Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER1983
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983
29
lltngmiÞIiifttfr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jonsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, síml 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakiö.
Staðnað
peningakerfi
Bankar eiga að vera ann-
að og meira en af-
greiðslustofnanir þar sem far-
ið er með viðskiptavini eins og
þeim sé greiði gerður með
hverri afgreiðslu. Bankar eiga
að vera þjónustustofnanir sem
stuðla að því að fé viðskipta-
vinanna sé ávaxtað á sem
bestum kjörum. Hér á landi
eru þrír stærstu bankarnir
ríkisreknir, þeir lúta pólitískri
forsjá. Samkeppni milli banka
og sparisjóða birtist helst í
kapphlaupi um að fá leyfi yfir-
valda til að reisa ný útibú.
í sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins birtust viðtöl við for-
stöðumenn þriggja fyrirtækja,
Kaupþings hf” Avöxtunar sf.
og Fjárfestingarfélags íslands
hf. sem öll hafa tekið að sér að
fjárfesta á arðvænlegasta hátt
fé viðskiptavina sinna. Þessi
fyrirtæki starfa ekki í þágu
þeirra sem mesta fjármuni
hafa handa á milli heldur
allra sem vilja ráðstafa fjár-
munum sínum á þann veg að
þeir skili sem mestum arði.
Fyrirtækin nálgast viðskipta-
vini sína með allt öðrum hætti
en bankarnir. Þau bjóða þjón-
ustu en ekki móttöku á pen-
ingum. Áhrifa fyrirtækjanna
er þegar farið að gæta í tilboð-
um opinberra aðila sem sækj-
ast eftir fé almennings eins og
sést til dæmis á auglýsingum
um nýjustu spariskírteini rík-
issjóðs.
í greinargerð fjárlaga-
frumvarpsins fyrir árið 1984
segir að efling innlends láns-
fjármarkaðar sé „eitt erfið-
asta viðfangsefni stjórn-
valda“. Ríkisstjórnin hefur
sett skorður við erlendri
skuldasöfnun og þess vegna er
meira í húfi en áður að afla
lánsfjár innan lands. For-
senda þess að það takist að
byggja upp innlendan láns-
fjármarkað er að menn sjái
sér meiri hag í því að ávaxta fé
sitt í peningastofnunum en á
annan hátt, svo framarlega
sem einhverjir eru aflögufær-
ir. Og rétt er að hafa hugfast
að það eru ekki aðeins ávöxt-
unarkjörin sem menn líta til
þegar þeir ráðstafa fé sínu.
Margir velta því einnig fyrir
sér hvernig peningarnir eru
notaðir af bönkum og opinber-
um aðilum. Dæmi um fjár-
magnstilfærslur sem ekki eru
til fyrirmyndar hafa verið
rakin í greinum Þorvaldar
Búasonar hér í blaðinu undan-
farið.
Hin nýju fyrirtæki er veita
almenningi ávöxtunarþjón-
ustu benda á þær leiðir sem
taldar eru öruggastar hverju
sinni. Til þess að geta skilað
viðskiptavinum sínum þeim
arði sem þeir vænta þarf
ráðstöfun fjárins að vera
arðbær. Þessi þjónusta er mik-
ils virði. Og það segir sína
sögu um þróun íslensks pen-
ingamarkaðar að hún hefur
þróast utan bankakerfisins.
Mikið er í húfi að brautryðj-
endastarfið beri ávöxt og þess
vegna verður að gera þær
kröfur til nýju fyrirtækjanna
að starfsemi þeirra sé óaðfinn-
anleg. Reynslutíma þeirra er
enn ekki lokið.
Áfengt öl —
já eða nei?
jóðaratkvæðagreiðslur
eru fátíðar hér á landi.
Með slíkri atkvæðagreiðslu
var þó ákveðið að aflétta
áfengisbanni á sínum tíma og
nú er ekki tekin ákvörðun um
það hvort opna eigi útsölu
Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins (ÁTVR) í einstökum
byggðarlögum nema það sé
fyrst borið undir atkvæði íbú-
anna.
