Morgunblaðið - 28.10.1983, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.10.1983, Qupperneq 32
HOLUWOODj BítlaæöiáWj cbcAIDwSq FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983 82 rjúpur í dags veiðiferð EINN rjúpnaveiðimaður fékk 82 rjúpur í dagsveiðiferð i Ljósa- vatnsskarði fyrir skömmu, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið hefur aflað sér. Þá hefur blaðið haft spurnir af öðrum, sem hafði 57 rjúpur eftir eins dags veiðiferð í Ljósa- vatnsskarði. Þegar þessar veiðiferðir voru farnar hafði snjóað talsvert og rjúpan var komin af háfjöllum og niður í kjarrlendi vegna snjó- anna. Rúmlega þritugur maður í gæzluvarðhald vegna „mikla hassmálsins**: Morgunblaðið/Jón Svavarsson Féll 6 metra og hálsbrotnaði 25 ÁRA gamall maður hálsbrotnaði þegar hann féll úr stiga, sem reistur var við Bókhlöðustíg 7 um miðjan dag í gær. Maðurinn var þar við vinnu ásamt öðrum og hugðust þeir gera við þak hússins. Þeir reistu ál- vinnupall við húsið og reistu síðan álstiga á vinnupallinn. Maðurinn var á leið upp stigann, upp á þak hússins, þegar vinnupallurinn, sem var frístandandi, gaf sig. Skipti engum togum að maðurinn féll sex metra niður. Hann var tekinn upp með sérstökum börum og fluttur í slysadeild. Bein kvarnaðist úr hálslið, liðbönd í hálsi tognuðu og hann hlaut skurð á hnakka. Grunaöur um að hafa fjármagnað hasskaupin RÚMLEGA þrítugur maður var í gærkvöldi úrskurðaður í 45 daga gæzluvarðhald í Sakadómi í ávana og fíkniefnamálum vegna rannsókn- ar fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík á „mikla hassmálinu", sem upp kom á dögunum, þegar skipverji á togaranum Karlsefni var handtekinn með 11.3 kíló af hassi að verðmæti um 4.5 milljónir króna á markaði hér. Við yfirheyrslur skýrði skipverj- inn svo frá, að hassið hefði verið keypt fyrir um 500 þúsund krónur í Cuxhaven í V-Þýzkalandi þegar tog- arinn seldi þar. Samkvæmt heim- dildum Mbl. leikur meðal annars grunur á, að maðurinn hafi fjár- 10 til 15 æfa glímu í Rvík AÐ SÖGN Hjálms Sigurðssonar, stjórnarmanns í Glímusambandi ís- lands, stunda aðeins tíu til fimmtán karlmenn glímu hjá þeim þrem félög- um sem hafa glímuíþróttina á dag- skrá í Reykjavík. Tilfinnanlega vantar glímuþjálf- ara og verulegt átak þarf að gera til að kynna glímuíþróttina meira en gert hefur verið. Framkvæmda- stjóri ÍSÍ skipaði nefnd á árinu til þess að vinna að þessum málum og væntanlega verður gert átak til að efla glímuna. Sjá frétt á fþróttasíðu. I magnað hasskaupin, en hann var staddur í V-Þýzkalandi þegar Karls- efni seldi afla sinn og skipverjinn | fékk hassið í hendur. Maðurinn, sem úrskurðaður var i gæzluvarðhald, var handtekinn ásamt sambýliskonu sinni um miðj- an dag í gær. Hún var enn í haldi í gærkvöldi, en lögreglan hafði ekki gert kröfu um gæzluvarðhald yfir henni. Samkvæmt heimildum Mbl. þá mun maðurinn oftsinnis hafa farið utan á undanförnum misserum. Hann hefur rekið innflutningsfyr- irtæki í Reykjavík, en umsvif þess verið næsta lítil — talið að hann hafi notað fyrirtækið til þess að gera ástæður utanferöa sinna trú- verðugar. Maðurinn kom fyrst við sögu fíkniefnadeildarinnar árið 1977. Hann hlaut 5 mánaða dóm og háa fésekt árið 1980 fyrir ólöglegan inn- flutning og sölu á fíkniefnum. Marg- ir komu við sögu í því máli, en mað- urinn engan veginn höfuðpaurinn — tók að sér að kaupa fíkniefni erlend- is og smygla inn í landið. Fjárlagaræða fjármálaráðherra: Skattatekjur lækka um 3,4 prósentustig — ef miðað er við þjóðartekjur Eyrarbakki: Vinna hefst í dag í Hraðfrystistöðinni Ejrarbakka, 27. október. VINNA hefst í Hraðfrystistöð Eyrar- bakka í fyrramálið, en nú er verið að taka á móti 50 tonnum af síld frá ís- lcifi og verður hún flökuð í frystingu. Stöðin hefur ágætan útbúnað til þess að taka á móti og verka síld i frystingu. Ekki er vitað hversu margir fá vinnu við síldina, en reikna má með því að allir starfs- menn frystihússins, sem sagt hefur verið upp störfum að undanförnu, verði kallaðir