Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 13 Ölfusvegur heflaður Mveragerði, 20. nóvember. HÉR austan fjalls bánist út þau óvsntu en kærkomnu tíðindi, rétt fyrir síðustu helgi, að Vegagerð ríkisins hefði tekið á sig rögg og látið hefla vegarkaflann frá Þrengslavegamótum að Hveragerði, en þessi 12 km spotti er oft mjög illfær eins og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Kunnugir menn telja að þetta muni vera í 4. eða 5. skiptið sem þessi vegur er heflaður á þessu ári, sem senn er á enda. Ekki kemur fólki saman um hver ástæðan sé fyrir þessu fram- taki Vegagerðarinnar, en sumir geta þess til að einhver af ráða- mönnum þar hafi neyðst til að leggja leið sína um Olfusveg og sannfærst um að kvartanir honum viðvíkjandi væru ekki alveg út í bláinn. En víst er að þeir sem dag hvern þurfa að aka þennan veg, sumir oft á dag, eru hverjum þeim úrbótum fegnir sem þarna eru gerðar, en ánægðastir yrðu þeir þó, ef lagt yrði bundið slitlag á hann eins og aðra vegi allt um kring. En til þess að það verði, yrðu líklega landsfeður okkar allir að fá reisupassa „austur fyrir fjall". Veit ég að margir sunn- lendingar mundu fúsir til að flytja þá frítt svo þeir þyrftu ekki að misbjóða fínu tollfrjálsu bílunum sinum, ef þeir bara þyldu að hlusta á skröltið í lausa púströr- inu, hljóðdunknum og ónýtu höggdeyfunum. En líklega er ekki von á þeim, því þeir hafa sent okkur þau boð að þessi vegur sé á 4. vegaáætlun og verði því svona að vera fram- undir aldamótin. — Sigrún Albert Alfreð Guðmundsson Þorsteinsson Fundur um sölu ríkis- fyrirtækja Nk. fimmtudag verður haldinn fundur um sölu ríkisfyrirtækja. Verða frummælendur Albert Guðmundsson fjármálaráðherra og Alfreð Þorsteinsson, forstjóri Sölu varnarliðseigna. Fundurinn er haldinn á veg- um Framsóknarfélags Reykja- víkur og er öllum opinn. Verð- ur hann haldinn í Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18, og hefst klukkan 20.30. Fundarstjóri verður Indriði G. Þorsteinsson. Eftir að framsöguræður hafa verið fluttar, verða opnar umræður, þar sem frummæl- endur munu svara spurning- (Fréttatilkynning.) Barnafataverslunin Dúlla: Skiptimarkaöur með barnaföt Ný barnafataverslun, Dúlla, hefur tekið til starfa á Laugavegi 20 ( Reykjavík. Dúlla er rekin með nokk- uð öðru sniði en aðrar barnafata- verslanir. Þar er hægt að kaupa og selja eða skipta á barnafötum, bleyj- um og leikföngum. í Dúllu eru einnig seld ný og heimasaumuð föt, svo og prjónuð barnaföt og sængurgjafir. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 fSLENSKAR VÖRUR Á ERLENDAN /VIARKAÐ íslensk þjóð byggir lífsviðurværi sitt á útflutningi. Ekki aðeins á afla fiskiskipanna, heldur einnig á útflutningi annars konar afla - afrakstri verkmenningar alls þjóðfélagsins - allt frá heimaprjón- uðum lopapeysum til háþróaðs stóriðjuvarnings. Við hjá Eimskip vitum að ekkert svið íslensks atvinnulífs er óháð útflutningi. í áratugi höfum við lagt okkur fram við að þjóna atvinnuveg- unum sem best, með því að fylgjast náið með framförum og tileinka okkur jákvæðar nýjungar í flutningum. Nú flytur Eimskip íslenskan afla um allan heim - niðursuðuvörur til Sovétríkjanna, freðfisk til Bandaríkj- anna, lopavörur til Evrópuhafna, skreið til Nígeríu, stóriðjuafurðir til Bretlands - og svona mætti lengi telja. Sérþekking og reynsla Eimskips í flutningum nýtist öllum greinum íslensks atvinnulífs. ry.K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.