Morgunblaðið - 28.10.1983, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983
Peninga-
markaðurinn
/" 'V
GENGISSKRANING
NR. 202 — 27. OKTÓBER 1983
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl.09.15 Kaup Sala gengi
1 Dollar 2736 27,94 27,970
1 St.pund 41,686 41305 41,948
1 Kan. dollar 22,606 22,671 22,700
1 Dönsk kr. 2,9412 2,9497 2,9415
1 Norskkr. 3,7756 3,7864 3,7933
1 Sjpnxk kr. 3,5704 3,5807 3,5728
1 Fi. mark 4,9345 4,9487 4,9475
1 Fr. franki 3,4862 3,4963 3,4910
1 Belg. franki 0,5220 0,5235 0,5133
1 8t. franki 13,1239 13,1616 13,1290
1 Holl. gyllini 9,4630 9,4903 9,4814
1 V-þ. mark 10,6271 10,6576 10,6037
1 II Hra 0,01748 0,01753 0,01749
1 Austurr. sch. 13104 13148 13082
1 Port escudo 0,2238 0,2244 0,2253
1 Sp. peseti 0,1833 0,1838 0,1850
1 Jap. yen 0,11969 0,12004 0,11983
1 írskt pund SDR. (Sérst 32,996 33,091 33,047
dráttarr.) 26/10 293066 29,5915
1 Belg. franki 03165 0,5179
Vextir: (ársvextir)
Frá og með 21. október 1983
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóðsbækur.............32,0%
2. Sparisjóösreikningar, 3 mán.1*.34,0%
3. Sparisjóösreikningar, 12. mán. 1>... 36,0%
4. Verötryggöir 3 mán. reikningar.0,0%
5. Verótryggöir 6 mán. reikningar. 1,0%
6. Avtsana- og hlauparetkningar... 19,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæóur í dollurum...... 7,0%
b. innstæöur í sterlingspundum. 8,0%
c. innstæöur í v-þýzkum mörkum... 41)%
d. innstæöur í dönskum krónum.... 7D%
1) Vextir færöir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
HÁMARKSVEXTIR
(Veröbótaþáttur í sviga)
1. Vixlar, forvextir... (27,5%) 30,5%
2. Hlaupareikningar ... (28,0%) 30,5%
3. Afuróalán, endurseljanleg (25,5%) 291)%
4. Skuldabréf ......... (33,5%) 371)%
5. Vísitölubundin skuldabréf:
a. Lánstiml minnst 6 mán. 2,0%
b. Lánstími minnst 2% ár 2£%
c. Lánstimi minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextir á mán...............5,0%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóóur starfsmanna rfkisins:
Lánsupphaeö er nú 260 þúsund ný-
krónur og er lánió visitölubundiö meö
lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjóöur verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lífeyrissjóönum 120.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár
bætast viö lániö 10.000 nýkrónur, unz
sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö
sjóönum. Á timabilinu frá 5 til 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi-
legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á
hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæöin oröin
300.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild
bætast viö 2.500 nýkrónur fyrir hvern
ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekk-
ert hámarkslán i sjóönum.
Höfuðstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstímlnn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Linskjaravfeitala fyrir október 19B3
er 797 stig og er þá mióaö viö vísitöluna
100 1. júní 1979.
Byggingavísltala fyrir október—des-
ember er 149 stig og er þá miöaö viö
100 í desember 1982.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
vióskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
Sjónvarp kl. 21.20 — Kastljos:
Álverið mun væntanlega rísa skammt frá Hjalteyri, en þaðan er þessi mynd. Menn þar eru vanir „stóriðjum**,
eins og sfldarverksmiðjunni, sem sést á myndinni, en 120 manns unnu þar á sínum tíma við verkun og söltun
sfldarinnar.
Álver við Eyjafjörð
og innrásin í Grenada
Innrásin í Grenada verður efst á baugi erlends vettvangs. Hugað verður
að baksviði atburðanna og þeim pólitísku afleiðingum sem innrásin kann
að hafa í för með sér.
Sjónvarp kl. 22.20:
„Litli
risinn“
Bíómynd sjónvarpsins í kvöld
nefnist „Litli risinn". Myndin,
sem er bandari.sk og 13 ára gömul,
fjallar um mann sem kominn er
vel til ára sinna (rúmlega 120 ára).
Gamli maðurinn rifjar upp
langan og viðburðaríkan æviferil
sinn. Er hann var 10 ára drápu
indíánar foreldra hans og tóku
hann síðan í fóstur. Uppeldisár-
um sínum eyddi hann meðal
indíána, en á fullorðinsárum
dvaldist hann ýmist á meðal
indíána eða hvítra manna. Hann
varð vitni að bardögum milli
hvíta mannsins og indíána og sá
þegar indíánar N-Ameríku urðu
endanlega sigraðir og undirok-
aðir.
Dustin Hoffman leikur Litla
risann, en í öðrum hlutvérkum
er m.a. Faye Dunaway, Martin
Balsam og Richard Mulligan.
„Litli risinn" (Dustin Hoffman) I
indíánaríki. Hann ólst upp meðal
indíána og varð á fullorðinsárum
vitni að blóðugum átökum milli
indíána og hvítra manna.
