Morgunblaðið - 28.10.1983, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983
Minning:
Guömundur Árna
son yfirlœknir
Fæddur 28. nóvember 1925
Dáinn 18. október 1983
Guðmundur Árnason yfirlæknir
á Akranesi lést 19. þessa mánaðar
eftir langvarandi og erfið veikindi
sem hann bar af æðruleysi, eins og
vænta mátti af honum.
Ég undirritaður bar gæfu til
þess að vera starfsfélagi Guð-
mundar um átta ára skeið á
Sjúkrahúsi Akraness, eftir að
hann fluttist þangað með fjöl-
skyldu sína í október 1973 og gerð-
ist yfirlæknir lyfjadeildar sjúkra-
hússins.
í þessu nýja starfi kom strax í
ljós, að þar var á ferðinni góður
fagmaður og var hann jafnvígur á
hvort sem var skipulagsmál eða
sjálft læknisstarfið. Guðmundur
var þekktur fyrir það hjá okkur
starfsfélögum hans að finna fljótt
og hafa næmt auga fyrir réttum
sjúkdómsgreiningum. Er ekki
ofmælt að allir fundu, að þar fór
traustur maður í starfi, og gilti
það jafnt um starfsfélaga sem og
starfsfólk og sjúklinga.
Guðmundur var trúr og dyggur
starfsmaður og bar mjög fyrir
brjósti vöxt og viðgang sjúkra-
hússins. Hann átti mörg áhuga-
mál og þá fyrst og fremst í heil-
brigðismálum, og var þar gott
jafnvægi milli áhugamannsins og
raunsæismannsins í honum sjálf-
um. Hann hugsaði einnig mikið
um mörg önnur mál en þau sem
sneru að hans fagi og má þar
nefna áhuga hans á þjóðmálum,
listum og bókmenntum, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Guðmundur var kvæntur ágæt-
iskonunni Stefaníu Þórðardóttur,
sem bjó honum fallegt og hlýtt
heimili, og var ávallt ánægjulegt
að sækja þau heim og eiga með
þeim góða kvöldstund eftir erfiðan
vinnudag og ræða um menn og
málefni.
Nú að leiðarlokum kveð ég Guð-
mund og þakka honum fyrir
stuðning við mig í lífi og starfi og
einnig velvilja hans til fjölskyldu
minnar. Og ég óska góðum vini og
félaga farsældar, þegar hann nú
lempir upp í ferðina löngu.
Eg votta eftirlifandi eiginkonu
og sonunum tveimur dýpstu sam-
úð mína og fjölskuldu minnar.
Megi það vera ykkur huggun að
þig syrgið mætan eiginmann og
föður, sem hefur skilað miklu og
góðu ævistarfi.
Blessuð sé minning hans.
Arni Ingólfsson
Kveðja frá Rotary-
klúhhi Akraness
Guðmundur Árnason hóf störf
sín sem yfirlæknir við sjúkrahúsið
á Akranesi á árinu 1973. í apríl
1974 gerðist hann félagi í Rotary-
klúbbi Akraness og var félagi f
honum til æviloka. Hann var for-
seti klúbbsins starfsárið 1981—’82
og nokkrum árum áður gegndi
hann ritarastörfum.
