Morgunblaðið - 30.11.1983, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.11.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983 13 Platón Síðustu dag- ar Sókratesar í endurskoð- aðri þýðingu HIÐ íslenska bókmenntafélag hefur gefið út endurskoðaða þýðingu á Síðustu dögum Sókratesar eftir Plat- ón í íslenskum búningi eftir Sigurð Nordal, sera einnig ritar inngang, og l'orstein Gylfason. í fréttatilkynningu frá hinu ís- lenska bókmenntafélagi segir meðal annars: „í bókinni birtast þrjú af áhrifa- mestu ritum eins áhrifamesta hugs- uðar allra tíma, þar sem hann lýsir ævilokum kennara síns. Ritin eru Málsvörn Sókratesar, ræða hans fyrir dómstólnum sem dæmdi hann til dauða; Krítón, rökræða hans f fangelsinu um réttmæti þess að brjóta ranglát lög; og loks Faídón, rökræða hans og lærisveina hans um líf og dauða og lífið eftir dauðann, daginn sem hann skyldi tekinn af lífi, en þar leggur Platón Sókratesi í munn margar helstu kenningar heimspeki sinnar. Verð til félagsmanna Hins ís- lenska bókmenntafélags er kr. 296, en til utanfélagsmanna 370,50 kr. Bókin kom út áður á íslensku 1973. Erlingur Davíðsson Tólfta bindi af Aldnir hafa orðið Í'T EK komið 12. bindið í bóka- flokknum „Aldnir hafa orðið" eftir Erling Davíðsson rithöfund. Bókaút- gáfan Skjaldborg á Akureyri gefur út. í 12. bindinu segja eftirfarandi frá : Baldvin Þ. Kristjánsson fyrrv. félagsmálafulltrúi SÍS, Erik Kond- rup, húsgagna- og húsasmiður á Akureyri, Hrafn Sveinbjarnarson búfræðingur, Hjalla við Hall- ormsstað, Laufey Valrós Tryggva- dóttir frá Meyjarhóli, formaður Náttúrulækningafélagsins á Akur- eyri, Sigríður Pétursdóttir frá Selskerjum við Breiðafjörð, Sigurð- ur Helgason rafvirkjameistari og lengi starfsmaður Rafveitu Akur- eyrar og Sigurður Jóhannesson frá Vermundarstöðum í Ólafsfirði, nú látinn. 242 íbúðir til sölu íSelási Viö höfum nú hafiö sölu á 2ja og 3ja herb. íbúöum, sem afhendast fullbúnar án gólfefna ásamt fullfrágenginni sameign á tímabilinu frá október ’85. uilj ii i| i lli-il rkUUI fl 1 Aætlaö verð 1. nóv. ’83 2ja herb. 66 fm kr. 980.000.- 3ja herb. 93 fm kr. 1.379.000.- Bifreiðageymsla kr. 125.000.- Vrr^- r* r HERB ölí ntics i 1 &ÓHUS: SJÓNVAHP i Uri[ i ni t SVALIR Byggung, Reykjavík, sími 26609.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.