Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983
39
Eiga tölvuspil
rétt á sér?
eftir Gunnar
Örn Jónsson
Undanfarin ár hafa tölvuspila-
kassar átt vaxandi vinsældum að
fagna. Allar sjoppur sem vilja
laða að sér viðskiptavini, stilla
upp spilakössum. Einnig spretta
upp sérstakir tölvuspilasalir og
draga að sér unglingana. Spilasal-
irnir bjóða uppá æsispennandi
leiki þar sem furðuskepnur eru á
fleygiferð um skerminn í hinum
furðulegustu leikjum.
Tölvukassarnir hafa sérstakt
aðdráttarafl fyrir börn og ungl-
inga, sem standa í röðum til að
komast að. Unglingarnir hafa við-
urkennt að hafa notað fleiri-
hundruð krónur í kassana. Spila-
sjúkir unglingar eiga fullt í fangi
með að útvega peninga til að svala
spilafíkn sinni, og þá vex sú hætta
að farið sé út á vafasamar brautir
til að afla þeirra.
Hér á landi hafa ekki farið fram
kannanir á þeim áhrifum sem
spilakassar hafa á unglinga.
Bandarísku sálfræðingarnir Bratt
og Spencer hafa rannsakað þessa
hluti og fram hafa komið athyglis-
verðar upplýsingar.
Það virðist vera augljóst að
tölvuspil sem hefur þann tilgang
að eyða eða drepa mismunandi
„óvini" veki árásarhneigð. Sér-
staklega er þetta áberandi í leikj-
um þar sem þátttakandinn er
sjálfur árásaraðilinn og markið er
hús, olíutankar o.fl. o.fl. Sálfræð-
ingarnir benda á að börn og ungl-
ingar sem velja þessa tegund af
leikjum verði árásargjarnari og
upplausnarástand hjá þeim sé
meira en hjá öðrum börnum. í
þessum spilum endar leikurinn
oftast með því að „þátttakandinn'
sjálfur „deyr“ og sjónarmið ungl-
inganna verða vonleysi og lifs-
flótti. Önnur tegund tölvuspila-
kassa hefur ólík áhrif á börn og
unglinga. Það sýnir sig að spil eins
og „akstursspil", „Pac man“ eða
spil þar sem unglingar þurfa að
komast framhjá hindrunum,
kennir unglingunum það að taka
skjótar ákvarðanir þegar mikið
liggur við. Ennfremur að þjálfa
hugann við ákvarðanatöku í upp-
lýsingastreymi viðkomandi leikja.
Þessir þættir eru sjálfsagt verð-
mætir og nytsamir á öld hraðans
og auglýsinga, og eins og Bratt og
Spencer staðhæfa, að börn og
unglingar sem leika sér með þessa
tegund tölvuspila séu duglegri að
bjarga sér í umferðinni en önnur
börn.
Þriðja tegund tölvuspilanna er
sú sem gengur út á að stjórna mis-
munandi formuðum verum sem
reyna að komast hjá því að vera
fangaðar. Þessi spil eru óhlutlæg í
útfærslu og gefa leikendum auk-
inn skilning á ýmsum flatarmáls-
formum og samspili milli þeirra
innbyrðis.
„Það sýnir sig að spil
eins og „akstursspil“,
„Pac man“ eða spil þar
sem unglingar þurfa að
komast framhjá hindr-
unum, kennir ungling-
unum það að taka skjót-
ar ákvarðanir þegar
mikið liggur við. Enn-
fremur að þjálfa hugann
við ákvarðanatöku í
upplýsingastreymi við-
komandi leikja.“
Sálfræðingarnir staðhæfa að
börn og unglingar sem leika sér
með þessi tölvuspil eigi auðveld-
ara með að leysa flatarmálsverk-
efni en þeir sem ekki leika sér með
þessi spil.
Þessar niðurstöður gefa til
kynna að það er mismunur á leikj-
um sem spilakassamir bjóða
uppá. Sum tölvuspil geta verið
skaðleg, en önnur örva þroska
barna og leikni, sem getur verið
þeim nytsamlegt á öld hraðans og
örtölvutækninnar.
Andstæðingar tölvuspilanna
benda á að börn og unglingar ein-
angrist og finni sig ekki öðruvísi
en í návist tölvuspilanna. Einnig
benda þeir á ókostina sem eru
samfara tölvuspilasölum eins og
þeir eru starfræktir í dag, hætt-
unni sem stafar af því „andrúms-
lofti“ sem þrífst umhverfis spila-
kassana o.fl. o.fl.
Er úr vegi að sett verði á fót
einskonar „tölvuspilaeftirlit" svip-
að og kvikmyndaeftirlitið, sem
hefur eftirlit með þeim leikjum
sem boðið er uppá og geti annars-
vegar bent á skaðsemi tölvuleikja
og jafnframt bent á jákvæða og
þroskandi tölvuleiki.
