Morgunblaðið - 28.10.1983, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1983
Nesskip hf. kaupir nýtt
2.500 tonna flutningaskip
NESSKIP hf. hefur fest kaup á
þýzka skipinu „Estebogen“ og verð-
ur það allient félaginu í desember
næstkomandi. Skipið er byggt í
Þýzkalandi árið 1972 hjá Sietas-
skipasmíðastöðinni og hefur 2500
tonna burðargetu. Kostnaðarverð
skipsins er 5 milljónir v-þýzkra
marka eða 53,5 milljónir íslenzkra
króna. Skipið er systurskip ms. Suð-
urlands, sem fyrir er í eigu félags-
Lengd skipsins er 88,5 metrar
og breidd 13,80 metrar. Lestar-
rými skipsins er 164.000 rúmfet.
Það hefur eina lestarlúgu 51,00
metra á lengd og 10,2 metra á
breidd á veðurþilfari, og stórar
þilfarslúgur sem fjarlægja má
auðveldlega þegar þeirra er ekki
þörf.
Skipið er búið tveim 15 tonna
þilfarskrönum, sem sameiginlega
geta lyft 30 tonnum. Skipinu er
ætlað að sinna alhliða stórflutn-
ingum svo sem fyrir stóriðju og
ýmsum flutningum á sjávarafurð-
um til útflutnings. Þá er skipið
einnig vel útbúið til gámaflutn-
inga og getur flutt 142 gámaein-
ingar (20 fet). Skipið verður sér-
staklega útbúið til flutninga á
kældum farmi.
Aðalvél skipsins er af gerðinni
MAK, 2400 hestöfl og ganghraði
skipsins er 14 sjómílur. Ljósavél-
ar eru fjórar af Deutz-gerð. Einn-
ig hefur skipið bógskrúfu.
Skipið hefur einkum verið í
flutningum á norðlægum slóðum
og er styrkt til siglinga í ís samkv.
ströngustu kröfum þýzka Lloyds-
flokkunarfélagsins.
Blönduós:
Reglu komið
á hundahald
Rlönduó.si, 26. október.
Á BLÖNDUÓSI, eins og svo mörg-
um öðrum kauptúnum á landsbyggð-
inni, búa menn og málieysingar í
nokkuð nánu sambýli. Hestamenn á
gæðingum sínum eru algeng sjón á
götum bæjarins og mikið er af sauð-
fé garðeigendum til blandinnar
ánægju. Hundar eru og vinsæl heim-
ilisdýr hér og vinir þeirra frá sveita-
bæjum í nágrenninu koma oft í
heimsókn, auk þess sem þeir fylgja
húsbændum sínum í kaupstaðarferð-
Fram að þessu hefur ekki verið
amast við því þó hundar búsettir á
Blönduósi gangi lausir enda ef til
vill erfitt vegna sveitahundanna
sem áður er sagt frá. En nú er
stefnt að breytingum hvað þetta
varðar. Frá og með 1. nóvember á
að fylgja eftir gömlum reglum um
hundahald og skal greiða skrán-
ingargjald af öllum hundum hér,
þeir merktir og jafnframt bannað
að láta þá ganga lausa. Að sögn
Snorra Björns Sigurðssonar,
sveitarstjóra, er þetta gert til að
koma reglu á skráningar og trygg-
ingar hunda en skráningunum er
mjög ábótavant. Eru aðeins örfáir
af þeim fjölda hunda sem hér eru
nú skráðir. Lausir hundar verða
teknir úr umferð og eigendur látn-
ir sækja þá og um leið látnir
Biöjum ekki um gjafir heldur
viðunandi rekstrarskilyrði
— segir Kristján Ragnarsson
um hugmyndir fjármálaráðherra
„Á SÍÐUSTU tveimur til þremur
árum, þegar aflinn hefur verið
hvað mestur, höfum við verið að
reka þennan atvinnuveg með tapi.
Við höfum staðfest það með opin-
berum tölum, sem ekki hafa verið
umdeildar. Þetta hefur enn versn-
að til mikilla muna með aflabresti
þessa árs. Við höfum ekki verið að
biðja um það að okkur yrðu gefnir
peningar, við höfum viljað fá
rekstrarskilyrði til þess að geta
staðið við skuldbindingar okkar,“
sagði Kristján Ragnarsson, for-
maður og framkvæmdastjóri LÍÚ,
er Morgunblaðið innti hann álits á
hugmynd fjármálaráðherra um að
skuldir útgerðar við opinberar
lánastofnanir yrðu felldar niður.
„Við teljum að miðað við þær
aðstæður eigi hver og einn að bera
ábyrgð á sinni fjárfestingu og
gerðum sínum. Ekki að það sé gert
með þeim hætti að skuldir verði
afskrifaðar nema ef um er að ræða
að lánastofnanir, eins og átt hefur
sér stað, hafi lánað peninga langt
umfram það, sem greiðslugeta til
endurgreiðslu nær. Þess vegna
hljóta vissir aðila að tapa ein-
hverjum peningum og það tel ég
alls ekki óeðlilegt að gerist til þess
að skapa ábyrgð beggja aðilja.
