Morgunblaðið - 28.10.1983, Side 8

Morgunblaðið - 28.10.1983, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983 K-dagurinn 29. október 1983: Gleymum I ' ekki_ _ geðsjúkum ■ 29.10. ’83 Áfangastað- ar er þörf Þessi mynd er tekin fyrir framan íbúðarhús það í Fossvogi sem byggt hefur verið sem endurhæfmgarstöð fyrir geðsjúka. Afrakstur K-lyklasölunnar rennur óskiptur til þessa verkefnis. A myndinni eru Kiwanis-menn ásamt heimsforseta Kiwanis, sem staddur var hérlendis nýverið. Lengst til vinstri: Finnbjörn Gíslason, formaður K-dagsnefndar, Oddur Bjarnason, geðlæknir, Tómas Helgason, geðlæknir, Jón K. Ólafsson, umdæmisstjóri Kiwanis, frú Irby, Aubrey E. Irby, heimsforseti og Matthías G. Pétursson, blaðafulltrúi. Ljósm. Mbl. Friðþjófur Helgason. — eftir Sigrúnu Júlíusdóttur „Það er margsönnuð staðreynd, að stofnun- armótun hefur djúpstæð áhrif á einstaklinginn og dregur úr samfé- lagslegri ábyrgðartilf- inningu hans. Öruggt húsnæði og aðstaða til félagslegrar endurhæf- ingar er ein leið til að takast á við þennan vanda.“ Félagsleg endurhæfing er eins konar forvarnarstarf, þótt það kunni að hljóma mótsagnakennt samkvæmt orðanna hljóðan. Það sem um er að ræða er eiginlega þriðja stigs forvarnarstarf, þ.e. að viðhalda þeim árangri, sem sjúk- dómsmeðferð hefur leitt til. Með markvissum starfsaðferðum, sem byggja á þeirri hugmyndafræði, að einstaklingurinn sé fær um og honum beri að taka ábyrgð á sjálf- um sér, hann vilji leggja fram sinn skerf sem þjóðfélagsþegn og vera öðrum óháður, er hægt að leysa úr læðingi þann sjálfsbjarg- arkraft sem blundar í hverjum einasta einstaklingi, jafnvel þótt hann hafi tímabundið orðið að leggja árar í bát og dvelja á geð- sjúkrahúsi vegna geðrænna eða félagslegra erfiðleika. Til skamms tíma hefur geðheil- brigðisþjónusta á íslandi nær ein- göngu gert ráð fyrir stofnana- meðferð. Við höfum verið sein að taka við okkur hvað varðar breytt meðferðarform og nýjar leiðir til bata og endurhæfingar. Þetta hef- ur í för með sér dýrkeyptar afleið- ingar, fjárhagslega, siðferðilega og samfélagslega. Það er stað- reynd í dag, að óeðlilega stór hóp- ur sjúklinga dvelur oft langdvöl- um á stofnunum, án þess að þeir séu í þörf fyrir þjónustu og um- önnun af því tagi, sem stofnun er ætlað að veita. Kostnaður þar er gífurlegur vegna útgjaldafreks reksturs og starfsmannahalds. Þessi hópur heldur ennfremur oft uppi plássum fyrir bráðveiku fólki, sem þarf nauðsynlega á inn- lögn að halda. Hér við bætist, að álag verður óhóflegt á fjölskyldur, sem ekki hafa nokkrar forsendur til að sinna sjúkrahúshlutverki. Á meðan vinnur tímans tönn óbæt- anlegar skemmdir á endurhæf- ingarhæfni þeirra, sem sitja fastir inni í stofnunum. Það er marg- sönnuð staðreynd, að stofnunar- mótun hefur djúpstæð áhrif á ein- staklinginn og dregur úr samfé- lagslegri ábyrgðartilfinningu hans. Öruggt húsnæði og aðstaða til félagslegrar endurhæfingar er ein leið til að takast á við þennan vanda. Á undanförnum árum hefur umræðan um nauðsyn félagslegr- ar endurhæfingar í tengslum við, eða í framhaldi af, sjúkrahúsdvöl, farið vaxandi. Starfsfólki geð- heilbrigðis- og félagsmálaþjónust- unnar hefur orðið það æ ljósara, að stofnanaúrræði verða að víkja fyrir samfélagsúrræðum. Of mikil áhersla á hið sjúklega, f stað þess að skírskota til