Niðurstaðan í skoðanakönn-
un Hagvangs hf. sem Morgun-
blaðið birti á sunnudaginn þar
sem fram kemur að 63,5%
spurðra vilja leyfa sölu áfengs
öls í verslunum ÁTVR hefur á
ný vakið umræður um þetta
mál sem um áratuga skeið hef-
ur verið eitthvert helsta vand-
ræðabarn þingmanna og eins-
konar feimnismál í þingsölum.
En hvers vegna þarf að leggja
þennan kross á þingmenn? í
samræmi við hefðir í áfengis-
ákvörðunum hér á landi á auð-
vitað að bera það undir þjóð-
aratkvæðagreiðslu hvort hér
megi selja áfengt öl. Um það
ætti að geta náðst samstaða á
alþingi að vísa því til annarra
hvort íslendingar eigi að fá
leyfi til að drekka annað
áfengt öl keypt hér á landi én
það sem selt er í Fríhöfninni.
Símamynd/AP.
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, við grafhýsi Luis de Camoes, þjóðskálds Portúgala.
Forseti íslands í opinbem heimsókn í Portúgal:
Símamynd/AP.
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og forseti Portúgals, Antoni Ramalho Eanes, ræddust við í
Belem-höll í gær.
Lagði blómsveig á grafhýsi Luis de
Camols, þjóðskálds Portúgala frá 15. öld
Liasabon 21.nóvember. Frá Hirti
Gislasyni, blaðamanm Morgunblateins.
Opinber heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Portú-
gals, hófts í dag kl. 13.00 þegar forsetinn ásamt loruneyti sínu lenti á
flugvellinum hér í Lissabon. Er það í fyrsta skipti sem íslenskur forseti fer
í heimsókn til Portúgals. Eanes, forseti Portúgals, Mario Soares, forsæt-
isráðherra, forseti þingsins og fleiri háttsettir menn tóku á móti forsetan-
um og föruneyti hennar.
Mikil viðhöfn var við komuna
og könnuðu þjóðhöfðingjarnir
fyrst fjölmennan lífvörð og var
síðan tuttugu fallbyssuskotum
hleypt af til heiðurs íslensku
gestunum. Þá má geta þess að
þegar flugvél British Airways,
sem Vigdís og föruneyti hennar
komu með, kom inn yfir portú-
gölsku landamærin slógust fjór-
ar portúgalskar herflugvélar í
förina og fylgdu vélinni til Lissa-
bon.
Eftir komuna á flugvöllinn óku
þjóðhöfðingjarnir og föruneyti
þeirra í fylgd fjölmenns lífvarðar
til Quelaz-hallar þar sem ís-
lensku gestirnir búa. Síðdegis
lagði forsetinn, Vigdís Finnboga-
dóttir, blómsveig á grafhýsi
portúgalska skáldsins Luis de
Camois sem er eitt þekktasta
þjóðskáld Portúgals og var uppi
á 15. öld. Hann orti meðal annars
um landafundi Portúgala. Þar á
eftir ræddust forsetarnir við í
Belem-höll, skiptust á gjöfum og
orðum. Vigdís sæmdi Eanes stór-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu
með keðju en Eanes veitti Vigdísi
Símamynd/AP.
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt-
ir, og Antoni Ramalho Eanes, forseti
Portúgals, við móttökuathöfnina á
Lissabon-flugvelli (gær.
stórkrossorðuna Infamto de
Henrique. Ýmsum í fylgdarliði
forsetanna voru einnig veittar
orður. Vigdís færði forseta
Portúgals að gjöf Dýraríki ís-
lands eftir Benedikt Gröndal og
portúgölsku forsetafrúnni færði
hún víravirkisarmband úr silfri
sem Jóhannes Leifsson gullsmið-
ur smíðaði. Eanes gaf Vigdísi
silfurkertastjaka. Á svipuðum
tíma ræddi Geir Hallgrímsson
utanríkisráðherra við utanríkis-
ráðherra Portúgals, Jaime
Gama.
í fylgdarliði Vigdísar eru Geir
Hallgrímsson utanríkisráðherra
og kona hans, Erna Finnsdóttir,
forsetaritari, Halldór Reynisson,
og Ingvi Ingvason, ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu.
Tómas Tómasson, sendiherra ís-
lands í Portúgal með aðsetur í
París, slóst í hópinn hér í Lissa-
bon.
