Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 Rökkrið var fullt af ilmi jarðar Bókmenntír Jenna Jensdóttir K.M. Peyton: Flambards-setrið Silja Aðalsteinsdóttir þýddi Mál og menning Reykjavík 1983 Breski rithöfundurinn K.M. Peyton er þekktur meðal unglinga hér á landi fyrir Patricks-bækurn- ar í þýðingu Silju Aðalsteinsdótt- ur. Flambardssetrið er 7. bók hans sem út kemur á íslensku. Hún er fyrsta bókin af þrem sem höfund- ur skrifaði um jarðeigandann Russel og ættingja hans. Kom sag- an út á ensku 1967. Sagna gerist laust eftir alda- mótin og segir frá lífi fólksins á Flambardssetrinu fyrst og fremst, þótt margir fleiri komi þar við sögu. A setrinu er allt i niðurníðslu — en vitnar þó flest um horfið veldi. Húsbóndinn Russel er bundinn við hjólastól vegna slyss sem hann hlaut er hann datt af hestbaki á veiðum. Kona hans er látin en synir þeirra tveir, Mark og Vil- hjálmur, alast upp hjá honum og eru í kringum fermingaraldur þegar sagan hefst. Mark er eldri. Dick, hestadrengurinn, er einnig á setrinu, svo og ráðskona og vinnu- fólk. Lífið á Flambardssetrinu snýst raunverulega allt um hesta og veiðar. Russel i hjólastólnum — miskunnarlaus og kvalinn sjálfur — stjórnar öllum og öllu af hörku og mannvonsku og kvelur aðra að sinni vild. Drengirnir eiga báðir að verða góðir reiðmenn og veiði- menn. En hugarheimur þeirra er eins ólíkur og útlit þeirra. Mark hávax- inn svarthærður piltur og lífs- þrótturinn geislaði af honum. Vilhjálmur lítill veiklulegur — hræddur. Engu að síður verður Vilhjálmur að læra að sitja hest og taka þátt í hinum spennandi veiðum. Æstir veiðimen — trylltir hundar — ákafir hestar sem stökkva yfir hvað sem á vegi þeirra verður, og fórnardýrið ref- ur eða eitthvert annað umkomu- laust dýr, sem berst vonlaust fyrir lífi sínu. Vilhjálmur hatar veiðiferðir og útreiðar af öllu hjarta, en harð- ráður faðir beitir valdi sínu og drengurinn tekur þátt í hildar- leiknum, dettur af hestbaki og Tónleikar í Háskólabíói Tónlist Ragnar Björnsson Efnisskrá: Leifur Þórarinsson: Haustspil 83. J. Ibert: Konsert fyrir flautu og hljómsveit. F. Mendelssohn: Sinfónía nr. 5 í d-moll. Einleikari: Manuela Wiesler. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Frumflutningur íslenskra1 tónsmíða vekur ætíð eftirvænt- ingu hjá ísl. tónleikagestum og svo var einnig nú. Lausleg at- hugun sem Jón Þórarinsson' gerði á aðsókn að sinfóníutón- leikum bendir til þess að aðsókn að þeim tónleikum þar sem „landinn kemst að“ sé síst minni og mætti það verða bending til þeirra sem ferðinni ráða. „Haustspil 83“ kallar Leifur sin- fónískt ljóð sitt, sem hér var frumflutt. Að sumu leyti fer Leifur öðrum höndum um efnið í þessu verki sínu en áður hefur heyrst hjá honum. Stefjaúr- vinnsla hans er þó hér hin sama, og þar nær Leifur stundum meistaratökum. í Haustspili eru hugmyndirnar mjög skýrt fram- settar og aðgengilegar. Áberandi í þessu verki er góð „instrument- ation" og svo, að á stundum minnti undirritaðan á þann stóra snilling á þvl sviði — Mahler. „Haustlitir 83“ búa yfir mikilli ljóðrænu, sem mér fannst, því miður, ekki fá að njóta sín sem skyldi í flutningn- um. Skýrt taktslag er ágætt útaf fyrir sig, en svo markerað má það ekki vera að hljóðfæraleik- arinn fái ekki tíma til að „inton- era“ — mynda tóninn. Eyra hljóðfæraleikarans er öruggara skilningarvit til nákvæmnis en augað í þessu tilfelli og eyra tónlistarmannsins er yfirleitt hægt að treysta. Kannske var vöntunin á þessum ljóðræna þætti ástæðan fyrir þvi að ekki var hrópað „bravo“ eftir flutn- inginn. En til hamingju með Haustspilið, Leifur. Manuela Wiesler kom eins og engill og lék eins og engill heldur yfirborðskenndan flautukonsert Iberts. Manuela er afbragðs listamaður með tækni sem á stundum virðist takmarkalaus. Meiri ró og þroski er kominn yfir leik hennar en áður var. Manu- ela á vonandi glæsilega framtíð fyrir sér sem flautuleikari, en ennþá finnst undirrituðum þó vanta þá fyllingu og mýkt í tón- inn sem gera mundi leik hennar ómótstæðilegan. Flautukonsert Iberts er á köflum mjög við- kvæmur í flutningi, einnig fyrir hljómsveit og stjórnanda, en Páll hélt þessu öllu saman. Hins vegar fannst mér síðasti þáttur- inn fullhægur, eða öllu heldur þunglamalegur, hversvegna ekki