Með þessari umræðu er verið að
gera sjávarútveg og útgerð að
þiggjendum í augum almennings.
Útgerðin skapar í raun verðmætin
og það finnst mér mjög miður ef
þessi atvinnugrein á að þola það
að vera talin þurfalingur á þjóð-
félaginu, sem hún alls ekki er. Þó
einhverjar skuldir verði felldar
niður kemur það aðeins nokkrum
aðiljum til góða, en leysir alls ekki
rekstrarvanda útgerðarinnar 1
dag.
Eg er hins vegar þakklátur fjár-
málaráðherra fyrir skilning hans
á vanda útgerðarinnar og vænti
þess, að hann stuðli að annarri og
betri lausn en þeirri, sem hann
hefur nú gert tillögu um, er komi
allri útgerðinni til góða," sagði
Kristján Ragnarsson.
ganga frá ofangreindum málum,
hafi þeir þá ekki þegar gert það.
Aðspurður sagði Snorri einnig að
ekki hefði verið rætt um annað
skepnuhald á Blönduósi í sam-
hengi við umræður um hundahald.
Að lokum skal þess getið að reglur
þessar eiga við allt hundahald í
Blönduóshreppi, hvort sem hund-
arnir búa í kauptúninu eða á
sveitabæjum í hreppnum.
B.V.
Mývetning-
ar halda
slægjufund
Mývatnssveit, 26. október.
Síðastliðinn laugardag,
fyrsta dag vetrar, héldu
Mývetningar sinn hefð-
bundna slægjufund í
Skjólbrekku. Hófst hann
kl. 15 með helgistund séra
Arnar Friðrikssonar. Sam-
komugestir sungu við und-
irleik Kristínar Jónasdótt-
ur. Stjórnandi og kynnir
slægjufundarins var Hulda
Finnlaugsdóttir.
Að lokinni helgistundinni
hófst sameiginleg kaffi-
drykkja. Síðan voru fjölbreytt
skemmtiatriði. Fyrst var al-
mennur söngur undir stjórn
Arnar Friðrikssonar. Þá
sungu bræðurnir frá Rangá,
Baldur og Baldvin. Undirleik-
ari var Ulrik ólafsson. Aðal-
ræðu dagsins, slægjuræðuna,
flutti Leifur Hallgrímsson.
Síðan lék Árni Sigurbjarnar-
son á harmónikku. Þá var
upplestur Huldu Finnlaugs-
dóttur. Að síðustu var al-
mennur söngur. Talið er að
200 manns hafi sótt þessa
skemmtun, sem þótti takast
mjög vel.
Um kvöldið var svo dans-
leikur 1 Skjólbrekku. Fjöl-
menni var þar.
Kristján
Málfreyjur með
fund á morgun
MÁLFKEYJl'R halda kynningar-
fund á morgun, laugardag, á Hótel
Hcklu klukkan 15.
Málfreyjudeildin Björkin mun
sjá um fundinn, segir í frétt sem
Morgunblaðinu hefur borist.
Fundurinn er öllum opinn, en
hann er haldinn til að kynna
markmið og stefnu samtaka
málfreyja.
Norræna húsið í dag:
Ástand og horfur f
heiminum árið 2000
STAÐA og horfur mála í heiminum um næstu aldamót er efni
fyrirlesturs, sem dr. Gerald D. Barney frá Bandaríkjunum mun
fíytja í Norræna húsinu í dag klukkan 17. Á ensku ber fyrirlesturinn
yfirskriftina „The Global 2000 Report to the President and its
Consequenses in the U.S. and Elsewhere".
í fréttatilkynningu frá Rann-
sóknarráði ríkisins um fyrirlest-
urinn segir svo meðal annars:
„Skýrslan, „the Global 2000
Report to the President: Entering
the Twenty-First Century", var
unnin undir stjórn dr. Barneys í
forsetatíð Jimmy Carters. Skýrsl-
an, sem er í þremur bindum, kom
út árið 1980. t skýrslunni er gerð
úttekt á stöðu og horfum um og
eftir næstu aldamót varðandi auð-
lindir, fólksfjölda og umhverfis-
mál. Sérstök áhersla er lögð á
möguleika Bandaríkjanna til
stefnumótunar í þessum efnum á
alheimsmælikvarða. Miklar um-
ræður og skrif urðu um skýrsluna
í Bandaríkjunum um það leyti sem
hún kom út og síðar. Skýrslan hef-
ur nú verið þýdd og gefin út á
spönsku, japönsku, kínversku,
þýsku og frönsku, ásamt enskri
vasabrotsútgáfu.
í fyrirlestri sínum í dag mun dr.
Barney fjalla um megintilgang
skýrslunnar, helstu niðurstöður
hennar og þau áhrif sem hún hef-
ur haft.
Fyrirlesturinn er öllum opinn."
Mótmælafundur
Mótmælafundur vegna innrásarinnar í Grenada var haidinn við banda-
ríska sendiráðið í Reykjavík síðdegis í gær.
Starfsmanni sendiráðsins var afhent mótmælayfirlýsing, þar sem þess
var krafist að Bandaríkin kölluðu hermenn sína á brott frá Grenada.