I kvöld bauð forseti Portúgals,
Eanes, íslensku gestunum og
ýmsum háttsettum embættis-
mönnum til kvöldverðar í
Ajuda-höllinni. Á morgun,
þriðjudag, tekur Vigdís Finn-
bogadóttir á móti Mario Soares,
forsætisráðherra Portúgals, í
Quelaz-höll og síðar á móti er-
lendum sendiherrum. Um hádeg-
isbilið heldur hún til Sao Jufiao
Ca Barra-virkis, þar sem forset-
arnir snæða saman hádegisverð.
Síðdegis heimsækja íslensku
gestirnir þjóðþingið, ráðhús
Lissabon-borgar og borgarstjóra
Lissabon. Um kvöldið þiggur for-
setinn og fylgdarlið hennar
heimboð Leif Dundas. Heim-
sókninni líkur á fimmtudag.
„Ekki farið fram á físk-
veiðiheimild við ísland“
— sagði Geir Hallgrímsson um viðræður sínar við utanríkisráðherra Portúgals
Lissabon 21. nóvember. Frá Hirti
(•íslasyni blaðamanni Morgunblaðsins
„lltanríkisráöherra Portúgals fór
ekki fram á það í viðræðum okkar að
Portúgalir fengju fiskveiðiheimildir
við ísland, enda var ég búin að gera
honum grein fyrir ástandi þorsk-
stofnsins. Ég sagðist þó vonast til að
við gætum haldið áfram að selja
Portúgölum saltfi.sk þrátt fyrir sam-
dráttinn á þorskstofninum," sagði
Geir Hallgrímsson untanríkisráð-
herra er hann var inntur eftir viðræð-
um hans við utanríkisráðherra Portú-
gals, Jaime Gama.
„Við ræddum enfremur þjóðfé-
lagsástand landanna beggja og
samband þeirra sem aðallega hefur
falist í saltfiskkaupum Portúgala
frá íslandi. Það kom fram hjá
Jaime Gama aukinn áhugi Portú-
gala á innflutningi til Islands til
viðskiptajöfnunar og greindi ég
honum frá ýmsum ráðstöfunum
sem gerðar hafa verið heima til að
greiða fyrir þessum viðskiptum.
Landssamband íslenskra útgerð-
armanna og sölusamband íslenskra
fiskframleiðanda hafa unnið að því
að þau veiðarfæri sem ekki eru
fáanleg heima verði keypt hér í
Portúgal og viðskiptaráðneytið
hefur lagt áherslu á að hafa á
boðstólum upplýsingar um vörur
sem héðan eru fáanlegar.
Við ræddum saman í rúman
klukkutíma um almenn þjóðmál, en
fjölluðum síðan um viðhorf land-
anna beggja í alþjóða stjórnmálum
og afstöðu Portúgals til NATO. Það
kom fram hjá portúgalska utanrík-
isráðherranum að Portúgalir eru
fylgjandi hinu tvíþætta samkomu-
BÚIST er við að menntamálaráð-
herra, Ragnhildur Helgadóttir, leggi
fram frumvarp um verðlaunasjóð í
minningu Jóns Sigurðssonar á
næstu vikum, samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins.
Málið hefur að undanförnu ver-
lagi frá 1979 sem felur í sér upp-
setningu kjarnaflauga í Evrópu og
jafnframt því að reyna að knýja
Sovétmenn að samningaborðinu
með fækkun kjarnaflauga í huga.
Portúgalski utanríkisráðherrann
er sósíalisti og kvað hann afstöðu
portúgalskra sósíalista til varnar-
samstarfsins líkjast meira afstöðu
franskra og ítalskra sósíalista en
þýskra og breskra," sagði Geir
Hallgrímsson utanríkisráðherra.
ið til umræðu í ríkisstjórninni og
sagði Ragnhildur i samtali við
Mbl. að enn væri ekki til lykta
leitt í hvaða formi málið yrði. Hún
bjóst hinsvegar við að það gerðist
fljótlega og frumvarp yrði lagt
fram innan nokkurra vikna.
