Morgunblaðið - 28.10.1983, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983
það mjög eðlilegt, að þessir aðilar
hafi uppi vissar efasemdir þegar
aðgerðir af þessu tagi eru fram-
kvæmdar.
En við svo búið var nauðsynlegt
að skapa skilyrði til þess að aðilar
vinnumarkaðarins gætu endurnýj-
að kjarasamninga við nýjar að-
stæður. Það þurfti m.ö.o. að koma í
ljós, að stefna ríkisstjórnarinnar
skiiaði árangri, þannig að það væri
ekki verið að semja í ljósi þeirra
staðreynda, að við værum í hópi
þeirra ríkja sem skulduðu mest í
heiminum, hefðum mesta verð-
bólgu, heldur hefðum náð þeim ár-
angri, að verðbólga hefði snarlækk-
að, vextir hefðu lækkað, gengi hefði
verið stöðugt — og það væri hægt
að semja á þeim grundvelli í því
skyni að tryggja áframhaldandi
minnkun verðbólgu og jafnvægi í
þjóðarbúskap okkar.
Það hefur komið fram í ræðum
talsmanna stjórnarandstöðunnar,
að þeir hefðu viljað standa á annan
veg að þess konar íhlutun. Þeir
hefðu viljað breyta launahlutföll-
unum með íhlutun ríkisvaldsins.
Hvað felur þetta í sér? Auðvitað
segir þetta ekkert annað en það, að
þessir aðilar voru reiðubúnir að
framlengja samningum með lög-
gjöf. Ég geri ekki ráð fyrir að þeir
meini það eitt með þessum orðum,
að þeir hefðu viljað með lögum
breyta launahlutföllunum en leyfa
það eigi að síður að þeir hópar á
vinnumarkaðinum, sem hafa sterk-
asta markaðsaðstöðu, röskuðu
Björgvin Guðmundsson (t.v.) og
Njáll Þorgeirsson. Björgvin lék Ægi,
en Njáll jafnvægisráðherrann.
Vel heppnaðar
sýningar á
Delerium bubonis
Stvkkisholmi, 10. október.
LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykkis-
hólmi hefir undanfarið sýnt hér
sjónleikinn Delerium bubonis eftir
þá Jónas og Jón Múla Árnasyni. Alls
hefir leikritið verið sýnt hér 5 sinn-
um við ágæta aðsókn og góðar við-
tökur. Undirritaður sá leikritið á 3.
sýningu og varð mjög ánægður með
sýninguna.
Fyrst er til að taka að leikstjórn
Jóns Júlíussonar er markviss og
góð og sést strax að hann hefir
lagt mikla vinnu og hugsun í
verkið. Leiktjöld Jóns Svans Pét-
urssonar vekja sérstaka athygli og
setja mikinn svip á alla sýning-
una. Biærinn yfir sýningunni er
þannig að allir skemmta sér vel og
fara ánægðir heim. Kunnátta leik-
enda er þannig að ekki verður bet-
ur á kosið og aðalhlutverkið leikur
Björgvin Guðmundsson og skeik-
aði hvergi út allt leikritið og bar
hann það uppi. Er hann að mínum
dómi vaxandi leikari í þessum bæ.
Konu hans lék Guðrún Hanna
Ólafsdóttir mjög skemmtilega.
Aðrir leikarar voru góðir og það
sem að mínum dómi var best við
þessa sýningu var hversu jöfn hún
var. Um leikritið fjölyrði ég ekki,
þetta er gamanleikrit sem hefir
víða verið sýnt og hlaut frábærar
viðtökur þegar það var fyrst sýnt í
Iðnó fyrir mörgum árum. En sem
sagt sýningin var Grímni til sóma.
Fréttaritari.
Að gefnu tilefni - um hjarta-
skurðlækningar á íslandi
— eftir Ólaf Ólafs-
son landlækni
Voriö 1978 skipaði þáverandi
heilbrigðismálaráðherra Matthías
Bjarnason nefnd til þess að gera
tillögur um hjartaskurðlækningar
á íslandi. Þá lá fyrir tillaga um að
hefja þá þegar á næsta ári aðgerðir
á kransæðasjúklingum hér á landi.
Minni hluti nefndarinnar, þ.e.
undirritaður ásamt Birni Ön-
undarsyni, tryggingayfirlækni,
skilaði eftirfarandi áliti til ráð-
herra:
1. Árið 1978 voru 23 sjúklingar
sendir til kransæðaaðgerða
erlendis. Samkvæmt niður-
stöðum sérfræðinefnda Ai-
þjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar og Evrópuráðsins
reyndist dánartíðni og tíðni
alvarlegra fylgikvilla eftir
kransæðaaðgerðir milli
10—15% á þeim stofnunum
þar sem aðgerðafjöldi var
færri en 50 á ári. Tíðni alvar-
legra fylgikvilla og dánartíðni
var 1—3% á stórum stofnun-
um þar sem árlegur fjöldi að-
gerða var 150—200. A undan-
förnum árum hafa víða er-
lendis verið hafnar kransæða-
aðgerðir en undirrituðum er
kunnugt um að á 3 stöðum
hefur aðgerðum verið hætt
þ.á m. í Þrándheimi vegna að-
gerðafæðar.
2. Árið 1978 fyrirfannst enginn
íslenskur skurðlæknir þjálf-
aður við kransæðaaðgerðir.
Aðspurðir kváðust engir
læknar hérlendis vera færir
um að taka að sér slíkar að-
gerðir.
3. Islenskir sjúklingar með
kransæðastíflu áttu greiðan
aðgang að stórum erlendum
stofnunum.
