Morgunblaðið - 28.10.1983, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983
Albert Guðmundsson fjármálaráðherra:
„Hvorki hægt að hækka
skuldir né skatta“
Sérstakt hagræðingarátak ríkis og sveitarfélaga fyrirhugað 1984
Fjárlagafrumvarp og lán.sfjáráætlun spegla efnahagsvandann, sem við
blasir, sagði Albert Guömundsson fjármálaráðherra efnislega, í fjárlagaræðu
á Alþingi í gær. Fjárhagslegt svigrúm hins opinbera er þröngt. Ekki er hægt
að auka við erlendar skuldir, ekki yfirdrátt í Seðlabanka og allra sízt álögur
á fólk og fyrirtæki. Eina færa leiðin er að draga saman seglin í ríkisbúskapn-
um. Fjárlagafrumvarpið ber þessum staðreyndum vitni.
ALBERT GUðMUNDSSON,
fjármálaráðherra, sagði megin-
markmið fjárlagafrumvarpsins
þrjú: 1) að vinna gegn verðbólgu
og viðskiptahalla, 2) að gera fjár-
lög raunhæf og marktæk og þar
með virkt hagstjórnartæki á ný og
3) að ná niður útgjöldum ríkisins,
þann veg að skatttekjur megi
lækka um 3,4% frá 1982, eða sem
svari 2,2 milljörðum króna miðað
við óbreyttar skattareglur.
Ráðherra sagði heildarskuldir
þjóðarbúsins 32 milljarða króna,
60,3% af þjóðarframleiðslu, eða
540 þúsundum á hverja 4ra manna
fjölskyldu. Lánsfjáráætlun stefni í
verulega lækkun slíkrar lántöku
1984, eða 1.750 m.kr. lægri lántök-
ur en 1983 og 3.650 m.kr. lægri
lántökur en 1982.
Beinir skattar vóru lækkaðir
um 225 m.kr. á þessu ári. Hækkun
persónuafsláttar og barnabóta á
sl. vori fól það í sér að tekjuskatt-
ur einstaklinga hækkaði aðeins
um 39,8% (frá 1982 til 1983), en
hefði án þessara aðgerða hækkað
um 55%. Hér var á ferðinni veru-
leg skattalækkun, en tekjur hækk-
uðu milli þessara ára um 59%.
Greiðsluhalli fjárlaga 1983
verður um 1.200 m.kr., fyrst og
fremst vegna þess, að verðlags-
forsendur þeirra voru rangar,
gerðu ráð fyrir 42% verðhækkun-
um milli ára I tvöfallt meiri verð-
bólgu. Nú er stefnt að því að fjár-
lög verði raunhæf og virk sem
hagstjórnartæki.
Ráðherra sagði að fjárveitinga-
vald Alþingis hafi verið skert í
raun með „aukafjárveitingum,
sem fjármálaráðherra hefur vald
til að heimila". Vitnaði hann til
viðhorfa ríkisendurskoðunar,
þessefnis, „að kveða verði fastar á
um heimildir framkvæmdavalds
til ákvarðana aukafjárveitinga ...
Ríkisendurskoðun vill benda á, að
lausn á þessu máli gæti verði að
Alþingi tæki fjárlög til endurmats
innan fjárlagaársins." — Ráðherr-
ann benti á sem dæmi þessa, „að
til viðbótar fjárveitingu sem
ákveðin er í fjárlögum (til blaða)
ákvað fyrrv. fjármálaráðherra
upp á sitt eindæmi í maí sl. að
veita blöðunum 3 m.kr. til við-
bótar með aukafjárveitingu".
(Innskot: Morgunblaðið afþakk-
aði).
Ríkisstjórnin hefur samþykkt
að hjá stofnunum ríkisins verði
sparnaður í launakostnaði um
2,5% að raungildi og 5% í öðrum
rekstrargjöldum á næsta ári.
Þessum áformum verður fylgt eft-
ir með ströngu eftirliti með ráðu-
neytum og ríkisstofnunum, sam-
fara gerð greiðsluáætlunar.
Samstarf hefur tekizt milli
Sambands íslenzkra sveitarfélaga
og ríkisins um sérstakt hagræð-
ingarátak í opinberum rekstri á
næsta ári. í undirbúningi er sér-
stök herferð í þessu skyni, sem
kynnt verður fljótlega. Markmiðið
er að leita leiða til bættrar eða
ekki lakari þjónustu með minni
Albert Guðmundsson
tilkostnaði.
