Morgunblaðið - 28.10.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983
5
Hvalvík-
in fer með
skreið
til Nigeríu
í NÆSTTJ viku byrjar
Hvalvíkin að lesta skreið um
allt land. Verða það um
40.000 pakkar, mest hausar.
Að lestun lokinni heldur
Hvalvíkin með farminn
beint til Nígeríu og verður
það í fyrsta sinn á þessu ári,
sem íslenzkt skip fer alla
leið þangað með skreið.
Að sögn ólafs Björnssonar,
stjórnarformanns Skreiðar-
samlagsins, verður farmurinn
að mestu hausar á vegum
Skreiðarsamlagsins og Sam-
bandsins, en hlutur Skreiðar-
samlagsins í þessari sendingu
er nokkru staerri en Sam-
bandsins. Sagði Ólafur, að
með þessari sendingu færu
allir þeir hausar, sem tilbúnir
eru í landinu, utan og yrði
farmurinn að minnsta kosti
40.000 pakkar. Hvalvíkin ætti
að byrja að lesta í Vest-
mannaeyjum í næstu viku og
halda síðan austur um í hring-
ferð um landið.
ólafur sagði ennfremur, að
hvað annan útflutning varðaði
sæti enn allt við hið sama.
Einhver hreyfing væri á út-
flutningi á leyfum fráfarandi
ríkisstjórnar og biðu menn nú
þess, að nýja stjórnin yrði
skipuð og horfðu með nokk-
urri von til framtíðarinnar að
því loknu.
Farsóttir í borginni
í ágústmánuði:
Hálsbólga,
kvef og
lungnakvef
algengustu
kvillarnir
ALGENGUSTU farsóttir í
Reykjavfkurumdæmi í ág-
ústmánuði voru kvef, háls-
bólga, lungnakvef og fleira,
en af þeim kvillum greindust
636 tilfelli, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá
embætti borgarlæknis. Þá
má nefna að af flatlús
greindust 23 tilfelli, 8 tilfelli
af lekanda og 1 tilfelli af
sárasótt.
Önnur algengasta meinsemdin
sem hrjáði borgarbúa var iðrakvef
og niðurgangur, en 118 þjáðust af
þeim sjúkdómum. Þá fengu 52
lungnabólgu, 47 streptokokka-
hálsbólgu og skarlatssótt, 12
fengu hlaupabólu og 19 inflúensu.
Af öðrum kvillum má nefna að 2
þjáðust af einkirningasótt, 1 fékk
kíghósta, 3 rauða hunda, 7 hettu-
sótt, 2 matareitrun af völdum
baktería og 5 annars konar matar-
eitrun. Loks má nefna að í einn
sjúkling í umdæminu hljóp kláði.
Höfdar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
samið.
Ef þig vantar alfatnað
þá getur þú nú samið
aiborm««“”
Ef þessi kaup væru gerö í dag gætu afborganirnar verið
til dæmis svona:
Fyrsta afborgun 1. des. ’83,
önnur afborgun 1. jan. ’84,
þriðja afborgun 1. febr. ’84.
Til greina koma ýmsir aörir greiösluskilmálar ef verzlað
er fyrir kr. 6.000,- og meira. Þá minnum viö viöskiptavini
okkar á 10% staögreiösluafsláttinn sem viö veitum ef
verzlað er fyrir kr. 6.000,- og meira. Við tökum kredit-
kort og aðrar sambærilegar tryggingar.
Dæmi:
Föt m/ vesti
Skyrta
Bindi
Samtals 6.510
Nýtt: Klæöskeraþjónusta á staönum ^
__ , , , EURQCARC
NU GETUR ÞU GERT FIN KAUP A FINU FOTUNUM FRA TIL DAGLEGRA N0TA