að slá þáttinn á einum í staðinn fyrir tveim? Það er að vísu erfið- ara fyrir stjórnandann, en gefur þættinum annað yfirbragð. Fimmta sinfónia Mendels- sohns, sem venjulega er talin í d-moll, ekki D-dúr, eins og stendur í efnisskrá, er furðu mislit tónsmíð, sambland af ódýrum vinnubrögðum og „geni- aliteti" höfundar. Sinfónían er tækifærisverk, hefst með mótífi úr þýskri „Liturgi", sem Wagner notaði síðar í Parsifal — „Grals- mótívið". Scherzo-þátturinn, Allegro vivace, var að mínu mati alltof hægur og hafði hvorki viv- ace- né scherzo-yfirbragð. Síð- asti þátturinn er einskonar fant- asía um sálmalagið „Vor Guð er borg á bjargi traust“. Sinfónían fékk engan hljómgrunn, þegar hún var frumfíutt undir stjórn höfundar og hún náði heldur ekki fluginu að þessu sinni. Mjög ánægjulegt var að sjá og heyra þá fjölgun sem orðin er í hljómsveitinni og gjörbreytir jafnvægi milli strok- og blást- urshljóðfæra. Á móti 12 fyrstu fiðlum vantaði þó t.d. 2—4 selló, mætti það leiðréttast sem fyrst. Ragnar Björnsson slasast. Þannig var aðkoman á Flam- bardssetrinu þegar munaðarlausa telpan Kristína fluttist þangað til móðurbróður síns, Russels. Hún hafði frá því hún missti foreldra sína, tveggja ára gömul, búið hjá frænkum sínum. Og frá þeim hafði hún óljósa hugmynd um það að seinna ætti hún að giftast eldi frænda sínum, Mark, svo að auður sá er foreldrar hennar létu eftir sig kæmi á Flambardssetrið. „Kristína var tólf ára og dálítið þybbin. Hún var að byrja að fá brjóst (og þótti það heldur verra), húðin fíngerð og rjómalit, og hún bar sig vel enda höfðu frænkur hennar sífellt verið að skipa henni það. Svipurinn var varkár, vanari því að sýna hlýðni en lifandi svipbrigði. En dökkbláu augun voru einlæg, munnsvipurinn rólegur og hárið mikið og brúnt M Það varðar Russel miklu að Kristína læri að sitja hest og taki þátt í veiðiferðum. Hann verður sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Hún er iðinn nemandi hjá kenn- ara sínum, hestadrengnum Dick, og veiðiferðir heilla hana. Árin líða. Lífið gengur sinn gang á Flambardssetrinu — og það er enginn hægagangur. Drengurinn Dick og systir hans Fjóla, sem er þjónustustúlka á setrinu, kikna undan ofurvaldi og hörku, andleg nekt lítilmagnans verður algjör I umkomuleysi og fá- tækt. Þau eiga sér ekki uppreisnar von. Örlög þeirra eiga greiðan að- gang að tilfinningum lesandans. Neikvætt viðhorf hödundar til Fjólu breytir þar engu um. Kristína lifir í stormum mikilla geðhrifa þeirra feðga. Þótt útrás hins ormétna sálarlífs þeirra sé með mörgu móti er ljóst að Krist- ínu er gert mjög erfitt fyrir. Börn- in á Flambardssetrinu eru komin á æskuárin og bræðurnir tveir líta frænku sína, Kristínu, girndar- augum. Vilhjálmur hefur snúið baki við lífinu á Flambardssetrinu og fyrir það þolað harðar refsingar föður. Hann gengur af gleði og ákefð á vit nýrrar tækni. — Flugvélar, það er hans líf. Það kemur að því að Kristína veður að gera upp hug sinn í ásta- málum. Þótt höfundur hjálpi henni mjög opinskátt tilfinninga- lega held ég að lesandi sé ekki al- veg viss nema hugur hennar verði annar í næstu bók. Lýsingar höfundar á umhverf- inu eru stórbrotnar og af snilld sameinar hann mann og hest og lætur þá verða litróf jarðar. Þetta er góð saga og hún er handa öllum sem velta lífinu fyrir sér. Þýðing er mjög vönduð og frágangur ágætur. 15 Ríkisstjórnin um Kýpur: Sjálfstæðis- yfirlýsingin í berhögg við SÞ Á FUNDI ríkisstjórnarinnar 18. nóv- ember var Kýpurmálið á dagskrá, segir í fréttatilkynningu frá utanrík- isráðuneytinu. „Taldi ríkisstjórnin einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu tyrkneska þjóðarbrotsins á Kýpur ganga í berhögg við samþykktir Samein- uðu þjóðanna og tilraunir þeirra til að finna lausn á sambúðar- vandamálum á Kýpur. Ríkisstjórnin telur stjórn Kyprianous, forseta, einu lög- mætu stjórn lýðveldisins Kýpur,“ segir í fréttatilkynningunni. SERSEAKT VERDTILBODÁ BÖKUNAR VÖRUM Gerið verösamanburð og sparið Sykur pr. kg. 14.50,- Hveiti, Pillsbury 5 Ibs. 48.50.- Hveiti, Falke 2 kg. 24.70,- Smjörlíki, Ljóma 500 gr. 24.70.- Púðursykur, Ijós V2 kg. 13.45.- Florsykur 'U kg. 12.10.- Síróp, Golden 500 gr. 54.90.- Verslið tímanlega fyrir jól HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.