Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1983 17 Servantur, mynd frá 1945. — Þú nefndir lögmál markað- arins áðan. Hefur þú getað lifað af þinni list, eða hvaða sess hefur hún skipað hjá þér? „Listin hefur alltaf skipað heið- urssess, en ég hef þó ekki haft hana að aðalstarfi. Okkar kynslóð þurfti að hafa hliðarstarf. Kjar- val, Ásgrímur og fleiri, þeir lifðu af sinni list, en við höfðum önnur störf með. Þetta hygg ég að hafi að ýmsu leyti verið gott, svo mikið er að minnsta kosti víst, að við þurftum ekki að vera upp á mark- aðinn komnir í list okkar." Féll ífræðin upp úr 1960 — Það er þá heldur ekki af þeim sökum, sem þú ert nú í löngu leyfi frá listmáluninni? „Nei, ekki er það, en ég féll í fræðimennsku upp úr 1960, og nú síðustu árin hef ég alveg helgað mig þeim hlutum. Þannig var að með stofnun tímaritsins Birtings 1955, féll það i minn hlut að fjalla um byggingalistina. Þá langaði mig til að kanna hvað við ættum af húsagerðarlist hér á landi, og áður en varði var ég farinn að ferðast um landið og kanna hina húsagerðarlistalegu sögu þess! Þetta heillaði mig mjög, og brátt var hugur minn allur í þessum rannsóknum, þótt ég gerði mér liklega ekki grein fyrir þvi fyrst í stað. En þetta fór að rekast á myndlistina, og þótt ég reyndi að skipta vikunni niður á milli þess- ara „afla“, þá gekk það ekki til lengdar. Þvi hef ég nú frá 1977 helgað mig þessum rannsóknum einvörðungu. Það þarf þó ekki endilega að þýða að ég snúi mér aldrei að myndlistinni aftur. Ég hef áður tekið mér svona fri og snúið aftur.” — Er hægt að segja i stuttu máli hvað það er, sem þú ert að fást við núna? „Þetta er allt í sama farvegi: Rannsóknir gamalla heimilda, húsa og húsarústa, til að komast að þvi hvernig hér hefur verið byggt og búið fyrr á öldum. Um leið hef ég svo fengist við endur- byggingu gamalla húsa. Enn hef ég slegist í hóp þeirra, sem barist hafa fyrir friðun gamalla bygg- inga, og þar finnst mér tímamót hafa orðið við friðun húsanna á Bernhöftstorfunni i Reykjavík. — En fyrst og fremst er ég að kanna heimildir um byggingar hér á landi á fyrri öldum.“ Stærstu timburhús á Norðurlöndum — Hvað er það, sem komið hef- ur þér mest á óvart í rannsóknum á þvi hvernig menn hafa búið og byggt á íslandi á fyrri öldum? „Meðal þess, sem ég hef komist að, er að hér á landi byggðu menn stórt á miðöldum. Dómkirkjurnar á Hólum og i Skálholti voru stærstu timburhús á Norðurlönd- um og þótt viðar væri leitað, 50 metra langar og annað eftir þvi. íslendingar hafa löngum grátið sina glötuðu, glæstu fortið, en þeir myndu gráta enn meir, ef þeir vissu i raun hve mikið þeir hafa misst. Kirkjurnar tvær, sem ég nefndi, voru til dæmis svo glæsi- legar og svo íburðarmiklar, að erf- itt er að imynda sér það. Til eru skrár yfir gripi þessara guðshúsa, þessara listasafna, sem sýna að þar voru hundruðir gripa, flestir þeirra göfug listaverk, innlend og erlend. Gripirnir úr miðaldadóm- kirkjunni á Hólum einni saman myndu nægja til að fylla Þjóð- minjasafnið. Þessar kirkjur voru stafkirkjur, þær stærstu sem byggðar hafa verið, og víða um land stóðu miklar stafkirkjur, sumar með sama lagi og norsku stafkirkjurnar, sem enn standa. — Það er kaldhæðnislegt, að upp úr 1700, þegar Árni Magnússon er að bjarga handritunum og flytja þau út til Kaupmannahafnar, þá standa hér enn kirkjuleg bygg- ingarlistaverk, minnisvarði um glæsta tíma íslandssögunnar, sem þá voru margar að hruni komnar, en varð ekki bjargað. Handritun- um bjargaði Árni á hinn bóginn, og fyrir bragðið eigum við ríku- legan bókmenntarf og mikla hefð í bókmenntum. — Hefð í bygg- ingarlist eða öðrum greinum sjón- listar eigum við hins vegar af skornum skammti. Það er til skammar, að ekki skuli fyrir löngu vera búið að stofna hér lista- sögustól við háskólann og íslensk- an arkitektúrskóla." — Anders Hansen ri IDIII4II I IID rUnUniLLUri Hillustærðir: 30x80 og 50x80 Uppistöður: 61, 112 og 176 cm. Útsölustafiir: REYKJAVlK: JL-Húsið húsgagnadeild, Liturinn Siðumúla 15, KÓPAVOGUR: Byko Nýbýlavegi 6, HAFNARFJÖRÐUR: Málur Reykjavikurvegi 10, KEFLAVÍK: Dropinn, AKRANES: Verslunin Bjarg, BORGARNES: K.B. Borgarnesi, HELLISSANDUR: K.B,, ÓLAFSVlK: Verslunin Lára, STYKKISHÓLMUR: Húsið, PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúð Jðnasar, BOLUNGARVÍK: Jðn Fr. Einarsson, ISAFJÖRÐUR: Húsgagnaverslun ísafjarðar, HVAMMSTANGI: Versl. Sig. Pálmas., BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, SAUÐÁRKRÓKUR: Hátún, SIGLUFJÖRÐUR: Bólsturgerðin, ÓLAFSFJÖRÐUR: Versl. Valberg, DALVlK: Versl. Sogn, AKUREYRI: Grýtan Sunnuhlfð, HÚSAVlK: Kaupfélag Þingeyinga, EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austurlands, SEYÐISFJÖRÐUR: Versl. Dröfn, NESKAUPSTAÐUR: Nesval, REYÐARFJÖRÐUR: Lykill, FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Versl. Þór, VlK, Kaupfélag V-Skaftfelling, VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur og Einar, SELFOSS: Vöruhús K.Á. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 TOYOTA-SAUMAVELAR KOSTABOÐ Á KJÖRGRIPUHI PÁLÍNA KR. 8438 T0Y0TA-VARAHLUTAUMB0ÐIÐ ÁRMÚLA 23 — SÍMI 81733 m te -ÍJÍÍil 8 £ MetsöluUcid á hverjwn degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.