Verðlaunasjóður Jóns Sigurðssonar:
Frumvarp innan
nokkurra vikna
Þörungaskipið Karlsey:
FFSÍ mótmælir fækkun sigl-
ingafróðra manna um borð
ÞÖRUNGAVINNSLAN hf. fór fram á það við samgönguráðuneytið í marsmán-
uði í fyrra, að ráðuneytið veitti heimild til þess að sigla þaraöflunarskipinu
Karlsey, í dagsferðum sínum á Breiðafirði, með einum siglingafróðum manni
um borð í stað tveggja. Samgönguráðuneytið varð við þessari beiðni, eftir að
hafa borið hana undir Siglingamálastofnun og var fallist á að skipunu yrði siglt
með einum siglingafróðum manni og tveimur vélstjórum, auk háseta.
Síðan gerðist það í októbermán-
uði sl. að Farmanna- og fiski-
mannasamband íslands krafðist
þess í bréfi til samgönguráðuneytis-
ins að þessi heimild verði ógild. Ing-
ólfur Stefánsson, framkvæmda-
stjóri FFSÍ, sagði í samtali við Mbl.
aö það næði ekki nokkurri átt að
hafa aðeins einn siglingafróðan
mann um borð. Breiðafjörður væri
erfitt hafsvæði að sigla um, þar
þyrfti sérstaka aðgæslu, og því væri
það mikið öryggismál að hafa skip-
ið rétt mannað.
„Það er í rauninni furðulegt að
Siglingamálastofnun skuli leggja
blessun yfir slíkar aðgerðir," sagði
Ingólfur. „Stofnun sem hefur það
hlutverk að gæta öryggis sjómanna,
framar öllu öðru. Þá er það ein-
kennilegt að þetta mál skuli ekki
hafa verið borið undir okkur. Á veg-
um Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins og samgönguráðuneytis-
ins starfar sérstök mönnunarnefnd,
sem einmitt tekur afstöðu til slíkra
mála. En það var ekki til okkar leit-
að.
Þá höfum við staðið í því undan-
farið að semja um kaup og kjör
þessara manna um borð og þetta
mál gerir okkur erfitt um vik í þeim
efnum. Svo virðist sem forráða-
menn Þörungavinnslunnar séu að
reyna að spara sér að greiða stýri-
mannalaun og taka háseta í stað-
inn. Furðulegt sjónarmið, því ekki
munar miklu á þessum launum."
Korchnoi var afslappaður,
en Kasparov virtist spenntur
Korchnoi vann fyrstu skákina á svart
Þeir Korchnoi Lh. og Kasparov við skákborðið í London f gær. simamynd/AP.
London, 21. nóvember, frá Eric Hchiller, frétta-
ritara MorgunblaÁ.sin.s á einvígjunum í London.
í DAG hófst langþráð einvígi þeirra
Viktors Korchnoi, landflótta Sovét-
manns, og Gary Kasparovs, nýjustu
stjörnunnar í skákheiminuni.
Það kom mjög á óvart hér í Lond-
on að Korchnoi, sem er 52ja ára
gamall, sigraði hinn tvítuga Kasp-
arov í 52 leikjum. Korchnoi varðist
sem svartur í drottningarindverskri
vörn og leyfði Kasparov að nota
Petrosjan-afbrigðið sem ungi mað-
urinn hefur sérstakt dálæti á. Kasp-
arov nýtti sér tækifærið en síðan
valdi Korchnoi sjaldgæfan leik til
að koma skákinni af troðnum slóð-
um. Það tókst, Kasparov lenti í
hræðilegu tímahraki og eftir 24
leiki átti hann aðeins fimm mínútur
eftir til að ljúka fjörutíu leikjum.
Síðan Kasparov kom hingað til
London ásamt fylgdarliði sínu hefur
mér virst hann vera spenntari en
oft áður. Með honum eru Clara
Kasparova, móðir hans, stórmeist-
arinn Timoshenko og alþjóðlegu
meistararnir Alexander Nikitin og
Evgeny Vladimirov. Þessi tauga-
óstyrkur Kasparovs var án efa að
hluta ástæðan fyrir því að hann
tefldi jafn hægt og raun bar vitni.
Honum mistókst síðan gjörsamlega
að skapa þær flækjur og sóknar-
möguleika sem venjuléga einkenna
taflmennsku hans.