Þjónustuhugsjónir Rotary féllu
vel að lífsskoðun Guðmundar
Árnasonar. Hann var frá upphafi
mjög virkur í starfi klúbbsins —
traustur og skyldurækinn félagi
— þar til hann varð að leggjast
inn á sjúkrahús í mars sl. Mér er
Guðmundur sérstaklega minnis-
stæður frá árinu, sem hann gegndi
störfum forseta. Hann tók upp
ýmsar nýjungar svo félagslífið
yrði fjölþættara og skemmtilegra
og lagði áherslu á að sérhver fé-
lagi fyndi verkefni við sitt hæfi og
hefði sem mesta ánægju af veru
sinni í klúbbnum. Hann átti sér
drauma um enn meiri nýjungar,
hvort sem þær komast í fram-
kvæmd eða ekki. Guðmundur var
alltaf reiðubúinn til að takast á
hendur ferðalög með klúbbnum
eða fyrir hann og vinna önnur þau
störf, sem hann taldi klúbbnum til
eflingar. Það var honum brenn-
andi áhugamál að sem mestur ár-
angur næðist í félagslífinu og
starfið yrði mikið og vaxandi. A
glæsilegu heimili sínu hélt hann
oft klúbbmót, þar sem rædd voru
ýms innri mál klúbbsins og
ákvarðanir undirbúnar fyrir al-
menna fundi. Klúbbmót þessi voru
okkur öllum, sem þau sóttu, mikl-
ar ánægjustundir. Þar bar margt
á góma og gestrisni var mikil og
alúðleg hjá þeim hjónum báðum.
1 Rotaryklúbbnum flutti hann
af og til erindi eða las upp valið
efni. Allt var þetta sérlega vel
undirbúið og smekklega gert.
Kemur mér m.a. í hug erindi, sem
hann flutti fyrir nokkrum árum á
fundi í Rotary, sem haldinn var
með heimilisfólkinu á Dvalar-
heimilinu Höfða, og fjallaði um
ævikvöldið og þau vandamál, sem
því eru samfara. Þar kom fram
mikil þekking og næmur skilning-
ur á þörfum hinna eldri borgara.
Allt til hins síðasta fylgdist hann
vel með störfum Rotary og ræddi
við okkur félaga sína, sem litum
inn til hans á sjúkrahúsið, um
starfið í klúbbnum.
Rotaryklúbbur Akraness vill að
leiðarlokum þakka Guðmundi
fyrir mikil og góð störf í þágu
klúbbsins, vináttu og ágæta for-
ystu. Við félagar hans hörmum
allir að sjá á bak þessum hógværa
og góða félaga og mikla mann-
kostamanni, svo langt um aldur
fram. Við flytjum Stefaníu,
drengjunum og öðrum vanda-
mönnum einlægar samúðarkveðj
ur.
Dan. Ágústínusson
Mágur minn, Guðmundur Árna-
son, yfirlæknir lyfjadeildar
sjúkrahússins á Akranesi, verður
jarðsunginn í dag. Með honum er
fallinn í valinn hæfileikamikill
læknir og einstaklega góður
drengur.
Þótt kallið hafi komið alltof
snemma og hann hafi átt margt
ógert, lauk hann samt stóru dags-
verki. Þar um vitnar meðal annars
stór hópur fyrrverandi sjúklinga
hans, sem virtu hann og dáðu. Það
er mikil gæfa að lánast að hjálpa
og lækna jafn marga við mismun-
andi aðstæður og Guðmundi auðn-
aðist.
Guðmundur fæddist að Kjarna í
Arnarneshreppí 28. nóvember
1925, sonur hjónanna Árna
ólafssonar, síðar sýsluskrifara á
Akureyri, og Valgerðar Rósink-
arsdóttur, Guðmundssonar frá
Æðey. Hann fluttist ungur með
foreldrum sínum til Akureyrar
þar sem hann ólst upp. Á sumrin
vann hann í vegavinnu og við síld-
arverksmiðjuna í Krossanesi en
var í MA og síðar í læknadeild HÍ
á vetrum. Stúdentsprófi lauk hann
1945 og varð cand. med. frá Há-
skóla íslands 1953. Að loknu
kandídatsprófi hóf hann störf sem
aðstoðarlæknir hjá héraðs-
lækninum á Egilsstöðum. Það var
stórt hérað og yfirferð gat verið
erfið. Þar fékk Guðmundur
ákveðna reynslu og þekkingu á lífi
fólks í strjálbýlu héraði, sem hann
mat mikils. Eftir hálfs árs dvöl á
Egilsstöðum varð Guðmundur að-
stoðarlæknir við Rannsóknarstofu
Háskóla íslands en 1956 heldur
hann til Kaupmannahafnar, þar
sem hann var við framhaldsnám í
einn vetur. Eftir það fer hann til
Svíþjóðar til starfa og er við fram-
haldsnám í lyflækningum. Þar
lauk hann sérfræðinámi 1965. Yf-
irlæknir á lyflæknisdeild sjúkra-
hússins á Akranesi varð Guð-
mundur 1973 eftir nokkurra ára
störf á Borgarspítalanum.
