Morgunblaðið - 28.10.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.10.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. QKTÓBER 1983 15 Khadafy tjáir sig um Grenada: „Bindumst samtökum og gerum innrás í Bandaríkin“ New York, Bonn, og víðar, 27.október. AP. VIÐBRÖGÐ við aðgerðum Bandaríkjamanna á karabísku eyjunni Grenada hafa víðast hvar verið á einn veg, þó svo að hin ýmsu stjórnvöld hafi tekið misjafnlega harða afstöðu. Hafa viðbrögðin verið upp til hópa með fáum undantekningum, á þann veg, að íhlutunin er fordæmd eða gagnrýnd. Páll páfi 2. sagði í gær, að hann óttaðist mjög ástandið á Grenada ekki síður en Líbanon. Helsti and- stæðingur Bandaríkjamanna, Sov- étstjórnin, gat þess, að innrásin væri „glæpur gegn mannkyninu", svo ekki væri minnst á að íhlutun- in varðaði við alþjóðleg lög. Stjórnvöld í Bretlandi vildu ekki gagnrýna Bandaríkjastjórn opin- berlega, en utanríkisráðherrann, Sir Geoffrey Howe, sagði að Bret- ar hefðu aðeins að litlu leyti feng- ið að fylgjast með ætlunum Bandaríkjamanna og þeir hefðu kosið að fá að fylgjast nánar með. Víðast hvar á Vesturlöndum tóku stjómvöld stærra upp í sig. Pierre Mauroy, forsætisráðherra Frakklands, sagði að ekkert gæti réttlætt aðgerðir Bandaríkja- manna og þeir ættu að snáfa heim. Tilkynningar frá yfirvöldum í Sví- þjóð, Danmörku, Grikklandi, ítal- íu og víðar voru á sömu lund. í Vestur-Þýskalandi fjallaði þing- heimur daglangt um innrásina og fulltrúar allra flokka fordæmdu og gagnrýndu hana. Peter Bön- isch, talsmaður stjórnarinnar, sagði að ef stjórnvöld hefðu verið spurð ráða, hefðu þau ráðið Bandaríkjamönnum frá því að leggja til atlögu eins og þeir gerðu. Hans Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra, tók í sama streng, en varaði við of harkalegum við- brögðum. Sagði hann að Vestur- Þjóðverjar mættu ekki láta at- burðinn hafa áhrif á sambúð og samskipti landanna, því Banda- ríkin væru þeirra tryggasti og sterkasti bandamaður. Ríki Suður-Ameríku, Argent- ína, Brasilía og fleiri, fordæmdu árásina og Mið-Ameríkuríkin Venezuela, Kólombía og Mexíkó gerðu það einnig. Viðbrögð Moammars Khadafys, Líbýufor- ingja, voru hin hörðustu, hann hvatti öll riki veraldar til að bind- ast samtökum um að gera innrás í Bandaríkin. Pierre Elliott Trudeau, forsæt- isráðherra Kanada, sagði fyrir hönd stjórnar sinnar, að sér þætti aðgerðir Bandaríkjanna miður, en fáein lönd tóku ekki undir skoðan- ir meirihlutans. Portúgalir sögðu aðgerðir Bandaríkjamanna miða að því að koma á stjórnmálalegu jafnvægi í landinu. Suður-kóresk stjórnvöld sögðu m.a. að aðgerð- irnar hefðu verið óumflýjanlegar Sfmamynd AP. Fidel Castro, Kúbuleiðtogi, befur fordæmt harðlega aðgerðir Bandaríkja- manna og nokkurra karabískra ríkja á Grenada. A myndinni svarar hann spurningum fréttamanna um hugsanleg viðbrögð Kúbumanna. og Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði þær í sam- ræmi við lagabálk Sameinuðu þjóðanna. Japanir sögðust harma innrásina, en skilja vel ástæður Bandaríkjamanna fyrir henni. Loks mælti stjórn Guatemala að- gerðunum bót, sagði þær nauð- synlegar, því skálmöld hafi ríkt í landinu. Víða á Vesturlöndum, og raunar víðar, safnaðist fólk saman við bandarískar sendiráðsbyggingar og hafði í frammi mótmæli. Voru nokkur eintök af bandaríska fán- anum brennd og á nokkrum stöð- um var nokkuð um handtökur, þó ekki hafi komið til alvarlegra átaka. Friðarganga í Finnlandi Helsinki, 27. október. AP. UM 