Morgunblaðið - 30.11.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 30.11.1983, Síða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI STOFNAÐ 1913 275. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Símamynd-AP. Geimskutlan Kólumbía er nú á ferð í geimnum einn ganginn enn og hefur gengið á ýmsu. Með í förum er fyrsti útlendingurinn sem fer í geimferð með bandarísku geimfari. Heitir hann Ulf Merbold og er frá Vestur-Þýska- landi. Má sjá Merbold á meðfylgjandi mynd. Pólitískum morðiun fjölgar í Afganistan: Lambsdorff sakað- ur um mútuþægni Bonn, 29. nóvember. AP. SAKSÓKNARINN í BONN hefur tilkynnt að Otto Lambsdorff, efna- hagsráðherra Vestur-Þýskalands og einn af leiðtogum frjálsra demó- krata, sé grunaður um mútuþægni. Er þetta í fyrsta skiptið sem ráð- herra í stóli sætir slíkum ásökunum í Vestur-Þýskalandi. Lambsdorff greifi er sakaður um að hafa þegið 135.000 mörk í tvennu lagi frá Eberhardt Von Brauchitsch, fyrrum forstjóra viðskiptasamsteypunnar „FIick“, sem hefur aðsetur í Dusseldorf. Er ráðherranum gefið að sök að hafa beitt sér fyrir skattaíviln- unum í þágu samsteypunnar að launum. Lambsdorff verður ekki sóttur til saka nema hann verði sviptur þinghelgi og er búist við því að saksóknarinn fari fram á slíkt á næstunni. Ekki er reiknað með því að málið setji sérstakan þrýsting á samsteypustjórn Helmut Kohls, en hins vegar er búist við því að lagt verði hart að kanslaranum að kalla til Franz Josef Strauss í sæti Lambsdorffs, fari svo að hann víki úr embætti. Otto Lambsdorff Stjórnmálahneyksli í Vestur-Þýskalandi: Tilræði við varn- armálaráðherrann Islamabad Pakistan, 29. nóvember. AP. VESTRÆNN diplómati í Pakistan hafði í gær eftir „góðum heimildar- mönnum", að morðtilræði hafi verið framið við afganska varnar- málaráðherrann Abdul Qader fyrr í þessum mánuði. Qader slapp lifandi frá aðförinni, en tveir lífvarða hans særðust skotsárum. Diplómatinn sagði tilræðið hafa átt sér stað er Qader var að stíga út úr bifreið sinni fyrir utan heim- ili sitt í Kabúl að afloknum vinnu- degi. Ók bifreið þá fram hjá á tals- verðri ferð og hleyptu farþegar hennar af mörgum skotum. Ráð- herrann sakaði ekki, en sem fyrr segir særðust lífverðir hans tveir. Þetta er í þriðja skiptið sem geng- ið hefur verið nærri lífi Qaders á þessu ári, fyrst barði undirmaður ráðherrann til óbóta með stól eftir Kasparov bað um frestun Lundúnum, 29. nóvember. AP. GARRY Kasparov, sovéski stór- meistarinn í skák, bað í gær um frestun á fimmtu einvígisskákinni gegn Victor Korchnoi. Var frest- unin veitt, enda í samræmi við reglur Alþjóða Skáksambandsins. að gengið hafði verið fram hjá honum í stöðuhækkunum. Síðan varð þyrla sem Qader flaug með fyrir skotárás frelsissveita og munaði þá mjóu. Lítið hefur verið um skærur milli stjórnarhersins og Rússa I annars vegar og frelsissveita hins vegar síðustu dagana, hins vegar hefur nokkuð borið á pólitískum morðum, til dæmis hafa tveir höf- uðsmenn verið myrtir með stuttu millibili. Báðir úr stjórnarhern- um, en tilheyrðu hvor sinni klík- unni. Þá var ung skólastýra, for- vígismaður friðarhreyfingar Afg- anistan, myrt á heimili sínu. Danuta fær að fara til Yarsja. 