Morgunblaðið - 28.10.1983, Síða 29

Morgunblaðið - 28.10.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983 29 Birgir Dungal Minningarorð Fæddur 20. júlf 1932 Dáinn 20. október 1983 Með trega kveð ég vin minn og mág, Birgi Dungal. Kynni okkar hófust fyrir 36 árum, er hann var enn á unglingsaldri. Þá bundumst við vináttuböndum, sem aldrei hafa rofnað síðan. Birgir fluttist í frumbernsku að Hvammi við Vesturlandsbraut, þar sem foreldrar hans námu land og stofnuðu hlýlegt og vistlegt heimili. Þar tókst föður hans að klæða hrjóstrugt land unaðslegum og þróttmiklum trjágróðri, sem gleður auga allra þeirra, er fram- hjá fara. Vonandi fær sá gróður að dafna í friði um ókomin ár og minna sem lengst á þann hógværa sómamann, er gróðursetti. Á þessum slóðum var heimili Birgis og starfsvettvangur. Birgir fór snemma að fást við bílaviðgerðir, og urðu þær hans aðalstarf. í þeirri grein var hann algerlega sjálfmenntaður, og full- yrða má, að hann hafi sízt verið eftirbátur þeirra, sem faglærðir voru. Raunar var sama, á hverju í höndum hans. Af þessum sökum urðu margir til að leita á náðir Birgis, ef eitthvað fór úr lagi, og allra vanda vildi hann leysa og leysti. Segja má, að ekki hafi skipt máli, hvort til hans væri leitað að degi eða nóttu, á helgum dögum eða virk- um, alltaf taldi hann sjálfsagt að verða að liði. En svo kvað við annan tón, þeg- ar átti að fara að launa greiðann. Þá lá ekkert á, og vanur var hann að segja, ef spurt var, hvað ómakið kostaði: „Æ, blessaður vertu, þetta kostar nú ekki neitt. Þetta var svo lítið, miklu minna en ég bjóst við.“ Ekki skipti þá máli, hvort hann hafði eytt í verkið mínútum, klukkustundum eða nokkrum dög- um. Mér er ekki grunlaust, að bæði ég og aðrir hafi misnotað þessa greiðasemi, og víst er, að Birgir hvorki sóttist eftir né safnaði ver- aldarauði, en trúlega er sjóðurinn á himnum því gildari. Þegar börn mín voru á bernsku- skeiði, má segja, að annað heimili þeirra hafi verið í Hvammi, og þar fæddist dóttir mín. í þeirra augum voru t.d. engin jól nema í Hvammi. Þar nutu börnin ástúðar afa og ömmu og móðursystkina sinna, og ekki lét Birgir sitt eftir liggja í umhyggjunni fyrir þeim. Þau litu á hann sem stóra bróður, sem þau báru mikla virðingu fyrir og unnu mjög. Hann var í senn fræðari þeirra og félagi. Stundum kom það fyrir, eins og gengur, að börn mín voru á ann- arri skoðun en ég í einhverjum málum. Þá hófst auðvitað deila, sem endaði oftast á sama veg, ef þau héldu sig fara halloka. Þá létu þau út síðasta trompið, en það var þetta: „Hann Birgir segir, að þetta sé svona,“ og það, sem hann sagði, var stóridómur í þeirra augum og vonlaust fyrir mig að beita gagn- rökum. Ekki var heldur nein minnkun fyrir mig að láta í minni pokann fyrir rökum Birgis, því að hann var bráðgreindur og víðles- inn. Gaman var að ræða við hann, því að hann var vel heima í flest- um málum og hafði skarpa dóm- greind. Birgir var einstakt prúðmenni, en hafði viðkvæma lund, sem hon- um tókst svo vel að temja, að eng- inn sá hann nokkru sinni skipta skapi. Fas hans allt einkenndist af ljúfmennsku og hógværð. Á góðra vina fundi var Birgir hrókur alls fagnaðar, og ógleym- anlegar eru mér margar veiðiferð- ir, sem við fórum saman. Þeirra naut hann í ríkum mæli, og þar var góður félagi, sem hann fór. Erfitt er að hugsa sér, að Birgir sé allur og ekki lengur unnt að leita til hans í vanda. Ég fullyrði, að þar mæli ég fyrir munn margra. Að leiðarlokum kveð ég vin minn með sárum söknuði, en framar öllu með innilegri þökk. Ég þakka honum langa vináttu og tryggð við mig og börn mín. Ég Elsa Magnúsdótt- ir — Minningarorö Fsdd 20. nóvember 1928 Dáin 20. september 1983 „Drottinn er minn hirðir, mifí mun ekkert bresta. Á nrænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég mun næðis [njóta.