Morgunblaðið - 28.10.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983
13
AUSTURSTRÆTI 17
STARMÝRI 2
Elín Pálsdóttir Flygenring
stóra þátt í að viðhalda. Þannig er
þessi lagagrein ekki sett af mann-
vonsku eins og Gísli virðist halda,
heldur til þess að karlar og konur
njóti sömu mannréttinda, jafn-
réttis, sem „er vitanlega fögur
hugsjón" í augum Gísla.
Jafnréttisráð hefur af veikum
mætti unnið að því að þessi grein
laganna verði virt, en árangurinn
er ekki sem skyidi sbr. starfsaug-
lýsingar dagblaðanna.
Ég bið þann atvinnurekanda hér
með að gefa sig fram við Jafnrétt-
isráð sem hefur orðið fyrir „stappi
og illindum" eða verið „hótað
hörðu" af Jafnréttisráði þegar
hann hefur auglýst kyngreint í
störf. Hins vegar hefur Jafnrétt-
isráð nú tekið upp þann sið, að
taka úrtak úr dagblöðum einn og
einn mánuð og verðlaunað þá með
heiðursskjali sem ekki auglýsa
kyngreint í störf í dagblöðum
landsins. Þetta eru nú allar að-
gerðirnar sem Jafnréttisráð hefur
í frammi vegna kyngreindar aug-
lýsingar. Ekki er það vegna þess
að Jafnréttisráð telji að: „þannig
komi þessi látalæti þeim einum í
koll sem þau eiga að þjóna", held-
ur hefur ráðið talið vænlegra til
árangurs að reyna að útskýra til-
gang greinarinnar, en það hefur
greinilega ekki farið hátt né víða,
kannski ekki von þar sem Jafn-
réttisráð fær ekki fé á fjárlögum
til útgáfu- eða upplýsingastarf-
semi, sem þó ætti að vera eitt að-
alverkefni mannréttindastofnun-
ar sem fer með mál allra lands-
manna.
Að lokum vil ég þakka Gísla J. '
Ástþórssyni fyrir að hafa veitt
mér tilefni til að leiðrétta hinn út-
breidda misskilning um tengsl
Jafnréttisráðs við orðið „starfs-
kraft", en um leið dettur mér í hug
hvort launin hennar Sölku hefðu
ekki verið söm, hvort sem hún var
„verkamaður" eða „starfskraftur"
hjá honum Jóhanni Bogesen.
Reykjavík, 23. október 1983,
EUn Pálsdóttir er framkræmda-
stjóri Jafnréttisráðs.
Hinn nýi söluturn við Ofanleiti í Nýja midbænum.
Magnús Jensson opnar söluturn í Nýja miðbænum:
„Ætla ekki að láta
fólkið bíða eftir mér“
NÝLEGA tók til starfa söluturn í Nýja miðbænum og stendur hann við
Ofanleiti 14, en eigandi söluturnsins er Magnús Jensson byggingameistari.
Magnús sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann væri kom-
inn með þessa þjónustu í hverfið
áður en fólkið kæmi, en hverfið er
nú í byggingu. „Það þykir mikil
bjartsýni að vera á undan, þegar
svona fáir eru fluttir í hverfið, en
ég ætla að taka á móti fólkinu, en
ætla ekki að láta fólkið biða eftir
mér,“ sagði Magnús. Einnig gat
hann þess að söluturninn væri í
leiðinni fyrir marga Háaleitis- og
Fossvogsbúa.
Magnús sagði að söluturninn
væri byggður samkvæmt nútíma-
kröfum og nefndi t.d. að hann væri
með fullkominn ölkæli og öll
drykkjarföng sem seld væru í
versluninni væru kæld.
Húsið er 72 fermetrar að stærð
og arkitekt þess var Einar
Tryggvason. Húsið var skamman
tíma í byggingu, eða um 4 mánuði.
Sagði Magnús að hann hefði byrj-
að að grafa fyrir húsinu þann 26.
maí og söluturninn hefði opnað 23.
september.
Salka Valka var líka mað-
ur - með eða án pípuhatts
— eftir Elínu Páls-
döttur Flygenring
Laugardaginn 22. október birt-
ist í Morgunblaðinu grein eftir
Gísla J. Ástþórsson, undir heitinu:
„Eins og mér sýnist ... “ og und-
irfyrirsögninni: „Nei, Salka gekk
ekki með pípuhatt ... “ .
Grein þessi er nokkurs konar
lýsing á því, hvernig jafnréttis-
hugsjónin tengist móðurmáli, og
þá einkum og sér í lagi orðinu
„starfskraftur".
Tilefni greinarinnar virðist mér
vera frétt frá Noregi, sem ég að
vísu hef ekki séð, um það að Jafn-
réttisnefndin norska" hafi átt
hugmynd að því að útrýma orðinu
„sjómaður" úr tungunni og taka
upp í staðinn annaðhvort „vinnu-
þegi til sjós“ eða „vinnuþegi um
borð“, eins og segir í grein Gísla.
