Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983
Morgunbladið/ólafur Rögnvaldsson.
Ragnar Ben. tS fórst upp f landsteinum, eins og sést greinilega á þessari mynd. Hún var tekin af þremur
áhafnarmeölimum og brakinu, sem er að veltast og brotna í spón á skerjunum. Frá vinstri: Ásgeir Þóröarson,
útgeröarmaöur bátsins, og skipbrotsmennirnir Ómar Þórhallsson og Guðmundur Guðmundsson.
Sjópróf í Stykkishólmi:
Radar Ragnars Ben. bilaður
RADAR dragnótabátsins Ragnars Ben. ÍS 210 var
bilaður þegar skipið steytti á skeri við Brimnes,
skammt fyrir vestan Hellissand á miðvikudag í
síðustu viku. Bilunin í radarnum kom ekki fram
fyrr en í róðrinum, þegar skipstjóri hugðist
kveikja á honum.Þetta kom fram í sjóprófum sem
fram fóru í Stykkishólmi á fimmtudag. Guðmund-
ur Kristjónsson, skipstjóri á Ragnari Ben., kvaðst
ekki hafa áttað sig á hversu nærri landi þeir voru
fyrr en báturinn steytti á skerinu.
Þá kom fram í sjóprófum, að sjálfstýring báts-
ins var biluð. Klemenz Eggertsson, fulltrúi sýslu-
mannsins í Stykkishólmi, var í forsæti dómsins og
meðdómendur Ingólfur Ingólfsson, fyrrum stýri-
maður, og Leifur Halldórsson, fyrrum skipstjóri.
Nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins:
Endurskoðun á launum og
styrkjum til listamanna
Menntamálaráöherra hefur skipaö
vinnunefnd til þess aö gera úttekt á
fyrirkomuiagi allra launa og styrkja
til listamanna og einnig er nefndinni
ætlað að gera tillögur um nýtt fyrir-
komulag í þessu efni, samkvæmt upp-
lýsingum sem blm. Mbl. fékk hjá
Kagnhildi Helgadóttur menntamála-
ráöherra.
Ragnhildur sagði að tilgangur-
inn með þessari ráðstöfun væri sá
að það fé sem varið er af hálfu hins
opinbera til þessara mála, nýtist
sem best íslenskri list. Sérstaklega
er nefndinni ætlað að taka afstöðu
til þess, hvort það fé sem til lista-
manna rennur. eigi fremur að vera
Tíu um-
sækjendur
TÍU umsækjendur eru um stöðu
póstmeistara í Reykjavík, en um-
sóknarfrestur um stöðuna rann út
18. nóvember. Eftirtaldir sóttu um:
Axel Sigurðsson, Ari Jóhannesson,
Björn Björnsson, Árni Þór Jónsson,
Gylfi H.S. Gunnarsson, Jóhann
Hjálmarsson, Magnús H. Magnús-
son, Rafn Júlíusson, Reynir Ár-
mannsson og Sigurður Ingason.
Tónlistin stytt-
ir símabiðina
LJIIFIK tónar berast um símalínur og
stytta mönnum biðina, hringi þeir í
skrifstofur steypustööar B.M. Vallá og
þurfi af einhverjum ástæöum aó bíöa í
símanum eftir þeim sem spurt er eftir.
Tölvutæknin ryöur sér rúms á sífelll
fleiri svióum — framþróunin verður
ekki stöóvuð.
„Við fengum okkur nýtt símakerfi
fyrir skömmu frá Siemens og þetta
var einn af kostum þessa kerfis.
Þetta er sama þróun og átt hefur sér
stað erlendis. Eins og sakir standa
höfum við aðeins eitt lag á kassettu,
en fleiri má tengja við símtækið,"
sagði Víglundur Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri B.M. Vallá. í samtali
við Mbl.
í formi starfslauna, eða launa fyrir
unnin störf, en í formi styrkja.
I nefndinni sitja þeir Halldór
Blöndal alþingismaður, sem er
formaður, varaformaður er Þorkell
Sigurbjörnsson tónskáld, formaður
Bandalags íslenskra listamanna,
Jón Sigurðsson skólastjóri og Bald-
ur Guðlaugsson lögfræðingur. Þá
mun Sólveig Ölafsdóttir, fulltrúi í
lista- og safnadeild menntamála-
ráðuneytisins, vinna með nefnd-
inni, en hún hefur sl. ár stundað
framhaldsnám í höfundarrétti.