200.000 Finnar tóku þátt í friðargöngum víða um landið í gærkvöldi og kröfftust uppræt- ingar allra kjarnorkuvopna jafnt í austri sem vestri. Friðargöngurnar fóru fram á 100 stöðum í Finnlandi og studdu þær allir stjórnmála- flokkarnir, kirkjan og önnur samtök. Skipuleggjendurnir gerðu sér far um að hafa göngurnar sem ópólitískastar og voru kröfurnar alls staðar þær, að kjarnorkuvopn yrðu upprætt hvar sem þau væru niður komin, austan járntjalds eða vestan. Um 50.000 manns söfnuðust saman á Þinghús- torginu í Helsinki að göngu lokinni þar í borg og er það mesti mannfjöldi, sem þar hefur komið saman. Að sögn lögreglunnar fóru göngurnar allar fram með friði og spekt. Tæplega áttræð kona, sem tekið hafði þátt í göngu þar sem lýst var stuðningi við upp- setningu NATO-flauganna í Evrópu, lést í dag í sjúkrahúsi en hún varð fyrir bíl, sem ekið var inn í gönguna. Var bana- mein hennar hjartaáfall en að sögn lögreglunnar verður beð- ið með kæru á hendur bílstjór- anum þar til ljóst er hvort það stafaði af ákeyrslunni. Karpov vann Tiiburg, 27. október. AP. ANATOLY Karpov, sovéski stór- meistarinn í skák, sigraði á Int- erpolisskákmótinu í Tilburg í Hollandi. í síðustu umferftinni gerðu Karpov og Ljubojevic jafntefli, en biðskák þeirra Port- isch og Vaganians, sem fór í bift, lauk meft jafntefli. Jafnteflið færði Karpov 7 vinninga, hann vann þrjár skákir og gerði átta jafntefli, en tapaði engri skák. Með sigri í biðskákinni hefðu Portisch og mótherji hans skotið sér upp að hlið Karpovs og skipt með honum sigurlaununum. Portisch var talinn vera með betri stöðu er skákin fór í bið, en tókst ekki að fylgja því eft- ir. Karpov hlaut sem fyrr segir 7 vinninga og sigurlaunin voru andvirði 2000 dollara. í öðru til þriðja sæti voru Portisch frá Ungverjalandi og Ljuboje- vic frá Júgóslavíu með 6,5 vinninga hvor. í fjórða til fimmta sæti Vaganian frá Ungverjalandi og Sosonko frá Hollandi með 6 vinninga hvor. í sjötta til áttunda sæti voru þeir Robert Hubner frá Vestur-Þýskalandi, Lev Polugajevski frá Sovétríkjun- um og landi hans Boris Spassky með 5,5 vinninga hver. Ulf Anderson frá Sví- þjóð og Jan Timman frá Holl- andi urðu í níundu og tíundu sætunum með 5 vinninga hvor, Yasser Serevan frá Banda- ríkjunum fékk 4 vinninga og John Van Der Viel frá Holl- andi 3,5 vinninga. ERLENDAR STUTTFRÉTTIR BÖRNIN SVINDLA Lundúnum, 27. október. AP. PÓST- og símamálayfirvöld í Lundúnum hafa í hyggju að setja upp 82.000 nýja almenn- ingssíma. Eru nýju símarnir endurbættir að því leyti, að ekki á að vera mögulegt að stela úr þeim smámynt. Það er ekki að ástæðulausu að ráðist var í verk- efnið, börn og unglingar í Lund- únum hafa mörg hver þokka- legustu tekjur af því að opna lása símanna með ekki merki- legri áhöldum en sælgætis- pakkningum og spýtum af sleiki- brjóstsykri. Talsmaður síma- mála í borginni sagði einn ungl- ing hafa fullyrt nýlega, að hann nældi sér í að meðaltali 17 pund á viku með þessum leiðum. NOREGS- KONUNGURÁ FERÐINNI Osló, 27. október. AP. ÓLAFUR Noregskonungur fer í einkaheimsókn til Lundúna í dag og mun hann dveljast þar til 19. nóvember næstkomandi. Til stendur að sæma hinn áttræða kóng heiðursborgaratign, en hann mun auk þess verða við- staddur ýmsar uppákomur, svo sem afhjúpun minnisvarða um Mountbatten jarl af Burma. KLIFU TINDINN Katmandu, Nepal. 