“ (23. Daviðssálmur v. 1—2.) I dag er til moldar borin elskuleg mágkona mín, Elsa Magnúsdóttir. Hún var fædd í Kirkjufelli í Eyr- arsveit þann 20. nóvember 1928, dóttir hjónanna Valgerðar Skarp- héðinsdóttur og Magnúsar Gísla- sonar bónda þar. Hún var fjórða í röðinni af átta börnum þeirra hjóna. Elstur var Gunnar sem lést 14 ára gamall úr barnaveiki, þá Gísli, Haraldur, Alfreð, systurnar Aðalheiður og Stella en yngstur er Gunnar. Það var að vonum mikið að gera á barnmörgu heimili og kom það þá í hlut elstu dótturinn- ar að hjálpa til við heimilisstörfin. Það reyndist henni ekki erfitt því að hún var vel að verki farin og gott húsmóðurefni, og ekki spillti það að eiga aðra eins foreldra og þessi systkini áttu, bæði sérstakt myndarfólk til munns og handa og gátu veitt börnum sínum gott veganesti og miðlað þeim af reynslu sinni. 28. desember 1946 giftist Elsa Birni Lárussyni frá Gröf í Eyr- arsveit. Það var mikið gæfuspor og voru þau mjög samhent við að koma sér upp fallegu heimili og búa sem best í haginn fyrir fjöl- skylduna. Þau reistu sér hús í Grundarfirði þar sem þau bjuggu fyrstu árin, þar fæddust þeim fjögur mannvænleg börn sem eru Valgerður, Lárus, Halldóra og Ingveldur Hrönn. Árið 1954 dró ský fyrir sólu er Elsa kenndi sjúkdóms sem lamaði líkamsþrek hennar og árið 1959 flutti fjölskyldan svo til Reykja- víkur til þess að húsmóðirin gæti notið læknishjálpar og þjálfunar sem með þurfti. Það var mikill dugnaður að annast heimilið og börnin af svo stakri prýði bundin við hjólastól eins og hún gerði. Alltaf meðan þróttur entist var hún að, bakaði, saumaði og sá um að allt væri í lagi. Ég minnist þess oft þegar mér fannst hlutirnir ekki ganga mér í hag eins og ég óskaði og ég var þá ekki ánægð, þá var það besta lækningin að líta inn til Elsu eða slá á þráðinn. Það var ekki kvartað á þeim bænum alltaf tekið á móti mér með brosi og góðu skapi. Af þessum kynnum lærði ég margt. Það er ekki hægt að minnast hennar EIsu án þess að manns hennar sé getið, því öll þessi ár annaðist hann hana af svo mikilli + Maðurinn minn, faðir, tengdafaöir og afi, GÍSLI ÓLAFSSON, fv. aðalgjaldkeri, Miklubraut 54, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, mánudaginn 31. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Bjarndís Tómasdóttir, Sigríður Gísladóttir, Páll Sigurjónsson, Ólatur Gislason, Garða S. Jónsdóttir, Helgi Gíslason, Kristín Gisladóttir, Aöalsteinn Hallgrfmsson og barnabörn. ástúð og hlýju að af bar. Og hann er alveg einstakur heimilisfaðir sem aldrei hefur vikið frá og hugs- aði um velferð fjölskyldunnar í einu og öllu. Stærstan þátt í að auka á gleði þeirra hjóna er barnabarnið þeirra, Birna Jóna, sem hefur verið sannkallaður sól- argeisli í lífi þeirra. Hún Elsa var svo einstök kona, sannkölluð hetja sem elskaíi lífið og þráði að lifa því þótt erfitt væri, heimili sitt elskaði hún og naut þess að prýða það á allan hátt og alltaf hafði hún áhuga á líðan annarra og fylgdist með hvað ættingjum liði. Því er sökn- uðurinn sár hjá eftirlifandi ást- vinum, sér í lagi hjá eiginmanni, aldraðri móður, börnum og barna- barni, og bið ég góðan Guð að styrkja þau í harmi þeirra. Ég trúi því að hún Elsa sé farin til betri heima og ég er viss um að heimkoman hefur verið góð. Blessuð sé minning hennar. Fa^na þú, sál mín. Allt er eitt f Drottni, eilíft ok fagurt, — dauöinn sætur blundur. Þótt jarönesk dýrð og vegsemd visni og [þrotni, veit ég, aö geymast handan stærri undur, þótt stórtré vor f byljum jaröar brotni, bföur vor allra’ um síöir Edenslundur. Fagna þú, sál mín. Lít þú víölend veldi vona og dauma’, er þrýtur rókkurstíginn. Sjá hina helgu glóÖ af arin-eldi eilffa kærleikans á bak viÖ skýin. Fagna þú, sál mín, dauöans kyrra kveldi, — kemur upp fegri sól, er þessi’ er hnigin. (Jakob J. Smári.) Fjölskyldunni bið ég Guðs bless- unar. þakka honum einnig og virði mjög umhyggju þá, er hann sýndi móð- ur sinni, þeirri háöldruðu heiðurs- konu, en hana annaðist hann af einstakri