Ráðherra hvatti þing og þjóð til
að gera sér glögga grein fyrir því
alvarlega ástandi, sem við blasti,
og nauðsyn þess að fjalla um ríkis-
fjármál með alvöru og ábyrgð.
„Þrátt fyrir þann samdrátt sem
útlit er fyrir í fjármunamyndun á
næsta ári þykir ekki ástæða til að
óttast atvinnuleysi," sagði Albert
Guðmundsson orðrétt, „ef ekki
kemur til óvæntra truflana í at-
vinnustarfsemi í landinu." —
„Ríkisstjórnin leggur mikla
áherzlu á atvinnuöryggi og mun
fylgjast vandlega með þróun
vinnumarkaðarins um allt land,
þannig að unnt verði að grípa til
fyrirbyggjandi aðgerða tímanlega,
ef þurfa þykir."
Geir Hallgrímsson um bráðabirgðalögin:
NeyðarúrræÖi vegna
neyðarástands
— sem Alþýðubandalagið ber höfuðábyrgð á
Geir Hallgrímsson (S) sagði m.a. í
framhaldsumræðu um bráða-
birgðalög rfkisstjórnarinnar, sem
fram fór sl. miðvikudag:
„Það má varpa fram spurn-
ingu, eins og þeirri hvenær áður
hefur það komið fyrir að erlend-
ar skuldir íslendinga hafa numið
60% af þjóðarframleiðslu, að
gjaldabyrði afborgana og vaxta
af þessum erlendu skuldum
nálgist það að fjórða hver króna
í gjaldeyristekjum þjóðarinnar
fari í slíkar greiðslur og geti
þess vegna ekki staðið undir
nauðsynjum þjóðarinnar á líð-
andi stund.
Það má varpa fram spurningu,
eins og þeirri, hve oft hefur legið
eins nálægt því að atvinnufyrir-
tæki landsmanna stöðvuðust og
þúsundir íslendinga gengu at-
vinnulausir án bjargar. En allt
þetta var staðreynd sl. vor og ber
vitni þeim viðskilnaði, sem frá-
farandi ríkisstjórn lét eftir sig
og Alþýðubandalagið ber höfuð-
ábyrgð á. Það er þess vegna ekki
að furða þótt með réttu megi
lýsa efni þess frumvarps, sem
við erum hér að ræða, sem
neyðarúrræði. Ég hef áður sagt
það og ítreka það, að ég tel það
neyðarúrræði að grípa inn í gild-
andi kjarasamninga milli aðila
vinnumarkaðarins, eins og
vissulega er gert með þessu
frumvarpi, bæði því ákvæði þess,
að giidandi samningar skuli
framlengjast til 1. febrúar nk. og
enn fremur því ákvæði, að bann-
að sé að tengja verðbætur við
kaupgjald. Hvoru tveggja þetta
eru neyðarúrræði, en þau rétt-
lætast af því neyðarástandi, sem
ríkjandi var sl. vor. Ef einhver
ber ábyrgð á þeim neyðarúrræð-
um þá eru það þeir sem bera
ábyrgð á neyðarástandinu sem
komið var. En þar er helst til
sakar að sækja A Iþýðubandalag-
ið og formælendur þess.
Geir Hallgrímsson
Það hefur komið sérstaklega
fram að fulltrúar launþega hafa
sett fyrir sig að kjarasamningar
eru framlengdir til 1. febrúar nk.
og þar af leiðandi taka nýir
kjarasamningar ekki gildi fyrr
en eftir þann tíma.
Ég hef áður vakið athygli á því
að það er unnt þegar í stað að
semja um öll önnur ákvæði
kjarasamninga, en kaupliði. Ei.
jafnvel þótt um víðtækari samn-
inga væri ekki að ræða þá er
spurningin þessi, er það of lang-
ur tími, samkv. reynslu, að ætla
sér um þrjá mánuði til gerðar
nýrra kjarasamninga? Ég held
að reynslan sýni, að það veiti
ekkert af þeim þremur mánuð-
um, sem nú eru til stefnu og
kjarasamningum verði vart lok-
ið fyrr en að þrem mánuðum
loknum. Þess vegna má ef til vill
segja að það saki ekki þótt þessi
tímamörk séu ekki í lögum,
vegna þess að aðilar vinnumark-
aðarins, munu ekki hvort eð er
ganga frá nýjum kjarasamning-
um fyrr en eftir þennan tíma.
