Morgunblaðið - 28.10.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983
3
Atvinnulíf Siglfírðinga í hættu
TVÍSÝN staða útgerdar- og (Iskvinnslufyrirtækisins
ÞormóAs ramma hf. á Siglufirði — og þar med megin-
uppistöðu atvinnulífs á staðnum — hefur verið í
sviðsljósinu undanfarna daga.
Fyrirtækið hefur ekki verið í föstum bankavið-
skiptum síðustu vikur og þegar þetta er skrifað er
allsendis óljóst hvort takast muni að greiða út laun í
dag, eins og lög gera ráð fyrir. Fjármálaráðuneytið
hefur ákveðið að setja fyrirtækinu nýja „starfsstjórn"
og fjármálastjóra en Þormóður rammi hf. er að 70
hundraðshlutum í eigu ríkisins.
Fram hefur komið að skuldir fyrirtækisins
nema um 250 milljónum króna og eru þá meðtald-
ar afurðalánaskuldir en nær helmingur ársfram-
leiðslunnar bíður nú útflutnings í frystigeymslum
hins nýja og glæsilega fiskvinnsluhúss Þormóðs
ramma á Siglufirði. Skammtímaskuldir fyrirtæk-
isins eru 50—60 milljónir króna. Lausafjárstaðan
er mjög erfið — einkum vegna erfiðleika útgerðar-
innar. Runólfur Birgisson, skrifstofustjóri Þor-
móðs ramma, sagði blm. Morgunblaðsins frá
dæmi, sem hann taldi vera lýsandi fyrir erfiðleika
fyrirtækisins og fleiri útgerðarfyrirtækja í land-
inu. Fyrir nokkrum vikum kom annar togari
Þormóðs ramma inn með afla fyrir um 700 þúsund
krónur. Olíukostnaður vegna veiðiferðarinnar var
um 500 þúsund krónur, laun um 300 þúsund og þá
var allur annar kostnaður eftir. Áður en búið var
að skipa upp var orðið 100 þúsund króna tap á
veiðiferðinni.
Texti: Ómar Valdimarsson
Myndir: Friðþjófur Helgason
Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður Vöku:
Skrattinn sjálfur má
stjórna fyrirtækinu
— ef hann gerir það vel og heldur því gangandi
„VANDINN er einfaldlega sá, að
fjárfestingin hjá Þormóði ramma hf.
er meiri en rekstur fyrirtækisins
stendur undir,“ sagði Kolbeinn Frið-
bjarnarson, formaður Verkalýðsfé-
lagsins Vöku á Siglufirði, þegar blm.
Morgunblaðsins ræddi við hann um
tvísýnt ástand í atvinnumálum á
staðnum.
Kolbeinn sagði að stjórn verka-
lýðsfélagsins hefði ekki fjallað um
málið eins og það horfði nú við
þótt stjórnarmönnum væri staðan
kunn og því gæti hann ekki talað í
nafni Vöku. „Meginmálið er hins
vegar að fyrirtækið haldi óhindr-
að áfram starfsemi sinni og að allt
sé gert til að halda því áfram,"
sagði Kolbeinn. „Mér er sama þótt
skipt sé um stjórn í fyrirtækinu
vegna stöðu þess núna — mín
vegna má skrattinn sjálfur
stjórna Þormóði ramma, bara ef
hann gerði það vel. Það eru aðal-
eigendur fyrirtækisins, sem nú
vilja skipta um stjórn í því og ég
hef ekkert við það að athuga. Ég
held satt að segja að fækkun
stjórnarmanna úr sjö í þrjá sé
frekar af hinu góða.“
Hann lagði á það áherslu, að að
jafnaði teldi hann eðlilegra að
stjórnendur fyrirtækisins væru
búsettir á Siglufirði. „Það er mín
grundvallarskoðun," sagði Kol-
beinn. „Fjarstýring gengur ekki til
lengdar enda hlýtur þetta að
vera bráðabirgðaráðstöfun og
ákvörðun fjármálaráðuneytisins
hlýtur að þýða, að ákveðið hafi
verið að reka fyrirtækið áfram."
Þormóður rammi hf. hefur verið
mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á
Siglufirði. „Hér hefur orðið mikil
fólksfækkun á undanförnum ára-
tugum," sagði Kolbeinn Frið-
bjarnarson. „Fólksfjöldi stóð þó í
stað á síðasta áratug, einmitt þeg-
ar verið var að byggja upp Þormóð
ramma, sem var stofnsettur um og
upp úr 1970. Þá hafði fólki fækkað
hér um meira en þriðjung frá því
sem var á síldarárunum. Og því
var þannig háttað hér, að ekkert
tók við af sfldinni fyrr en þetta
fyrirtæki var stofnað. Það hljóta
því allir að sjá, hvort sem þeir eru
hér eða í ráðuneytum suður í
Reykjavík, að það gengur engan
veginn að setja þetta fyrirtæki
INNLENTV
Kolbeinn Friðbjarnarson, formaöur
VerkalýAsfélagsins Vöku: Fjarstýring
gengur ekki til lengdar.
undir hamarinn. Um helmingur
íbúanna á Siglufirði á lífsafkomu
sína beinlínis undir rekstri Þor-
móðs ramma."