hins heilbrigða, kemur beinlínis í veg fyrir að bjargir úti í samfélaginu séu nýtt- ar. Þessar bjargir felast m.a. í því, að virkja fjölskyldukerfi, vinnu- staði, skjólstæðingasamtök og aðrar samfélagslegar lausnir. Áfangastaður er eitt slíkt bjarg- ráð. Áfangastaður fyrir skjólstæðinga með lög- heimili utan Reykjavíkur Fyrir nokkrum árum var hafið markvisst samstarf á milli Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar og geðdeilda Ríkisspítal- anna um félagslega endurhæf- ingu. Vorið 1977 var komið á fót fyrsta áfangastaðnum, sem var þá rekinn af Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, en starfrækt- ur í náinni samvinnu við félags- ráðgjafadeild geðdeilda Ríkisspít- alanna og Borgarspítalans. Þessi áfangastaður er nú til húsa að Norðurbrún 34. Sú þjónusta, sem þar er veitt, nýtist að sjálfsögðu aðeins íbúum Reykjavíkurborgar. Eftir að starfsemin hafði náð nægilegri fótfestu og eftirspurn jókst, var ljóst að þörf var á fleiri áfangastöðum og þá ekki síst fyrir skjólstæðinga, sem áttu lögheimili úti á landi, en nutu geðheilbrigðis- þjónustu í Reykjavík. Á vegum Reykjavíkurborgar eru nú reknir bæði áfangastaðir, vistheimili og sambýli í þágu félagslegrar endur- hæfingar. Það er staðreynd, að sveitarfélög dreifbýlisins hafa ekki innan sinna vébanda nauð- synleg bjargráð, s.s. áfangastaði, sambýli, ráðgjöf og eftirlit fag- fólks fyrir þá skjólstæðinga, sem þurfa á framhaldsmeðferð, endur- hæfingu eða langtímaaðstoð að halda. 1 júní 1981 hlutaðist félags- ráðgjafadeild geðdeilda Ríkisspít- alanna til um að koma á laggirnar áfangastað fyrir þennan skjól- stæðingahóp. Húsnæðið var þá til bráðabirgða og reksturinn á óör- uggum grundvelli, þar eð kostnað- urinn fyrir hvern einstakan skjól- stæðing var innheimtur hjá við- komandi sveitarfélagi í hverju til- viki. Sérhver maður hversu um- hendis og óhagkvæmt slíkt fyrir- komulag er. Þrátt fyrir áhuga sveitarfélaga dreifbýlisins á sam- starfi af þessu tagi og afar jákvæð viðbrögð í hverju einstöku tilviki, reyndist þungur róðurinn að tryggja öruggan rekstrargrund- völl. Þessir erfiðleikar tengdust fyrst og fremst þeirri áhættu, sem fylgir því, að starfsemina skorti framtíðarhúsnæði, og að sjálf- sögðu hik gagnvart því, að taka á sig ábyrgð fyrir hönd annarra sveitarfélaga. í janúar sl. tókst þó Félagsmálastofnun Kópavogs þessa ábyrgð á hendur — en því miður tímabundið. Það sem nú knýr á er að tryggja varanlegt húsnæði fyrir þessa mikilvægu þjónustu, sem svo mjög er þörf á fyrir skólstæðinga, sem lögheimili eiga utan Reykjavíkur. Geðvernd- arfélag íslands hefur nú hafið byggingu áfangastaðar að Álfa- landi 15 í Fossvogi með stórvirkri aðstoð Kiwanis-hreyfingarinnar á íslandi. Fjársöfnun Kiwan- ismanna nær til landsbyggðarinn- ar jafnt sem höfuðborgarsvæðis- ins. Þess vegna er það vel við hæfi, að áfangastaðurinn að Álfalandi 15 nýtist skjólstæðingum geð- heilbrigðisþjónustunnar, hvar sem þeir eiga lögheimili. — Og það er einmitt slíkur staður, sem nú er þörf fyrir. Sigrún Júlíusdóttir er yfírfélags- ráðgjafi geðdeilda Ríkisspítalanna. 