Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 Landsfundur Alþýdubandalagsins: Hin nýja flokksforusta, talið frá vinstri: Svavar Gestsson, formaður, Vilborg Harðardóttir varaformaður, Margrét Frímannsdóttir gjaldkeri og Helgi Guðmundsson ritari. menn í verkalýðsarmi flokksins deildu hart á flokksforustuna og höfðu menn m.a. á orði að vandi flokksins væri ekki fólginn í lög- um hans heldur flokksforustunni, sem skipta þyrfti um. Sambands- leysi flokks og verkalýðshreyf- ingarinnar var iðulega á vörum ræðumanna og sagði Karl Sigur- bergsson m.a. að farið væri í laga- breytingarnar með offari. Hann gerði að tillögu sinni, er hann tók til máls um fundarsköp eftir að meginkafli lagabreytinganna hafði verið samþykktur, að Al- þýðubandalagið fengi heitið „mar- flöt grasrótarsamtök" til sam- ræmis við nýyrðasmíði um önnur stjórnmálasamtök. Meginkafli lagabreytinganna var borinn sérstaklega upp og samþykktur með 162 atkvæðum gegn 18. Þegar lögin í heild komu til atkvæða voru sjö andvígir, og bað Lúðvík Jósepsson fyrrverandi formaður flokksins um að mót- atkvæði væru talin, en hann var einn af þeim sjö sem greiddu at- kvæði gegn þeim. Þá urðu harðar deilur á fundin- um um tillögur í utanríkismálum, sem greint er sérstaklega frá ann- ars staðar í blaðinu. Afstaða þing- flokks vegna tillögu allsherjar- nefndar landsfundarins um sveit- arstjórnarmál var harðlega for- dæmd af sveitarstjórnarmönnum og sagði Logi Kristjánsson bæjar- stjóri á Neskaupstað m.a. í um- ræðum um það mál, að yfirskrift fundarins, „Framtíð án fjötra", ætti ágætlega við sveitarstjórn- armenn innan Alþýðubandalags- ins, og að sér væri óskiljanleg af- staða þingmannanna. Frávísun- artillaga Skúla Alexanderssonar alþm. við sveitarstjórnarmálatil- löguna var síðan samþykkt með 54 atkvæðum gegn 43. Þá urðu einnig miklar umræður um tillögu varðandi sölueinokun á eggjum og kjúklinga- og svína- kjöti. Allsherjarnefnd lagði til að þeirri tillögu yrði vísað til mið- stjórnar og var það samþykkt með 57 atkvæðum gegn 34. Sterk sam- staða kvenna var áberandi á þess- um landsfundi og kom hvað skýr- ast fram í kjöri varaformanns flokksins. Landsfundurinn samþykkti stjórnmálaályktun undir heitinu „Avarp til íslendinga". Auk þess voru samþykktar tillögur um jafn- réttismál, menntamál, utanrík- ismál o.fl. Lagabreytíngar samþykktar, þrátt fyrir harða andstöðu - Vilborg Harðardóttir kjörin varafor- maður, Svavar endurkjörinn formaður LANDSFUNDI Alþýðubandalagsins lauk á sunnudagskvöld. Svavar Gests- son var endurkjörinn formaður flokksins, Vilborg Harðardóttir útgáfustjóri var kjörinn varaformaður og Helgi Guðmundsson trésmiður og bæjarfulltrúi á Akureyri ritari, en ekki komu fram tillögur um aðra í þau embætti. Margrét Frímannsdóttir kennari og oddviti á Stokkseyri var kjörin gjaldkeri með 186 atkvæðum, en hún hlaut tilnefningu kjörnefndar í embættið. Fram komu úr sal tillögur um tvo aðra í embættri gjaldkera, Hilmar Ingólfsson skólastjóri og bæjarfulltrúi í Garðabæ hlaut 32 atkvæði, Haraldur Jóhanns- son hagfræðingur 3 atkvæði, auðir og ógildir seðlar voru 3. Landsfundurinn samþykkti eft- ir harðar deilur ný lög flokksins, sem m.a. gera ráð fyrir uppstokk- un á félagakerfi flokksins. Með breytingunni geta aiþýðubanda- lagsmenn stofnað „sérgreinda" hópa, eins og þeir voru kallaðir í tillögum á fundinum, um einstök áhugamál og hafa þessar einingar sama rétt og hin svæðisbundnu fé- lög höfðu til kosninga fulltrúa á landsfundi o.fl. Þá fela nýju lögin í sér kvótaskiptingu