Morgunblaðið - 28.10.1983, Side 17

Morgunblaðið - 28.10.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983 17 1. Unnið er að gerð lagafrumvarps á vegum fjármálaráðuneytisins sem á að stuðla að því að efla eigin fjár- mögnun fyrirtækja og hvetja al- menning til þátttöku í atvinnu- rekstri. 2. Fyrirhugaðar eru breytingar á sjóða- kerfi iðnaðarins. Iðnrekstrarsjóður verður lagður niður og starfsemi hans flutti yfir í Iðnlánasjóð. I lánsfjáráætlun rfkisstjórnarinnar hækkar Iðnlánasjóður langmest af stofnlánasjóðum atvinnuveganna á lánsfjáráætlun, en áætlað lánsfé sjóðsins er 210 milljónir króna. 3 Unnið verður áfram að jöfnun starfsskilyrða iðnaðarins eftir þvl sem tök eru á. 4. Nýlega var ákveðið að rekstrar- og/eða framleiðslulán vegna út- flutnings skyldu framvegis vera f SDR-einingum og bera 9,5% vexti. Vextir á endurseljanlegum lánum vegna heimamarkaðar hafa lækkað og eru nú 29%. 5. Um seinustu áramót var verðlag á nokkrum iðnaðarvörum gefið frjálst. Reynslan af þeirri aðgerð hefur verið góð eins og fram kom f könnun Verðlagsstofnunar sl. sumar. Innlendar iðnaðarvörur höfðu almennt hækkað minna en samskonar innfluttar vörur. 6. Fljótlega verður lagt fram laga- frumvarp um útflutningstrygg- ingar, sem mun auðvelda útflytj- endum að reyna fyrir sér á nýjum mörkuðum. 7. Vegna fjárhagsörðugleika nú reynd- ist nauðsynlegt að skera áformaðar virkjanaframkvæmdir og aðrar fjárfestingar f orkumálum niður um 40%. Verkhönnun við Blöndu mun seinka um eitt ár af þeim sök- um. Verulegur árangur af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar Þessu næst hélt Þórður Friðjónsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, er- indi um efnahagsstefnu rlkisstjórnar- innar og áhrif hennar á iðnaðinn. Meg- inniðurstaða hans var þessi: Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru gamalkunn efnahagsúrræði f meg- inatriðum, svokölluð skammtíma >ands Iðnaðarmanna, í ræðustól. MorpinblaðiA/KÖE. launa- og verðstefna: Gengisfelling 1 upphafi, afnám vísitölubindingu launa og strangt verðlagseftirlit. Höfuð- markmið þeirra er að ná niður verð- bólgu og koma á jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd, án þess að til atvinnu- leysis komi. Verulegur árangur hefur náðst á þessum sviðum. Verðbólgan hefur hjaðnað úr 140—150% niður f 20—30%. Horfur eru á að dragi veru- lega úr viðskiptahalla á árinu og ekki hefur komið til teljandi atvinnuleysis, né eru líkur á þvf. En aðalatriðið er það, að auk þessara gamalkunnu efnahagsúrræða hefur ríkisstjórnin boðað verulega stefnu- breytingu í efnahagsmálum. Kjarni hennar er þessi, eins og segir f stefn- uyfirlýsingu rfkisstjórnarinnar: „Festa verði sköpuð með raunhæfri gengis- stefnu, sem ásamt aðhaldssamri fjár- mála- og peningastefnu myndi umgerð ákvarðana í efnahagslífinu. Að loknum aðlögunartíma beri aðilar vinnumark- aðarins ábyrgð á samningum um kaup og kjör f ljósi hinnar opinberu stefnu 1 gengis- og kjaramálum." Þórður telur að tvö atriði hafi ráðið mestu um innlenda verðbólguþróun og hagstjórnarvanda: 1. Almenn eftirspurnarstjórn hefur verið of' undanlátssöm, þ.e.a.s. al- mennum hagstjórnartækjum, ríkis- fjármálum og peningamálum, hefur ekki verið beitt að marki í því skyni að hemja innlenda eftirspurnar- og verðþróun. 