til eftir helgi. Mjög lítill afli hefur verið hjá netabátunum þessa viku og aðeins borist um 4 tonn af þremur bátum, en nú hefur fjórði báturinn lagt net- in og einn trollbátur og tveir snur- voðarbátar fóru út í gær. Því má reikna með að hráefni verði þolan- legt eftir helgina, ef tíð helst góð. Vfk í Mýrdal: Sfldarbátar uppi í landsteinum Mýrdal, 27. október. ÓVENJUMIKIÐ er af skipum hér við ströndina, hér alveg uppi í landstein- um, bæði við Dyrhólaey og Vík, og sjór kveikilegur í kringum þau. Sýnilegt er að síld er þarna á ferð- inni og veldur þessari skemmtilegu tilbreytingu. — Sigþór. Báturinn sem rak upp á Eyrar- bakka nýlega, var tekinn uppá bíl í dag og ekið til Reykjavíkur, en vafa- samt er talið að borgi sig að gera við hann. _ Fréttaritari ÞETTA er aðhaldsfrumvarp, sagði Al- bert Guðmundsson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlaga- fnimvarpi komandi árs á Alþingi f gær. Þing og þjóð verða að gera sér grein fyrir því alvarlega ástandi sem við blasir í þjóðar- og ríkisbúskapn- um. Það er ekki hægt að auka erlend- ar skuldir, eða yfirdrátt í Seðlabanka og sízt auka skattheimtu á fólk og fyrirtæki í landinu. Eina færa leiðin er að draga saman segl í ríkisbú- skapnum. Markmið fjárlagafrumvarps og fjárfestingar- og lánsfjáráætlunar, sem nú eru rædd samtímis, eins og rétt er, eru þessi: 1. að fylgja fram þeirri stjórnar- stefnu að ná niður verðbólgu og viðskiptahalla, 2. að gera fjárlögin á ný marktæk og virk sem hagstjórnartæki, 3. að draga úr umsvifum ríkisins og hlutdeild þess í þjóðartekjum, en áætlað er að skatttekjur 1984 lækki sem hlutfall af þjóðartekj- um úr 30,2% 1982 í 26,8% 1984, eða um 3,4 prósentustigs, sem svarar til 2,2 milljarða króna. 1 fjárlagafrumvarpi og láns- fjáráætlun 1984 er gert ráð fyrir 1750 m.kr. lægri erlendum lántök- um en 1983 og 3650 m.kr. lægri en 1982. Heildarlántaka erlendis er ráðgerð 4500 m.kr. Fjárlög ársins 1983, sem reist voru á röngum verðlagsforsendum, þ.e. 42% verðlagshækkun í 84% verðbólgu, koma út með 1200 m.kr. greiðsluhalla í stað 17 m.kr. greiðsluafgangs, eins og ætlað var. Þetta er aðhaldsfrumvarp, sagði ráðherra efnislega, og ýmsir verða vafalaust óánægðir. En við verðum að gera okkur glögga grein fyrir því alvarlega ástandi, sem við blas- ir. Þjóðin á mikið undir því komið að þingmenn allir fjalli um þessi mál af alvöru og ábyrgð. Sjá nánar á þingsíðu Mbl. bls. 22 f dag. Fjárhagsvandræði Þormóðs ramma leyst tímabundið: Báðir skuttogarar fyrirtækis- ins á leið til veiða í gærkveldi TVEIR togarar útgerðarfélagsins Þormóðs ramma á Higlufirði héldu til veiða f gærkveldi, en þá höfðu fjár- hagsvandræði fyrirtækisins verið leyst tímabundið, samkvæmt upplýsingum sem blm. Mbl. fékk hjá Hinrik Aðal- steinssyni, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins í gærkveldi. Þá sagði Hinrik að starfsfólki fyrirtækisins yrðu greidd laun í dag, föstudag. Hann sagði að mál fyrir- tækisins hefðu verið leyst tíma- bundið með aðstoð fjármálaráðu- neytisins, en ekki vissi hann á hvern hátt. Hinrik var spurður um tilboð Þormóðs ramma í Hafþór á dögun- um, sem hljóðaði upp á 100.500 þús- und, og var hið hæsta af fimm sem Morgunblaóið/Frióþjófur. Togarar Þormóðs ramma, Stálvík og Sigluvík, bundnir við bryggju í Siglufirði á miðvikudag. í gærkvöldi héldu þeir til veiða á ný. bárust. Sagði Hinrik að í tilboðinu væri ýmislegt sett fram, t.d. um kaupleigusamning. Einnig hefði Hafþór verið í leigu hjá fyrirtækinu, en Hafrannsóknastofnun hefði fengið skipið þegar á hefði þurft að halda. Sama hátt hefði verið ætlað að hafa á áfram. „Við ætluðum okkur aldrei að borga út þessar 100 milljónir og 500 þúsund," sagði Hinrik. Hinrik sagði auk þess, að það gæti verið að rekstur fyrirtæk- isins gæti gengið betur ef það hefði þrjú skip sem öfluðu hráefnis fyrir frystihúsið, en hráefni frá tveimur togurum hefði ekki nægt. Sjá viðtöl og myndir frá Siglu- firði á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.