Kolbeinn sagði að atvinnu-
ástand á Siglufirði hefði verið gott
að undanförnu, t.d. hefði verið
meiri vinna síðari hluta þessa árs
en verið hefði lengi. „Hér hefur
verið aðkomufólk í vinnu og því
man ég ekki eftir síðan á síldarár-
unum. Ég hef trú á að þessi vandi
nú verði leystur. Jafnvel þótt hér
verði stöðvun í einhverja daga
munum við Siglfirðingar ekki
æðrast — við höfum þreyjað þorr-
ann og góuna í tuttugu ár og upp-
lifað atvinnuleysi, sem á sér enga
hliðstæðu hérlendis. Við erum
ýmsu vanir hér — og alltaf bjart-
sýnir,“ sagði Kolbeinn Friðbjarn-
arson.
Líst ekki vel á að láta
fjarstýra frá Reykjavík
— segir Tryggvi Sigurjónsson, trúnaðar-
maður í frystihúsi Þormóðs ramma hf.
„ÉG VERÐ að segja eins og er, að mér
líst ekki vel á að láta fjarstýra þessu
fyrirtæki sunnan úr Reykjavík. Ég held
að það væri betra að mennirnir væru
hér á staðnum. Þessi yfirlýsing ráðu-
neytisstjórans um nýja stjórn í fyrir-
tækinu kom mér mjög á óvart, ég hafði
ekkert um þetta heyrt.“ Þetta sagði
Tryggvi Sigurjónsson, 33 ára starfs-
maður í frystihúsi Þormóðs ramma hf.
á Niglufirði, í samtali við blm. Morgun-
blaðsins.
Tryggvi er trúnaðarmaður verka-
lýðsfélagsins Vöku í frystihúsinu og
bónustrúnaðarmaður þar einnig.
Auk þess hefur hann setið í stjórn
Þormóðs ramma hf. sem fulltrúi al-
mennra hluthafa, þar á meðal Vöku.
Hann sagði að hætt væri við því að
frá og með næsta fimmtudegi legðist
niður vinna í frystihúsinu vegna
hráefnisskorts. „Þá hlýtur að verða
þröngt í búi einhvers staðar, ég tala
nú ekki um ef stoppið verður langt,“
sagði Tryggvi. „Ástandið er ekki gott
eins og er, það er tilfinnanlegur
lausafjárskortur, eins og fram hefur
komið. En í sumar hefur ástandið
verið gott — að minnsta kosti hefur
verið bullandi vinna. Síðasta hálfa
mánuðinn hafa dottið tveir dagar úr
vegna gæftaleysis."
— Hvernig líst þér á að ríkisvald-
ið ætli nú að setja stjórnina af og
skipa embættismannastjórn i stað-
inn?
„Mér líst illa á það — en getur
maður nokkuð sagt? Þeir hljóta að
hafa tekið þessa ákvörðun að yfir-
veguðu máli. En ég vildi gjarnan fá
Tryggvi Nigurjónsson trúnaðarmaður:
Verður þröngt í búi einhvers staðar ef
eitthvert stopp verður.
einhverja skýringu á þessu — maður
hefur ekkert heyrt nema bara laus-
lega.“
Tryggvi, sem hefur unnið hjá
Þormóði ramma hf. f áratug, sagði
að enginn Siglfirðingur mætti við
því að hjólin hættu að snúast hjá
fyrirtækinu. „Fólk gæti farið að
flýja staðinn og við því megum við
ekki — það hefur verið nokkuð stöð-
ug fækkun hér undanfarin ár. En
ætli við þraukum ekki eins lengi og
hægt er.“
Dr. Jóhannes Nordal,
Seðlabankastjóri:
Teljum vaxta-
tökuna fylli-
lega lögmæta
„ÞETTA mál hefur oft verið kannað
og rætt á undanförnum árum og
bankastjórn og bankaráð Seðlabank-
ans hafa talið, að heimild til þessara
vaxtaákvarðana væri ótvíræð," sagði
dr. Jóhannes Nordal, Seðlabanka-
stjóri, í samtali við Morgunblaðið,
þegar hann var inntur álits á þeim
ummælum Alberts Guðmundssonar,
fjármálaráðherra, að Seðlabankinn
bryti lög daglega með vaxtatöku af
innlánsstofnunum.
„í tilefni þessara umræðna nú
hefur málið enn á ný verið kannað
af lögfræðingum bankans, auk þess
sem samband var haft við lögfræð-
inga viðskiptaráðuneytisins um
málið. Niðurstaða athugana lög-
fræðinga bankans var eftir sem áð-
ur sú, að vaxtatakan væri fyllilega
lögmæt,“ sagði dr. Jóhannes Nordal
ennfremur.
Dr. Jóhannes Nordal sagði, að
bankinn hefði óskað eftir staðfest-
ingu viðskiptaráðuneytisins á þeirri
skoðun, sem kemur fram í álitsgerð
bankans. Var svar ráðuneytisins
jákvætt.
„NYJUFILM
SXJORNURNAR
FRÁKODAK!
Nýju 35 mm litfilmurnar frá Kodak,
KODACOLOR VR.skila hlutverki sinu
meö sóma viö ólíkustu skilyröi
litljósmyndunar, enda eiga þær ekki
langt aö sækja frábæra
Jithæfileika“ sína.
'3S
24
24
KOOACOLOR VR 100
er sú skarpasla. mjög
tinkorna og þvi einkar
vel lallin til slækkunar
KODACOLOR VR 200
er *ti f|ólhætasla. Hun
læður jafn vel við mis-
jötn birtuskilyrði sem
óvæntar uppákomur.
KODACOLOR VR 400
er mjög Ijósnæm og tin-
korna og skilar atar lit-
sterkum myndum
KODACOLOR VR 1000
er su allra Ijosnæmasla
- Ftlma nyrra mögu-
leika.
KODAK UMBOÐIÐ