Eftirlifandi konu sinni, Stefaníu
Þórðardóttur, fóstru, kvæntist
Guðmundur 10. september 1955.
Foreldrar hennar voru hjónin
Anna Hallmundsdóttir og Þórður
Brynjólfsson, starfsmaður
Reykjavíkurhafnar.
Þau hjón voru samhent í lífinu.
Stella þjó þeim fagurt heimili,
hvar sem þau voru. Heimili þar
sem list og frábær smekkur var í
öndvegi. Þess naut Guðmundur í
ríkum mæli og hafði ánægju af að
fá gesti. Heimili þeirra var alltaf
opið ættingjum og vinum. Það ein-
kenndist af gestrisni og góðvild. Á
náms- og starfsárum Guðmundar
í Svíþjóð dvöldu þau víða og alls
staðar komu þau sér svo fallega
fyrir að athygli vakti. Á Akranesi
keyptu þau sér hús, sem Stella
endurskipulagði og var orðið eitt
fallegasta heimili sem ég hef kom-
ið á.
Áhugaefni Guðmundar voru
fyrst og fremst á sviði lækninga
og heilbrigðismála. Skipulagsmál
spítala og heilbrigðisþjónustu lét
hann mikið til sín taka. Þar kom
hann fram með nýjungar sem
teknar voru í notkun fyrir nokkr-
um árum. Hann sat margar
læknaráðstefnur á Norðurlöndun-
um. Var formaður læknafélags
Vesturlands frá 1977.
Guðmundur var miklum gáfum
gæddur, fjölmenntaður og traust-
ur. Hann var listhagur og fær
teiknari, einstaklega samvisku-
samur og gekk að hverju verki af
einlægni og krafti. Ritaði mikið í
innlend og erlend læknarit. Hann
vann brautryðjandastarf við frá-
gang á skráningu á veikindum
starfsmanna hjá ríki og bæ þegar
hann var trúnaðarlæknir ýmissa
stofnana Reykjavíkurborgar og
ríkisins 1970-1973.
Guðmundur hafði alla tíð mik-
inn áhuga á landinu okkar, með-
ferð þess og ræktun. Þau hjónin
komu sér upp sumarbústað við
Sogið. Þar ræktuðu þau garðinn
sinn, plöntuðu trjám og byggðu
fallegt hús. Voru þau þar öllum
stundum þegar færi gafst.
Tvo myndarsyni eignuðust þau
hjón, Guðmund Þórð 17 ára og
Ólaf Skúla 15 ára. Báðir eru þeir í
skóla, efnilegir náms- og íþrótta-
menn.
Guðmundur var rólegur og
æðrulaus til hinstu stundar. Hann
vissi að ekkert fengi breytt rás
lífsins. Af einstökum dugnaði og
kvenlegum næmleik hjúkraði
Stella honum þar til yfir lauk.
Ég kveð Guðmund vin og bróð-
ur. Megi Guð hugga og blessa
Stellu og synina tvo.
Hjörtur Eiríksson
Kveðja frá Sjúkra-
húsi Akraness
Árið 1973 var Guðmundur
Árnason ráðinn yfirlæknir við lyf-
lækningadeild sjúkrahússins hér á
Akranesi og gegndi hann því
starfi æ síðan.
Það var á haustdegi sama ár
sem Guðmundur kom til starfa við
Sjúkrahús Akraness en sá andi
sem hann flutti með sér var þó
ekki þeirrar árstíðar. Það var andi
framfara, umbóta og grósku —
andi vorsins eða vormannsins,
sem átti eftir að setja mark sitt á
störf hans hér. Þau störf höfðu
þau markmið að unnt yrði að bæta
sjúkum mein sín í auknum mæli
og koma í veg fyrir sjúkdóma en
sá þáttur læknisstarfsins var hon-
um sérlega hugleikinn.
