Morgunblaðið - 30.11.1983, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1983
Vænlegra að „fjárfesta“ í
heilsuvernd en sjúkdómum
— eftir Ólaf Ólafs-
son landlækni
Inngangur
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
hefur lagt fram áætlun um mark-
mið í heilbrigðismálum sem þjóð-
um heims ber að stefna að að ná
fyrir árið 2000.
Samkvæmt áætlun þessari skal
t.d. náð ákveðnum árangri varð-
andi lækkun ungbarna- og mæðra-
dauða, hækkun meðalaldurs og
lækkun dánartfðni vegna hjarta-
sjúkdóma, háþrýstings, heilablæð-
inga, leghálskrabbameins, lungna-
krabba, slysa, sjálfsmorða o.fl.
Ennfremur er minnst á útrýmingu
mislinga, rauðhunda, mænuveiki,
barnaveiki, syfilis o.fl. smitsjúk-
dóma. Jafnframt skal náð ákveðn-
um staðli í menntunar-, húsnæðis-
og öðrum félagsmálum. Flest Norð-
urlönd með ísland í fararbroddi
hafa þegar náð allflestum þessara
markmiða. Litill vafi leikur á að
þessi „markmið" hafa náðst að
mestu leyti vegna stórbættra lífs-
kjara og vel heppnaðra heiisu-
verndaraðgerða (heilsugæslu) og
skal þá ekki gert lítið úr góðri
sjúkrahúsþjónustu. Engu að síður
verjum við ennþá mestöllu því fé
er við höfum yfir að ráða til heil-
brigðisþjónustu til meðferðar og
rannsókna á langvinnum sjúk-
dómum á lokastigi.
Á undanförnum áratugum hef-
ur sjúkdómamynstur íslendinga
breyst mikið. Berklar, aðrar far-
sóttir, mikill ungbarnadauði, nær-
ingarskortur og sem afleiðing
stutt meðalævi eru ekki lengur
vandamál.
Þess í stað ber mest á langvinn-
um sjúkdómum svo sem æða- og
hjartasjúkdómum, krabbameini,
sjúkdómum í öndunarfærum og
geðsjúkdómum. Atvinnusjúkdóm-
ar og misnotkun vímugjafa hafa
haldið innreið sína og slysatíðni er
mikil.
Aðaláherslan hefur verið lögð á
meðferð langvinnra sjúkdóma á
lokastigi m.a. með stækkun
sjúkrahúsa og mikilli tæknivæð-
ingu. Rekja má um 80—90% af
kostnaðaraukningu við heilbrigð-
isþjónustuna er orðið hefur á und-
anförnum árum til þessa liðs.
Forvarnir
Allt frá árunum 1960—1970 hef-
ur þó aðgerðum gegn ýmsum lang-
vinnum sjúkdómum s.s. hjarta- og
æðasjúkdómum, krabbameini,
lungnasjúkdómum, sykursýki,
gláku o.fl. verið sinnt í vaxandi
mæli. Lækkun hefur orðið á ald-
ursstaðlaðri dánartíðni vegna krans-
æðasjúkdóma og háþrýstings. ísland
mun vera eitt af fáum löndum í
heiminum sem getur státað af lækk-
andi aldursstaðlaðri dánartíðni vegna
krabbameins. Dánartíðni vegna há-
þrýstings og leghálskrabbameins er
nú lægri hér á landi en meðal ann-
arra vestrænna þjóða. Þessi góði ár-
angur hefur vakið athygli Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og
hefur hún mælst til samstarfs við
Islendinga um að sýna fram á að
unnt sé að koma í veg fyrir
dauðsföll af völdum síðastnefnda
sjúkdómsins. Margt bendir til þess
að svipuðum árangri megi ná í
baráttunni gegn heilablæðingu af
völdum háþrýstings. Þessi árang-
ur hefur m.a. náðst fyrir tilstilli
leikra og lærðra sem starfað hafa
að heilsuverndarmálum i tugi ára
innan félaga s.s. Hjartaverndar,
Krabbameinsfélags Islands o.fl.
Allt bendir til þess að rauðhund-
um og mislingum hafí að mestu ver-
ið útrýmt. Á döfinni eru svipaðar
aðgerðir gegn t.d. hettusótt og
heilabólgu. Kostnaður vegna fram-
angreindra heilsuverndaraðgerða
svarar til kostnaðar við rekstur ör-
fárra sjúkrarúma á ári og sparnaður
er hlotist hefur af framangreindum
heilsuverndaraðgerðum verður ekki
nema að litlu leyti mældur í krónum.
Flest rök benda eindregið til þess
að lækkun dánar- og sjúkdóms-
tíðni ásamt lengingu á meðalævi,
sem orðið hefur í landinu á síðustu
áratugum, megi m.a. að verulegu
leyti rekja til heilsuverndarað-
gerða, betri sjúkdómaleitar og
bættra lífskjara og skal þó ekki
gert lítið úr áhrifum bættrar
læknismeðferðar. Mikið skortir þó
á að nægilega hafi verið unnið á
þessu sviði. Sem dæmi má nefna
að þótt dánartíðni hafi yfirleitt
lækkað hefur hún aukist eða stað-
ið í stað í eftirfarandi sjúkdóma-
flokkum: Lungnakrabbameini,
brjóstakrabbameini, þarma-
krabbameini, slysum, berkjukvefi,
lungnabólgu o.fl.