Á hinn bóginn var Korchnoi mun
afslappaðri en hann hefur verið í
mörg ár. Hann leit vel út þegar
hann settist við taflborðið í dag og
virtist fullur sjálfstrausts. A.m.k.
tókst honum að leika fyrstu sextán
leikjunum á minna en fimm mínút-
um, á meðan andstæðingur hans
hafði eytt tveimur klukkustundum.
Þarna uppskar hann árangur góðs
undirbúnings síns.
Með Korchnoi í London eru
stórmeistararnir Michael Stean,
Skák
Margeir Pétursson
Hernaðaráætlun Viktors Korchnoi í
einvígi hans við Gary Kasparov tókst
frábærlega vel í fyrstu skákinni. Eftir
vafasama og fifldjarfa taflmennsku
Sovétmannsins tvítuga í byrjuninni
fékk Korchnoi stöðuyfirburði. Hann
stefndi síðan markvisst að uppskiptum
sem bættu sífellt stöðu hans auk þess
sem Kasparov átti erfitt um vik í vörn-
inni vegna tímaskorts. Korchnoi vann
því öruggan sigur í hróksendatafli eft-
sem reyndar er búsettur hér í borg-
inni, og Hollendingurinn John Van
der Wiel, alþióðlegi meistarinn Lev
Gutman frá fsrael og síðast en ekki
síst einkaritari hans, frú Petra Lee-
uwerik.
Næstu skák sína tefla þeir
Korchnoi og Kasparov á miðviku-
daginn, en á morgun munu þeir
Ribli og Smyslov hefja einvígi sitt.
Smyslov kemur til með að hafa
hvítt í fyrstu skákinni.
ir laglega fléttu í 34. leik sem vann
peð og síðan skákina.
Mjög sannfærandi sigur hjá
áskorandanum fyrrverandi, en
Kasparov tefldi miklum mun lakar
en búast hefði mátt við eftir glæsi-
lega sigra hans upp á síðkastiö.
Hvass sóknarstíll hans fékk ekki að
njóta sín og í erfiðu endataflinu
komst hann aldrei í takt við stöð-
una.
Kasparov á þó örugglega eftir að
sýna sínar betri hliðar. Nú verður
hann að taka á öllu sem hann á til
og fyrsta skákin lofar því góðu um
skemmtilegt og spennandi einvígi.
1. einvígisskákin:
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Viktor Korchnoi
Drottningarindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6,
4. Rc3 — Bb7, 5. a3 — d5, 6. cxd5 —
Rxd5
Byrjanaval Korchnois kemur
verulega á óvart, því hann stýrir
skákinni beint út í uppáhaldsaf-
brigði Kasparovs. Ungi stórmeistar-
inn frá Bakú hefur unnið marga
stórglæsilega sigra þegar hann hef-
ur fengið kost á að tefla það, nú
síðast gegn Portisch á stórmótinu í
Niksic i haust. Fram að þessu hefur
hann aldrei tapað skák eftir 6. —
Rxd5.
7. e3 — g6
Mun algengara er 7. — Be7, en
auðvitað hlaut Korchnoi að luma á
óvæntri áætlun fyrst hann hætti sér
út í þetta afbrigði.
8. Bb5+ — c6, 9. Bd3 — Bg7, 10. e4
— Rxc3, 11. bxc3
Nú er komin upp staða sem minn-
ir mjög á uppskiptaafbrigðið í
Grúnfeldsvörn. Hvítur hefur fallegt
peðamiðborð, en svartur reynir að
sýna fram á að það sé veikt. Með
næsta leik sínum ræðst Korchnoi
beint á miðborðið án þess að gefa
sér tíma til að hróka.
11. — c5, 12. Bg5l? — I)g6
13. e5?!
Upphafið á áætlun sem stenst
ekki frá stöðulegu sjónarmiði. Hvít-
ur eyðileggur miðborð sitt og gefur
eftir mikilvæga reiti, svo sem d5, án
þess að fá nægilega mikið í staðinn.
13. — Dd7, 14. dxc5?! — 0-0!
Korchnoi fórnaði peði til að koma
mönnum sínum hraðar í leikinn. I
framhaldinu vega veilur hvíts á a3,
c3 og e5 fyllilega upp á móti peðs-j
missinum.