Brátt varð ljóst, að Guðmundi
var sýnt um stjórnun. Hann lagði
kapp á að efla sjúkrahúsið í hví-
vetna. Hann vann ötullega að því
að nýbyggingu sjúkrahússins yrði
sem fyrst lokið en framkvæmdum
við hana hafði miðað hægt um
skeið.
Brátt komst meiri skriður á
þessa framkvæmd og varð henni í
aðalatriðum lokið árið 1979. Guð-
mundur lagði sig fram að færa
starfsemi deildar sinnar til betri
vegar og hvatti starfsfólk sitt til
dáða á því sviði. Jafnframt var
honum annt um, að aðstaða
starfsfólksins væri bætt svo sem
unnt var svo og aðbúð sjúklinga og
öll þjónusta við þá. Hann leitaðist
við að búa sem best hið nýja hús-
næði er deild hans flutti í árið
1977.
Guðmundur varð brátt forystu-
maður lækna sjúkrahússins. Hann
var þrisvar kjörinn formaður
læknaráðs, síðast í apríl 1982 og
gegndi því starfi á meðan kraftar
entust. Á þessum vettvangi sem
öðrum hélt hann uppi þróttmiklu
starfi og hafði frumkvæði um
margar nýjungar er til bóta
horfðu.
Auk yfirlæknisstarfsins gerðist
Guðmundur trúnaðarlæknir Járn-
blendiverksmiðjunnar á Grund-
artanga og annaðist skoðanir
starfsfólks, ekki síst m.t.t. hugs-
anlegra atvinnusjúkdóma, og fékk
því framgengt, að góður tækja-
kostur var útvegaður til þessara
nota. Ég tel, að þarna hafi hann
unnið mikilvægt brautryðjanda-
starf.
Guðmundur tók þátt í félags-
störfum. Hann sat í Félagsmála-
ráði Akraness, var félagi í Rotary-
-klúbbi Akraness og gegndi þar
forsetaembætti. Formaður
Læknafélags Vesturlands var
hann eitt kjörtímabil og fræðslu-
fulltrúi þess félags. Þar var hann
ætíð virkur félagi og hefir stjórnin
óskað eftir að koma á framfæri
þakklæti fyrir störf hans í þágu
félagsins.
Það, sem mér fannst mest áber-
andi í fari Guðmundar Árnasonar
sem læknis var þekkingarleit, við-
leitni hans til að auka þekkingu
sína og annarra á læknisfræði og
bæta þannig möguleika til árang-
urs í lækningastarfi.
Lokað
Verzluninni veröur lokaö eftir hádegi í dag vegna
jarðarfarar Guömundar Árnasonar læknis.
Elízubúöin,
Skipholti 5.
Skrifstofa okkar og söluafgreiðsla veröa lokaöar milli
kl. 1—4 föstudaginn 28. október vegna jaröarfarar
Björns Halldórssonar.
Málning hf.
Lokað
Lokað eftir hádegi í dag vegna jaröarfarar.
Hoffell sf., heildverzlun,
Ármúla 36.
Hann kom á vikulegum fundum
lækna á Akranesi þar sem flutt
var fræðilegt efni og hafa þessir
fundir haldist síðan. Á þessum
fundum hlustaði enginn af slíkri
athygli sem Guðmundur. Enginn
mætti betur eða var eins ánægður
með fræðsluna, sem þar fór fram.
Ekki var hér látið staðar numið.
Guðmundur var hvatamaður
margra stærri fræðslufunda fyrir
lækna á Akranesi og á Vestur-
landi. Þá bauð hann starfsbræðr-
um sínum ósjaldan á heimili sitt
til að hlusta á fyrirlestra um nýj-
ungar í læknisfræði. Ekki eru
þessar stundir síður minnisstæðar
fyrir hlýlegar móttökur þeirra
hjóna á glæsilegu heimili þeirra
og veisluborð húsmóðurinnar á
Vesturgötu 129.