Tíðni kransæðasjúkdóma hefur
minnkað eftir 1970 en er ennþá
mikil. Svipaðar breytingar til hins
betra hafa orðið á ýmsum áhættu-
þáttum sjúkdómsins á síðasta ára-
tug svipað og í N-Finnlandi. Yfir-
leitt eru læknar sammála um að
með breyttum lífsvenjum, m.a.
minnkuðum reykingum, minni
áfengisnotkun og auknum slysa-
vörnum megi draga verulega úr
tíðni flestra framangreindra
sjúkdóma. Sú hefur orðið raunin á
í öðrum löndum. T.d. hefur innlögn-
um á sjúkrahús vegna afleiðinga
umferðarslysa fækkað um 20—25%
meðal sumra nágrannaþjóða — í
kjölfar öfíugra forvarna. Til þess að
ná frekari árangri á sviði sjúk-
dómavarna eru m.a. eftirfarandi
leiðir færar:
1. Auka verður forvarnarstarf
vegna hjarta- og æðasjúkdóma
og krabbameins svo og fóstur-
og mæðravernd, sjón- og heyrn-
arvernd sem þegar er hafið á
fæðingardeildum, heilsugæslu-
stöðvum og af Hjartavernd og
Krabbameinsfélagi íslands.
Þessa starfsemi þarf að tengja
mun betur heilsugæslustöðvum
en verið hefur. Dæmi um þýð-
ingu heilsugæslustöðva í þessu
efni er m.a. eftirfarandi: Um
Olafur Ólafsson
„Flest rök benda ein-
dregið til þess að lækk-
un dánar- og sjúkdóms-
tíðni ásamt lengingu á
meðalævi, sem orðið
hefur í landinu á síðustu
áratugum, megi m.a. að
verulegu leyti rekja til
heilsuverndaraðgerða,
betri sjúkdómaleitar og
bættra lífskjara, og skal
þó ekki gert lítið úr
áhrifum bættrar lækn-
ismeðferðar.“
20% þeirra kvenna er boðaðar
hafa verið til leghálskrabba-
meinsleitar mæta ekki í skoðun
þrátt fyrir endurteknar áskor-
anir. í þeim hópi er dánartíðni
allt að 13-föld borið saman við
þann hóp er mætir til skoðunar.
Nú leita yfir 90% allra íbúa til
heilsugæslustöðva á tveggja til
þriggja ára fresti. Á stöðvunum
er unnt að ná sambandi við
framangreindar konur, er þær
koma annarra erinda, og bjóða
þeim skoðun. Samskonar að-
ferðum má beita við varnir
gegn öðrum sjúkdómum t.d. há-
þrýstingi.
2. Á næstunni er fyrirhuguð stór-
aukin ieitarstarfsemi á sviði
brjóstakrabbameins og auknar
slysavarnir. Efla þarf leit að
magakrabbameini á forstigi.
Kerfisbundin leit að þessum
sjúkdómi meðal annarra þjóða
hefur skilað mjg góðum
árangri.
3. Efla ber heilbrigðisfræðslu í
grunn- og framhaldsskólum
landsins. Hjúkrunarfræðingar
og læknar verða að gerast virk-
ir aðilar við kennsluna því að
margir kennarar eiga erfitt
með að sinna ýmsum þáttum
þeirrar fræðslu. Fræðsluefnið
skal flutt í samvinnu við kenn-
ara enda fer best á því að
fræðslan falli sem best að öðru
námsefni og veki „heilsuvitund"
nemenda.
Á undanförnum árum hafa
læknanemar unnið og flutt
fræðsluefni um hættur af reyk-
ingum og kynsjúkdómum í
grunn- og framhaldsdeildum
skólanna. Sl. vetur hafa nemar
úr hjúkrunarskólum unnið
fræðsluefni og flutt í skólum
um: Getnaðarvarnir, heimaslys,
mataræði, fræðsla um slysa-
varnir í umferð hefur einnig
farið fram.
Tugum þúsunda bæklinga um
getnaðarvarnir og kynsjúk-
dóma hefur verið dreift í skóla
og heilsugæslustöðvar. Sæmi-
legur árangur virðist hafa orðið
af þessu starfi. T.d. hefur tíðni
lekanda minnkað yfír 40%
meðal 15—19 ára unglinga. Fóst-
ureyðingum sem fjölgaði verulega
eftir 1973 hefur ekki fjölgað með-
al 14—17 ára stúlkna eftir 1979.
Fæðingartíðni hefur lengi verið
mun hærri meðal íslenskra
kvenna en í nágrannalöndunum
en nú hefur hún lækkað meðal
yngri kvenna líkt og á öðrum
Norðurlöndum. Sumar Norður-
landaþjóðir viðhalda ekki leng-
ur sjálfum sér.