15. cxb6 — axb6, 16. 0-0 — Dc7, 17.
Bb5!?
Kasparov reynir að grugga vatn-
ið, en meginmarkmiðið með leikn-
um er að hindra 17. — Rd7. Nú
bjuggust flestir við 17. — Rc6 en þá
er framhaldið 18. Bf6! óljóst. T.d. 18.
— Rxe5?, 19. Rxe5 - Bxf6, 20. Rd7!
— Df4, 21. Dg4! og hvítur stendur til
vinnings. Hér hafði Kasparov notað
tæpar 2 klst. en Korchnoi aðeins 4
mínútur.
17. — Bxe5!, 18. Bh6 - Bg7, 19. Bxg7
— Kxg7, 20. Dd4+ — Kg8, 21. Rg5 -
h6
Flækjur eru ær og kýr Kasparovs
og Korchnoi gefur honum því ekkert
færi á kóngssókn, en leitar stöðugt
eftir uppskiptum.
22. Re4 — Bxe4, 23. Bxe4 — Ra6!
Lakara var 23. — Rd7?, 24. Bxd7
— Dxd7, 25. De3 og staðan leysist
fljótlega upp í jafntefli.
24. De3 — Dc5, 25. Dxc5 — Rxc5, 26.
Hfbl — Hfd8
Svartur stendur greinilega betur í
þessu endatafli. Hvítur hefur slæma
peðastöðu og riddarinn á c5 er stór-
veldi. í 24. leik kom því sterklega til
greina að leika 24. Bxa6. Ofan á lak-
ari stöðu bættist að Kasparov átti
hér aðeins fáar mínútur eftir, en
Korchnoi hins vegar meira en
klukkustund.
27. Bfl?
Upphafið á ráðleysislegri tafl-
mennsku sem útskýrist af tíma-
skortinum. 27. Kfl var miklu eðli-
legri leikur og ef 27. — Hd2 þá 28.
Be2 — Hb8, 29. a4 með hótuninni 30.
a5.
27. — Hd6, 28. Hb4 — Kf8, 29. a4 —
HaS!
Svartur fellur ekki í gildruna 29.
— Ke7?, 30. a5! — Hxa5,31. Hxa5 —
bxa5, 32. Hb5 og hvítur er hólpinn.
30. g3 — Ke7, 31. Kg2 - f5, 32. Bb5
— Hd2
Nú átti Kasparov aðeins 1 mínútu
og 36 sekúndur eftir á síðustu átta
leikina.
33. Hd4
Yfirsjón, en 33. Bc6 — Rd3 var
einnig afar slæmt. T.d. 34. Hd4 —
Hxf2+, 35. Kgl - Hd2, 36. Bb5 -
Re5! og vinnur, eða 34. Hxb6 —
Rxf2, 35. Kgl — e5, o.s.frv.
33. — Hxd4, 34. cxd4
• b c d • fgh
34. — Rxa4!, 35. Hxa4
35. Bxa4 — b5 var alveg vonlaust
því þá kemst svarti hrókurinn á bak
við frípeðið.
35. — Hxb5, 36. Ha7+ — Kd6, 37.
Hh7 — h5, 38. Hg7 — Hd5
Slíkar stöður teflir Korchnoi allra
manna bezt. Hann gefur andstæð-
ingi sínum engin færi.
39. Hxg6 — b5, 40. Kf3 — b4
Hér hefði skákin átt að fara í bið,
en sýnilega hafa báðir teflendur tal-
ið úrslitin ráðin og því kosið að leiða
hana til lykta strax.
41. Ke3 — b3, 42. Kd2
43. Kd3 má einnig svara með 43.
— Hxd4+!
42. — Hxd4+, 43. Kc3 — b2, 44. Kxb2
— Hd2+, 45. Kc3 — Hxf2, 46. h4 —
f4!, 47. Hg5 — Hf3+, 48. Kd4 -
Hxg.3, 49. Hxh5 - He3
Með tvö samstæð frípeð í hróks-
endatafli er eftirleikurinn auðveld-
ur.
50. Hh6 — Ke7, 51. h5 — e5, 52. Kd5
— f3 og hvítur gafst upp.
Staðan:
Kasparov 0
Korchnoi 1