Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 41
ENSKA KNATTSPYRNAN Fiorentina reiðubúið að greiða stórfé fyrir Bryan Robson * » Sjá nánar frétt bls. 27. ISLANDSMET! • Bryndís Ólafsdóttir 14 ára gömul sundkona frá Þorlákshöfn setti um helgina glæsilegt íslandsmet í 100 m bringusundi. synti vegalengdina á 1:0:3 mín. Metiö setti Bryndís í bikarkeppni sundsambandsins. Sjá frásögn bls. 24—25 „Mun betra en í fyrri leiknum" — sagöi Þorvaröur Höskuldsson „ÞETTA VAR mun betra en I fyrri leiknum hjá okkur heima. Viö spiluöum okkar venjulega hand- bolta og sigruöum þá mjög auö- veldlega,“ sagöi Þorvaröur Hösk- uldsson, formaöur handknatt- leiksdeildar KR, í samtali viö Morgunblaöiö eftir aö KR haföi sigraö liö Berchem frá Luxem- borg í síöari leik liöanna í Evr- ópukeppninni ytra á laugardag- inn. KR sigraöi 31:19 eftir aö staö- an í hálfleik haföi verið 13:8. KR sigraöi meö fimm marka mun í heimaleiknum sem var mjög slakur, og eftir þann leik sagöi þjálfari Berchem í samtali viö Morgunblaöiö aö liö hans myndl sigra á heimavelli sínum og kom- ast áfram. Vonbrigði leikmanna Berchem uröu líka mikil eftir seinni leikinn, aö sögn Þorvaröar. „Viö lásum þaö i blööunum aö þeir höföu oröiö fyrir miklum vonbrigö- um, þeir höföu gert sér vonir um aö sigra okkur," sagöi hann. En sigur KR var sem fyrr segir mjög auöveldur. í upphafi leiksins voru dómararnir, sem voru hol- lenskir, heldur erfiöir vlö KR-inga. „Dæmigeröir heimadómarar," sagöi Þorvaröur, en eftir aö þeir sáu yfirburöi KR-inga „fóru jjeir að dæma eins og menn“. Báöir markveröir KR, Gísli Felix Bjarnason og Jens Einarsson, vöröu mjög vel í leiknum. Jakob Jónsson og Guömundur Alberts- son voru markahæstir, skoruöu níu mörk hvor, Jóhannes Stefáns- son sex, Haukur Geirmundsson þrjú, Björn Pétursson tvö og Friö- rik Þorbjörnsson tvö. Jeannot var markahæstur leikmanna Berchem með sjö mörk. TVÖ ÍSLENSK LIÐ í ATTA LIÐA URSLIT 28 MARKA SIGUR • íslenskt lið hefur aldrei unniö eins stóran sigur í Evrópukeppni í handknattleik og FH geröi á sunnudaginn er liðið sigraði Maccabi frá ísrael með 28 marka mun. Úrslitin urðu 44:16. Sján nánar frásögn/ 24. BELGÍA Lárus skoraði LÁRUS Guömundsson skoraöi eitt marka Waterschei í 3:1-sigrinum á AA Ghent um helgina. Leikurinn fór fram á heimavelli Ghent, en Lárus og félagar fóru engu að síöur meö öruggan sigur af hólmi. Pétri Péturssyni var skipt út af í leikhléi í leik Antwerpen og Seraing. Antwerpen tap- aöi, 1:3. Arnór lék ekki meö Anderlecht enda ekki oröinn góöur af meiöslunum eins og viö sögöum frá fyrir helgi. Sævar Jónsson meiddist fyrir helgi á æfingu og lék ekki um helgina. Beveren er enn meö forystuna í Beigíu. Sjá úrslit og stööu í Belgíu bls./24. ÞÝSKALAND Alfreð góður ALFREÐ Gíslason skoraöi sex mörk fyrir Essen er félagiö sigraöi Dimitri Sofia frá Búlgaríu í Evrópukeppninni í handbolta í Þýskalandi um helgina. Essen sigraöí í leiknum, 27:12, og kemst áfram í keppn- inni. Sofia sigraöi í fyrri leiknum 20:18. Liekenbrock skoraöi sjö mörk fyrir Essen og var markahæstur. Alfreö skoraöi sex eins og áöur sagöi. ... og Siggi líka SIGUROUR Sveinsson var besti maður Lemgo er liðiö sigraöi Bergkamen, 25:20, í Bundesligunni í handbolta um helgina. Sigurður skoraöi sjö mörk í leiknum. Schwabing sigraöi Göppfngen, 26:25, Dankersen tapaöi á heimavelli fyrir Grosswaldstadt, 14:17, og NUrnberg vann HUttenberg, 24:23. Grosswaldstadt og Schwabing eru efst og jöfn í deildinni meö 19 stig. Liö Alfreös, Essen, er í fimmta sæti meö 12 stig og Kiel, lið Jóhanns Inga Gunnarssonar, er í sjötta sæti meö 10 stig. Kiel geröi jafntefli (síöustu viku. GETRAUNIR Ellefu með tólf rétta í 13. leikviku Getrauna komu fram ellefu seölar meö öllum leikjum ráttum og var vinningur fyrir hverja röö kr. 43.300. Þá komu fram 146 raðir meö ellefu réttum leikjum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 1.398.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.