Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983
19
Svíþjóð:
Enginn eigandi
enn að gámunum
Stokkhólmi, 21. nóvember. AP.
HERT var á öryggisgæzlu í gær í höfninni í Helsingjaborg, þar sem fjórir
gámar eru geymdir með bandarískum tölvuútbúnaði, að því er talið er.
Gámunum er ætlað að fara til Sovétríkjanna, en bandarísk stjórnvöld hafa
áður lagt bann við að tölvuútbúnaður eins og þarna er um að ræða og
framleiddur er í Bandaríkjunum, verði fluttur út til Sovétríkjanna. Vopnaðir
lögreglumenn með hunda sér við hlið gæta gámanna. „Skemmdarverk eru
ekki útilokuð, svo að við erum við öllu búnir“, var haft eftir talsmanni
sænskra stjórnvalda í dag.
Embættismenn úr sænska utan-
ríkisráðuneytinu komu saman í
gær í því skyni að ræða, til hvaða
ráða grípa skuli. Carl Johan
Aberg aðstoðarutanríkisráðherra
sagði í útvarpsviðtali: „Enn hefur
enginn eigandi gefið sig fram og
þangað til gengið hefur verið frá
tollskjölum, gerist ekkert í mál-
inu“.
Blaðið Sunday Times í London
hefur skýrt svo frá, að bandarísk
stjórnvöld telji, að gámarnir
geymi VAX-11-782 tölvuútbunað
frá Bandaríkjunum, sem unnt er
að nota til þess að stýra kjarn-
orkueldflaugum. Gámarnir voru
fluttir til Helsingjaborgar með
sænsku skipi m/s „Elgaren", sem
kom frá Suður-Afríku.
Metfé fyrir
son Shergars
Thomastown Castle, írlandi, 21. nóvember. AP.
AFKVÆMI írska veðreiðahestsins Shergars, misserisgamall foli, var selt
í dag fyrir metfé, um 12 milljónir ísl. kr. Folinn er sagður vera „lifandi
eftirmynd föður síns“. Sami kaupandinn var einnig að móður hans og gaf
fyrir hana öllu meira, eða um 19 milljónir dollara.
Flak ísraelsku þotunnar skammt frá flugvellinum í Beirut.
Árásir ísraela
Beirút, 21. nóvember. AP.
HERÞOTUR ísraela gerðu um
helgina loftárásir á stöðvar
Amal-fylkingar shita í fjöllun-
um austur af Beirút og Bekaa-
dal. Loftvarnarbyssur Sýrlend-
inga og shita svöruðu skothríð-
inni og grönduðu einni þotu, en
alls tóku tólf þotur þátt í árás-
unum.
síðan að sjálfsmorðsbílstjóri ók
á ísraelska herstöð í Líbanon á
dögunum og drap tugi manna.
Ýmsir hafa orðið til að fordæma
harðlega árásir fsraela, svo sem
Sovétmenn og Sýrlendingar, sem
segja þær sönnun þess að Banda-
ríkin ætli sér að ráða Miðaust-
urlöndum óskipt.
Flugmaður ísraelsku þotunnar
náði að varpa sér út í fallhlíf
áður en hann sakaði, en þotan
hrapaði skammt frá flugvellin-
um í Beirút. Líbanskir stjórn-
arhermenn handtóku flugmann-
inn, en slepptu honum síðan.
Þetta var þriðja árás ísraela á
stöðvar Amal-fylkingarinnar
Erkibiskupinn i E1 Salvador:
Um 2000 manns fylgdust með
uppboðinu þegar folinn var seldur
en hann var sleginn bresku fyrir-
tæki, sem höndlar með veðhlaupa-
hesta. Talsmaður fyrirtækisins
sagði, að hesturinn hefði verið
keyptur í umboði nokkurra manna
beggja vegna Atlantsála. Verðið,
sem fékkst fyrir folann, er það
mesta, sem þekkist í Evrópu, en þó
höfðu sumir gert ráð fyrir enn
hærra verði eða allt að 23 milljón-
um ísl. kr. Mesta verð, sem fengist
hefur fyrir folald, er um 18 millj-
ónir kr. og fékkst í Bandaríkjun-
um í fyrra.
Shergar var stolið 8. febrúar sl.
og þrátt fyrir ákafa leit hefur ekk-
ert til hestsins spurst síðan. Árið
1981 vann hann það afrek að vinna
Derby-veðreiðarnar, var tíu hest-
lengdum á undan næsta hesti, og
fylgdi þvi síðan eftir með sigri á
írsku Derby-veðreiðunum. Hann
var metinn á 13 milljónir dollara.
Kennedy
ástsælasti
forsetinn
New York, 21. nóvember. AP.
TUTTUGU árum eftir lát sitt er
John F. Kennedy sá forseta
Bandaríkjanna, sem er í mestum
metum meðal þjóðarinnar. Kemur
þetta fram í skoðanakönnun, sem
bandaríska tímaritið Newsweek
birti í gær, sunnudag.
Fram kemur einnig, að Banda-
ríkjamenn telja að margt hefði
farið betur ef Kennedys hefði
notið við áfram, t.d., að þjóðin
hefði ekki lent í þvi feni, sem
Víetnam var henni um langan
aldur. Flestir eru líka þeirrar
skoðunar, að Lee Harvey Oswald
hafi ekki verið einn að verki.
Um þriðjungur aðspurðra ósk-
aði þess, að Kennedy væri forseti
Bandarikjanna nú en sá, sem
komst næstur honum, var
Franklin D. Roosevelt. 10%
töldu, að best væri komið með
hann sem forseta nú og á hæla
honum komu þeir Harry
Truman og Ronald Reagan með
9 og 8%. Jimmy Carter hafði 5%
eins og Abraham Lincoln,
Eisenhower var með 4% og
Nixon 3%.