Heimilistölva mun eiga vaxandi
vinsældum að fagna og sumir tala
um að 20% íslenskra heimila eigi
slík tæki nú þegar. Heimilistölva
sameinar notagildi og afþrey-
ingarþátt tölvanna, eru heimilin,
félagasamtök og veitingastaðir til-
búnir til að nýta sér kosti tölvunn-
ar í framtíðinni eða verður hún
eingöngu afþreyingarmiðill, eins
og myndsegulbandið er í flestum
tilfellum í dag?
Cunnar Örn Jónsson hefur umsjón
með tómstundastarfi í skólum og
starfar hjá /Eskulýðsriði Reykja-
vikur.
AA í samfélaginu
BLAÐINU hefur borist eftirfarandi
frá Landsþjónustunefnd AA-samtak-
anna á fslandi:
Síðastliðna mánuði hefur um-
ræðan um áfengismál í þjóðfélagi
okkar verið óvenju mikil, bæði
manna á meðal og í fjölmiðlum.
Ekki hefur hjá því farið að AA-
samtökin bæri þar nokkuð á góma.
Þó að afstaða okkar út á við eigi
að byggjast á aðlöðun en ekki
áróðri, þætti okkur þó miður farið
ef starfsemi okkar félli alveg í
þagnargildi. Við teljum alla um-
ræðu um áfengisvandamálið til
bóta svo fremi að hún byggist á
staðreyndum, en ekki vanþekk-
ingu.
Þar sem nafnleynd skyldi í
heiðri höfð og bregður nokkurri
hulu yfir samtök okkar auk þess
sem við leitumst við að vinna
einkum að eigin málefnum, er ekki
óeðlilegt að almenningur hafi
óljósar hugmyndir um eðli og til-
gang samtaka okkar.
Við leggjum því áherslu á að
eftirfarandi komi ennþá einu sinni
fram:
Ferill AA-samtakanna hófst í
Bandaríkjunum árið 1935 og hafa
þau síðan breitt úr sér jafnt og
þétt um heim allan. Hingað til
lands bárust þau 1954 og hafa
starfað hér stanslaust síðan og í
síauknum mæli.
Til þess að gerast AA-félagi
þarf aðeins eitt: Löngun til að
hætta að drekka.
Samtökin eiga að vera eignalaus
og ekki skipulögð, engin skrá er
haldin yfir meðlimi né fundar-
sókn, né er félagsgjalda krafist.
Samtökin skiptast í deildir sem
flestar halda fundi vikulega.
Fundir eru ýmist lokaðir, þ.e. ein-
göngu fyrir alkóhólista, eða opnir,
þ.e. fyrir alla þá sem áhuga hafa.
Hér á landi starfa nú um 150
deildir. Þær eru allar fullkomlega
sjálfstæðar og standa á eigin fót-
um fjárhagslega. Samtökin þiggja
því enga opinbera styrki og þeir
AA-menn, sem veita upplýsingar
og fræðslu um samtökin og sína
eigin baráttu við Bakkus, eru
ólaunaðir áhugamenn. Margir at-
vinnumenn á sviði alkóhólisma
eru einnig AA-félagar, en atvinna
þeirra er óviðkomandi þátttöku
þeirra í AA.
AA-samtökin taka enga afstöðu
til annarra málefna en sinna eigin
og eiga sér þá ósk helsta að vera
haldið utan við deilur og þras.
AA-samtökin eða deildir þeirra
reyna einungis að flytja öðrum
alkóhólistum boðskap sinn án þess
að styðjast eða fjármagna nein
skyld eða óskyld samtök hverju
nafni sem þau nefnast, til þess að
önnur sjónarmið fjarlægi okkur
ekki hinum upprunalega tilgangi:
Að vera ódrukkin og styðja aðra
alkóhólista til hins saraa. Þegar
ofdrykkjumaður óskar eftir hjálp,
viljum við að AA sé þar til taks og
ætti sérhver okkar að bera þá
ábyrgð.
Varla verður um það deilt að
ofdrykkja er geysilegt vandamál
hér á landi. Við gerum okkur þess
ljósa grein að AA-samtökin búa
ekki yfir neinni fullnaðar lausn á
þeim vanda. Við viljum þó benda á
að mikill fjöldi manna hefur náð
aftur jafnvægi í lífi sínu með að-
ferðum samtakanna.
Upplýsinga'r, bækur, bæklingar
og fundaskrá er að fá hjá Þjón-
ustuskrifstofu samtakanna að
Tjarnargötu 5b, kl. 1—5 virka
daga (sími 12010). Símaþjónusta
við þá sem eiga við áfengisvanda-
mál að stríða er daglega kl. 17—20
í síma 16373. Utan þess tíma svar-
ar símsvari.
RArTÆKJADEILD
HF
LAUGAVEGI 170 -172 SIMAR 11687 - 21240
GENERAL^p ELECTRIC
UFSrÍTOREION
Því ekki að kaupa sér kæli- og frystiskáp
í eitt skipti fyrir öll
Eigum fyrirliggjandi ameríska kæli- og frystiskápa
frá GENERAL ELECTRIC í ýmsum stæröum og geröum.
Líttu viö hjá okkur og skoðaðu ,,topp klassa" skápa
áöur en þú ákveöur eitthvað annað.