Nefndinni er ætlað að skila
fyrstu skýrslu sinni um þessi efni
fyrir 20. janúar næstkomandi.
Hundurinn hafði betur
RJÚPNAVEIÐIMENN eiga allajafna ekki í mikilli samkeppni viö hunda
í rjúpnaveiðiferðum, en af einum frétti Morgunblaðiö og í því tilfelli haföi
hundurinn betur.
Atvik voru þau að tveir veiði-
menn héldu snemma um morgun
í svartamyrkri til Þingvalla ný-
lega og örkuðu móðir um hlíðar
Ármannsfells. Er þeim þótti full-
reynt þar, héldu þeir til bíls síns
og á leiðinni þangað gengu þeir
fram á eina rjúpu, sem skotin var
umsvifalaust. Hafði veiðihundur
einn mikill, sem annar mannanna
á, fundið fuglinn og héldu nú fé-
lagarnir þrír til bílsins og hugð-
ust flytja sig um set á svæðinu.
Óku þeir um héraðið sem var
krökkt af veiðimönnum, en eftir
klukkutíma akstur komu menn-
irnir á næsta stað.
Var þá farið að huga að veiði-
hundinum, sem fram að þessu
hafði legið makindalega aftur í
skutbíl þeirra félaga ásamt
jarðneskum leifum rjúpunnar.
Ver veiðihundurinn hinn fleðu-
legasti og fagnaði eiganda sínum,
en minna fór fyrir rjúpunni. Af
henni fundust einungis nokkrar
vængfjaðrir, en ekki haus, fætur,
eða þá búkurínn. Þótti ljóst af
verksummerkjum að hundkvik-
indið hefði étið rjúpuna „með húð
og hári“ og talið sig í fullum rétti
til þess.
Var ófagurt upplitið á veiði-
mönnunum þegar þessar stað-
reyndir lágu fyrir og samkvæmt
heimildum blaðsins óvíst að
hundurinn verði tekinn með I
næstu ferð.
Verzlunarráð Islands:
Fundur um breyting-
ar í efnahagslífínu
Almennur félagsfundur hjá Verzlunar-
ráði Íslands um ýmsar breytingar sem
í undirbúningi eru f efnahagslífinu
verður að Lækjarhvammi, Hótel >Sögu í
dag og hefst fundurinn kl. 16. Fjallað
verður um væntanlegar breytingar í
efnahagslífinu undir heitinu: llpp-
stokkun eða óbreytt ástand.
Pallborðsumræður verða undir
stjórn Ingva Hrafns Jónssonar,
fréttamanns. Þáttakendur verða:
Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri,
sem ræðir um endurskoðun gjald-
eyris— og viðskiptamála, Geir H.
Haarde, aðstoðarmaður fjármála-
ráðherra, ræðir um sparnaði í ríkis-
rekstri og sölu ríkisfyrirtækja, Ólaf-
ur Nilsson, endurskoðandi, ræðir um
breytingar á skattalögunum og fjár-
festingar í atvinnulífinu, Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, ræðir um endurskoðun
laga um banka og sparisjóði.
Veiðiheimildir Færeyinga og Norðmanna:
Samningum sagt
upp á næstunni
NORÐMENN, Færeyingar og Belgar hafa verið varaðir viö því aö íslend-
ingar muni segja upp fiskveiðisamningum viö þessi ríki innan skamms,
samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Halldóri Ásgrímssyni sjávarút-
vegsráðherra.
Sagði Halldór að samningum
við Noreg og Færeyjar yrði sagt
upp á næstunni, en þeirra afli hér
við land skiptir mestu, en veiðar
Belga hafa verið tiltölulega litlar
og samningur við þá er að renna
út og hefur ekki verið ákveðið
hvort honum verður sagt upp.
Færeyingar hafa haft heimild
til að veiða 17.000 tonn hér við
land en Norðmenn 2.000 tonn. Það
sem af er þessu ári hafa Belgar
veitt um 800 tonn og útlit er fyrir
minni afla á næsta ári. Samning-
um verður sagt upp á næstunni, en
uppsagnarfrestur er 6 mánuðir.