29. nóvember. AP. DANUTA WALESA, eiginkona verka- lýðsleiðtogans Lech Walesa, sem sæmdur var friðarverðlaunum Nóbels á dögunum, hefur fengið heimild frá pólskum yfirvöldum til að fara til Osló 10. desember næstkomandi og taka á móti verðlaununum fyrir hönd eig- inmanns síns. Sjálfur vildi Lech Wal- esa ekki fara af ótta við að fá ekki að hverfa heim á ný. Jerzy Urban, talsmaður pólsku herstjórnarinnar, staðfesti fréttina Noregs í gær og sagði að Danuta fengi að koma aftur til síns heima „af mann- úðarástæðum," eins og hann komst að orði. Urban bætti við að elsti sonur Walesa-hjónanna, Bogdan, fengi einnig fararleyfi. Bogdan er 13 ára gamall og Walesa-hjónin lögðu mikið kapp á að hann færi með Danutu til Noregs. Hins vegar hafa pólsk stjórnvöld enn ekki veitt Tadeusz Mazowiecki, verkalýðs- ráðunaut, fararleyfi og ekki tjáð sig um hvort að þau geri það, en Lech Walesa hefur krafist þess að hann fylgi Danutu og Bogdan í ferðinni. Mazowiecki sagði í gær að þau svör sem hann hefði fengið frá stjórnvöldum væru á þá leið að úti- lokað væri að taka fyrir vegabréfs- umsókn hans fyrir 12. desember. Danuta Walesa tilkynnti í gær að hún myndi nv'erg! fara ef Mazowi- ecki fengi ekki einnig að táfS 0" gat hún þess að hún hefði ekki tjáð eig- inmanni sínum þá ákvörðun sína. Danuta Walesa og eitt barna þeirra hjóna Vaxandi átök í Beinit: Shitar rændu fjölda flugvallarstarfsnianna Beirut, 29. nóvember. AP. NOKKRIR grímuklæddir shitar, þrælvopnaðir, stöðvuðu tvær rútur á veginum skammt frá flugvellin- um í Beirut upp úr hádeginu í gær og neyddu bílstjórana til að aka inn í hverfi shita þar skammt frá. 60 manns voru í rútunum, allt starfsfólk flugfélags Líbanon og allt kristnir Líbanir. Var mjög óttast um líf fólksins og talið að hryðjuverkamenn hefðu staðið að brottnámi fólksins og ætluðu að myrða það. Tveimur klukkustund- um síðar var því hins vegar sleppt og hafði enginn slasast. Ekki var vitað hvaða fylking úr röðum shita stóð fyrir verk- naðinum, en fólkinu var ekki sleppt fyrr en Nabhi Berri, æðsti leiðtogi Amal-sveitanna, hafði krafist þess að því yrði sleppt þegar í stað. Talið er að verknað- urinn kunni að hafa verið óund- irbúið svar við nokkrum mann- ránum kristinna falangista á shitum á sömu slóðum fyrr um daginn. Shitunum var öllum sleppt og leikurinn að því er virt- ist aðeins til þess gerður að skjóta hinum brottnumdu skelk í bringu. Fallbyssuskothríð var gerð nokkrum sinnum að stöðvum bandaríska friðargæsluliðsins við flugvöllinn í Beirut í gær og fyrrinótt. Ekki voru Bandaríkja- menn vissir hvaðan skothríðin kom og var henni því ekki svar- að. Einn gæsluliði særðist. Þá hafa líbanskir stjórnarhermenn og drúsar verið að kljást hér og þar í nágrenni Beirut síðustu sól- arhringana. Virðist vopnahlés- brotum hafa fjölgað nokkuð að undanförnu. Síðustu fregnir frá Trípóií hermdu hins vegar að þar væri allt með nokkuð kyrrum kjörum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.