Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 31 Aukinn kvóti hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum: Greiddur af Seðla- banka eins og 1979, - sögðu viðskipta- og fjármálaráðherra - „Pólitískur bjargráðasjóður Seðlabanka“, sagði Svavar Gestsson. Snarpar umræður urðu í neðri deild Alþingis í gær, er frumvarp til hækk- unar á kvóta íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum kom til annarrar um- ræðu. Raunar byrjaði „ballið“ þegar frumvarp um norræna fjárfestingar- bankann kom til þriðju umræðu. Það var Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, sem hóf leikinn með því að bera fram spurningar til fjármála- ráðherra og viðskiptaráðherra (ráðherra bankamála) um þessi mál. 29. mai 1970. Nr. 38 LÖG um heimild IiI hækkunar framlags Islands til AlþjóSagialdeyrissjóCsins. I'onSETI Isi.ANDS (jjörir kunnugt: Alþingi hcfur falHst á lög pessi og ég stnCíest þau með sain- þykki mfnu: 1. gr. Rikisstjórninni er hcimilt að scmja um haekkun á kvóta Islands hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum úr 29 milljónum sérstakrn dráttarréttinda i 43.5 milljónir sér- stakra dráttarrctlinda. Scðlahankinn skal lcggja fram það fé. scm þarf vegnn hækk- jinar kvótans, sbr. 22. gr. laga nr. 10 29. mars 1961, um Seðlabanka Islands. 2. gr. • SVAVAR GESTSSON (Abl.) sagði viðkomandi þingnefnd hafa mælt samhljóða með samþykkt þessara stjórnarfrumvarpa. Síðan hafi það spurzt að fjármálaráð- herra væri andvígur efni þeirra, sér í lagi frumvarps um hækkun íslenzks kvóta hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, og neitað greiðslum úr ríkissjóði það mál varðandi. Nauðsynlegt væri að viðkomandi ráðherrar tækju af öll tvímæli áð- ur en lengra væri haldið. Hvaðan kemur það fjármagn, sem til þarf, spurði þingmaðurinn. • MATTHÍAS Á. MATHIESEN, ráðherra bankamála, benti þing- manninum á gjaldalið í frumvarpi til fjárlaga 1984, sem mæta ætti hækkunarhlut okkar í norræna fjárfestingarbankanum. Seðla- banki ísland færi hinsvegar með hlut okkar hjá Alþjóðagjaldeyr- isvarasjóðnum og legði fram það, sem til þyrfti vegna ráðgerðrar kvótahækkunar. • ALBERT GUMUNDSSON, fjár- málaráðherra, svaraði spurning- um Svavars á sama veg og Matthí- as og vitnaði til bréfa frá Seðla- bankastjóra, sem sér hefðu borizt, og tækju af öll tvímæli um, að kvótahækkun hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum kæmi í greiðsluhlut Seðlabanka, ekki ríkissjóðs. • SVAVAR GESTSSON (Abl.) sagði það venjuna að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu af því tagi, sem hér um ræddi (hækkun kvóta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum). Sér- kennilegt væri, ef Seðlabankinn axlaði þá greiðslu. • ALBERT GUðMUNDSSON, fjármálaráðherra, vitnaði til laga Stuttar þingfréttir: Launafrum- varpið komið til efri deildar - Fjórir varamenn tóku sæti á Alþingi 0 Frumvarp til staðfestingar á bráðabirgðalögum ríkisstjórnar um launamál var afgreitt frá neðri deild til efri deildar Alþingis í gær, þann veg breytt, að samningsréttarákvæðið er fellt úr frumvarpinu. Nafna- kall var viðhaft. Já sögðu 21 þingmaður, eða allir viðstaddir þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, nei 12 viðstaddir þingmenn stjórnarandstöðu, en 7 þingmenn vóru fjarverandi, þar af þrír ráðherr- ar. 0 KJARTAN JÓHANNSSON (A) gerði grein fyrir atkvæðum þingmanna Alþýðuflokks. Hann taldi rangt að hindra með laga- setningu hálft annað ár fram í tímann að aðilar vinnumarkaðar geti samið um „skynsamlega kaupmáttartryggingu", þótt „við á hinn bóginn vildum ekki lýsa blessun okkar á því úrelta og óréttláta vísitölukerfi, skv. ólafslögum, sem í gildi var til skamms tíma“. 