Framlag í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn:
Úr Seðlabanka,
ekki ríkissjóði
ALBERT Guðmundsson fjármálaráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær, að
framlag íslands til kvótahækkunar í Alþjóöagjaideyrissjóðnum komi í
greiösluhiut Seðlabanka íslands, en ekki ríkissjóðs, eins og hann heföi áöur
talið. Vitnaði Albert í bréf frá Seðlabanka íslands þessa efnis, en þar kemur
fram að enginn kostnaöur mun falla á ríkissjóð nú eða síðar af þeirri
aukningu kvóta fslands sem nú er fyrirhuguð.
Svar sitt gaf Albert vegna fyrir-
spurnar Svavars Gestssonar þess
efnis að spurst hefði að fjármála-
ráðherra væri andvígur efni áð-
urgreinds frumvarps, en Mbl.
skýrði frá því sl. föstudag, að Al-
bert hefði lýst sig andvígan inni-
haldi þess þar sem hann teldi það
kalla á aukin útgjöld ríkissjóðs.
Þá kom mál þetta einnig til um-
fjöllunar við þriðju umræðu frum-
varps um norræna fjárfestingar-
bankann.
Fyrirspurn var einnig beint til
Matthíasar Á. Mathiesen við-
skipta- og bankamálaráðherra.
Hann benti í svari sínu á gjaldalið
í frumvarpi til fjárlaga 1984, sem
mæta ætti hækkunarhlut íslands í
norræna fjárfestingarbankanum.
Seðlabanki íslands fer hinsvegar
með hlut okkar hjá Alþjóðagjald-
eyrisvarasjóðnum, sagði ráðherr-
ann, og leggur bankinn fram það
sem til þarf vegna ráðgerðrar
kvótahækkunar. Samkvæmt
heimildum Mbl. mun ágreiningur
meðal ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins um þetta mál vera úr sögunni.
Sjá nánar frétt á þingsíðu.
Stjórn Námsgagnastofnunar:
Helgi
Jónasson
skipaður
formaður
Menntamálaráðherra hefur skip-
aö Helga Jónasson formann stjórnar
Námsgagnastofnunar, en Helgi er
fræöslustjóri Reykjanesumdæmis.
Þá hefur Þuríður Kristjánsdótt-
ir prófessor verið skipuð varafor-
maður stjórnarinnar.
Formennsku í stjórn Náms-
gagnastofnunar gegndi áður
Hörður Lárusson, deildarstjóri
Skólarannsóknadeildar.
Reiner Kunze á
Kjarvalsstöðum
REINER Kunze, þýska skáldiö, les úr verkum sínum á þýsku bókasýn-
ingunni á Kjarvalsstööum kl. 20.30 rimmtudaginn 24. nóvember næst-
komandi.
Reiner Kunze fæddist 1933 í
Oelsnitz sem nú er í Austur-
Þýskalandi. Hann hefur hlotið
margs konar bókmenntalega við-
urkenningu og verk hans eru nú
gefin út á fjölmörgum þjóðtung-
um. í fréttatilkynningu vestur-
þýska sendiráðsins Reykjavík
um komu Kunze hingað til lands
segir, að hann sé í hópi fremstu
þýskra rithöfunda samtímans.
Bækur Kunze hafa verið bannað-
ar í Austur-Þýskalandi síðan
1%8, að hann mótmælti ásamt
fleiri listamönnum innrásinni í
Tékkóslóvakíu. Síðan hafa þær
einungis verið gefnar út vestan
múrsins þar sem Kunze hefur
verið búsettur síðan 197'
Á síðasta ári gaf Almenna
bókafélagið út eina af þekktustu
bókum Reiner Kunze, Árin dá-
samlegu, í þýðingu Björns
Bjarnasonar, blaðamanns. I bók-
inni er lýst lifi æskufólks í
Austur-Þýskalandi og dregnar
upp smámyndir af því hverng er
að búa í kommúnísku stjórn-
kerfi. „Bók mín er ekki pólitískt
Reiner Kunze
plagg," hefur Kunze sagt um
þetta verk. „Hún er ekki hugsuð
sem árás á einn eða neinn. Ég er
ekki óvinur Alþýðulýðveldisins.
Ég er óvinur lyginnar."