Langflestir lofuðu Kennedy
fyrir manngæsku og sögðust
trúa því, að fátæku fólki vegnaði
betur nú ef hann væri enn ofar
moldu.
Bindum enda
á vargöldina
S»n Salvador, Manatrua, 21. nóvember. AP.
i Salvador, Managua, 21. nóvember. AP.
ELLEFU stjórnarhermenn féllu um
helgina í átökum við skæruliða í El
Salvador. Erkibiskupinn í landinu
hefur skorað á landsmenn að binda
enda á ofbeldisverkin og hætta víga-
ferlum. Stjórnin í Nicaragua segir,
að uppreisnarmenn fylki nú liði á
suðurlandamærunum og muni brátt
ráöast inn í landið.
Að sögn yfirvalda í E1 Salvador
féllu 11 stjórnarhermenn í árásum
skæruliða á tvo bæi í Cabanas-
héraði, Dolores og Cuyanteque.
Seinna réðust þeir á þriðja bæinn
í héraðinu og eru að sögn að reyna
að ná á sitt vald stóru landsvæði
við landamæri Honduras. Stjórn-
arherinn hefur gert loftárásir á
stöðvar skæruliða á þessum slóð-
um en ekki er vitað um árangur
þeirra.
í messu sl. sunnudag í dóm-
kirkjunni í San Salvador skoraði
erkibiskupinn í landinu, Arturo
Rivera y Damas, á landsmenn sína
að hætta vígaferlunum, sem hefðu
kostað 47.000 manns lífið á fjórum
árum. „í nafni almáttugs guðs,
höfundar lífsins, skulum við hætta
vígaferlunum. Ekki fleiri morð,
ekki fleiri hótanir, ekki flei^i
mannrán eða annað, sem dregur
manninn, ímynd guðs, í svaðið,"
sagði Damas.
Dauðasveitir hægrimanna hafa
varað Damas við að halda fleiri
ræður í þessum dúr en hann hefur
Vandamál Póllands ekki
leyst með verðhækkunum
V*rejá, 21. nóvember. AP.
LECH Walesa, friðarverðlaunahafi
Nóbels, ræddi um helgina við ýmsa
forystumenn Samstöðu, sem farið
hafa huldu höfði að undanförnu og
lýsti yfir samþykki við áform þeirra
um mótmælaaðgerðir gegn þeirri
ákvörðun stjórnvalda, sem f vænd-
um er, um að hækka vöruverð í land-
inu um 10—15%.
„Verkafóllk getur ekki fallizt á
verðhækkanirnar og það er skylda
Samstöðu að skipuleggja baráttu
verkamannanna,“ sagði í yfirlýs-
ingu, sem Walesa og fjórir
forystumenn aðrir frá Samstöðu
létu frá sér fara í dag.
Með þessari yfirlýsingu gegn
verðhækkununum, sem ráðgerðar
eru um áramót, hefur Walesa tek-
ið undir mótmæli kaþólsku kirkj-
unnar, en hún lét frá sér fara yfir-
lýsingu á föstudag, þar sem sagði,
að vandamál Póllands yrðu ekki
leyst með verðhækkunum.
beint spjótum sínum bæði að
hægri- og vinstrimönnum og er
jafnan mikið fjölmenni þegar
hann predikar.
Stjórn sandinista i Nicaragua
segir, að mikið lið skæruliða hafi
safnast saman við suðurlanda-
mærin, í Costa Rica, og muni ráð-
ast inn í landið á hverri stundu.
Skæruliðar í Nicaragua hafa að
undanförnu ráðist á marga bæi í
landinu og segja sandinistar árás-
irnar undanfara allsherjarinnrás-
ar Bandaríkjamanna inn í landið.
RÆÐST VIÐ UM KÝPUR. Spyros Kyprianou, forseti Kýpur, og Andreas
Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, ræddust við fyrir skemmstu um
Kýpurmálið. Kyprianou er til vinstri á myndinni.
Fjölmennir úti-
fundir á Kýpur
Nikósíu, 21. nóvember. AP. ■■■
ÁFORMAÐ var, að þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Spyros Kypri-
anou, forseti Kýpur, hittust að máli í dag í því skyni að finna leið til lausnar
þeirri deilu, sem upp er komin við það, að Kýpur-Tyrkir sögðu sig úr lögum
við Kýpur-Grikki í síðustu viku og stofnuðu sitt eigið lýðveldi.
Til mikilla fjöldafunda kom
jafnframt í dag í Nikósíu á Kýpur,
þar sem menn af báðum ofan-
greindum þjóðernum söfnuðust
saman og voru ekki nema 500
metrar á milli fundarstaðanna.
Voru um 100.000 manns á fundi
Kýpur-Grikkja, en um hálf millj-
ón þeirra býr í Nicosíu. Sagði Lell-
os Demetriades, borgarstjóri í
Nikósíu, að þetta væri fjöllmenn-
asti útifundur í sögu borgarinnar.
Útvarpsstöð Kýpur-Tyrkja
skýrði svo frá í dag, að „tugþús-
undir tyrkneskumælandi manna"
hefðu safnazt saman í Nikósíu til
þess að mótmæla ályktun Örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna frá
því á föstudag, þar sem sjálfstæð-
isyfirlýsing tyrkneska hlutans var
lýst „ógild að lögum“. Var sagt, að
fundarmenn hefðu hrópað: „Niður
með Bretland," en það voru ein-
mitt Bretar, sem létu kalla saman
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
til þess að fjalla um Kýpurdeil-
una. Um 120.000 Tyrkir eru bú-
settir í Nikósíu.