kynja, þannig að hvort kyn skal nú eiga a. m. k. 40% fulltrúa í öllum stofnunum flokksins. Nýju lögin fólu einnig í sér fjölgun í miðstjórn flokksins þannig að á fundinum voru síðar kjörnir 70 miðstjórnarmenn, auk 20 varamanna. Harðar deilur voru á fundinum um lagabreytingarnar. Forustu- Vildu ekki fagna rás II TILLAGA um að landsfundur Alþýðubandalagsins fagnaði stofnun rás- ar II í Ríkisútvarpinu, sem skrefi í átt til lýðræðislegrar fjölmiðlunar í landinu og fól einnig í sér heillaóskir til starfsmanna rásar II, átti ekki upp á pallborðið hjá landsfundarfulltrúum á sunnudag. Eftir harða ádeilu landsfundarfulltrúa á flutningsmenn sáu þeir þann kostinn vænstan að draga tillöguna til baka. Flutningsmenn voru Þorbjörn Broddason og Vilborg Harðar- dóttir. Þorbjörn sagði m.a. að al- þýðubandalagsmenn hlytu að fagna þessu jákvæða skrefi í átt til frjálsrar fjölmiðlunar og í sama streng tók nýkjörinn vara- formaður flokksins, Vilborg Harðardóttir, sem bað fundar- menn að samþykkja tiilöguna og fagna með því þessu skrefi sem væri vissulega í rétta átt. Steingrímur J. Sigfússon sagð- ist ekki geta tekið undir orðin „lýðræðisleg fjölmiðlun". Hann kvaðst telja að helst vantaði neðst í tillöguna orðin „gleðileg jól“. Gerði Steingrímur það að tillögu sinni að tillögunni yrði vísað til framkvæmdastjórnar. Óttar Proppé sagði tillöguna gjörsamlega út í bláinn og allt of seint fram komna. Hann hvatti fundarmenn til að fella hana. Sigríður Þóra kvað mál þetta líta öðru vísi við landsbyggðar- fulltrúum, þeirra hagur væri fremur að fá betri hlustunarskil- yrði en nýjar rásir. Hún nefndi sem dæmi að Keflavíkurútvarpið heyrðist ekki víða á landinu. Flutningsmenn drógu síðan tillöguna til baka. Ólafiir Ragnar og Ásmundur Stefánsson atkvæðahæstir - Þröstur Ólafsson á varamannabekk í miðstjórn SJÖTÍU miöstjórnarmenn og 20 varamenn voru kjörnir á landsfundi Alþýóubandalagsins um helgina. Flest atkvæði hlutu Ólafur Ragnar Grímsson eða 270 og Ásmundur Stefánsson 263 atkvæði, en kjör- nefnd hafði gert tillögu um þá báða sem aðalmenn. Þröstur Ólafsson, sem kjörnefnd stakk einnig upp á sem aðalmanni, náði aftur á móti ekki kjöri. Hann hafnaði í 11. sæti á varamannabekk með 161 atkvæði. Kjörnefnd gerði tillögu um Kjartan Ólafsson ritstjóra sem aðalmann. Hann hlaut aftur á móti fæst atkvæði þeirra sem kjörnir voru varamenn, ásamt Kristjáni Valdimarssyni starfs- manni Reykjavíkurdeildar ABR, Ragnari Árnasyni hagfræðingi og Helgu Birnu Gunnarsdóttur eða 153. Haukur Már Haraldsson, sem ekki hlaut tilnefningu kjörnefnd- ar, féll í kosningunni, hlaut aðeins 121 atkvæði. Samkvæmt nýju lögunum fjölg- ar miðstjórnarmönnum úr 46 í 70, auk formanns, varaformanns, rit- ara og gjaldkera, sem eru nú sjálfkjörnir í miðstjórn. Kjör- nefnd gerði tillögur um aðal- og varamenn, en stungið var upp á 19 til viðbótar úr sal. Svonefnd punktaregla gildir við kjör í miðstjórn, þannig að rita skal tölustafinn 3 við þrjú nöfn, tölustafinn 2 við önnur þrjú og 1 við 74 nöfn. Þá voru kjósendur skyldugir að kjósa fjóra úr Reykjaneskjördæmi, þrjá úr Vest- urlandskjördæmi, þrjá úr Vest- fjarðakjördæmi, fjóra úr Norður- landskjördæmi eystra, þrjá úr Austurlandskjördæmi og þrjá úr Suðurlandskjördæmi. Sjálfkjörnir voru þrír úr Norðurlandskjör- dæmi vestra og sjö úr Æskulýðs- fylkingunni, þar sem þessir aðilar buðu fram jafnmarga og kjósa skyldi úr þeirra röðum. Samtals greiddu 219 atkvæði þar af voru 19 atkvæðaseðlar ógildir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.