4. Þess skal getið að þrátt fyrir
að hjartaskurðlækningar
væru hafnar hérlendis yrði að
senda allflesta sjúkiinga með
meðfædda hjartagalla og
lokugalla áfram til aðgerða
erlendis.
Að gefnum þessum forsendum
kváðumst við ekki á faglegum
grundvelli geta mælt með að
kransæðaaðgerðir hæfust að svo
stöddu. í lok 1981 var málið tekið
til endurskoðunar að beiðni þá-
verandi heilbrigðismálaráðherra
Svavars Gestssonar, þar eð
hjartaaðgerðum hefði fjölgað
mikið.
í svari landlæknis þá kom eft-
irfarandi fram:
1. Veruleg fjölgun hefur orðið á
aðgerðarsjúklingum héðan.
M.a. eru nú aðgerðir gerðar á
eldri sjúklingum en áður. (Sjá
mynd 1.)
2. Til landsins er nú kominn ís-
ienskur skurðlæknir sem hef-
ur sérhæft sig m.a. í krans-
æðaaðgerðum.
3. Um kostnað vísa ég til skýrslu
próf. D. Neuhauser, Boston, er
hann gerði fyrir embættið.
Lokaorð hennar eru: „We
would be willing to start Ice-
landic coronory-surgery when
the volume reaches 125 cases
per year“.
Að framansögðu má vera ljóst
að faglegar aðstæður hafa skap-
ast hér á landi til þess að sinna
þessum aðgerðum, þó svo að lítil
bið sé eftir aðgerðum erlendis.
Því hef ég lagt til að hafinn verði
undirbúningur að slíkum að-
gerðum hér á landi.
Hafa ber þó í huga að aðgerð-
um gæti fækkað eitthvað í fram-
tíðinni. Forsenda fyrir krans-
æðaaðgerðum er vitaskuld að
fullkomin aðstaða sé til hjarta-
þræðinga hérlendis, sem því
miður er ekki að öllu leyti fyrir
hendi. Þá aðstöðu verður að
tryggja.
Ólafur Ólafsson,
landlæknir.
Árlegur fjöldi kransæðaaögerða á milljón íbúa í
nokkrum löndum 1978—1980.
AlþjóóaheilbrigdÚMtofnunin Kaupmannahöfn 1981.
Við vorum á leið til glötunar:
Erlend skuldasöfnun
og óðaverðbólga
— Kafli úr „jómfrúrræðu“ Þorsteins Pálssonar
Hér fer á eftir kafli úr fyrstu þing-
ræðu (jómfrúrræðu) Þorsteins Pálss-
onar (S), sem flutt var sl. miðviku-
dag í umræöu um bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar.
„Það hefur verið um margt athygl-
isvert að hlusta á talsmenn stjórnar-
andstöðunnar í þessari umræðu.
Þeir hafa ítrekað það, að það sé ekki
ágreiningur um að gera hafi þurft
alvarlegar efnahagsráðstafanir á
þessu vori. Einmitt í Ijósi þessarar
fullyrðingar, að um þessa staðreynd
hafi verið samstaöa, er ástæða til
þess að brjóta til mergjar málflutn-
ing þeirra í þessari umræðu og í um-
ræðu í þjóðfélaginu almennt um
þessar mundir. Orðaflaumurinn er
raikill, en ef efnisatriði hans eru
dregin út, þá sýnist mér að gagnrýn-
in lúti einkum að 5 atriðum.
Endurnýjun kjara-
samninga við nýjar
aöstæöur
í fyrsta lagi er það gagnrýnt, að
staðið hafi verið að framlengingu
kjarasamninga með löggjöf. Ég
þarf ekki að lýsa hér þeim neyðar-
réttaraðstæðum, sem gerðu það að
verkum að undan því varð ekki vik-
ist að taka á þessum málum með
þeim hætti sem gert var. Það var
vakin athygli á því að það hefðu
ekki einungis talsmenn launþega-
hreyfingarinnar í landinu lýst efa-
semdum um það að afnema samn-
ingsrétt með þessum hætti tíma-
bundið, heldur kæmu slíkar raddir
jafnvel fram frá viðsemjendum
þeirra á vinnumarkaðinum. Hvers
vegna skyldi þetta nú vera óeðli-
legt?
Við búum við það stjórnskipulag
að við viljum, að borgarar þessa
lands og samtök þeirra geti leyst
sín mál með frjálsum samningum,
þó að við með löggjöf á ýmsum
sviðum takmörkum þá möguleika.
Þegar nákvæmlega sams konar
löggjöf var sett í Danmörku á sl.
ári þar sem vísitalan var bönnuð
um tveggja ára skeið og hvers kon-
ar launabreytingar í samningum
bannaðar um 5 mánaða skeið, þá
var þeim aðgerðum mótmælt af
báðum aðilum vinnumarkaðarins í
Danmörku.
Ég hygg, að ástæðan sé kannske
svipuð og aðilar vinnumarkaðarins
hér á íslandi hafa upplifað, að sí-
vaxandi íhlutun löggjafarvaldsins
Þorsteinn Pálsson
um kjaramál hafi takmarkað þann
rétt, sem menn vilja varðveita, og
þess er vert að minnast í þessu
sambandi, að þessi íhlutun hefur
verið um miklu fleiri svið kjara-
samninga en bara launaþáettinn.
Og ég geri ráð fyrir að þessi íhlut-
un hafi gengið ekki síður á hags-
muni vinnuveitendahliðarinnar en
launþegahliðarinnar, þegar heild-
arráðstafanir löggjafarvaldsins á
þessu sviði eru metnar. Þannig er