Dregið hefur úr reykingum meðal
grunnskólabarna um 40%. Brýnt
er að unglingar hefji ekki reyk-
ingar því að reynslan sýnir að
stórreykingafólk hættir yfir-
leitt ekki að reykja (hóprann-
sókn Hjartaverndar).
Fræðsluefni um áfengi og önn-
ur vímuefni hefur verið samið
að beiðni kennara og síðan rætt
á sameiginlegum fundum með
skólastjórum, kennurum og
heilbrigðisstarfsfólki.
Nauðsynlegt er að nemar í skól-
um heilbrigðisstétta öðlist
þjálfun við gerð og flutning
fræðsluefnis. Með hliðsjón af að
80—90% fólks heimsækir
heilsugæslustöðvar á 1—2 ára
fresti er heilsugæslustarfsfólk í
lykilstarfi til þess að miðla
fræðslu til þess.
4. Halda þarf áfram gerð fræðslu-
þátta um sjúkdóma og heilsu-
far, svipuðum og hafa verið
fluttir sl. vetur í sjónvarpi og í
samvinnu við heilbrigðisstéttir
en með meiri áherslu á heilsu-
vernd.
Sjúkrahúsþjónusta
Sjúkrahúsþjónusta okkar er í
heild eins og best gerist meðal
nágrannaþjóða. Árangur lækna og
heilbrigðisstétta stenst vel sam-
anburð við árangur á bestu
sjúkrahúsum erlendis. Vissulega
þurfum við að fylgjast með þróun-
inni í þessum málum og megum
ekki dragast aftur úr. T.d. þarf að
koma upp aðstöðu hérlendis til
skurðaðgerða vegna hjartasjúk-
dóma, betri meðferðar á krabba-
meinssjúklingum og bæta hag ým-
issa sjúklingahópa s.s. bæklunar-
og hjúkrunarsjúklinga o.fl. En að
mínu áliti höfum við byggt nægi-
legar legudeildir fyrir bráða
sjúkdóma í bili. Háttsettur erlend-
ur starfsmaður við Alþjóðaheil-
brigðisstofnunina er heimsótt hef-
ur Island oftar en einu sinni taldi að
við hefðum byggt sjúkrarými 10—15
ár fram í tímann. Að vísu er ég
honum ekki að öllu leyti sammála
en glöggt er gestsaugað.
Það er andstætt ríkjandi með-
ferðarstefnu í læknisfræði að
bjóða upp á sjúkrahúsmeðferð
nema að brýna nauðsyn beri til.
Að lokum eitt veigamikið atriði.
Nauðsynlegt er að tryggja áfram-
haldandi jöfn og góð lífskjör því að
þau cru aðalforsenda góðs heilsu-
fars. f löndum þar sem verulegt
atvinnuleysi er, t.d. Bretland, hef-
ur heilsufari hrakað. Því miður
gleyma margir þessu atriði þegar
rætt er um orsakir góðs heilsu-
fars. Hafa skal hugfast að veru-
legan hluta hinnar miklu hækkun-
ar meðalævi sem orðið hefur á
þessari öld má að mestu leyti
þakka mikilli lækkun ungbarna-
dauða og fækkun smitsjúkdóma
sem urðu í kjölfar ört batnandi
lífskjara og heilsuverndar. Vel
nærðar og hraustar mæður ala af
sér hraust börn sem þola áföll.
Lokaorð
Enginn má skilja orð mín á
þann veg að við eigum að draga úr
sérfræði- og sjúkrahúsþjónustu
frá því sem nú er. Til langframa er
vænlegra að „fjárfesta" í heilsu-
vernd en sjúkdómum, t.d. í slysa-
vörnum frekar en í slysadeildum
— þar eð slysum fækkar ekki þó
að við fjölgum rúmum þar. — f
ungbarna- og mæðravernd frekar
en í dýrum leguplássum. — í góðu
barnauppeldi en í upptökuheimil-
um. — I geðvernd frekar en geð-
sjúkrahúsum. — í reykingavörn-
um frekar en í meðferðarstofnun-
um fyrir krabbameins-, lungna- og
hjartasjúklinga. — f áfengisvörn-
um í stað þess að búa nú við til-
tölulega mun fleiri sjúkrarými
fyrir áfengissjúklinga en ná-
grannalöndin þó að áfengisneysla
sé minni og áfengissjúkdómar
mun færri hérlendis en annars
staðar. Svo mætti lengi telja.
Fordæma seina-
gang í úthlutun
námslána
Nemendaráð Tækniskóla ís-
lands fordæmir harðlega þann
seinagang sem orðið hefur á út-
hlutun námslána á þessu hausti,
að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu frá ráðinu. Ráðið telur
þau vinnubrögð við úthlutun
námslána forkastanleg að um-
sækjendum hafi ekki verið svarað,
hvort þeir hafi fengið lán eða ekki.
Þá er krafist úrbóta svo fjarvistir
nemenda verði ekki úr hófi vegna
baráttunnar við kerfið.
Opið tíl kl. 19
■ Mánudaga — Þriðjudaga — Miðvikudaga
17 A 01T ATTD Skelfunni 15
IlAuIiAU r Reykjavík