0 Fjórir varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gær. Björn Dagbjartsson, matvælaverk- fræðingur (í fjarveru Halldórs Blöndal S), Kristófer Már Krist- insson, kennari, (í fjarveru Kolbrúnar Jónsdóttur BJ), Þórð- ur Skúlason, sveitarstjóri, (í fjarveru Ragnars Arnalds Abl.) og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrv. alþingismaður (í veikinda- orlofi Guðmundar J. Guð- mundssonar Abl.). Halldór, Kolbrún og Ragnar sitja öll þing Sameinuðu þjóðanna. Fyrir eru tveir varaþingmenn Alþýðu- flokks á Alþingi, Árni Gunnars- son og Magnús H. Magnússon, í fjarveru aðalmanna. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört i Hcykjnvik 2.9. nuti 1079. Kristján Eldjárn. (L. S.) Svavar Grstsson. Lög nr. 38/1979, sett í tíð Svavars Gestssonar sem ráðherra bankamála, sem Matthías Á. Mathiesen (S) vitnaði í í umræðu þeirri sem hér er rakin. Sami háttur hafður á og 1979, sagði viðskiptaráðherra. um Seðlabanka, sem fælu honum að vera fjárhagslegur aðili fyrir okkar hönd að Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Hér væri um að ræða tilfærslu á sjóðum Seðlabanka, sem opnuðu auknar yfirdráttar- heimildir hjá þessum sjóði. 0 FRIÐRIK SOPHUSSON (S) greindi frá því að þetta væri átt- unda almenn hækkun kvóta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Kvóti íslands myndi hækka úr 43,5 milljónum SDR í 58,6 milljónir SDR. Af aukningunni yrði fjórð- ungur greiddur í sérstökum drátt- arréttindum en þrír fjórðu hlutar í íslenzkum krónum. Sá hluti kvótaaukningar, sem greiddur er í dráttarréttindum, myndar sér- staka gjaldeyrisinnistæðu hjá sjóðnum og telst áfram til gjald- eyrisforða Seðlabankans. Þetta er tvímælalaust íslandi í hag, þar sem verið sé að auka möguleika á hagstæðum lánum um margfalda þá upphæð, sem lögð er fram í gjaldeyri. 0 SVAVAR GESTSSON (Abl.) kvaðst ekki geta tekið frekari þátt í afgreiðslu málsins fyrr en frek- ari skýring væri á því fengin, hvaðan Seðlabanki tæki fjármuni til þessarar greiðslu. Spurði hann, hvort hér kæmi við sögu marg- frægur byggingarsjóður bankans. Ennfremur, hvort viðskiptavinir bankans, s.s. atvinnuvegir lands- manna, ættu að bera kostnað af kvótaaukningunni, þrátt fyrir kreppuna. 0 FRIÐRIK SOPHUSSON (S) kvað málflutning Svavars furðu- legan. í fyrsta lagi hafi ákvörðun um þessa aukningu verið tekin I marzmánuði sl. þegar Svavar Gestsson stýrði ráðuneyti banka- mála. í annan stað hafi hafi fjár- hags- og viðskiptanefnd þingdeild- arinnar mælt einróma með sam- þykki þessa frumvarps, fyrirvara- laust, þar á meðal Svavar Gests- son. Tuttugasta grein laga um Seðlabanka tæki og af öll tvímæli um að Seðlabanki færi með aðild okkar að Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um í urnboði ríkisstjórnar. 0 ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON (Abl.) spurði, hvort ekki ætti að hækka Islandskvótann enn meira, ef slíkt opnaði frekar farveg hag- stæðustu lánin, sem völ væri á, til okkar, og kostaði ríkissjóð ekkert? 0 MATTHÍAS Á. MATHIESEN, viðskiptaráðherra, kvað frumvarp þetta flutt til að fullnýta kvóta, sem íslandi stæði til boða. Fyrir- spurn ólafs Ragnars væri því út í hött. 0 SVAVAR GESTSSON (Abl.) krafði enn frekari upplýsinga um það, sem hann kallaði „pólitískan bjargráðasjóð Seðlabankans". 