85009 85988 2ja herb. Fossvogur Einstaklingsíbúð á jarðhæð í góðu ástandi. Laus strax. Verð 700—750 þús. Vesturberg íbúð í góöu ástandi á 3. hæð. Lagt fyrir þvottavél á baði. Út- sýni. Verð 1,2 millj. Fálkagata Frekar lítil en snotur íbúö á 1. hæð. Sérinngangur. Bílskúrs- réttur. Verð 1 millj. Hraunbær íbúö í góöu ástandi á 2. hæö. Staðsetning frekar ofarlega í hverfinu. íbúðin snýr í suður. Verð 1150 til 1200 þ. 3ja herb. Kleppsvegur 3ja—4ra herb. íbúð á 4. hæð. Björt ibúö í góöu ástandi. Suö- ursvalir. Verð 1550 þús. Hverfisgata Lítil, 3ja herb. íbúð í þríbýlishúsi (steinhúsi). Snyrtileg eign. Verð 950 þús. Hæðargarður Neðri hæð í tvíbýlishúsi ca. 90 fm. Sérinngangur og sérhiti. Sérgarður. Verð 1550 þús. 4ra herb. Seltjarnarnes — Laus Neðri hæöin í tvíbýlishúsi ca. 110 fm. Sérinngangur og sér- hiti. Gengiö út í sérgarö. Ágæt herbergi. ibúöin er ekki niður- grafin. Laus strax. Verð 1850 þús. Hraunbær ibúö í góöu ástandi á 2. hæö, ca. 115 fm. Suöursvalir. Parket á stofu og gangi. Lagt fyrir vél á baði. Ný eldhúsinnrétting. Verð 1700—1750 þús. Álfheimar 115 fm íbúö í ágætu ástandi á 2. hæö. 2 stofur og 2 herb., rúmgott eldhús. Suöursvalir. Verð 1650 þús. Maríubakki Mjög góð íbúð á 1. hæð, ca. 110 fm. Sérþvottah. og búr í íbúðinni. Nýtt parket. Faliegt út- sýni. Suöursvalir. Verð 1650 þús. Hjallavegur Neöri hæö í tvíbýlishúsi, ca. 90 fm. Sérinng. íbúð í góöu ástandi. Verð 1650 þús. Háaleitisbraut ibúö í mjög góöu ástandi á efstu hæö, ca. 117 fm. Rúmgóö stofa. Gluggi á baöi. Rúmgott eldhús. Endurnýjaö gler og ofn- ar. Björt íbúö. bílskúrsréttur. Ákv. sala. Verð 1750 þús. Ármúla 21. Dan V.S. Wiium lögfr. Ólafur Guðmundsson sölumaöur. ÁTTA 8 videoleigur á höfuðborgarsvæðinu. EUROCARD TIL DAGLEGRA NOTA Arngrímsstofa í Svarfaðardal endurbyggð Arngrímur Gi.sla.son, (sjálfsmynd). Dalvík, 24. október. í SIIMAR hefur svokölluð Arn- grímsstofa, fyrsta málarastofa á (s- landi, verið endurbyggð að Gull- bringu í Svarfaðardal. Stofa þessi var í umsjá Þjóðminjasafnsins og hefur verið það til margra ára. Var stofan nú endurbyggð með aðstoð úr sérstökum sjóði við Seðlabanka íslands. Arngrímur Gíslason, málari, sem stofan er kennd við, var Þingeyingur að ætt og uppruna, fæddur að Skörðum í Reykja- málari Gullbringubærinn og Arngrímsstofa í Svarfaðardal. hverfi árið 1829 og lést að Gullbringu í Svarfaðardal 1887, 58 ára að aldri. Arngrímur lagði gjörva hönd á hvers konar listir og íþróttir en fastast hneigðist hugur hans að myndlist. Auk þess hneigðist hugur hans mikið til tónlistar og lék hann mikið á fiðlu. Arngrímur kunni sund og var talinn einn besti sundkenn- ari norðanlands á árunum upp úr 1880. Kenndi hann sund í Svarfaðardal um alllangt skeið. Þegar Arngrímur bjó að Gullbringu ásamt seinni konu sinni, Þórunni Hjörleifsdóttur, ljósmóður, reisti hann málara- stofu sína. Þarna vann málarinn að list sinni og má fullvíst telja að þetta sé fyrsta vinnustofa listmálara hér á landi. í húsi málarans hafa vafa- laust orðið til hinar fögru altar- istöflur sem prýtt hafa ýmsar kirkjur hér norðanlands, og önn- Altaristafla í Urðakirkju, Svarfaðar dal, máluð af Arngrími málara. ur myndverk er eftir hann liggja. Þess má geta að framhús Gullbringubæjarins átti dr. Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti, en Arngrímsstofa stóð áföst við framhúsið. Dr. Krist- ján hafði einnig kynnt sér sögu Arngríms málara til hlítar og er væntanleg innan skamms bók eftir hann um Arngrím og verk hans. Fréttaritarar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.