kostgæfni, eftir að faðir hans féll frá um aldur fram. Svo mætti lengi telja, en hér læt ég staðar numið. Trúlega hefði Birgir ekki kært sig um, að á hann væru borin mörg lofsyrði, því að hvorki sóttist hann eftir metorðum né hrósi. En það er nú svo, að ekki verður hans minnzt, svo að hjá lofsyrðum verði komizt. Slíkur var Birgir, vammi firrtur öðlingur. Slíka menn dæmir drottinn ekki, en leiðir þá um gagnvegi í fögnuð sinn. Þorvaldur Ágústsson Birgir frændi er mér harm- dauði. Hann var frá fornu fari besti vinur minn, og ókomna tíma mun fölskvalaus gæska hans og drengskapur varða mér og fjöl- skyldu minni dagleiðina. Birgir í Hvammi varð fóstri minn í bernsku, og það var ekki amalegt renglulegum teinungi að hallast að þessum styrka og heil- brigða stofni. Ég minnist sérstak- lega stundanna, er hann fræddi mig um heimsmálin eða kenndi mér af óþrjótandi þolinmæði að tefla á litla, fallega viðartaflið. Birgir var glæsimenni. Hann var fríður sýnum, spengilegur og vel limaður. Hann var kvikur í hreyfingum, og karlmennska var honum átakalaus. Seinna fannst mér ég sjá hetjur fornsagnanna í Birgi, þótt hann skeytti reyndar manna minnst um frægð eða frama. Hann var óvenjulega harð- ur af sér, en hann var þó enginn þykkskinnungur. Þannig átti hann eingu minni viðkvæmni til en aðr- ir, en slíkar tilfinningar voru hon- um ekki útbærar til sjálfsvor- kunnar, heldur leiðarljós óbilandi hjálpsemi og glöggskyggni á erfið- leika annarra. Eigingirni var hon- um jafnfjarri og drungi heiðríkju, stundum var hreinlega sem hann gleymdi sjálfum sér, varðaði ekk- ert um eigin hag eða þarfir. Þann- ig var hann engum manm likur. Frændi var sennilega þekktast- ur fyrir það, hve slyngur bifvéla- virki hann var, en þeir, sem tii hans komu, kynntust greindum og skemmtilegum ljúflingi. Glettni hans var sérstök og djúpsæ og hafði úr nógu að moða, þar sem mörgum furðufuglinum skolaði á land í Hvammi. Það var indælt að koma að Hvammi eftir eril dags- ins í Árbæjarskóla, þiggja bita og sopa hjá ömmu minni elskulegu og finna streitu og geðvonsku sópast burt eftir skemmtilega sögu Birg- is. Birgir lék þá á als oddi, svo að ekki var annað hægt en að hrífast með og hlæja þjartanlega með honum. Það er bjart yfir þessum stundum. Birgir var mér átrúnaðargoð frá öndverðu sem að líkum lætur. Síst rénaði virðing mín fyrir honum með árunum. Ég man, hve hann hló stundum dátt, þegar ég, kenn- aranefnan, spurði hann ráða um eitthvert atriði á ensku. Þá skaut hann einatt þessu að mér: „Hvað, áttu ekki að heita enskukennari?" og leysti síðan góðfúslega úr vanda mínum. Við, sem Birgir veitti af mestri rausn sinni, bárum því miður ekki gæfu til að endurgjalda tryggðina. Þannig urðum við vinir hans hans aldrei annað en þiggjendur. Fyrir okkur var hann svo sterkur og sjálfum sér nógur, að ekki var staldrað við og gætt að, hvort Birgi lægi lítið á. Hann bar byrðar sínar möglunarlaust fram á hinsta dag, byrðar sem hefðu slig- að hvern meðalmann. Það er erfitt tii þess að hugsa, að eiga ekki lengur athvarf í Hvammi, gróðurvininni yndislegu, en ég hlakka til endurfunda. Þá er víst, að brotið verður nýtt land, nýr Hvammur reistur, og ekki mun skorta byggingarefnið, þar sem við komum öll með fangið fullt af reynslu úr þessari jarðvist. Og skíðgarðurinn verður þann veg saman felldur, að ekki næði um viðkvæman gróðurinn við suður- vegginn. Eg kveð svo elsku Birgi. Jón Þorvaldsson ALLTAF A LAUGARDÖGUM HEIMUR ÞAGNARINNAR Um leikritið Guð gaf mór eyra sem er næst á skránni hjá Leikfélagi Reykjavíkur. HRÆDSLAN VIÐ LÍFID Inngangur aö bókinni Fear of Life þar sem reynt er að komast að kjarnanum í sambandi viö taugaveiklun nútímamannsins. LITLI MAÐURINN í MANNÞRÖNGINNI Um Raphael Soyer listmálara í New York, sem nýlega hefur öölast frægö á níræöisaldri. Vönduð og menningarleg helgarlesning Þóra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.