2. Völd og áhrif hagsmunasamtaka hafa aukist án þess að samsvarandi ábyrgð væri lögð á herðar þeirra. Þetta kemur m.a. fram í því , að þrýstihópar gera kröfur um betri lífskjör en samanlagður afrakstur efnahagsstarfseminnar stendur und- ir. Það er megininnihald hinnar nýju efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, að sögn Þórðar, að breyta þessu. Þingstörf hefjast klukkan 9.00 f dag. Á milli 11.00 og 12.30 verða haldnir tveir fyrirlestrar, Guðlaugur Stefáns- son, hagfræðingur Landssambandsins, ræðir um umfang, markaðshlutdeild og þróunarhorfur í iðngreinum innan LI, og Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Iðntæknistofnunar fslands, fjallar um erlenda samkeppni og áhrif tækninýj- unga. Eftir hádegi verða tekin fyrir málefni einstakra greina. Ræða Sigurðar verður birt f heilu lagi í biaðinu á morgun. Fjárhagsafkoma iðnfyrir- tækja fer batnandi Að lokinni ræðu Sigurðar Kristins- sonar, sté Páll Flygenring ráðuneytis- stjóri í pontu og ávarpaði fundarmenn. Flutti hann ræðu f orðastað iðnaðar- ráðherra, Sverris Hermannssonar, sem nú situr fund iðnaðarráðherra Norður- landanna í Stokkhólmi. I ræðu iðnað- arráðherra segir m.a.: „Fullyrða má að eftir aðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafi fjárhagsafkoma iðnfyrirtækja farið batnandi. Meðan gert er ráð fyrir rúmum 9% samdrætti í þjóðarframleiðslu vex iðnaðarfram- leiðslan á þessu ári sennilega um 2%. Útflutningur iðnaðarvara vex um 5%, og munar þar mestu um aukinn út- flutning kísiljárns og áls. Búast má við nokkrum samdrætti f vissum greinum iðnaðar, sérstaklega þeim er tengjast byggingariðnaði. Nýsmíðar fiskiskipa verða í algjöru lágmarki." Stjórnvöld og iðnaðurinn Þvf næst var vikið að nokkrum mál- um sem stjórnvöld eru að vinna að um þessar mundir og snerta iðnaðinn beint eða óbeint: *•! U*«5**SANO ION*D*R«AN)tó |fumc iohaoar SOKHI ATVINHUMALUM 40. KWMNG GLIÍNDINeA Markaðsverð á loðnuafurðum getur gefið við- unandi afkomu — segir Kristján Ragnarsson „ÉG HYGG að markaðsverð á mjöli sé nú 8 til 8,10 dollarar á próteinein- ingu og á lýsi 470 til 480 dollarar fyrir lestina. Þetta markaðsverð á að geta gefið veiðum og vinnslu viðunandi af- komu við þessar veiðar. Það nær hins vegar ekki langt út fyrir það tímabil og skilar engu í varasjóði eða tap- rekstur og vanda síðustu tveggja ára. Þessi skip skulda óhemju fé og hafa safnað miklum vanskilum á þessu tímabili,** sagði Kristján Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Morgunblaðiö, er hann var inntur álits á væntanlegum loðnu- veiðum. „Við vitum ekki hve lengi veið- arnar munu standa og við vitum ekki hvað mikið má veiða. Við vit- um ekki hvort leyft verður að veiða 250.000 lestir til áramóta eins og þjóðhagsstofnun hafði reiknað með. Þó það verði leyft, teljum við vafasamt og nánast útilokað að það náist. Það kom fyrir tvö ár í röð, að við gátum nánast engar veiðar stundað í nóvember vegna veðurs. Á þessum árstíma eru veiðarnar stundaðar við vestanvert Norður- land og út af Vestfjörðum, en það eru mjög veðrasöm svæði á þessum tíma. Þess vegna er mjög örðugt að segja til um hve mikið getur veiðzt til áramóta. Helmingur þessara skipa fékk leyfi til síldveiða og fæst hafa fyllt kvóta sinn þar. Ég geri ráð fyrir að þau ljúki síldveiðum sínum áður en þau hefja loðnuveið- ar. Einhverjir munu íhuga þann möguleika að geyma eitthvað af kvóta sínum þar til hrognataka og frysting getur hafizt í marz í vetur. Ákvörðun um það, hvenær kvótinn verður nýttur er að sjálfsögðu í höndum eigenda skipanna, en ég geri ráð fyrir að minni skipin geymi fremur kvóta sinn fram á næsta ár, en þau stærri taki sinn skammt strax vegna þess að nú er loðnan feitust og verðmætust, en á móti kemur að hún er fjær landi og torsóttari," sagði Kristján Ragn- arsson. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Alsteypa í Vík í Mýrdal Mýrdal, 27. október. SAMTÖK sunnlenskra sveitarfélaga fjölluðu nýlega á fundi sínum á Sel- fossi um gerð álsteypuverksmiðju ein- hversstaðar á Suðurlandi. Aðallega með steypu á pönnum til útflutnings í huga og ýmislegt annað gæti komið til greina. Var gengið til atkvæða um staðarval og var samþykkt að staðsetja álsteypuna í Vík ( Mýrdal. Fá Mýrdælingar 3 mánuði til að hugsa sig um, en kanna þarf betur markaðsmál og öflun hlutafjár, áð- ur en endanleg ákvörðun er tekin um staðsetningu verksmiðjunnar í Frekar að okkur vanti fisk en hitt — segir Guðjón B. Ölafsson, fram kvæmdastjóri Iceland Seafood „ÁSTANDIÐ hjá okkur er þannig, að yfirleitt vantar okkur fisk frekar en hitt. Á því eru reyndar undantekn- ingar, sem eru tiltölulega léttvægar. Það má segja að okkur vanti allar pakkningar af þorski. Salan hjá okkur er mjög þokkaleg og nú erum við að fara fram úr því magni, sem við seldum allt árið í fyrra,“ sagði Guðjón B. Ólafsson, framkvæmda- stjóri Iceland Seafood, í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Það er bara ekki nóg, að taka aðeins birgðir hér vestan hafs inn í þetta dæmi. Ég býst við því, að í umræðunni heima sé verið að tala um heildarbirgðir, bæði heima og hér fyrir vestan, og einnig það, sem ógreitt er. Ég hef hér úttekt frá Seðlabankanum frá 7. október og samkvæmt henni voru útflutnings- vörubirgðir og ógreiddur útflutn- ingur til Bandaríkjanna í ágústlok 1982 44 milljóna dollara virði, en í lok ágúst 1983 85 milljóna dollara virði. Sé litið á dæmið á þann hátt fyrir frystihús Sambandsins og Iceland Seafood, er sáralítil aukn- ing hjá okkur milli áranna, kannski upp á eina til tvær milljónir doll- ara,“ sagði Guðjón B. ólafsson. iast eft- timtudag komið væri hefði afli togaranna verið tregur í þessari veiðiferð, enda væri slæmt veður á miðunum. „Ef við eig- um möguleika á að láta frystihúsið fá hráefni, þá gerum við það,“ sagði Jó- hann. „Um það veit ég þó ekki fyrr en eftir helgina." Takist frystihúsi kaupfélagsins á Dalvík ekki að útvega hráefni á mánu- daginn, telur Kristján Ólafsson að at- vinna hér, gæti fallið niður í þrjá til fjóra daga. Nokkurs uggs gætir meðal Dalvík- inga vegna atvinnuástandsins, enda er atvinnulíf á Dalvík afar einhæft, nær engöngu bundið við fiskvinnslu og veiðar. Sfldveiðarnar við Vestmannaeyjar: Sleppa köstum vegna smæðar síldarinnar SJÓMENN í Vestmannaeyjum, sem verið hafa á síldveiðum við eyjarnar undanfarið, hafa sleppt niður köstum, vegna þess að síldin hefur verið of smá, samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Elíasi Björnssyni, formanni sjó- mannafélagsins Jötuns í Vest- mannaeyjum. Ekki sagðist Elías vita hve mikil brögð væru «ið þessu, en hins vegar hefði síldin verið mjög misjöfn að stærð. Það, hvort mikið af síldinni dræpist vegna þessa, sagði Elías að færi eftir því hversu búið væri að þurrka mikið af síldinni, þ.e. hvað búið væri að draga mikið inn af nótinni. Elías sagði að þetta kæmi til af því að síldin sem menn hefðu verið að veiða væri mjög blönduð, mikið væri af millisíld og smærri og menn hefðu ekki haft möguleika á að ná verðmætakvóta með því að halda áfram að veiða smáu síld- ina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.