Alþýðusamband íslands og
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja hafa gert ályktun um ýms-
ar úrbætur, atvinnuvegum
landsmanna til handa svo og
ýmsar úrbætur í efnahagsmál-
um, sem eru góðra gjalda verðar,
og Vinnuveitendasamband ís-
lands, hefur óskað eftir viðræð-
um aðila vinnumarkaðarins
varðandi þessar tillögur. Hér er
um grundvallar tillögu að ræða,
að vísu færðar í búning al-
mennra orða og því hafa for-
mælendur Alþýðusambands ís-
lands og Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja verið spurðir um
hvað vaki fyrir þeim og þeir
beðnir um nákvæmari skýringu
á þessum annars svo merkilegu
tillögum.
Því miður hafa þær skýringar
ekki komið enn. Hér er um svo
mikilvæg mál að ræða, að ég tel
ákaflega æskilegt að viðræðu-
aðilar vinnumarkaðarins og ef
æskilegt þykir, fulltrúa ríkis-
valdsins um útfærslu þeirra eigi
sér stað sem allra fyrst og geng-
ið sé í það mál. Að vísu eru þess-
ar úrbætur, sem um er rætt I
þessari tillögugerð þess eðlis að
árangur þeirra kemur ekki fram
fyrr en á lengri tíma og skapar
þess vegna ef til vill ekki aukið
svigrúm fyrir kjarasamninga
fyrr en að nokkrum tíma liðnum.
Én orð eru til alls fyrst og það er
alveg sjálfsagt að nota tímann
til þess að unnt sé að leggja
grundvöllinn að kjarasamning-
um, þótt síðar verði, sem hafi í
för með sér raunverulega kjara-
bót launþegum til handa."
Ragnar Arnalds:
„Alltof stór hernaðarflug-
stöð á Keflavíkurflugvelli“
ENGINN neitar tilvist erfið-
leika, sagði Ragnar Arnalds
(Abl.), fyrrv. fjármálaráðherra, í
fjárlagaumræðu á Alþingi í gær.
Aflasamdráttur og alþjóðleg
kreppa segja vissulega til sín.
Tímabundinn samdráttur ríkis-
tekna réttlætir þó ekki að reka
ríkissjóð með halla.
Fjárlagafrumvarpið, sem er
spegill stjórnarstefnunnar, sýnir
afgerandi stefnubreytingu í
ráðstöfun sameiginlegra fjár-
muna. Félagslegir þættir, sem
fyrri ríkisstjórn lagði megin-
áherzlu á, eru hornrekur nú.
Sama gildir um menningar- og
listastarfsemi. Aðrir útgjalda-
liðir eru komnir til sögunnar.
Dæmigerð fyrir þá er „alltof stór
hernaðarflugstöð á Keflavíkur-
flugvelli". Hún tekur 104,5 m.kr.
í frumvarpinu, sem dugað hefði
til að hækka félags-, menningar-
og listaþætti þess um 35%.
Afnám skatts af skemmtiferð-
um til útlanda rýrir og ríkis-
sjóðstekjur. Þar hefði mátt ná í
50 m.kr., t.d. til Lánasjóðs ís-
lenzkra námsmanna.
Forsendur fjárlagafrumvarps-
ins byggjast á áframhaldandi og
aukinni kjaraskerðingu út allt
komandi ár. Gert er ráð fyrir
15% launahækkunum milli ára
en 26% hækkun skatta, sem er
íþynging.
Ragnar Arnalds vék að versn-
andi stöðu ríkissjóðs 1983. Hún
ætti rætur í þrennu: 1) fram-
kvæmd vegaáætlunar án þess að
leggja á samsvarandi skattstofn,
til að standa undir kostnaði, eins
Ragnar Arnalds
og fyrri stjórn hefði áform um,
2) 450 m.kr. „mildandi aðgerð-
um“, samhliða bráðabirgðalög-
um, 3) lækkun tolla og niðurfell-
ingu skatts á utanferðir. En
þetta vóru ákvarðanir núverandi
ríkisstjórnar.
Ragnar sagði að nú væri í
fyrsta sinn gert ráð fyrir er-
lendri lántöku til a-hluta ríkis-
geirans.
Hann spurði einnig, varðandi
ráðgerðan sparnað, hvort ætti að
segja um fjölda ríkisstarfs-
manna eða lækka kaup þeirra
umtalsvert? Ef ekki fást svör er
ráðgerður sparnaður meira og
minna út í hött.