmda-
stjóri Sölumiðstöðvanna árið 1948.
Því starfi gegndi hann þar til árið
1977, er hann neyddist til að hætta
störfum vegna veikinda. Þá átti
hann að baki um áratuga braut-
ryðjandastarf.
Það var mikið lán fyrir íslensku
þjóðina, er frystihúsaeigendur
bundust samtökum árið 1942 um
sölu á hraðfrystum sjávarafurð-
um. Ég hafði tækifæri til að fylgj-
ast með uppbyggingu og þróun
þessara sölusamtaka og að mínum
dómi er þetta eitt hið merkasta
fyrirtæki sem íslendingar eiga í
dag og máttarstólpi í velmegun Is-
lendinga undanfarna áratugi.
Það var einnig mikið lán fyrir
þessi samtök, sem voru í mótun,
að fá til starfa jafn hæfan mann
og Björn Halldórsson. Éigendur
Sölumiðstöðvarinnar voru menn
víðsvegar um landið með mismun-
andi sjónarmið og ólíkir persónu-
leikar. Það fór ekki hjá því að
hagsmunir rækjust á og þá þurfti
lægni til að leysa hin daglegu
vandamál og fara bil beggja. Með-
fæddir hæfileikar, heiðarleiki,
samviskusemi og elja ásamt góðri
menntun gerðu Birni kleift að
leysa öll störf vel af hendi og afla
sér virðingar og trausts þeirra
sem við hann áttu viðskipti.
Björn Halldórsson var hógvær
og lítið fyrir að láta á sér bera.