Guðmundur ritaði fræðilegar
greinar í læknarit innlend og er-
lend. Honum auðnaðist með harð-
fylgi á sóttarsæng á Borgarspítal-
anum sl. sumar að leggja síðustu
hönd á slíka ritgerð er fjallar um
athuganir gerðar á Sjúkrahúsi
Akraness.
Hann stuðlaði að tölvuvinnslu á
skýrslum sjúkrahússins svo að
fremur yrði unnt að draga af þeim
lærdóm. Á vegum landlæknisemb-
ættisins vann hann að undirbún-
ingi tölvuskráningar á vistunar-
upplýsingum frá sjúkrahúsum
landsins og var sú aðferð fyrst
reynd hér á Akranesi en síðan tek-
in upp á öðrum sjúkrahúsum.
Hann ritstýrði bók sem gefin var
út um þetta efni.
Einhver fyrstu kynni mín af
Guðmundi eftir að hann hóf hér
störf voru, að hann ræddi við mig
um sérstaka skráningu á ákveðn-
um atriðum úr sjúkraskrám til
aukinnar þekkingaröflunar. Varla
er það tilviljun að hinsta samtal
okkar snerist um svipað efni. Það
fór fram er ég heimsótti hann á
Borgarspítalann fyrir fáum vik-
um. Hann hafði þá legið á sjúkra-
húsinu um margra mánaða skeið,
oft þjáður, og var jafnljóst og öðr-
um hvert stefndi. Þennan kross
bar hann með reisn og var jafn
áhugasamur og áður um öflun
þekkingar. Hann óskaði nú eftir
að fá ákveðnar upplýsingar úr
skýrslum Sjúkrahúss Ákraness er
hann gæti notað sem uppistöðu í
ritgerð. Honum var þannig til hins
síðasta ofarlega I huga sú hugsjón
stéttar sinnar að leita sannleikans
og byggja á honum.
Það 10 ára tímabil, sem Guð-
mundur Árnason var yfirlæknir
við Sjúkrahús Akraness var fram-
faraskeið í sögu þess. Hve stóran
þátt hann átti í þessu er ekki unnt
að meta en hér lagði hann krafta
sína á vogarskál framþróunar og
sannarlega munaði um þá. Hið
sama er að segja um lyflækninga-
deildina sem hann veitti forstöðu.
Starfsemi þeirrar deildar mótaði
hann og ekki síst þar mun verka
hans gæta um langa framtíð.
Læknar og annað starfsfólk
Sjúkrahúss Akraness minnist og
saknar frábærs forystumanns og
starfsfélaga.
Við þökkum farsæla forystu
hans, umhyggju og úrræði í vanda
en einnig hnyttni og gamansemi
er lýsti og létti störf. Við þökkum
þolinmæði fjölskyldu hans, sem
oft varð að sjá af honum til starfa
fyrir sjúkrahúsið utan venjulegs
vinnutíma.
Við vottum eiginkonu hans,
Stefaníu Þórðardóttur, og sonun-
um, Guðmundi og Ólafi Skúla, og
öðrum aðstandendum dýpstu sam-
úð og biðjum þeim öllum blessun-
ar í þungri raun.
Persónulega vildi ég mega votta
yfirlækni mínum og samstarfs-
manni um 10 ára skeið virðingu
mína og þakklæti og lýsa hryggð
minni vegna fráfalls hans fyrir
aldur fram.
Þessi fáu orð segja svo miklu
minna en vert væri um þann, sem
nú er kvaddur, og ná svo skammt í
samanburði við minninguna, eign
okkar hvers og eins, sem eftir
stöndum. Minninguna um Guð-
mund Árnason, yfirlækni, ber hátt
og hún er geymd sterk og óbrot-
gjörn í huga og hjarta fjölmargra
vina hans og samferðamanna.
Jón Jóhannesson,
formaður læknaráds