Ekki dettur mér í hug að fara að
svara fyrir það sem „jafnréttis-
nefndin norska“ hefur tekið upp á
að gera, en hins vegar er síðar í
greininni vikið að Jafnréttisráð-
inu hérlendis, og þar vil ég gjarn-
an koma að athugasemdum, vegna
ranghermis og einnig vil ég koma
að skýringu á afstöðu Jafnréttis-
ráðs varðandi kyngreindar auglýs-
ingar.
I grein sinni víkur Gísli að orð-
inu „starfskraftur" og segir þar
orðrétt: „ ... mér er eins og nærri
má geta ofarlega í huga hið for-
kastanlega orðskrípi “starfskraft-
ur“ sem var hafið hér til vegs fyrir |
nokkrum árum, einkanlega að
undirlagi jafnréttisráðs er ég
hræddur um og sem allar götur
síðan hefur verið að þvælast í at-
vinnuauglýsingum dagblaðanna,
engum til góðs og mörgum mann-
inum satt best að segja til sárrar
skapraunar."
Nú efast ég ekki um að Gísli viti
að árið 1976 voru sett lög á Al-
þingi um jafnrétti kvenna og karla
og í 4. gr. þeirra laga segir að störf
sem auglýst séu laus til umsóknar,
skulu standa opin jafnt konum
sem körlum og að óheimilt sé að
gefa til kynna að fremur sé þar
óskað starfsmanns af öðru kyninu
en hinu. í sömu lögum var sett á
stofn Jafnréttisráð til að fram-
fylgja þessum lögum.
Hvergi kemur fram í lögunum
að Jafnréttisráð skuli koma því í
framkvæmd að orðið „starfskraft-
ur“ skuli notað í auglýsingum,
enda hefur Jafnréttisráð ekkert
„Jafnréttisráð hefur
frá upphafi talið að
hið einfalda orð
„maður“ dugi full-
komlega í starfsaug-
lýsingum, enda er
orðið „maður“ sam-
heiti yfir karl og
konu. Það hefur því
frekar komið ráðinu á
óvart hvað orðið
„starfskraftur“ er
mikið notað í aug-
lýsingum, og ef Gísla
er umhugað að leita
uppruna orðsins, vœri
nær að leita hans i
heimi auglýs-
inganna.“
gert til að koma orði þessu á fram-
færi, né heldur hefur það stungið
upp á notkun þess. Jafnréttisráð
hefur frá upphafi talið að hið ein-
falda orð „maður“ dugi fullkom-
lega í starfsauglýsingum, enda er
orðið „maður“ samheiti yfir karl
og konu. Það hefur því frekar
komið ráðinu á óvart hvað orðið
„starfskraftur" er mikið notað í
auglýsingum, og ef Gísla er um-
hugað að leita uppruna orðsins,
væri nær að leita hans i heimi
auglýsinganna. Jafnréttisráð telur
að t.d. orðin: starfsmaður, verka-
maður, járniðnaðarmaður, alþing-
ismaður, afgreiðslumaður, lager-
maður, loftskeytamaður, o.fl. geti
öll átt við konur samkvæmt þeirri
einföldu staðreynd að konur eru
líka menn.
Annað er það atriði sem ég vildi
koma að varðandi grein Gísla, en
hann segir m.a.: „Þó veit ég ekki
betur en að auglýsendur geti lent í
stappi og illindum ef þeir leyfa sér
að sniðganga þetta óhrjálega sam-
heiti og að tilurð þess eða að
minnsta kosti gengi sé afleiðing
skollaleiks sem er augljóslega af
sama toga og vinnuþegavitleysa
norsku jafnréttisnefndarinnar.
Hér uppi á Fróni er atvinnurek-
endum hótað hörðu svo gáfulegt
sem er ef þeir gefa um það
minnstu vísbendingu í auglýsing-
um sínum eftir fólki hvort heldur
það sé kven- eða karlpeningur sem
þeir hafi augastað á. Réttlætinu er
ekki fullnægt að mati jafnréttis-
ráðs ef slíkar upplýsingar koma
fram í texta; og má mikið vera
hvort þetta er ekki í fyrsta skipti í
íslandssögunni sem menn eru
skikkaðir til þess að láta fólk
hlaupa apríl.“
Eins og fyrrgreind 4. gr. jafn-
réttislaganna segir, má atvinnu-
rekandi ekki auglýsa kyngreint í
störf. Fullyrðingin hér að framan
er nokkuð gífuryrt og greinilegt að
höfundurinn hefur ekki velt fyrir
sér tilganginum með setningu
þessarar lagagreinar. Tilgangur-
inn var ekki að reyna að koma á
orðinu „starfskraftur" eins og
skýrt hefur verið frá, heldur að
reyna að vinna að því, að breyta
rótgrónum hugmyndum um skipt-
ingu í karla- og kvennastörf, enda
er hæfni til að gegna flestum
störfum einstaklingsbundin, en
ekki kynbundin. Þetta atriði, hin
kynbundni vinnumarkaður, teng-
ist síðan einu stærsta máli sem
varðar jafnrétti kynjanna, en það
er hið gífurlega launamisrétti,
sem ekki verður neitað að hinn
kynbundni vinnumarkaðu. * 'ínn
laugardag
á báðum
stöðum