„f KRLENDA hluta þáttarins verð-
ur fjallað um innrás Bandaríkja-
manna í Grenada," sagði Bogi Ás-
geirsson, er hann var spurður um
efni Kastljóss í kvöld. „Það verður
reynt að huga að baksviði atburð-
anna og gera sér grein fyrir at-
burðarás innrásarinnar og bardög-
unum. Að lokum mun ég velta fyrir
mér pólitískum afleiðingum, sem
innrásin getur haft í for með sér.“
„Hugmyndir um að koma upp
álveri við Eyjafjörð eru nú
uppi,“ sagði Hermann Svein-
björnsson, sem sér um innlend
málefni í Kastljósi. „Þessi hluti
þáttarins er tekinn upp fyrir
norðan. Ég ræði við heimamenn
í Arnarneshreppi, menn í at-
vinnulífinu, og menn í bæjar-
stjórn. Skoðanir manna um upp-
setningu álversins eru að vonum
skiptar og þó að ekki sé mikið
um opinberar umræður um mál-
ið, ræða heimamenn mikið um
þetta sín á milli. Atvinnuástand-
ið þarna fyrir norðan er lélegt,
en menn eygja möguleika á auk-
inni atvinnu, komi álverið til
sögunnar. Athuganir á mengun
út frá væntanlegu álveri, standa
nú yfir. Menn eru aðallega
hræddir við mengunina og hafa
því margir fyrirvara á skoðun
sinni um málið."
Kastljós hefst kl. 21.20 og
„logar" í eina klukkustund.
Utvarp ReyKjavíK
FÖSTUDKGUR
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Á virkum degi. 7.25 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. Endurt. þátt-
ur Erlings Sigurðarsonar frá
kvöldiiiu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð-
urfregnir.
Morgunorð — Stefnir Helgason
talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Leitin að vagnhjóli" eftir
Meindert DeJong. Guðrún
Jónsdóttir les þýðingu sína (21).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.35 „Það er svo margt að minn-
ast á“
Torfl Jónsson sér um þáttinn.
11.05 Dægradvöl
Þáttur um tómstundir og frí-
stundastörf.
Umsjón: Anders Hansen.
11.35 Djass
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
SÍÐDEGIÐ
14.00 „Kallað í Kremlarmúr"
eftir Agnar Þórðarson. Höfund-
ur les (4).
14.30 Miðdegistónleikar
John Wilbraham og St. Martin-
in-the-Fields hljómsveitin leika
Trompetkonsert í D-dúr eftir
Johann Wilhelm Hertel; Neville
Marriner stj.
14.45 Nýtt undir nálinni
Hildur Eiríksdóttir kynnir ný-
útkomnar hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
Ffladelfíuhljómsveitin leikur
„Spænska rapsódíu" eftir
Maurice Ravel; Riccardo Muti
stj. / Itzhak Perlman og Par-
ísar-hljómsveitin leika
„Spænska sinfóníu" op. 21 eftir
Edouard Lalo; Daniel Baren-
boim stj.
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn
Stjórnendur: Guðlaug M.
Bjarnadóttir og Margrét
Ólafsdóttir.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra
Björg Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka
Umsjón: Heiga Ágústsdóttir.
21.10 Organleikur í Postulakirkj-
unni í Köln
llörður Áskelsson leikur.
a. „Auf meinen lieben Gott“,
sálmfantasíu eftir Þorkel Sigur-
björnsson.
b. Inngang og passacagliu I f-
moll eftir Pál Isólfsson.
c. Improvisation um gamalt ís-
lenskt sálmalag eftir Hörð Ás-
kelsson.
21.40 Norðanfari.
Þættir úr sögu Akureyrar. Um-
sjón: Óðinn Jónsson (RÚVAK).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Djassþáttur
Umsjónarmaður; Gerard Chin-
otti. Kynnir: Jórunn Tómasdótt-
ir.
23.10 Danslög
00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir.
01.10 Á næturvaktinni — Olafur
Þórðarson.
03.00 Dagskrárlok.
FÖSTUDAGUR
28. október
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
23.40 Á döflnni.
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
20.50 Skonrokk.
Umsjónarmaður Edda Andrés-
dóttir.
21.20 Kastljós.
Þáttur um innlend og erlend
málefni. Umsjónarmenn: Bogi
Ágústsson og Hermann
Sveinbjörnsson.
22.20 Litli risinn
(Little Big Man.)
Bandarísk bíómynd frá 1970.
leikstjóri Arthur Penn. Aðal-
hlutverk: Dustin Hoffmann,
Martin Balsam, Fay Dunaway,
Chief Dan George og Richard
Mulligan.
Háaldraður raaður rifjar upp
langan og viðburðaríkan ævifer-
U.
Tiu ára gamian taka indíánar
hann í fóstur eftir að hafa drep-
ið foreldra hans og hann elst
upp meðal þeirra. Á fullorðins-
árum dvelst hann ýmist meðal
indíána eða hvitra manna og
verður vitni að þeim blóðugu
átökum þegar indíánar i
Norður-Ameríku voru endan-
lega sigraðir og undirokaðir.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
Myndin er alls ekki við hæfl
barna.
00.35 Dagskrárlok.