0 MATTHÍAS Á. MATHIESEN, viðskiptaráðherra, las upp lög um kvótahækkun íslands hjá Alþjóða- gjaldeyrisvarasjóðnum nr. 38/1979, sem þáverandi banka- ráðherra, Svavar Gestsson, hefði flutt frumvarp um. í 1. grein þeirra laga stæði orðrétt: „Seðla- bankinn skal leggja fram það fé, sem þarf vegna hækkunar kvót- ans ...“ Nú væri nákvæmlega eins farið að. Greiðslur Seðlabanka yrðu með nákvæmlega hliðstæð- um hætti og í bankaráðherratíð Svavars, sem nú kæmi af fjöllum um gang mála. 0 ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON (Abl.) sagði svör ráðherra vand- ræða- og aumingjaleg. Ekki væri von á góðu um landsstjórnina, ef hún væri öll á sama veg. Hann krafði forsætisráðherra svara um, hvern veg þetta mál hefði verið afgreitt í ríkisstjórn. 0 ALBERT GUMUNDSSON, fjár- málaráðherra, kvaðst aldrei hafa saknað vinar sins, Guðmundar J. Guðmundssonar, svo mjög, og þá er hann hlustaði á ólaf Ragnar (sem mættur er sem varamaður GJG á þingi). Hann las upp tvö bréf frá bankastjóra Seðlabanka til sín sem fjármálaráðherra, þar sem bréfritari tekur m.a. fram, að það fyrirkomulag sem er á greiðslu framlagsfjár til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins tryggi, að eng- inn kostnaður mun falla á ríkis- sjóð nú eða síðar af þeirri aukn- ingu á kvóta íslands sem nú er fyrirhuguð. Fleiri tóku til máls þó ekki verði frekar rakið. Rækjuveiðar — seiðadráp: Ekki hægt að koma við svæðisbundnum lokunum - sagði Sjávarútvegsráðherra í svari til Karvels Pálmasonar Óvenju mikið magn þorsk- og ýsu- seiða er nú í ísafjarðardjúpi, sam- kværat rannsóknum fiskifræðinga, sem bendir til þess að klak hafi heppnast vel í vor, sagði Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra á Al- þingi í gær. Af þessum sökum hefur hinsvegar reynzt nauðsynlegt að stöðva rækjuveiðar um sinn til að koma í veg fyrir seiðadráp, sagði ráðherrann. KARVEL PÁLMASON (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og gerði að umtalsefni fyrirvaralausa stöðvun rækjuveiða I ísafjarðar- djúpi þegar aðeins væri hálfur mánuður af vertíð. Hér ættu fjöl- margir hagsmuna að gæta, sem kostað hafi miklu til við undirbún- ing vertíðar. Heimamenn virtu verndarsjónarmið, vildu gjarnan minnka veiðisókn um helming og koma á svæðislokunum, þann veg að veiði yrði leyfð þar sem seiða- ganga væri minnst, en það væri mjög misjafnt eftir svæðum. Spurði hann ráðherra nánar um þetta efni. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON, sjáv- arútvegsráðherra, sagði rann- sóknir benda til að rækjuflotinn dræpi um hálfa milljón seiða á viku, skv. mælingum fiskifræð- inga, ef veiði væri leyfð, sem þýddi um 4.000 tonn ýsu og þorsks miðað við 4ra ára aldur, þó aðeins helm- ingur seiða kæmist upp. Seiða- göngur væru ekki svæðisbundnar og því ekki hægt að koma við svæðisbundnum lokunum. Hins- vegar gengju seiði út úr djúpinu um eða fyrir áramót, og spurning væri, hvort ekki eigi binda rækju- vertíð við áramót, þ.e. leyfa ekki rækjuveiðar fyrr. Þá vissu menn að hverju þeir gengju. Ráðherra taldi heldur ekki rétt að minnka sókn á rækju, þá leyfð yrði. Ef aðstæður leyfðu yrðu veiðar leyfð- ar á ný fyrri hluta næsta mánað- ar. GARÐAR SIGURÐSSON (Abl.) lýsti yfir samstöðu með ráðherra í þessu máli. Of mikið væri drepið af seiðum og smáfiski. Rétt væri að grípa inn í veiðisókn með þess- um hætti þegar fiskifræðileg rök væru til staðar, eins og í þessu tilfelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.