27. október. AP. TVEIR svissneskir fjallgöngu- garpar unnu það afrek í gær, að klífa þriðja hæsta fjallstind ver- aldar, Kanchenjunga, sem er 8585 metrar á hæð. Það tók þá ellefu klukkustundir að príla upp á tindinn frá búðum sínum sem voru í 6600 metra hæð yfir sjáv- armáli. SKIPS SAKNAÐ Peking, 27. október. AP. BANDARÍSKS olíuleitarskips er saknað undan ströndum Kína, í kjölfarið á fellibyl sem gekk yfir svæðið á miðvikudaginn. 79 manna áhöfn er um borð, helm- ingurinn Kínverjar og helming- urinn Bandaríkjamenn. Fjöldi kínverskra flugvéla og skipa hef- ur leitað skipsins, en ekkert hef- ur til þess sést eða heyrst. ÓDÝRIR VINDLAR l.undúnum, 27. október. AP. EIGI alls fyrir löngu var vindill úr eigu Winston Churchills seld- ur fyrir metupphæð á uppboði í Lundúnaborg, nánar tiltekið fyrir 320 pund. Á uppboði hjá Christies í gær gerðist það hins vegar, að tveir heilir vindla- pakkar seldust ekki, þar sem enginn fékkst til að greiða byrj- unarupphæðina, 1000 pund. Allir voru vindlarnir með persónulegu innsigli Churchills, en pakkarnir voru í eigu Muriel Thomsons, sem var hjúkrunarkona fyrrum ráðherrans á árunum 1960 til 1962. Hæsta boðið var aðeins 690 pund og ákvað frú Thomson því að láta vera að selja þá. HERÓÍN í STAÐ EIGINMANNS Islamabad, 27. október. AP. RANNSÓKNARNEFND um eit- urlyfjaneyslu í Pakistan greindi frá því í skýrslu í gær, að all mikið væri um að konur á aldr- inum 20 til 30 ára ánetjuðust heróíni í Pakistan. Var ástæðan talin sú, að eiginmenn þeirra skildu þær eftir meðan þeir fóru til Arabalanda í leit að vel laun- aðri olíuvinnu. Á sumum svæð- um þar sem könnun fór fram voru allt að 70 prósent ungra karlmanna erlendis í vinnu, en eiginkonurnar í mörgum tilvik- um einmana og taugaveiklaðar heima. „Sums staðar hafa verið stofnaðir klúbbar fyrir einmana ungar konur og þar neyta þær heróíns til að láta sér ekki leið- ast,“ sagði í skýrslunni. AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 4. nóv. City of Hartlapool 15. nóv. Bakkafoss 25. nóv. City of Hartlepool 6. des. NEW YORK Bakkafoss 3. nóv. City of Hartlepool 14. nóv. Bakkafoss 23. nóv. City of Hartlepool 5. des. HALIFAX City of Hartlepool 18. nóv. City of Hartlepool 9. des. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 30. okt. Eyrarfoss 6. nóv. Álafoss 13. nóv. Eyrarfoss 20. nóv. FELIXSTOWE Álafoss 31. okt. Eyrarfoss 7. nóv. Álafoss 14. nóv. Eyrarfoss 21. nóv. ANTWERP Álafoss 2. nóv. Eyrarfoss 8. nóv. Álafoss 15. nóv. Eyrarfoss 22. nóv. ROTTERDAM Álafoss 1. nóv. Eyrarfoss 9. nóv. Álafoss 16. nóv. Eyrarfoss 22. nóv. HAMBORG Álafoss 3. nóv. Eyrarfoss 10. nóv. Alafoss 17. nóv. Eyrarfoss 24. nóv. WESTON POINT Helgey 1. nóv. Helgey 16. nóv. LISSABON Skeiðsfoss 21. nóv. LEIXOES Skeiösfoss 22. nóv. BILBAO Skeiðsfoss 18. nóv. NORÐURLÖND/EYSTR- ASALT BERGEN Dettifoss 28. okt. Mánafoss 4. nóv. Dettifoss 11. nóv. Mánafoss 18. nóv. KRISTIANSAND Dettifoss 31. okt. Mánafoss 7. nóv. Dettifoss 14. nóv. Mánafoss 21. nóv. MOSS Dettifoss 28. okt. Mánafoss 8. nóv. Dettifoss 11. nóv. Mánafoss 22. nóv. HORSENS Dettífoss 2. nóv. Dettifoss 16. nóv. GAUTABORG Dettifoss 2. nóv. Mánafoss 9. nóv. Dettifoss 16. nóv. Mánafoss 23. nóv. KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 3. nóv. Mánafoss 10. nóv. Dettifoss 17. nóv. Mánafoss 24. nóv. HELSINGJABORG Dettifoss 4. nóv. Mánafoss 11. nóv. Dettifoss 18. nóv. Mánafoss 25. nóv. HELSINKI irafoss 21. nóv. GDYNIA irafoss 28. okt. írafoss 24. nóv. ÞÓRSHÓFN Dettifoss 29. okt. Mánafoss 19. nóv. VIKULEGAR STRAND5IGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.